Tíminn - 20.03.1986, Side 16

Tíminn - 20.03.1986, Side 16
Sykurlausar Hálstoííur ÞRÓTTARAR tryggöu sér bikarmeistaratitil í blaki í gærkvöldi er þeir lögðu Stúdenta að velli í mjög sveiflu- kenndum leik 3-1. Þróttarar voru sterkari en blakið ekki uppá hið besta. Þessi lið þurfa að mætast aftur á morgun í öðrum ieik sínum um íslandsmeistaratitilinn í blakinu. Ef marka má leikinn í gær er ómögulegt að spá um úrslit. Eurovision: Pálmi, Eiríkur og Helga - flytja Gleðibankann í Björgvin Pálmi Gunnarsson, Eiríkur Hauksson og Helga Möller hafa verið valin til að flytja „Gleðibankann" í söngva- keppni sjónvarpsstöðva í Björgvin 3. maí n.k. Við val flytjenda var hugað að ýmsu og meðal annars var tekið tillit til frammistööu söngvaranna við flutning lag- anna í sjónvarpi. Auk þeirra sem urðu fyrir valinu var leit- að til fjölmargra annarra söngvara um flutning, og voru meðal þeirra: Edda Heiðrún Backman, Egill Ólafsson, Eyjólfur Kristjáns- son, Ragnhildur Gísladóttir, Richard Scobie og Sigríður Beinteinsdóttir. Einnig var tekið tillit til ábendinga um Dúkkulísurnar, Megas, Lísu Pálsdóttur, Söngflokkinn Hingað til, Sif Ragnhildar- dóttur, Bergþóru Árnadótt- ur, Stuðmenn og Rikshaw. Sumir þessara listamanna gáfu ekki kost á sér og aðrir sáu sér ekki fært að taka þetta að sér, en af þeim sem til greina komu urðu Pálmi, Eiríkur og Helga fyrir valinu eins og áður segir. Peirra bíð- ur nú mikið verkefni, sem mun standa yfir í eina tvo mánuði, og felst í tónlistar- flutningi. myndbandaupp- töku og alhliða landkynn- ingu. Að lokinni keppninni 3. maí má búast við áframhald- andi starfi á vegum þess aðila sem hefur með hljómplötuút- gáfu í sambandi við keppnina að gera. Magnús Eiríksson, höf- undur „Gleðibankans" hefur samþykkt val flytjenda fyrir sitt leyti. bG ELDINGAR SPRENGDU SÍMAKERFIÐ Eldingum sló niður í grennd við Vatnsendahæð í nágrenni Reykjavíkur í fyrrinótt. Síma sambandslaust varð frá Reykjavík og víða út á land. Viðgerð hófst fljótlega og komst á samband við hina ýmsu landshluta aftur, þegar leið á daginn. Viðgerð var að mestu lokið undir kvöldmat í' gær. Eldingavarar eru á símakerf- inu, en að sögn Ólafs Tómas- sonar framkvæmdastjóra tæknisviðs hjá Pósti og síma gagna þeir ekki þegar eldingar koma niður jafn nálægt strengj- um í jörð og gerðist á miðnætti á þriðjudag. Ólafur sagði að strengirnir sjálfir hefðu ekki skaddast, heldur endabúnaður sem hann nefndi útjöfnunarnet. Hann sagði tjónið ekki stórkostlegt, en talsverð vinna væri samfara því að gera við svo vel væri. Ólafi var ekki kunnugt um að endurvarpskerfi útvarps og sjónvarps hefði laskast þegar eldingunum sló niður. Veðurstofu íslands bárust tilkynningar um eldingar frá Vestmannaeyjum í gærmorg- un. en annars virðist sem ekki hafi orðið vart við eldingar utan Reykjavíkur aðfaranótt miðvikudagsins. - ES Kaupfélag Svalbaröseyrar: Fékk 50 milljónir frá Sambandinu - ásíöastaári hessuni glæsilega hóp hefur verið falið að safna atkvæða-innistæðum á Gleðibankann í Björgvin 3. maí n.k. F.v. Eiríkur Hauksson, Magnús Eiríksson, Pálnii Gunnarsson og Helga Möller. Kaupfélag Svalbarðseyrar fékk greiddar 27 milljónir úr sameiginlegum sjóðum sam- vinnuhreyfingarinnar á siðasta ári og auk þess tók Sambandið