Tíminn - 20.03.1986, Qupperneq 12

Tíminn - 20.03.1986, Qupperneq 12
12 Tíminn Stjórnmálaskólinn verður starfandi á eftirtöldum dögum: íslensk haglysing Fimmtudag 20. mars kl. 20.30. Fyrirlesari er Þórður Friðjónsson. Vinnumarkaður Mánudag 24. mars kl. 20.30. Fyrirlesari er Bolli Fléðinsson. Sjávarútvegur Þriðjudagur 1. apríl kl. 20.30. Fyrirlesari er Gylfi Gautur Pétursson. Landbúnaður Laugardag 5. april kl. 10.00. Fyrirlesarar eru Guðmundur Stefánsson og Hákon Sigurgrímsson. Iðnaður Mánudag 7. apríl kl. 20.30. Fyrirlesari er Ingjaldur Hannibalsson. Utanríkismál Fimmtudag 10. apríl kl. 20.30. Fyrirlesari er Þórður Ægir Óskarsson. Opinber þjónusta Laugardag 12. apríl kl. 10.00. Fyrirlesarar eru Jóhann Einvarðsson og Guðmundur Bjarnason. Sveitarstjórnarmál Mánudag 14. apríl kl. 20.30. Fyrirlesari er Alexander Stefánsson. Framsóknarfélag Þorlákshafnar og Ölfuss boðar félagsmenn og stuðningsmenn til fundar sunnudaginn 23. mars í Félagsheimilinu kl. 13.00. Fundarefni: 1. Ákvörðun um framboðslista fyrir væntanlegar sveitastjórnarkosn- ingar. 2. Önnurmál. Undirbúningsnefnd. FRAMSOKN TIL FRAMFARA Skrifstofan í Eiðsvallagötu 6 er opin virka daga kl. 16.30 - 18.30. Síminn er 21180 og það er alltaf heitt á könnunni. Hittumst hress. Framsóknarfélögin á Akureyri llllllllllllllllllllllllllll DAGBÓK Neskirkja Föstuguðsþjónusta í Ncskirkju í kvöld kl. 20.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Fræðslufundur Landfræðifélagsins Þriðji fræðslufundur Landfræðifélags- ins á þessum vetri verður í dag, fimmtud. 20. mars kl. 20.30 í stofu 103 í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla íslands. Arkit- ektarnir Jóhannes S. Kjarval og Kristján Ásgeirsson sýna myndir og fjalla um Laugaveginn í Reykjavík og framkvæmd- ir á neðri hluta hans. Fundurinn er öllum opinn. Verslunarskólinn á Grundarstíg. „Comeback“ Utskrifaðra Verslunarskólanema í kvöld, fimmtud. 20. mars veröur haldin skemmtun fyrir útskrifaða Verslunar- skólanema. Skemmtunin veröur í Holly- wood og hefst kl. 21.00 og stcndur til 02.00. Þar veröur margt til gamans gert til að rifja upp hinn gamla Verslóanda. Svo dæmi sé nefnt, )rá verða gamlir verslingar meö atriði sem slógu í gcgn á sínum tímaá skemmtikvöldi. Sem sagl, - meiriháttar fjör í Hollywood og við hvctjum alla gamla verslinga til að mæta. „Comeback-hópurinn" íslenska sjóréttarfélagið: Hádegisverðarfundur Hið íslenska sjóréttarfélag gengst fyrir hádegisverðarfundi á Hótel Loftleföum (Leifsbúð) á morgun, föstudaginn 21. mars og hefst hann kl. 12.00. Fundarefni: Alex Laudrup, sjóréttarlögmaður frá Kaupmannahöfn og framkvæmdastjóri Shipowners Clup of Copenhagen, flytur erindi um nýjustu þróun í málum er varða farmsamninga („Recent Awards and Judgements on Important Charterparty Issues“). Síðan verða umræður um dag- skrárefnið. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. „Kalda borðið“ á Hótel Loftleiðum erá kr. 600,-. Fundurinn er öllum opinn og eru félags- menn og aðrir áhugamenn um siglinga- starfsemi, sjóvátryggingar og viðskipta- málefni hvattir til aö mæta. Norræna félagið Ráðstefna um vinabæjamál Norræna félagið hcfur ákveðið að efna til ráðstefnu um vinabæjamál á laugardag. Það er önnur ráðstefnan sem félagið held- ur um þessi mál, sú fyrri var s.l. vor. Ráðstefnan veröur haldin á Blönduósi og hefst á laugard. Á ráðstefnunni munu menn skiptast á hugmyndum og ábend- ingum um nýjungar í starfseminni og leggja grundvöll að