Tíminn - 15.03.1986, Síða 20

Tíminn - 15.03.1986, Síða 20
20 Tíminn Stjórnmálaskólinn verður starfandi á eftirtöldum dögum: Stjórnkerfið Mánudag 17. mars kl. 20.30. Fyrirlesari Eiríkur Tómasson. íslensk haglýsing Fimmtudag 20. mars kl. 20.30. Fyrirlesari er Þórður Friðjónsson. Vinnumarkaður Mánudag 24. mars kl. 20.30. Fyrirlesari er Bolli Héðinsson. Sjávarútvegur Þriðjudagur 1. apríl ki. 20.30. Fyrirlesari er Gylfi Gautur Pétursson. Landbúnaður Laugardag 5. apríl kl. 10.00. Fyrirlesarar eru Guðmundur Stefánsson og Hákon Sigurgrímsson. Iðnaður Mánudag 7. apríl kl. 20.30. Fyrirlesari er Ingjaldur Hannibalsson. Utanríkismál Fimmtudag 10. apríl kl. 20.30. Fyrirlesari er Þórður Ægir Óskarsson. Opinber þjónusta Laugardag 12. apríl kl. 10.00. Fyrirlesarar eru Jóhann Einvarðsson og Guðmundur Bjarnason. Sveitarstjórnarmál Mánudag 14. april kl. 20.30. Fyrirlesari er Alexander Stefánsson. Keflavík Fundur veröur haldinn í fulltrúaráði framsóknar- félaganna í Keflavík, mánudaginn 17. mars n.k. kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu við Austurgötu. Fundarefni: 1. Lögð verður fram tillaga að framboðslista vegna bæjarstjórnarkosninga. 2. Önnur mál. Fulltrúarfjölmennið. Stjórnin. FRAMSOKN TIL FRAMFARA •S Skrifstofan í Eiðsvallagötu 6 er opin virka daga kl. 16.30 - 18.30. Síminn er 21180 og það er afttaf heitt á könnunni. Hittumst hress. Framsóknarfélögin á Akureyri Laugardagur 15. mars 1986 Messur j Guðsþjónustur í Reykjavíkurprófasts-' | dæmi sunnudaginn 16. mars. Árbæjarprestakall Barnasamkoma í Foldaskóla í Grafar- vogshverfi laugardag 15. mars kl. 11 árdegis. Barnasamkoma í safnaðarheimili Árbæjarsóknar sunnudag kl. 10:30 árdeg- is. Guðsþjónusta í safnaðarheimilinu kl. 14. Sr. Ingólfur Guðmundsson messar. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja Kirkjudagur Safnaðarfélags Áspresta- kalls. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Ingibjörg Marteinsdóttir syngur einsöng. Veislukaffi safnaðarfélagsins eftir messu. Miðvikudaginn 19. mars: Föstumessa kl. 20:30. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall Laugardag: Bamasamkoma kl. 11. Sunnudag: Messa kl. 14. Sr. Lárus Hall- dórsson. Bústaðakirkja Barnasamkoma kl. 11. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Helgi- stund á föstu miðvikudag 19. mars kl. 20:30. Sr. ÓlafurSkúlason. Bræðrafélags- fundur mánucjagskvöld. Flutt verða er- indi. Æskulýðsfélagsfundur þriðjudags- kvöld. Félagsstarf aldraðra miðvikudags- eftirmiðdag. Digranesprestakall Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Kirkjufélagsfundur í safnaðarheimilinu fimmtudagskvöld kl. 20:30. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan Laugardag: Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10:30. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir. Messa kl. 11. Sr. Hjalti Guðmundsson. Messa kl. 14. Jónas Haralz bankastjóri prédikar. Guðmundur Jónsson óperu- söngvari syngur einsöng. Leikmenn lesa bænir og ritningartexta. Eftir messu verð- ur Kvenfélag kirkjunnar með kaffisölu á Hótel Loftleiðum til ágóða fyrir Orgel- sjóð Dómkirkjunnar. Sr. Þórir Stephens- en. Elliheimilið Grund Messa kl. 14. Halldóra Þorvarðardóttir guðfræðinemi prédikar og Bjarni Sigurðs- son þjónar fyrir altari. Félag fyrrverandi sóknarpresta. Fella- og Hólasókn Laugardag: Kirkjuskóli verður í kirkj- unni við Hólaberg 88 kl. 10:30. Barna-, samkoma í Hólabrekkuskóla kl. 14.. Sunnudag: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Fundur í æskulýðsfélaginu mánudaginn 17. marskl: 20:30. Sr. Hreinn Hjartarson. Grensáskirkja Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Fyrirbænir eftir messu. Organisti Árni Arinbjarnarson. Fimmtudaginn 