Tíminn - 15.03.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.03.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Timinri MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Ritstjóri: NíelsÁrniLund Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Innblaösstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Fórnarlamb ofbeldis Morðið á Olof Palme, forsætisráðherra Svía, hefur breytt ásjónu Norðurlanda. Mannhelgi hefur verið aðalsmerki hinna norrænu þjóða. Deilumál eru jöfnuð með samkomulagi og skorið úr stjórnmálaágreiningi eft- ir reglum þingræðis og lýðræðis. Engum óbrjáluðum manni á Norðurlöndum dettur í hug að í því felist nein ’lausn að ryðja andstæðingi úr vegi með ofbeldi eða að það þjóni nokkrum tilgangi öðrum en að svala ofbeldis- hneigð morðvarga. Morð á stjórnmálamönnum, hryðjuverk og pólitískt ofbeldi eru daglegar fréttir utan úr hinum stóra heimi, en slíkt hélt maður að gæti ekki skeð í okkar heimshluta. En nú hefur það gerst. Olof Palme var myrtur á götu í Stokkhólmi, þar sem hann var á gangi með Lisbeth konu sinni. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma réði hér engin tilviljun. Petta er skipulagt morð, og hvaða orsakir sem liggja að baki, er það pólitískt, þótt ekki sé nema fyrir þá sök eina, að fórnarlambið var einn af þekktustu, um- svifamestu og valdamestu stjórnmálamönnum Norður- landa. Vonandi er því tímabili ekki lokið, að samfélög Norðurlanda geti verið opin. Samfélög þar sem ráðherr- ar geti notið þess jafnréttis að ganga um frjálsir meðal al- mennings og verið hluti af honum. Skroppið í búð eða bíó og verið frjálsir ferða sinna án þess að eiga á hættu að verða beittir ofbeldi. Útför Olof Palme verður gerð í dag. Fjöldi leiðtoga víðs vegar að úr heiminum verða við þá athöfn. Pá verða gerðar meiri og víðtækari öryggisráðstafanir til að vernda líf þeirra og heilsu en dæmi eru um í Svíþjóð. Mikill fjöldi lögreglumanna mun gæta gestanna og er- lendum fulltrúum við útförina er ekki leyft að ganga í líkfylgdinni um götur Stokkhólms, af ótta við hryðju- verk. Þetta sýnir að óttinn við ofbeldið er staðreynd og menn verða að vera reiðubúnir að mæta því. Olof Palme var umdeildur stjórnmálamaður. Hann barðist ótrauður fyrir hverjum þeim málstað sem hann áleit réttastan. Hann var leiðtogi stærsta stjórnmála- flokks Svíþjóðar og forsætisráðherra þjóðarinnar. Hann var harður í horn að taka sem andstæðingur, en enginn efaðist um réttlætiskennd hans og hann hélt leikreglur lýðræðisins í heiðri í hvívetna. Hann lét mikið til sín taka á alþjóðavettvangi og kom þar fram sem maður sátta og ötull baráttumaður jafn- réttis hvar sem er í heiminum. En það er eins og öfgaöflum sé meira í mun að ryðja slíkum leiðtogum úr vegi, en þeim sem boða ófrið og kúga eigin þegna. Pess eru mörg dæmi í nútímasögunni að friðflytjendur falli fyrir morðingjahendi en valdníð- ingar og kúgarar eru verndaðir bak og fyrir. Peir sem virða og berjast fyrir mannréttindum og lýð- frelsi beita ekki fyrir sig ofbeldi eða hryðjuverkum. En þeir eru berskjaldaðir fyrir þeim þegar ofbeldisöflin grípa inn í