á sig ábyrgðir fyrir kaupfélagið Hagkaup er leyfislaust Verslunin Hagkaup í Skeif- unni hefur verið rekin án verslunarleyfis frá árinu 1976, er verslunarleyfi frá árinu 1969 rann út. Árið 1974 leituðu forsvars- menn Hagkaups til Iðngarða hf. eftir meðmælum með áframhaldandi verslunarleyfi í Skeifunni. Iðngarðar hf. fyrirtæki sem stofnað var um iðnfyrirtæki í Skeifunni veitti meðmæli með verslunarleyf- inu, þrátt fyrir að starfsemin væri ekki í anda skipulagning- ar svæðisins. Málið fór aldrei lengra að sögn Jóns Ásbergssonar for- stjóra Hagkaups. Hann sagði að endurnýjun verslunar- leyfisins frá því 1976 hefði aldrei verið samþykkt í borg- arstjórn. „Úr því að ekki hafa verið gerðar athugasemdir frá borginni öll þessi ár, þá held ég að við höfum ekki frum- kvæði að því,“ sagði Jón í samtali við Tímann í gær. -ES Lægsta veröiö í Kostakaupi og Kjötmiðstööinni: Stórmarkaðir ekki endilega ódýrari Stórmarkaöurinn og Mikligarður ódýrustu markaðirnir „Athyglisvert er að mark- aðsverslanirnar koma ekki eins vel út úr þessari verðkönnun og oft áður,“ sagði verðlagsstjóri á fréttamannafundi í gær. En við verðkönnun í 50 verslunum á dæmigerðum mat- og hrein- lætisvöruinnkaupum 4ra manna fjölskyldu í einn mánuð kom í Ijós að stórmarkaðirnir dreifðust upp og niður allan listann innan um stærri hverfis- jbúðir. Ódýrasta verslunin reyndist Kostakaup í Hafnarfirði. í 2. til 5. sæti komu Kjötmiðstöðin á Laugalæk, Stórmarkaðurinn á Skemmuvegi, Fjarðarkaup í Hafnarfirði og Mikligarður. Fintm dýrustu verslanirnar voru: Sunnubúðin dýrust, þá Vörðufell í Kópavogi, Kjöt- höllin Háaleitisbraut, SS Hafn- arstræti og Kron við Dunhaga. Af stærri verslunum má nefna að Garðakaup var í 9. sæti, Hagkaup í 14., Hólagarð- ur í 17., Vörumarkaðurinn við Eiðistorg 20., SS-Glæsibæ 22., Víðir í Mjóddinni 31., JL-hús- ið 36. og Vörumarkaðurinn Ármúla í 41. sætið af 50 versl- unum. Munurinn á ódýrustu vörun- um af samtals um 60 tegundum var frá 20.800 til 26.100 kr. eða 26%. -HEI sem námu 25,2 milljónum króna. Þetta kemur frant í yfir- lýsingu Sambands íslenskra samvinnufélaga vegna þeirra ummæla stjórnarformanns Kauþfélags Svalbarðseyrar í sjónvarpinu að SÍS hafi ekki staðið sem skyldi að baki félag- inu í fjárhagsörðugleikum þess. í yfirlýsingunni segir að skuldir félagsins við Sambandið hafi í upphafi árs 1985 verið 3,847 milljónir en í lok þess 27, 217 milljónir, auk þess sem Sambandið sé í ábyrgð fyrir afurðalánum að upphæð 18,5 milljónir. Til viðbótar afsalaði Sambandið sér veðrétti sínum í kjQtbirgðir félagsins að upp- hæð 6,7 milljónir til að hægt væri að taka svokölluð stað- greiðslulán og borga bændum fullt verð. Helstu ástæður þess að skuld félagsins jókst við Sambandið voru þær að félagið greiddi ekki niður afurðalán af kinda- kjöti sem Sambandið var í ábyrgð fyrir, félagið greiddi ekki vöruúttektir sínar þar til Sambandið stöðvaði afhend- ingar á vörum í lok ársins nema gegn staðgreiðslu. Til að félag- ið gæti slátrað sl. haust féllst Sambandið á að ábyrgjast af- urðalán þrátt fyrir mikil vanskil á eldri lánum. Sambandið greiddi laun starfsmanna í slát- urtíð, greiddi 2 milljónir til áburðarverksmiðjunnar og svo framvegis.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.