eflingu þessa þáttar norrænna samskipta. Steinsteypufélag islands: Ráðstefna um viðhald steinsteyptra mannvirkja Steinsteypufélag Islands stendur fyrir ráðstefnu um viðhald steinsteyptra mann- virkja, sem nú er orðið sérhæft og afmark- að svið í íslenskum byggingariðnaði. Gíf- urleg verðmæti eru í húft og um þetta vandamál á að fjalla á ráðstefnunni, sem hefst á Hótel Loftleiðum föstudaginn 21. mars kl. 13.15 í Kristalsal. Ráðstefnan er öllum opin, en þátttaka tilkynnist í síma 40098 eða 686711. Framsögumenn verða: Hákon Ólafsson, forstjóri Rannsóknar- stofnunar byggingariðnaðarins. Mun hann ræða um „Steypugerð í framtíðinni og stefnu steypurannsókna". John D N Shaw mun ræða um „Efni til steinsteypuviðgerða" (flutt á ensku). Ríkharður Kristjánsson, verkfræðingur, flytur erindi er nefnist „Hlutverkaskipting í viðgerðarvinnu framtíðarinnar". Vífill Oddsson, verkfræðingur, fjallar um „Greiningu skemmda og hvernig varast megi þær". Ormar Þór Guðmundsson, arkitckt, ræð- ir um „Sjónsteypu frá sjónarhóli ark- itekts". Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður og almennar umræð- ur. Fundarstjóri verður Gunnar Torfa- son, verkfræðingur, formaður Stein- steypufélags íslands. Ráðstefnunni slítur Óttar P. Halldórs- son, prófessor. Leikfélag Mosfellssveitar: SVÖRT K0MEDÍA Leikfélag Mosfellssveitar frumsýnir í Hlégarði í kvöld, fimmtud. 20. mars kl. 20.30, leikritið „SVÖRT KOMEDÍA'' eftir Peter Shaffer í þýðingu Vigdísar Finnbogadóttur. Leikstjóri er Bjarni Steingrímsson. 15 manns taka þátt í sýn- ingu þessari, sem er fyrsta verkefni félags- ins á þessu ári. Önnur sýning verður sunnud. 23. mars og þriðja sýning mið- vikud. 26. mars. Thomas Sanderling er stjórnandi Sinfón- íuhljómsveitarinnar í kvöld. Szymon Kuran fiðluleikari. Fimmtudagstónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar Frumf luttur verður Fiðlukonsert eftir Karol Szymanowski í kvöld, fimmtud. 20.mars kl. 20.30 verða haldnir 12. Fimmtudagstónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabí- ói. Stjórnandi erThomas Sanderling, sem er Sovétmaður, en hefur verið búsettur í Þýskalandi. Einleikari á fiðlu er Szymon Kuran. Hann er Pólverji, en hcfurstarfað sem annar konscrtmcistari Sinfóníu- hljómsveitar fslands síðan haustið 1984. Hann frumflytur hér á landi Fiðlukonsert nr. 1. op. 35 eftir pólska tónskáldið Karol Szymanowski. Önnur verk á cfnisskrá eru : Sinfónía nr. 8 eftir Beethoven og Forspil að óperunni „Meistarasöngvurunum” eft- ir Wagner. Fiðlukonsertinn varskrifaðurað beiðni pólska fiölusnillingsins Paul Kochanski og hann samdi kadensuna. Konsertinn er í einum þætti og var sanúnn árið 1916 en ekki frumfluttur fyrr en árið 1922, vegna þess að byltingin í Rússlandi og fyrri hcimsstyrjöldin komu í veg fyrir fyrirhug- aðan flutning 1917. Verkið er mjög róm- antískt en á sama tíma undir sterkum áhrifum impressjónisma, sem var ríkja stefna í franskri tónlist á þessum tíma. en Karol Szymanowski bjó lengi í París og kynntist þar tónlist Debussy og Ravel. Burtfararprófstónleikar í Tónlistarskólanum Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur burtfararprófstónleika fimmtudaginn 20. ntars kl. 18.00. í sal skólans að Skipholti 33. Anders Josephsson bariton syngur lög eftir: Dvorák, Mcndelssohn, Becthoven, Jórunni Viðar, Poulenc, Sibelius, og Verdi. Selma Guðmundsdóttir lcikur með á píanó. Kennari Anders er Elísabet Erlingsdóttir. