Tíminn - 04.04.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.04.1986, Blaðsíða 7
Föstudagur 4. apríl 1986 Tíminn Þórarinn Þórarinsson: Lýsing trúnaðarráðs Dagsbrúnar á nýsköpunarstjórninni 1944-1946 Lítiö minnisblað handa Þresti Ólafssyni og Svavari Gestssyni Sá atburöur hcfurgcrst. ;iö fram- kvæmdastjóri Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar í Réykjavík. Þröst- ur Ólafsson, hefur hvað eftir annað hvatt til þcss, að Alþýðubandalag- ið, Alþýðuflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn myndi ríkis- stjórn. Þröstur hcfur fært það máli sínu helst til stuönings. að svipuð stjórnarsamvinna hafi reynst verkamönnum sérlcga vcl á árun- um 1944-1946. Svavar Gestsson hefur tekiö undir þessi ummæli Þrastar með hangandi hendi. Hann segist aö vísu viðurkcnna. að nýsköpunar- stjórnin, sem fór meö völd á árun- um 1944-1946, hafi verið „góð stjórn” (Þjóðviljinn 27. mars 1986). en þá hafi forustumenn Sjálfstæðisflokksins verið.betri en nú. Gerist núverandi stjórnendur Sjálfstæðisflokksins svipaðir for- ustumönnum flokksins í tíð ný- sköpunarstjórnarinnar sé allt í lagi að cndurnýja samvinnu umræddra flokka. Þar sem þeir Þröstur og Svavar voru lítt vaxnir úr grasi í váldatíð nýsköpunarstjórnarinnar, þykir rétt að upplýsa þá um hvcrt var álit Dagsbrúnarmanna á hcnni á sínum tíma. Það var ekki í samræmi við þá sögukenningu sem þeir Þröstur og Svavar halda fram nú um ágæti hennar. Hinn fjórða janúar 1946, þegar nýsköpunarstjórnin var búin að sitja að völdum á annað ár. var haldinn fuiKÍur í Dagsbrún, þar sem var lagt til að félagið scgði upp kaupsamningunt. Það var trúnað- arráð Dagsbrúnar. sem lagði þetta til og lét fylgja tillögu sinni all ítarlega grcinargerð, sem birt var í blöðum. í upphafi hcnnar er rakið. að verkamenn hafi fengið vcruleg- ar kauphækkanir á stríðsárunum, cn þær virðast hafa nýst verka- mönnum illa eftir að nvsköpunar- stjórnin tók við. í greinargeröinni scgir: „Samt scm áður hcfur það komið í ljós, að þrátt fyrir þessa grunn- kaupshækkun vcitist þcim verka- mönnum. sem ciga við lægsta grunnkaupið að búa, æ erfiðara að framfæra fjölskyldur sínar. Það. sem þó hcfur gert það auð- veldara en ella, cr hin mikla eftir- vinna. sem verkamcnn hafa orðið að vinna en slík cftirvinna er í engu samrænti við viðurkenndan og samningsbundinn rétt til að geta lifað af átta stunda vinnudegi. Samtímis þcssu er sú staðrcynd Ijós. að núvcrandi vcrslunar- og innflutningshættir koma hart niður á þcint (sem og öllum almenningi), þar sem fáeinir einstaklingar gfæða árlcga ótaldar milljónir. löglcga og ólöglega, sem tcknar eru úr vasa verkamanna og annarrar alþýöu og veldur stórkostlegri og áframhald- andi rýrnun á launntckjum laun- þcga. Vérkamönnum er og sú stað- reynd ljós. aö fjölmargir launþcgar og annað alþýðufölk sætir afarkost- um húsnæðisokurs og húsnæðis- vandræöa. cr eign einn drýgsta þátt í því að gera framfærslu rcykvískra verkantannafjölskyldna miklu kostnaðarsamari en annars staðar á landinu. Þá er verkantönnum cinnig sú staöreynd Ijós, að margir reykvísk- ir verkamenn og aðrir launþegar eiga við óþolnndi kjör að búa á sviöi fæöissölumála. sem rýra tekj- ur þeirra