Tíminn - 15.03.1986, Page 15

Tíminn - 15.03.1986, Page 15
Tíminn 15 Laugardagur 15. mars 1986 lllllll MINNING nilllillllillllillllillllilllllllllllllllllll llllllllll! lillllllll Guðrún Sigurgeirsdóttir Selfossi Hún Gunna á „Fossi" er dáin. Mig setti hljóðan er mér bárust þessar fréttir símleiðis að morgni sunnu- dagsins 9. mars sl. Nú er fallin frá fórnfús og góð kona, voru fyrstu hugsanirnar sem flugu um huga minn. Kynni mín af Gunnu, eins og hún var. oftast kölluð, hófust fyrir um 8 árum er ég vann um tíma með bróð- ursyni hennar. Strax fyrsta skiptið sem ég sat í eldhúsinu hjá henni og þáði góðan kaffisopa og spjallaði við hana um daginn og veginn, fann égað hún bjó yfir mikilli hlýju og einlægni. Það var engum í kot vísað sem átti Gunnu að vini. Hún var alltaf góð viðræðu og vel inni í flestum málum sem bar á góma. Hún bjó einnig yfir mikilli þekkingu um gömlu dagana og hvernig lffið gekk fyrir sig þá. Oft þegar hún sagði mér frá hlutum sem gerst höfðu ígamla daga, einsogsagt er, þá talaði hún tæpitungulaust, og dró fátt undan sem máli skipti. Margt af því sem ég veit um heimabæ minn Selfosskaupstað, sem þróaðist í túnfætinum hennar Gunnu, hef ég gegnum spjall mitt við hana. Gunna átti marga góða vini og ég held að allir geti þeir verið sammála um að hana var alltaf sérlega gott að heimsækja. Stundum kom það fyrir að brúnin var þung á manni vegna einhvers persónulegs vandamáls eða áhyggjuefnis þegar maður heimsótti Gunnu, en þegar haldið var heim á leið, var brúnin alltaf léttari, jafnvel þó vandamálið hafi ekki verið til lykta leitt. Gunna var fljót að setja sig í spor annarra og sýndi þeim sem átti bágt mikla hluttekningu. Þessir eiginleikar öðrum fremur hafa áreið- anlega aflað henni allra þeirra vina sem hún átti. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast henni og minningin um góða konu mun lifa í huga mér. Bjarni, bróðir Gunnu og Sigurgeir bróðursonur hennar, sem Gunna hugsaði um heimilið fyrir og bar fyrir brjósti í hverju efni, hafa nú misst mikið. Um leið og ég votta þeim tveimur samúð mína svo og öðrum eftirlif- andi ættingjum hennar, bið ég algóð- an Guð að styrkja þau í sorginni. Lárus Þór Kristjánsson. Þunga sigursöngva syngur elfan mest á Fróni, þar sem hún steypist á flúðunum við Selfoss, myndar hring- iður og breiðir síðan úr sér í hægum straumi um Flóa og Ölfus til sjávar. Hún hafði brotist undan jökulhettu Langjökuls á öræfum, yljað sér við Fögruhlíð á Kili, speglað skriðjökl- ana við Hvítárvatn og myndað friðartákn almættisins í regnbogans litum í Gullfossi, þar sem hún hún kyssir sunnlenskar byggðir. Þá flétt- ast hún tæru bergvatninu í Soginu úr Þingvallavatni, barmafull af lífs- björg og orku, en kennir tregans í hringiðunum við Selfoss, því senn kveðurhún þennan dýrðargeim. „Þú Árnesþing, ég elska nafnið þitt,“ sagði skáldið á Hæli og fljótið tekur undir á flúðunum við Selfoss. Hér á bakkanum verður í dag lögð til hinstu hvílu Guðrún Sigurgeirs- dóttir frá Selfossi eða Fossi eins og gamli bærinn er gjarnan nefndur. Hér var hún fædd og hér ól hún allan sinn aldur við niðinn úr fljótinu, vax- andi mannlíf og gæsku hins undur- fagra héraðs, Gunnu þótti líka vænt um allt fólk, einstök rausnarkona heim að sækja og þeir voru margir, sem sóttu hana heim, því Selfoss er í þjóðbraut. Foreldrar Gunnu voru hjónin á Selfossi, Sigurgeir Arnbjarnarson bóndi og Jóhanna Andrea Bjarna- dóttir. Bræður hennar voru þrír, þeir Arnbjörn kennari og kaupmaður á Selfossi, Höskuldur Guðjón starfs- maður Kaupfélags Árnesinga og Bjarni bóndi á