20. mars: Messa í Furugerði 1, kl. 19:30. Sr. Hall- dór Gröndal. Hallgrímskirkja Sunnudag: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigur- björnsson. Barnasamkoma á sama tíma í safnaðarheimilinu. Messa kl. 17:00 fellur niður. Mosart tónleikar Listvinafélags Hallgrímskirkju kl. 20.30. Fyrirbæna- guðsþjónusta þriðjudag kl. 10:30. Mið- vikudag: Föstumessa kl. 20:30. Sr. Karl Sigurbjömsson. Laugardag 22. mars: Samvera fermingarbarna kl. 10:00. Kvöldbænir eru í kirkjunni alla virka daga nema miðvikudaga kl. 18. Háteigskirkja Messa kl. 10. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kr. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. Föstuguðsþjónusta miðvikudag 19. mars kl. 20:30. Kársnesprestakall Barnasamkoma kl. 11 í félagsheimilinu Borgum. Messa í Kópavogskirkju kl. 14. Organisti Guðmundur Gilsson. sr. Guð- mundurÖrn Ragnarsson. Langholtskirkja Óskastund barnanna kl. 11. Söngur-sög- ur-myndir. Þórhallur, Jón og Sigurður Haukur sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Prestursr. Sigurður HaukurGuð- jónsson. Organisti Jón Stefánsson. Aðal- fundurLanghoItssafnaðarkl. 15. Rættum sóknargjöld. Sóknarnefndin. Laugameskirkja Laugardag: Guðsþjónusta í Hátúni lOb 9. hæð kl. 11. Altarisganga. Sunnudag: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Eftir messu verður kökusala á vegum kvenfélags Laugarnessóknar. Þriðjudag: Bænaguðsþjónusta á föstu kl. 18. Píslar- sagan, passíusálmar, altarisganga og föstutónlist. Kvöldvaka kl. 20:30 fyrir fermingarbörn. Sóknarprestur. Neskirkja Laugardag: Samverustund aldraðra kl. 15. Spilað verður bingó. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Sunnudag: Barnasam- koma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. Þriðjudag og fímmtudag: kl. 13-17 - Opið hús fyrir aldraða. Firnmtudag: Föstuguðsþjónusta kl. 20. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljasókn Barnasamkoma í Seljaskóla kl 10:30. Barnasamkoma í Ölduselsskóla kl. 10:30. Guðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 14. Fyrirbænasamvera þriðjudag kl. 18:30 í Tindaseli 3. Fundur í æskulýðsfélaginu þriðjudag kl. 20:00 í Tindaseli 3. Sóknar- prestur. Seltjarnarnessókn Barnasamkoma í kirkjunni kl 11. Sóknar- nefndin. Fríkirkjan í Reykjavík Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Bænastund í kirkjunni alla virka daga nema mánudaga kl. 18. Sr. Gunnar Bjömsson. Kirkja óháða safnaðarins Barnamessa kl. 10:30. Á dagskrá eru t.d.: hreyfisöngvar, sálmar, bænakennsla, sögur, myndasögur, útskýringar á biblíu- textum í myndum, kvikmyndir og margt fleira. Sr. Þórsteinn Ragnarsson. Kirkjudagur Áskirkjuprestakalls Kirkjudagur Ásprestakalls verður sunnudaginn 16. mars. n.k. og hefst með messu ki. 14.00. Eftir messu verður kaffi- sala safnaðarfélagsins í félagsheimili kirkjunnar. Tekið verður á móti kökum frá þeim, sem vildu aðstoða, á sama stað kl. 11.00. Allirvelkomnir. Neskirkja , Samverustund aldraðra Samverustund aldraðra í Neskirkju verður í dag kl. 15.00. Spilað verður | bingó. Keflavíkurkirkja Sunnudagaskóli kl. 11.00 í umsjá Mál- fríðar Jóhannsdóttur og Ragnars Karls- sonar. Muniðskólabílinn. Sóknarprestur. Ólafur Gíslason, póstfulltrúi, Skagfirð- ingabraut 33, Sauðárkróki, verður 70 ára þriðjudaginn 18. mars. Faðir hans var Gísli Olafsson skáld frá Eiríksstöðum, Svartár- dal, A.-Hún. Kona Ólafs er Guðrún Svanbergsdóttir. Ólafur Gíslason var um árabil lang- ferðabílstjóri á B.S.A. Akureyri. Hann tekur á móti gestum á afmælisdaginn að Hótel Mælifelli eftir kl. 20:00. Gunnar Guðmundsson. Gunnar Guðmundsson, símavörður hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga, verður 50 ára á morgun, sunnudaginn 16. mars. Hann tekur á móti gestum sínum í Blindraheimilinu, Hamrahlíð 17 þann samadagkl. 