Tíminn - 15.03.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.03.1986, Blaðsíða 16
16 Tíminn Laugardagur 15. mars 1986 POPP III Hljómsveitin Kukl Tímamynd: Ari. Mikið lifandi skelfing og ósköp gengur Kuklinu vel í útlandinu. Krakkarnir mega varla láta hljóð frá sér fara öðruvísi en erlendir gagnrýnendur falli á kné og lofi guð. Núna er hljómsveitin nýkomin úr stuttum túr um Evrópu og gekk vel, til gamans og glöggvunar fyrir þau okkar sem venjulega horfum á Kuklið spila í litlum sal og við hálf þvingað andrúmsloft hér heima á íslandi verður hér birt þýðing á um- sögn þýsks blaðamanns um eina tónleika Kuklsins. Umsögnin birt- ist í Berliner szene, þann 26. febrú- ar síðastliðinn. „Um nóttina og morguninn eftir dreymdi mig Kukl ennþá, þessa frumlegu, ástríðufullu og óviðjafn- anlegu hljómsveit frá íslandi. Flutningur hennar er látlaust gos af orku, ást, hatri, angist og sælu - sérstaklega upplifa söngkonan og söngvarinn allar andstæðustu, öfgafylltu kenndir sínar á sviðinu í stað þess að sýna þær bara. Það er þó ekki um að ræða neina vand- ræðalega sjálfsafhjúpun eða þörf fyrir að láta á sér bera. E.t.v. vekur útgeislun hljómveitarinnar að lok- um hlýja og góða tilfinningu. Samblandið af frumhippamennsku og frumpönki er frumlegt, þar er ekki um neina eftiröpun að ræða, jafnvel Doors-tilvitnun verður hjá Kukl þeirra eigið framlag. Auk hinna öskrandi, kjökrandi, hlæj- andi, ljómandi og hoppandi fram- varða vekur trommuleikarinn sér- staka athygli. Hann kann þá sjald- HUGSKOTS Hafin verður kennsla 15. mars á eftirfarandi námskeiðum: Grunnnámskeid BBC 12 stundir Forritun 2 BBC 12 stundir Ritvinnsla BBC 8 stundir Sinclair grunnnámskeió 12 stundir Sinclair tramhaldsnámskeió 12 stundir Ritvinnsla BBC: Kennarar: Sveinbjörn Gröndal Ragnar Ómarsson Námskeið: þri. 18. mars kl. 18.30-20.30 fös. 21. mars kl. 18.30-20.30 lau. 22. mars kl. 16.00-18.00 Grunn BBC: Kennarar: Sveinbjörn Gröndal Guðmundur Ragnar Guðmundsson Námskeið: mán. 17. mars kl. 18.30-20.30 mið. 19. mars kl. 18.30-20.30 fim. 20. mars kl. 18.30-20.30 lau. 22. mars kl. 10.00-12.00 Sinclair grunn: Kennarar: Sveinbjörn Gröndal, Guðmundur Einarsson Námskeið: mán. 17. mars kl. 21.00-23.00 mið. 19. mars kl. 21.00-23.00 fim. 20. mars kl. 21.00-23.00 lau. 22. mars kl. 21.00-23.00 Forritun 2: Kennarar: Sveinbjörn Gröndal, Guðmundur Ragnar Guðmundsson, Sigurður Hr. Sigurðsson Námskeið: lau. 15. mars sun. 16. mars lau. 22. mars sun. 23. mars kl. 10.00-12.00 kl. 12.45-14.45 kl. 10.00-12.00 kl. 12.45-14.45 Sinclair framhald Kennarar: Sveinbjörn Gröndal Guðmundur Einarsson Námskeið: þri. 18. mars sun. 23. mars þri. 25. mars mið. 26. mars kl. 21.00-23.00 kl. 15.00-17.00 kl. 21.00-23.00 kl. 19.30-21.30 • •• • •• •••••• •••••• ••• ••• •••• HUGSKOThf Veltusundi 3b Sími24790 Risar í framsæknu alþjóða- deildinni gæfu list að spila nákvæmt en þó drífandi og óþvingað. Með þung- um takti og öruggum, skörpum millislögum rekur hann hljómsveit- ina áfram og án þess að mikið beri á vindur bassaleikarinn sér inn í