gang mála. Við vitum ekki og skiljum ekki hversvegna sænski forsætisráðherrann var myrtur, eða hvaða tilgangi verknaðurinn þjónar. Við vitum heldur ekki hvaða af- leiðingar þessi ógnaratburður á eftir að hafa. En sú von skal ítrekuð, að þjóðfélög Norðurlanda megi áfram vera opin og að sérhver þegn þeirra geti farið allra sinna ferða ótta- og áreitnislaust. Sænska þjóðin harmar leiðtoga sinn í dag. Andstæð- ingar í stjórnmálum hafa slíðrað sverðin um sinn og morðið mun á engan hátt raska ríkri lýðræðishefð sem býr með Svíum. Um öll Norðurlönd standa menn agndofa yfir að svona atburður skuli geta gerst og finnst að nærri sér sé vegið. Laugardagur 15. mars 1986 Óvopnaður en mjög vel þjálfaður lögreglumaður framkvæmdin er vandasöm og að mínu viti á hún ekki vað vera þann- ig að vopnuðum mönnum sé stillt upp til sýnis, enda verða þeir fyrstu skotmörkun. Það er nefnilega það. Athygli ermarkmiðið Þessi vettvangur hér gefur ekki ráðrúm til að fjalla ítarlega um afl- vakann að baki ódæðisverkum hryðjuverkamanna, en flestir geta líklega verið sammála um að at- hygli er markmiðið. Því markmiði er ekki náð með því að særa, drepa eða taka í gíslingu óþekkta lög- reglumenn í starfi. Reynslan er- lendis frá sýnir að hryðjuverka- menn kjósa sér fyrst óvarin fórnar- lömb, en reyna að komast framhjá öryggisvörslu að öðrum kosti. Ef vopnuð öryggisvarsla yrði tekin upp á skipulegan hátt þar sem nauðsyn krefur hérlendis, þá yrði hún eins og annars staðar til þess fallin að bægja frá árásarmönum með vel sýnilegum viðbúnaði, eða til að torvelda þeim aðgang að fyrr- nefndu markmiði, ef á reyndi. Til- ræði við óbreytta borgara í flugstöð eða ráðamann á götu úti vekja at- hygli, púðrinu er ekki að óþörfu eytt á áhættulaunaða lögreglu- menn eða öryggisverði. Að baki sinnuleysinu býr rótgró- in íslensk andúð á skotvopnum, vantrú á hugsanlegum þætti íslands í alþjóðlegri þróun glæpaverka, og vánþekking á eðli slíkra verka. Þar við bætast vel þekkt tregðulögmál í yfirstjórn íslenskrar löggæslu, kjarabarátta lögreglumanna o.fl. Hvað er til ráða? Það væri t.d. ómaksins vert að Alþingi samþykkti þingsályktun um nýskipan ör- yggisvörslu hér á landi, þannig að fyrir lægi ótvíræð viljayfirlýsing sem staðfesti að hæfilegt raunveru- leikaskyn hefði leyst hina land- lægu sveitarómantík af hólmi. Kostirnir snúast ekki um eðlileg mannleg samskipti annars vegar og járni klætt lögregluríki hins vegar. Það er hægt að laga reynslu annarra þjóða að íslenskum aðstæðum og njóta góðs af. -SS, Sviplegt fráfall Olofs Palme hefur leitt huga íslendinga að því hvernig öryggi íslenskra ráða- manna er háttað. Öllum ætti að vera Ijóst að sinnuleysið í þeim efn- um hefur verið ótrúlegt. Það er þó öliu verra, að í kjölfar þessara voðaatburðar og fyrrnefndrar um- ræðu, þá virðist ekkert eiga að breytast. Óeinkennisklæddur lögreglumaður Það er ekki fráleitt að ætla að forseti íslands sé sá aðili innan stjórnkerfisins hérlendis sem helst þarf að huga að, þar sem öryggi er annars vegar. Forseti er ekki ein- ungis æðsti embættismaður ríkisins og sameiningartákn þjóðarinnar