Selfossi, sem nú lifir einn systkina sinna. Föðurforeldrar þeirra systkina fórust bæði í land- skjálftunum miklu þegar bærinn á Selfossi hrundi. Sigurgeir heitinn á Selfossi var meðal annars ættaður frá Birtingaholti í Hrunamannahreppi. Jóhanna heitin var af Bergsætti og í frændgarðinum voru meðal annarra sr. Jón eldprestur Steingrímsson og Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri sem brúaði elfuna miklu við Selfoss. Árið 1925 fluttust móðurforeldrar mínir að Tryggvaskála á Selfossi með dætur sínar fimm og æ síðan hefur verið órofa vinátta með fjölskyldu minni og Fossfólkinu. Er beðið fyrir innilegar þakkir til látinnar vinkonu og félaga. Þá voru nákvæmlega fimm hús á Selfossi og getur hver og einn gert sér þá gífurlegu breytingu á höfuðstað Suðurlands í lund, sem fer pm Sel- foss núna. Þessi mikla saga var lífið hennar Gunnu minnar á Fossi. Hún þekkti fólkið, tók þátt í gleði þess og sorg, lífi og starfi. Hún var gleðigjafi í vinahóp og höfðingi heim að sækja. Sjálfsagt skipta þeir mörgum tonn- um laxarnir, sem Gunna er búin að gefa um ævina, og skipti þá engu hvar viðtakandinn var á landinu. Bjarni minn, Sigurgeir og Sigrún, ég færi ykkur mína dýpstu samúð, og ítreka saknaðarkveðjur frá móður minni og systrum hennar. Algóður guð geymi Gunnu mína á Fossi. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. l|l|!l!!lll 'Sí verslunití STÆRMYRIí Starmýri elqartilbo Svali á 69 Hangikjöt úrbeinaður frampartur kr. 338 kg. London lamb úrbeinaður frampartur kr. 389 kg. Nautakjöt á mjög lágu verði: Hakk kr. 326 kg. buff kr.71Bkg. innanlæri kr. 767 kg. kr. 6 í pakka Heildósir af niður- Egg á kr soðnum ávöxtum 105™ 75 kr. Allir fá að smakka. Opið frá 9—18 mánud.—fimmtud. 9—19föstud. 10—16laugard. verslunin Páskaegg komin í hillurn- ar á niðursettu verði. ^§|Opið í hádeginu alla daga Starmýrl 2 S. 30420-30425 £>/ fckSRARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftir- farandi: RARIK-86002: Lágspennuskápar 1 kV, í dreifi- stöðvar Opnunardagur: Mánudagur 14. apríl 1986, kl. 14:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyriropn- unartíma og verða þau opnuð á sama stað að við- stöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með mánudegi 17. mars 1986 og kosta kr. 200.- hvert eintak. Reykjavík 13. mars 1986 Rafmagnsveitur ríkisins Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í eftirtalin verk: 1. Norðurlandsvegur, Brú-Hrútatunga, 1986. (Lengd 1,8 km, magn 16.500m3). Verki skal lokið 1. júl í 1986. 2. Norðurlandsvegur, Múli-Vatnsnesvegur, 1986. (Lengd 5 km, magn 58.000m3). Verki skal lokið 30. september 1986. 3. Norðurlandsvegur, Arnarstapi-Skagafjarð- arvegur, 1986. (Lengd 4,3 km, magn 60.000m3). Verki skal lokið 30. september 1986. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 18. mars n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 7. apríl 1986. Vegamálastjóri. ra Útboð Tilboð óskast í gatnagerð og holræsi við Álfaheiði í Kópavogi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings, Fannborg 2 frá þriðjudeginum 18. mars 1986 gegn 3000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 25. mars 1986 kl. 11. Verkinu skal lokið fyrir 8. júlí 1986. Bæjarverkfræðingur. t Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför Tómasar Gíslasonar frá Melhóli i Meðallagi Reykjamörk 12, Hveragerði Jytte Eiberg og börn t Þökkum innilega auösýnda samúð, hlýhug og vináttu viö andlát og út- för Guðmundar Jónassonar frá Hólmahjálegu, Austur Landeyjum Aðstandendur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.