Tíminn - 04.04.1986, Blaðsíða 5
Tíminn 5
Föstudagur4. apríl 1986
ÚTLÖND llllllllllllilllllllllllllllllllllllllll
Eitrað vín á Italíu
Fimmlánhafa
láttö Iffið
- Lögreglan hefur handtekið þrjá menn í
viðleitni sinni til að komast að rótum vandans
Taranto, Ítalíu-Rcutcr
Vínframleiðandi frá S-Ítalíu var í
gær handtekinn og sakaður um að
hafa verið viðriðinn eitrun á víni sem
orðið hefur 15 ítölum að bana. Þessi
handtaka er einn liðurinn í þeirri
viðleitni lögreglunnar á Italíu til
þess að komast að uppruna þessa
vágests.
Sá sem handtekinn var er sá þriðji
Breska útvarpið BBC er nú að
undirbúa sérstakt fréttasjónvarp
sem sent verður um allan heim.
Verður líklega um að ræða tvo
hálftíma fréttaþætti sem sendir
verða hingað og þangað um gervi-
hnött og síðan áfram með kapalkerf-
um eða sendum.
í dag sendir BBC fréttir í útvarpi
til 150 landa á 37 tungumálum og
áheyrendur eru áætlaðir um 120
í röð vínframleiðenda og dreif-
ingarmanna á víni sem handtekinn
er í tengslum við þetta mál. Það sem
veldur þessari eitrun er tréspíritus
sem settur er í vínið til bragðbætis
og til að auka geymsluþol. Eitur
þetta getur valdið blindu og dauða
ef um mikið magn er að ræða. Mál
svipað þessu kom upp í Þýskalandi
og Austurríki á síðasta ári.
milljónir. Stjórn BBC hefur skipað
ncfnd til að gera úttekt á kostnaði og
öðrum liðum sem varða þessar sjón-
varpsfréttasendingar og á nefndin
að skila skýrslu um málið fyrir
ágústlok. „Við viljum fara að kanna
þetta mál alvarlega og viljum fara af
stað með sjónvarp til að halda Bret-
um í forystu í alþjóðlegum frétta-
sendingum" segir Austcn Kark einn
af framkvæmdastjórum BBC.
Kekkonen er orðinn 85 ára og fékk
undanþágu frá verkfalli ríkis-
starfsmanna í Finnlandi fyrir tvo
þjóna sína.
Verkfalliö í Finnlandi
heldur áfram:
Þjónar Kekk-
onens fengu
undanþágu
Helsinki-Kcuter
Tveir þjónar fyrrum forseta
Finnlands, Urho Kekkonen,
fengu í gær undanþágu frá verk-
falli ríkisstarfsmanna í Finnlandi
til að sjá um Kekkonen. sent nú
er orðinn 85 ára gamall. Hinsveg-
ar hefur allt starfslið núverandi
forseta, Mauno Koivisto, lagt
niður störf.
Koivisto flutti sig í gær úr
forsetahöllinni í gistihús í eigu
ríkisins í úthverfi Helsinkiborgar
og varð að aka þangað sjálfur þar
sem bílstjóri hans er cinn þeirra
sem lögðu niður vinnu. Ríkis-
starfsmennirnir krefjast allt að
20% launahækkana, þar af 6%
beinnar hækkunar, og ýmissa
leiðréttinga í viðbót til jafns við
aðra launþega í Finnlandi.
Verkfallið hefur lamað sam-
göngur í Finnlandi, aðallega lest-
arferðir f og við Helsinki og flug
hefur farið úr skorðum. 15000
manns hófu verkfall á þriðjudag
og eftir tvær vikur bætast 40.000
við, ef deilan leysist ekki fyrir
þann tíma.
BBC með sjónvarp um allan heim:
Bresk forysta í
fréttasendingum
London-Reuter
. Þrjúhundruð ára stríði að Ijúka:
Stríðið sem
aldrei var háð
- Hollendingar semja frið við Scillyeyjar
eftir um 300 ára „stríð“.
