Tíminn - 13.04.1986, Page 4

Tíminn - 13.04.1986, Page 4
4 Tíminn Sunnudagur 13. apríl 1986 , BANDA- RIKJUNUM ER GJARNT ,AÐ VEÐJA ARANGAN HEST Er orsökin ofmat þeirra á sjálfum sér? Sumir telja þau nú einangraðri en nokkru sinni áður CHILE Pinochet situr enn sem fastast, þótt eflaust grétu Bandaríkjamenn þurrum tárum þótt hann félli. KÓREA Verða mistökin endurtekin þar? BANDARÍSK yfirvöld þykjast hafa vel að verki staðið eftir að þau sneru baki við einvaldi Filippseyja Marcosi, sem í tuttugu ár hafði verði einlægur stuðningsmaður Bandaríkjanna og hafði aftur notið dyggrar aðstoðar þeirra. Hann hafði líka verið kallaður „baráttumaður fyrir grundvallaratriðum lýðræðisins" í Washington. En nú var hann látinn falla, eins og menn sleppa logheitri kartöflu. „Það er ekki iéttur leikur fyrir stórveldi," skrifaði Washington Post, „að varpa fylgispökum þjóðhöfðingja fyrir róða, þegar hann er búinn að gera sitt gagn.“ Það er líka erfitt að látast ekki sjá skoplegu hliðina á þessu máli. Þótt fall Marcosar kostaði litlar blóðsúthellingar (og það er strax nokkuð á tímum þegar mannslífin eru víða virt lítils) erekkiýkjafagurt um að litast að honum föllnum. Alls staðar blasa við merkin um efnahagsóstjórn, spillingu og örbirgð, samfara því að kommúniskri skæruliðahreyfingu vex fiskur um hrygg. Eftirmaður Marcosar, Corazon Aquino, hefur því nóg að sýsla. Svartsýnismenn eru þegar farnir að spyrja sig hvenær næsta bylting hersins verði. Hershöfðingjarnir, sem ekkja hins myrta stjórnarandstöðuleiðtoga hefur sér við hlið nú, voru nefnilega bandamenn Marcosar fram á síðustu stundu. Sé það satt að sagan endurtaki sig, þá eru Filippseyjar upplagt tækifæri fyrir Bandaríkin að endurtaka sín gömlu mistök, - að veðja á vitlausan hest. Aðeins 18 dögum áður en Marcosi var steypt var endi bundinn á ógnarstjóm hálfsturlaðs einvalds, Baby Doc. Bandaríkin, sem landfræðilega eru nátengd Haiti, en mörgum ljósárum í burtu frá þessu landi hvað stjórnarhætti varðar, höfðu stutt föður einvaldsins, Francois Duvalier með ráðum og dáð um 14 ára skeið. Það nægði að hann taldist „vinur Bandaríkjanna“ og var andstæðingur Fidel Castro. Litið var fram hjá hinu að þjóð Haiti lifði við ægilega örbirgð og enginn mátti sig hreyfa fyrir hinum svonefnda Tontons Macoutes, sem var einkaher harðstjórans. Þó mega Bandaríkjamenn eiga það að ekki vildu þeir veita Baby Doc landvist og létu þess í stað fljúga með hann til Grenoble í Frakklandi á þeirri forsendu að Frakkar höfðu ráðið landinu til 1804. Sennilega væri Fidel Castro foringi borgaralegrar stjórnar nú í dag, ef Bandaríkin hefðu ekki á sínum tíma valið þann kostinn að styðja endalaust einvaldinn Batista, sem var einkavinur glæpamannahringa í New York. Með því móti var Castro hrakinn í skæruhernað uppi í Sierra Maestra ogáþeim tíma vaknaði fyrst andúðin á Bc 'd iríkjunum. Kommúnistahættan, sem Batista líkt og fleiri hans líkar hræddi Bandaríkin með, varð að raunveruleika einkum vegna þess hve Bandaríkjamenn voru tregir að greiða götu lýðræðisaflanna. Merkilegt nokk lærðu Bandaríkjamenn ekkert af þróun mála á Kúbu. Mistökin voru endurtekin í Nicaragua, þar sem Somoza, enn verri þrjótur en Batista, ríkti með ægistaf. Loks þegar öll sund voru lokuð, ægilegar blóðsúthellingar afstaðnar og skæruher Sandinista hélt inn í Managua, var Somoza kippt af skákborðinu. Svipað gerðist með Marcos í Manila. Aftur á móti hafa þeir í Washington haft snör handtök, þegar ryðja hefur átt úr vegi stjórn sem Bandaríkjunum fellur ekki við. Þannig fékk Allende í Chile, - sem kannski var draumóramaður, en þó ekki morðingi, - ekkert tækifæri til að leysa úr vanda þjóðar sinnar. Tæpum þrem árum eftir að hann komst til valda var hann drepinn í brennadi forsetahöll sinni í Santiago, þegar