langt uml'ram það, sem áður hel'ur þekkst ogsem er tilfinn- anlegast l'yrir þá verknmenn. sem búa við lágt grunnkaup." Slík var Ivsing trúnaðarráðs Dagsbrúnar á kjörum reykvískra verkamanna í janúar mánuði 1946. eða nær hálfu öðru ári eítir að nýsköpunarstjórnin kont til valda. Verkamenn höfðu ekki fengið hlutdeild í hinum mikla stríðs- gróða, sem verið var að eyða á valdaskeiöi nýsköpunarstjórnar- innar. Hann rann í hlut heildsala og annarra kaupsýslumanna með- an verkamenn bjuggu við versn- andi kjör af völdum vaxandi dýr- tíöar. Dagsbrúnarfundurinn sam- þykkti því nær einróma þá tillögu trúnaöarráðsihs að segja samning- unum upp og var það síðar staðfest í allsherjaratkvæðagreiðslu með 1298 atkvæðum gegn 388. Nokkru síðar var tilkynnt, að verkfall yrði hafið frá og með 22. febrúar. ef samningar um grunnkaupshækkun hel'ðu ekki tekist fyrir þann tíma. Að kvöldi ltins 21. febrúar hélt Dagsbrún fund. Engir samningar liöfðu náöst. en fyrir lágu tilmæli l'rá ríkisstjórninni um að fresta verkfallinu í þrjá daga. og voru þau studd al' miklum meirihluta stjórnar Dagsbrúnar og samninga- nefndar. Verkamenn báru ekki það traust til ríkisstjórnarinnar, að hyggilegt væri að fallast á tilmæli hennar. Fundurinn felldi þau með 369 atkvæöum gegn 269. Verkfalliö hól'st því á tilsettum tíma og stóð í viku. Þá var samiö unt 8'X. grunn- kaupshækkun. Guöjón B. Baldvinsson: Málefni aldraðra Verkefni fólksins Þau eru mörg verkefnin, sem hæfa öllum að fást við, hvað sem aldri líður. Eigum við að líta á eitt þeirra litla stund? Fyrst skulum við gera okkur Ijóst að samstaða er alltaf meira virði en einangrun. Sundurgreining er varasöm og þó einkum ef draga á fólk í dilka. Dæmi. Aðskilnaður eftir Iitarhætti. Heimilislíf fóiks Ótrúlegur fjöldi fólks, flest á síðasta æviskeiði sínu, bíður eftir heimili, vistun á á heimili sem veitir umönnun, aðhlynningu og skjól fyrir óþægilegu ölduróti um- heimsins. Þrátt fyrir það sem gert hefur verið af hálfu samfélagsins og af samtökum fólksins, vantar enn til- finnanlega húsrúm á öllum stigum umönnunar fyrir aldna þjóðfélags- þegna. Skortur á sjúkrarúmum handa þeim, sem enn geta þó að meiru eða minna leyti bjargað sér, virðist sárastur. Og er þá einkum átt við iþann landshluta, sem kallaður er Stór-Reykjavíkursvæðið eða Stór- Hafnarfjarðarsvæðið o.s.frv. eftir því úr hvaða byggðarlagi sá gaman- sami er kominn. Samtök fólksins Nokkur samtök fólksins tóku saman höndum um að mynda skjól, skjól fyrir dálítinn hóp af þessum öldnu meðbræðrum, sem þarfnast hjálpar vegna versnandi heilsufars. Þarna var skapað tæki- færi til samvinnu allra þegna þjóð- félagsins. Samvinnu sem myndast af því Og því skyldi þurfasvo náin tengsl til þess að finna fyrir þeim kulda- hrolli, sem færist frá kærulausum meðborg- urum, sem yppta öxlum, þegar leitað er samúðar hugarfari, þeirri kennd sem réðí forðum viðbrögðum „miskunn- sama Samverjans“. Margar eru þær steinvölurnar, margar einingar byggingarefnis og ærið mörg handtökin, sem þarf að borga, áður en unnt er að koma fyrir hvílurúmum og hjúkrunar- gögnum. Ymsir eiga ættingja sem þurfa umönnun, nákomna ættingja sem bíða sjúkrahúsvistar, aðrir hafa þurft