London-Rcuter
Sendiherra Hollands f Englandi
ntun á næstunni heimsækja nokkrar
smáeyjar undan strönd Englands til
að undirrrita friðarsáttmála við eyja-
skeggja. Þannig er mál með vexti að
Hollendingar lýstu yfir stríði við
Scillyeyjar fyrir 335 árum síðan
eftir að eyjaskeggjar rændu
hollenskt kaupfar. Ekkert varð úr
orustum á milli Hollendinga og íbúa
eyjanna en heldur var aldrei saminn
friður þeirra á milli.
Einum af ráðamönnum eyjanna
þótti fyrir nokkru ráðlegt að skrifa
til Hollendinga og spyrja þá að því
hvort ekki væri rétt að semja
frið. Svarið var jákvætt og mun
sendiherra Hollendinga í London
því skreppa til eyjanna og skrifa
undir plagg þess efnis. „Þetta stríð
hefur nú verið hálfgerður brandari í
mörg ár“ sagði ráðamaður eyja-
skeggja Roy Duncan. „Það hefur þó
orðið til þess að fólk hér á eyjunum
hefur hugsað dálítið um sögu sína og
er það vel“ bætti Duncan við.
Hollendingar hafa ekki þurft að fara
alvopnaðir til bresku eyjanna í heil
300 ár og gott betur.
Norskur nemi rænir
dönskum kaupsýslumanni
Norskur námsmaður hefur viður-
kennt rán á dönskum kaupsýslu-
manni á miðvikudag. Norðmaður-
inn, sem er 21 árs gamall fór inná
skrifstofu tryggingafélags og ógnaði
framkvæmdastjóranum með byssu
og heimtaði 1,5 milljónir dala inn á
bankareikning í Bandaríkjunum.
Að sögn lögreglu gerði fram-
kvæmdastjórinn, sem heitir Peter
Christoffersen, ráðstafanir til að féð
yrði lagt inná reikninginn og síðan
tók ræninginn hann með sér út á
Kastrupflugvöll þar sem þeir fóru
um borð í flugvél til New York.
Á meðan hafði starfsfólk
Christoffersen, sem hafði séð afrit af
kröfubréfi ræningjans, látið lögregl-
una vita, og hún handtók ræningjann
í flugvélinni, rétt áður en vélin átti
að fara í loftið.
Ræninginn var óvopnaður þegar
hann var handtekinn. Hann virtist
hafa skipulagt ránið upp á eigin
spýtur.
laðbera
vantar
í eftirtalin hverfi.
Leifsgötu
Leitin
Laugaveg
Tíminn
SIÐUMÚLA 15
S
686300
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
||
F býður þér þjónustu sina við ný-
byggingar eða endurbætur eldra húsnæðis
Vi& sögum i stelnsteypu fyrlr dyrum, gluggum, stigaopum, lögnum
- bæ&i i vegg og gólf.
Ennfremur kjarnaborum vi& fyrir lögnum i veggl oy gólf.
Þvermál boranna 28 mm til 500 mm.
Þá sögum vi& malbik og ef þú þarft a& láta fjarlægja reykháfinn þá
tökum við það að okkur.
Hifir leitast við að leysa vanda þlnn fljótt og vel, hvar sem þu ert
búsettur á landinu.
Greiðsluskilmálar við allra hæfi
Fífuseli 12
109 Reykjavík
sími91-73747
Bílasími 002-2183
KRANALEIGA • STEINSTEYPUSÖGUN • KJARNABORUN
I
e
i
i
I
i
i
i
i
i
Laust embætti sem forseti
íslands veitir
í viöskiptadeild Háskóla íslands er laust til um-
sóknar embætti prófessors í sölufræði og mark-
aðsmálum.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf
umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og
námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðu-
neytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, og skulu
þær hafa borist fyrir 1. rrlaí n.k.
Menntamálaráðuneytið, 1. apríl 1986.
Blaðbera vantar
í Gárðabæ
í eftirtalin hverfi: Tún, Mýrar, Móaflöt, Holtsbúð.
Umboðsmaður Tímans, sími 53758.
Laus staða
Laus er til umsóknar staða lektors í franskri málfræði
og málvísindum við heimspekideild Háskóla íslands.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf,
rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf skulu
sendar menntamálaráðuneytinu fyrir 1. maí 1986.
Menntamálaráðuneytið
1. apríl 1986