Tíminn - 13.04.1986, Side 6

Tíminn - 13.04.1986, Side 6
6 Tíminn Sunnudagur 13. apríl 1986 íslenska óperan sýnir Mansöngvarann eftir Giuseppe Verdi Tjaldið frá, - og áhorfendur eru staddir í Aragóníu á Spáni árið 1409 við varðeld hermanna Luna greifa. Það er dimm nótt, sígaunar eru einhvers staðar í nágrenninu, og Ferrando, höfuðsmaður, áminnir menn sína um árvekni. Greifinn er á næsta leiti. Hann er vansvefta, því að afbrýði sviptir hann svefnrónni. Farandsöngvari úr búðum sígauna gerir sér dælt við Leónóru, sem greifinn hefur augastað á, og á næturnar læðist hann að Alíaferfa höllinni og syngur Leónóru sín fegurstu Ijóð. Greifinn er vel á verði. Hermennirnir biðja Ferrando að segja sér söguna um Garzia, bróður greifans, sem var rænt úr vöggu, barni að aldri, af brjálaðri sígaunanorn, sem gat breytt sér í allra kvikinda líki. Og Ferrando segir frá í víðfrægri bassaaríu: Abbietta zingara. II Trovatore (Farandsöngvarinn) er dæmigerð Verdi ópera, þar sem skiptast á ást og hatur, drengskapur og lævísi og eins og í öllum alvöruóp- erum berast bræður á banaspjótum og konan eggjar drengi til dáða. Álíka sviptingar má finna í íslend- ingasögunum og má nærri geta, að Verdi hefði verið fljótur til að fella Laxdælu og Njálu að tónsmíðum, hefði hann komist yfir þau ritverk á sínum tíma. Hann var ekki lengur en einn mánuð að semja II Trovat- ore; hann hóf verkið í nóvember, 1852 og lauk því 14. desember. Söguþráðurinn Óperan hefst í hallargarði Alíafer- ía, eins og fyrr segir, þar sem Ferrando segir mönnum sínum sög- una um Garzia, svo þeir sofni ekki á verðinum. Luna greifi átti yngri bróður sem talinn var í álögum af völdum sígaunanornar. Kerling var brennd fyrir galdur, en í sömu svipan hverfur drengurinn og þegar galdrakösturinn er útbrunninn finn- II Trovatore (Farandsöngvarinn) Dramatísk ópera í fjórum þáttum, eftir Giuseppe Verdí. Frumsýnd 19. janúar, 1853, í Teatro Apollo í Róm á Italfu. Frumsýnd í íslensku óperunni 11. apríl, 1986. Luna greifi: Kristinn Sigmundsson, Leónóra: Ólöf Kolbrún Harðardóttir/ Elísabet F. Eiríksdóttir, Azucena: Sigríður Ella Magnúsdóttir / Hrönn Hafliðadóttir, Manrico: Garðar Cortes, Ferrando: Viðar Gunnarsson. Með minni hlutverk fara Elísabet Waage, Stefán Guðmundsson, Sigurður Þórðarson og Snorri Wium. Kór íslensku óperunnar. Leikmynd: Una Coilins. Búningar: Una Collins og Hulda Kristín Magnúsdóttir. Ljós: David Walters. Æfingastjórar: Peter Locke og Catherine Williams. Sýningarstjórar: Kristín S. Kristjánsdóttir og Ingunn Ósk Sturiudóttir. Leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir. Hljómsveitarstjóri: Gerhard Deckert. Búningar II Trovatore Blaðamaður Tímans leit inn á æfingu hjá fslensku óperunni skömmu fyrir frum- sýningu. Þar var verið að leggja síðustu hönd á lýsingu og búninga, sníða af helstu hnökrana á leiklega þættinum, söngvarar þutu upp og niður tröppur Gamla bíós og blaðamaður þorði ekki fyrir nokkra muni að missa af Herði Erlingssyni, af hræðslu við að komast aldrei nokkurn tímann út úr völundarhúsinu aftur. „Una Collins hefur staðið sig afburðavel við sviðs- og búningahönnun," tjáði Hörð- ur mér á hlaupunum. „Vegna þess hve lítið sviðið er, hefur verið mjög náin samvinna milli Unu og ljósameistarans, en saman hefur þeim tekist að magna upp geysi-( skemmtileg áhrif með myndvarpi og ljósum.“ Og nú vorum við komnir á efstu hæð (að ég held!), þar sem við hittum Huldu Kristínu Magnúsdóttur, sem hefur verið aðstoðarmaður Unu við búningahönnun- ina og saumaskap: „Óperan er skrifuð á 19. öld, en hún gerist á 15. öld. Við höfum lagt okkur eftir því að hafa búningana eins og nútímafólk ímyndar sér miðaldir á Spáni. Búningarnir eru nákvæm eftirlíking af klæðnaði fólks á miðri 15. öld, þó svo óperan sé dagsett 1409. Þá gengu menn í sokkabuxum, en við höldum okkur við seinni tímann, svo óperan stingi ekki í stúf við hugmyndir áhorfenda. Það gæti haft truflandi áhrif. Búningarnir eru mjög íburðarmiklir, en við höfum saumað allt hér sjálf, - við byrjuðum í núlli og höfum ekkert fengið lánað. II Trovatore er þannig á allan hátt framleiðsla íslensku óperunn- ar.“ Hörður horfinn. Úr hliðarherbergi barst söngur Garðars Cortes, en hann og hljóm- sveitarstjórinn, Gerhardt Deckert, voru að vinna í textanum að frægustu aríu óperunnar, „Di quella pira“. Ég vatt mér undan saumakonu með munninn fullan af nálum og endaði í eldhúsinu, þar sem ég tók tali Hrönn Hafliðadóttur, sem syngur Azucenu, - móður Manricos -, en þær Sigríður Ella skiptast á um sýningar. Hrönn Hafliðadóttir „Azucena er geysilega erfitt hlutverk og ég hefði ekki viljað syngja þetta þegar ég var yngri. Maður þarf geysilegan kraft og þroska í þetta hlutverk og sama má reyndar segja um öll aðalhlutverkin í þessari óperu. Leiklega er þetta heldur ekki af léttara taginu og ég finn til þess að vera ekki lærð í leikskóla. En maður lærir með tímanum." Sigríður Ella átti nú leið hjá og dreif sig snögg í burtu þegar hún varð vör við blaðamann. Snuðrarastéttin hefur greini- lega ekki látið hana í friði, síðan Pavarotti hrósaði henni, fyrr í vetur. En Hrönn hélt .áfram: „I grundvallaratriðum er Azucena ekki brjáluð. Hún er gömul, en sígaunar eldast fljótt og illa af öllu flakkinu og óþrifnaðinum, og hún hefur borið slíkt leyndarmál með sjálfri sér alla ævi, að ekki er furða þótt hún glopri því upp úr sér við og við. Hún sér líka oft fyrir sér bálköstinn . sem móðir hennar var brennd á (sjá söguþráð).“ Hrönn í smink og blaðamaður fylgdi fast á eftir. Neðst niðri í kjallaranum er búningsaðstaðan og inn af henni er förð- unardeildin. Þar voru fyrir Elísabet Eiríks- dóttir, sem skiptist á við Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur um að syngja Leónóru, og Kristinn Sigmundsson, sem féllst á að segja nokkur orð um hlutverk sitt, en hann syngur hinn illræmda greifa, di Luna, sem situr um líf og limi Garðars Cortes.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.