slag- munstrið. Rafmagnsgítarleikarinn cr glaðlyndur djöfull en hljóm- borðsleikarinn spinnur hljóðvef sinn með stóískri ró með smávindil í munnivikinu að hætti Eastwoods. Það var fyrst síðar, löngu eftir tónleikana sem ég gat skilgreint hljómsveitina: Það er út í hött að reyna að greiða tónlist Kukls í sundur meðan hljómsveitin spilar. Það sem umfram allt vekur furðu og hrifningu við hjómsveitina er hve hún er lokaður og samstilltur hópur. Aldrei hef ég séð Ijósmynd- arann minn jafn hamingjusaman við vinnu sína: hann smellti látlaust af, ölvaður af bjór og gleði og brosti út að eyrum. Mér leið svipað. Maður verður bergnuminn af að horfa á söngkonuna. Þessi lág- vaxna stúlka á óljósum aldri virðist vera spegill sálarinnar, það er eins og maður sjái í henni sjálfan sig hlæja, öskra, fyllast angist eða gleðjast. Auk þess er hún kannski fallegasta stúlkan í heimi, en það kemur henni ekki við. Karlsöngvarinn hefur líka sína töfra og er sá eini sem gerir hæðnis- legar athugasemdir öðru hverju, augljóslega í ölvuðu gríni. „Ó, komdu með mér,“ sagði mað- urinn. „Þegar við erum sex saman getum við farið um allan heiminn," segir í uppáhalds ævintýrinu mínu úr safni Grimmsbræðra. „Sex fara um allan heiminn." KUKLI ætti að tak- ast það, þetta með allan heiminn. Ævintýrið endar vel fyrir sex- menningana: „Þá fóru sexmennin- garnir heim með áuðæfi sín, skiptu þeim á milli sín og lifðu ánægðir það sem eftir var." Að eilífu. Þetta er brot af því sem þýska pressan segir af Kuklinu. En þau ná ekki einungis árangri á tónleikum. Eins og frant hefur komið í Tíman- um þá gaf breska tónlistarblaðið nýju plötunni þeirra, Holidays In Europe, fimm stjörnu umsögn, þann hæsta dóm sem hægt er að hugsa sér. Þá má geta þess að platan er kom- in í 25. sæti óháða breska vinsælda- listans, samkvæmt New Musical Ex- press (l. mars ’86) og lagið Dismembered hefur að undanförnu setið í efsta sæti vinsældalistans Radio Liberttúr í París. Allt þetta afrekar Kukl meðan við islendingar kostum hundruðum þúsunda í undir- búning söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, peningum sem ef til vill eiga aldrei eftir að skila sér til baka. Við eigum Kukl og það er stað- reynd að hljómsveitin er álíka land- kynning og ef ekki meiri en Hófí og handboltaliðið til samans. Gefum þeim sjens hér heima. -ÞGG. DAMIEN CHALAUd THIERRY DELAVAU Pnnn p._ ‘TRIS0MIE2r AU SPOTLGHT RADIO LIBERTAIRE - PARIS (Sg.A FM u n SUNDAy NIGHTS 8.00PM - 10.30 PM "öismembered" 3/DMrm5SCUR!Tn'heGeíag“^ -------(^BONDAGEUPtraclc .— TMr.?«JEWARTAND ................-....(THIRDMIND)LP 8/DAUAÍsE,TA"AA:,heVeneer°fD— f r,H“^A WUMBA: ............(SWEATBOX) 12” 2/ GO vS“: "Die . .............(AGITPROP) 7" c ,NMENT ISSUE: ............-• (NER) LPiraclc. i Jusf NeverSfops" __ OFETHE WHEEl:,FOUNTA,N °f YOD™) LP ...................-;WUTE)LPlrack. I s/nuciear DEVICE* "Arriba Espana.Abajo La Dicloluro".. ■ (THIRDMIND) 12". • (BONDAGE) LP. Vinsældalisti Radio Libertair i París.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.