flugher landsins gerði árás á hana. Það var 11. september 1973. Sá sem skipulagði samsærið gegn Allende og stjórnaði því Pinochet hershöfðingi, situr enn að ríkjun. Allt það sem Bandaríkjamenn meta mest, frjálsar kosningar, prentfrelsi og almannaréttindi hefur verið afnumið. Sjálfsagt mundu menn í Washington gráta það þurrum tárum nú þótt Pinochet missti völdin, þar sem ólga vex í landinu á ný. En óttinn við það pólitíska tómarúm, sem skapaðist ef núverandi einræðisstjórn viki, skelfir menn þó enn meira. Fleiri dæmi má nefna af stuðningi við harðstjóra í smáríkjum. Þar á meðal má nefna stuðning Bandaríkjamanna við nýlendustjórn Portúgala í Angola og Mosambique, sem hafði harmrænan endi og aðeins nýlega hefur Bandarí kjastjórn snúið bakinu við stjórn aðskilnaðarstefnunnar í S-Afríku. Versta útreið hlaut bandarísk utanríkisstefna samt þegar íranskeisara var steypt af stóli. Þar var það ekkert peð sem féll, heldur einn sterkasti hrókurinn. Bandaríkin virtust ekki skynj a hvert stefndi með stjórn keisarans og á hve ótraustum grunni stefna þeirra gagnvart íran hvíldi. Menn þrástörðu á olíuborturnana, eins og ekkert annað skipti máli. Ekkert annað stórveldi hefði farið svona klaufalega að. Margir spá að nú sé röðin komin að S-Kóreu. Að vísu er skipting Kóreu ekki sök Bandaríkjanna, en sú staðreynd að á þeim 40 árum sem liðin eru frá síðari heimsstyrjöld, hefur ekki þróast þar stjórnarfar sem stenst kröfur lýðræðis og er vissulega á ábyrgð Bandaríkjanna að hluta. Það þykir engri átt ná að hin lýðræðissinnaða stjórnarandstaða í landinu fær ekki starfað vegna alls lags auðmýkinga og kúgunar. En þetta snertir Iítið ameríska sjálfsánægju nú á dögum Reagans. Sama hvað gerist. Alltaf eru menn jafn ánægðir með sig á þeim bænum. í rannsóknarskýrslu sem birtist fyrir skemmstu segir ameríski stjórnmálafræðingurinn Sanford Ungar: „Bandaríkin eru nú meir einmana og einangraðari, en mesta bölsýnismanni hefði komið til hugar að spá fyrir um í stríðslok." Eina orsakanna telur Ungar vera ofmat Bandaríkjamanna á sjálfum Sér. „Þeir trúa því statt og stöðugt að Bandaríkin séu besta land heimsins, enda hefur þeim verið innrætt þessi trú frá fyrsta skóladegi. Sá stjórnmálamaður sem dregur þetta í efa á ekki upp á pallborðið hjá kjósendum. Það gerði samt Jimmy Carter við lok forsetatíðar sinnar, þegar hann ræddi um „amerísku þráhyggjuna." Versta einkenni hennar er það, „að Bandaríkjamenn telja að sér geti ekki skjátlast.“ Það er ekki að undra að kvikmyndahetjan Rambo nýtur slíkrar hylli í Bandaríkjunum nú. Hann er ósigrandi og mistök, harmleiki og ótta þekkir hann ekki. En svo springur geimferjan í loft upp fyrir ailra augum, þetta stolt Bandaríkjanna og tækninnar, sem kostaði 1.5 milljarða dala. En forsetinn breytir þessu samstundis í Rambosögu. Fórnarlömb slyssins verða hetjur, sem „vildu nálgast ásýndGuðs." Það verðurþvíbyggð ný geimferja og nýir sjálfboðaliðar kvaddir til. Richard Ullman, prófessor við Princetonháskóla segir: „Reagan stjórnin hefur gert fólki í þriðja heiminum og ef til vill líka í Evrópu og Japan jjað mjög auðvelt að líkja Bandarfkjunum við Sovétríkin. Ef til vill er það versti gallinn á utanríkisstefnunni. Mörgum utan Bandaríkjanna finnst stórveldin bæði jafn treg til að þola frávik grannríkja sinna frá eigin stefnu. Bæði eru jafn vís til að beita vopnavaldi. Hvorugt virðist taka mið af neinu nema þröngri eiginhagsmunahyggj u. „Þetta er bara hin sanna ameríska stefna,“ segja menn Reagans og skella skollaeyrum við slíku tali og hafa þar með misskilið allt saman. (Úr Stern) I AI Menn einblíndu á olíuborturna og voru blindir á I I hve stjórn keisarans hvíldi á veikum grunni. Somoza var studdur fram til hinsta dags.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.