16.00-19.00. FunduríBústaðasókn Bræðrafélag Bústaðasóknar heldur fund mánudaginn 17. mars í safnaðar- heimili Bústaðakirkju og hefst hann kl. 20.30. Flutt verðaerindi. Félagsvist Árnesingakórsins Árnesingakórinn í Reykjavík heldurfé- lagsvist í Templarahöllinni við Eiríksgötu sunnudaginn 16. marskl. 14.00. Kaffiveit- ingar eru á boðstólum. Kórinn mun taka lagið. Árnesingar og vclunnarar kórsins eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. SkólakórGarðabæjar flytur söngleik Á morgun, sunnud 16. mars kl. 17.00 frumsýnir Skólakór Garðabæjarsöngleik- inn Eldmeyjuna í Kirkjuhvoli, safnaðar- heimilinu í Garðabæ. Eldmeyjan er eftir enska tónskáldið Robert Long, en efni söngleiksins er byggt á gamalli rússneskri þjóðsögu. 1 sýningunni koma fram 48 börn og unglingar, 39 söngvarar og 9 hljóðfæra- leikarar. í formála segir tónskáldið að æskilegt sé að börnin taki þátt í að móta sýninguna. 1 þessari uppfærslu hafa kórfélagar samið talaða textann og alla dansa. Skólakór Garðabæjar verður 10 ára á þessu ári. Helgartónleikar í Háskólabíói: Dimitris Sgouros leikur með Sinfóníuhljómsveit íslands Næstu helgartónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Islands verða haldnir í Háskóla- bíói laugardaginn 15. mars kl. 17.00. Ein- leikari er 16 ára gamall grískur píanisti, sem vakið hefur heimsathygli og hefur verið kallaður undrabarn - Dimitris Sgo- uros. Stjórnandinn er einnig grískur og er vel kunnur hér á landi - Karolos Trikolid- is. Á efnisskránni eru eingöngu rússnesk verk: Ballett-tónlist eftir Sjostakovits og Katsjaturian og Píanókonsert nr. 1 og 1812 hátíðaforleikur eftir Tjaikovsky. Dimitris Sgouros er enn ungur að árum, fæddur 1969, en hefur þegar getið sérgóð- an orðstír. Aðeins 7 ára hélt hann sína fyrstu tónleika og var veittur styrkur til náms við tónlistarháskólann í Aþenu. Þar hlaut hann gullpening að námi loknu 1982 og hélt til New York til frekari frama. Þar hélt hann tónleika í Carnegie Hall og ári síðar í Festival Hall í London, í bæði skiptin undir stjórn Rostropovitsj. Dimitri Sgouros hefur afburða gott 'minni og hefur lært a.m.k. 45 píanókons- erta utanbókar. Aðalfundur Kvenfélags Óháða safnaðarins Kvenfélag Óháða safnaðarins heldur aðalfund sinn í Kirkjubæ í dag, laugard. 15. mars kl. 15.00. Venjuleg aðalfundar- störf. Skaftfellingafélagið: Kaffiboðfyriraldraða Skaftfellingafélagið í Reykjavík heldur á morgun, sunnudaginn 16. mars, hið ár- lega kaffiboð félagsins fyrir aldraða Skaft- fellinga, og jafnframt opið hús fyrir vini og vandamenn. Samsætið hefst kl. 14.30 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178. Ráðstefna umerfða- rannsóknir á íslandi Hin árlega ráðstefna Líffræðifélags Is- lands verður haldin í dag, laugard. 15. mars í Odda, hugvísindahúsi Háskólans. Að þessu sinni verða flutt 23 stutt erindi um margvísleg rannsóknarefni í erfða- fræði. Fyrir hádegi verður fjallað um erfðir og kynbætur plantna og dýra, m.a. um kyn- bíöndun birkis og fjalldrapa og um kyn- bætur laxfiska. Eftir hádegi verður fjallað um erfðarannsóknir í heilbrigðiskerfinu, t.d. um arfgengar heilablæðingar og um arfgengi brjóstkrabbameina. Eftir síðdegiskaffi verður stofnerfða- fræði á dagskrá, m.a. stofnerfðafræði heimskautarefsins, og loks sameinda- erfðafræði, þar sem m.a. verður fjallað um gersveppi og krabbameinsgen. Ráðstefnan er öllum opin og hefst kl. 9.00, en henni lýkur uni kl. 18.15. Árshátíð Húnvetningafélagsins Húnvetningaféiagið í Reykjavík heldur árshátíð sína í kvöld, laugard. 15. marsog hefst hún með borðhaldi k. 19.00. Fjöl- breytt dagskrá.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.