að horfa á eftir vinum eða vandamönnum yfir landamærin milli lífssviða, án þess að nauðsyn- leg umönnun fengist á vegum sam- félagsins. Og hví skyldi þurfa svona náin tengsl til þess að finna fyrir þeim kuldahrolli, sem færist frá kæru- lausum meðborgurum, sem yppta öxlum þegar leitað er samúðar. Þeir munu fleiri sem betur fer, er fúslega leggja fram sinn skerf, sína fórn, litla eða stóra eftir ástæðum, en alltaf vott um mannúð. Það er auðvelt að koma framlagi sínu á réttan stað. Pen- ingaframlög má greiða inn á hlr. nr. 14676 við Landsbanka fslands eða á hlr. 6800 við Sparisjóð vél- stjóra. Kynslóöin, sem nú er kölluð öldruð, hefur byggt upp þessa borg, þetta þjóðfélag, án þess væru ekki félög, ekki fyrirtæki, ekki stofnanir í blóma, engir peningar Miðaldra kyuslóðin spyr, hvað get ég gert til að tryggja foreldrum mínum húsaskjól, þegar of stór íbúð þeirra íþyngir bæði líkams- kröftum og efnahag, er erfið eða ófullnægjandi. Við heimtum að- gerðir af hálfu samfélagsins til að búa öldnum borgurum húsaskjól við hæfi síðustu æviárin. Samfélag- ið bregst misjafnlega við kröfum okkár, en margt hefur verið gert og er gert í höfuðborgini, þó að enn skorti rnikið á að fullnægt sé þörfinni. Efagjörn sjáum við ekki fyrir endann á því að svo verði. Hvað getum við gert til að flýta fyrir? Einstaklingar og samtök hafa áður tekist á við það verkefni að búa öldruðum samastad. Við sjáum elliheimilin Grund og Ás í Hvera- gerði, Hrafnistuhcimili sjómanna- samtakanna, Heilsuhæli Náttúru- lækningafél. í Hvcragerði svo talin séu þekkt dænii. Svo sjáum við framtak samfélagsins í nafni n'kis- ins og borgarinnar þar sem B-álma Borgarspítalans stendur að ytra byrði, cn fátæk að innviðum. Eru einstaklingarnir hættir að hreyfa hendi til að flýta fyrir? Nei. Svo er ekki. Fólkið á sterk samtök, sem fást við ýmis hagsmuna- og menningarmál. Nokkur þeirra telja rétt að virkja afl og áhuga þegnanna sem sjálfhuga einstakl- inga tengda böndum samúðar og miskunnsemi, og sjálfseignarstofn- unin Skjól var stofnuð og gengur ótrauð til verks. Nágrannabæjarfélag byggði sína Sunnuhlíð með atorku og áhuga íbúanna, hvað skyldi þá vera of- verk Reykvíkinga? Samtökin Skjól eru mynduð á grunni mannúðar og miskunnsemi, og hafa bjartsýnina sem vopn í sóknarbaráttu sinni. Bjartsýni á hug fólksins í þessari borg, hjálp- fýsi þess og stórhug. Þar sem einstaklingarnir leggjast á eitt, þar munu og stofnanir þess, félög og fyrirtæki leggja fram liðsinni eftir getu og hugarfari. Við þekkjum söguna um pen- ingaleysi, en við þekkjum líka söguna um miskunnsama Samverj- ann og við eigum að þekkja boð- orðið um að heiðra föður og móður. Kynslóðin, sem nú er köll- uð öldruð hefur lagt fram krafta sína; byggt upp þessa borg, þetta þjóðfélag, án þess væru ekki félög, ekki fyrirtæki, ekki stofnanir í blóma, engir peningar. Enginn fer með aurana sína eða krónurnar yfir landamærin milli lífheima, en þessi hverfula eign getur á engan hátt ávaxtast betur en í því skjóli, sem veitt er öldnum og einmana, öryrkjum og þroska- heftum. Vegna þess að dýrmæt- asta framtak mannsins er að þjóna. Guðjón B. Baldvinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.