allrar, heldur einnig í núverandi til- felli einstaklingur sem hefur hlotið umtalsverða umfjöllum í fjölmiðl- um víða um heim. Hvort tveggja er forsenda þess að innlendir eða er- lendir ódæðismenn hafi hag af ein- hvers konar illvirkjum. Yfirmenn löggæslu í landinu virðast viðurkenna þetta sjónar- mið, a.m.k. í orði kveðnu. Til- kynnt var í liðinni viku að óein- kennisklæddur lögreglumaður hefði tekið sér stöðu í Stjórnar- ráðshúsinu samkvæmt skipun yfir- boðara, sem brugðust við á þennan hátt í samráði við forsetaembættið. Haft var eftir lögreglustjóranum í Reykjavík að viðkomandi lög- reglumaður væri óvopnaður en mjög vel þjálfaður. í stuttu máli sagt, þá er viðurkennt að hætta sé á ferðum, en einhverra hluta vegna gripið til ráðstafana sem eru verri en engar. Forseti íslands hefur skrifstofu í Stjórnarráðshúsinu og embættis- bústað að Bessastöðum. Á fyrri staðnum er auðvelt inngöngu fyrir hvern sem er, hvaða erinda sem er, þó svo að húsið sé í hjarta höfuð- borgarinnar. Á þeim síðari er það sama uppi á teningnum, en ein- angrun öll meiri. Hvort sem að drukkinn haglabyssumaður réðist til inngöngu, eða þrautþjálfaðir hryðjuverkamenn, þá gætu erindi beggja endað á óskaplegan hátt vegna fyrirhyggjuleysis. Lögregla gæti fljótlega slegið hring um Stjórnarráðshúsið ef drægi til tíð- inda, hversu mikið gagn sem væri af því, en hvað getur gerst suður að Bessastöðum án þess að nokkur verði þess var í lengri tíma? íslensk glímutök Það að setja óvopnaðan-en- mjög-vel-þjálfaðan óeinkennis- klæddan lögreglumann við dyr Stjórnarráðshússins er eins konar friðþæging, sem vel að merkja nær ekki einu sinni í gagnsleysi sínu til Bessastaða. Til hvers er hann? Það er líkast til ætlunin að ofbeldis- mönnum verði mætt með íslensk- um glímutökum að þjóðlegum sið, ef þeir láta til skarar skríða. Ef þeir láta ekki sjá sig í anddyri Stjórnar- ráðshússins heldur suður á Álfta- nesi, þá mætir þeim enginn nema sá aðili sem ætlunin er að nálgast. Það er augljóst að engin alvara býr að baki því sem sjálfsagt er ætlað að vera skammtímaráðstöfun. Óvopnaður-en-mjög-vel-þjálfaður lögreglumaður gæti við varasamar kringumstæður valdið meiri skaða með vopnleysi sínu og hefðbund- inni þjálfun, en ef hugur fylgdi sannanlega máli í því að tryggja nauðsynlegt öryggi. En af hverju friðþæging í stað raunhæfra aðgerða? Yfirvöld sáu sig knúin til að sýna einhver við- brögð meðan almenningur náði áttum eftir Palme-morðið, en virð- ast ekki hafa látið af gamalkunnri réttlætingu á áframhaldandi sinnu- leysi. Hinn óvopnaði-en-mjög-vel- þjálfaði óeinkennisklæddi lög- reglumaður mun að öllum líkind- um ekki dvelja langdvölum í Stjórnarráðshúsinu. Ef frá eru taldar skoðanir ráða- manna á sérstökum öryggisaðgerð- um, þá má ætla að viðhorf það sem birtist fyrir nokkru í viðtali við Bjarka Eh'asson yfirlögregluþjón í Tfmanum, sé upplýsandi um það hvernig aðgerðaleysi er afsakað. f tilefni af viðbúnaði á Keflavíkur- flugvelli vegna viðvörunar um yfir- vofandi hryðjuverkastarfsemi á Norðurlöndum, sagði Bjarki: „En

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.