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Ný plata frá Skífunni Toppsætin Skífan hefur gefið út safnplötuna Toppsætin, sem inniheldur 14 lög, þar af þrjú íslensk. Þau eru flutt af Bubba, Stuðmönnum og Magnúsi Þór. Nafn safnplötunnar er mjög táknrænt því að topplögin 2 á vinsældalista Rásár 2, „How will I know'' með Whitney Houston og „System Addict" með Five Star, eru á þessari plötu. Þar að auki hefur safnplat- an Toppsætin að geyma topplögin 3 á bandartska vinsældalistanum: "Kyrie" með Mr. Mister, „How Will 1 Know" með Whitney Houston og „Sara" mcð Starship. Einnig náði lagið „That’s What Friends Are For" með Dionne & Friends toppi bandaríska vinsældalistans fyrir nokkrum vikum. Fimmtudagur20. mars 1986 Geðhjálp: Fyrirlestur um dáleiðslu Geðhjálp heldurfyrirlestur um klíniska dáleiðslu i kvöld, fimmtud. 20. mars 1986. Jakob Jónasson, geðlæknir, flytur erind- ið, sem hefst kl. 20.30 á Geðdeild Land- spítalans í kennslustofu á 3. hæð. Fyrir- spurnir. umræður og kaffi verða eftir fyrirlesturinn. Allir eru velkomnir. Að- gangur cr ókeypis. Stjórn Geðhjálpar. Upplýsingar um ónæmistæringu Þeir sem vilja fá upplýsingar varðandi ónæmistæringu (alnæmi) geta hringt í sima 622280 og fengið milliliðalaust sam-, band við lækni. Fyrirspyrjendur þurfa ekki að gefa upp nafn. Viðtalstímar eru kl. 13.00-14.00 á þriðjudögum og fimmtu- dögum, enþessá milli ersímsvari tengdur við númerið. Ægir Annað tölublað ÆGIS, tímarits Fiski- félags íslands er komið út. Hér er á ferð- inni afmælishefti, cn þann 20. febrúars.l. varð Fiskifélagið 75 ára. í þessu hefti kennir ýmissa grasa, og má þar nefna grein eftir Ásgeir Jakobsson um aðdragandann að stofnun Fiskifélagsins. Er sú grein prýdd fjölda gamalla Ijós- mynda sem áhugavert er að skoða. Af öðru efni má nefna afmælisávarp fiski- málastjóra, Þorsteins Gíslasonar, grein eftir Helga Ólafsson hagfræðing, um tæknivæðingu frystihúsa auk fastra liða. Ritstjóri Ægis er Birgir Hermannsson. VERA Málgagn kvenfrelsisbaráttu Nú er ný VERA komin út og þar með hefst fimmti árgangur þessa kvennablaðs. I þessu blaði bcinist athyglin að menntun, einkum þó fullorðinsfræðslu og endurmenntun. Fjallað er um öldunga- deildirnar og um Námsflokkana, en kon- ur hafa reynst mikill meirihluti ncmenda í þessurn stofnunum. Viðtal er viö skóla- stjóra Námsflokka Reykjavíkur, Guðrúnu Halldórsdóttur, viðtöl eru við húsmæður sem settust á skólabekk. fjall- að er um styrki og námslán o.fl. Viðtöl eru við einstæðar mæður f Kópa- vogi um það hvernig þær brutu niður múra einangrunar og sagt cr frá huldu- konu í íslenskri myndlist, Þóru Péturs- dóttur Thoroddsen. fæddri árið 1848. „Fjármál og fjársvik settu svip á þingið" er fyrirsögn þingfrétta Veru, en á borg- armálasíðunum er gerð grein fyrir stcfnu Kvennaframboðs varðandi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir þetta ár. Margt fleira efni er í blaðinu. Áskriftarsími er 22188 og er hægt að gerast áskrifandi Itvenær sem er sólar- hringsins. Heimilisfang blaðsins er Kvennahúsið við Vallarstræti, 101 Reykjavík og þar er tekið á móti les- endabréfum eða öðru efni. Mynd á forsíðu: Anna Fjóla Gísladótt- ir, sem lauk sveinsprófi í Ijósmyndun 1983. Hún tók þátt í Ijósmyndasýningunni Augnablik, sent tengd var Listahátíð kvenna í haust og hefur cinnig tekið þátt í samnorrænni sýningu. Guðrún Ólafsdótt- ir er ábyrgðarm. blaðsins og hún cr einnig í ritnefnd, sem skipuð er 7 konum auk hennar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.