Tíminn - 13.04.1986, Qupperneq 14
14 Tíminn
Sunnudagur 13. apríl 1986
MANNI
FANNST
ÞETTA
ALVEG OFBOÐSLEGT!
Áttatíu og fimm ára með
langafadótturinni Bjarnveigu.
Hún elst upp við kjör
ólík þeim sem Guðmundur
þekkti í bernsku.
Guðmundur Guðnason rifjar upp er fyrstu
vélarnar voru settar í báta við Djúp og segir frá
sjósókn í Álftafirði vestra eftir aldamótin
„ÉG VAR SEX ÁRA OG VAR AÐ KOMA ÚR FYRSTU FERÐINNI MINNI
FRÁ FÆTI INN Á ÍSAFJÖRÐ. FRÁ ÍSAFIRÐI VAR FARIÐ MEÐ MÓTOR-
BÁT OG MAÐUR HAFÐI ALREI SÉÐ SVONA FYRR. ÞAÐ VAR SVO
MAKALAUST AÐ SJÁ ÞEGAR ÞETTA BYRJAÐI AÐ SNÚAST ALLT
SAMAN! MAÐUR ÞORÐI EKKI AÐ KOMA NÁLÆGT ÞESSU. MANNI
FANNST ÞETTA ALVEG OFBOÐSLEGT! ÞÁ ÁKVAÐ ÉG AÐ VERÐA
SJÓMAÐUR OG AUÐVITAÐ Á MÓTORBÁT."
Þetta segir Guðmundur Guðna-
son sjómaður sem í sjötíu ár bjó í
Álftafirði við Djúp vestra, en hann
er einn af fáum sem mím þegar
fyrstu vélarnar komu í íslenska báta.
Átvikið sem hann hér segir frá er frá
árinu 1906, en þá voru aðeins fjögur
ár frá því fyrsta einstrokka glóðar-
hausvélin var sett í bát á íslandi en
það var á ísafirði 1902. í þessu
viðtali rifjar Guðmundur upp ævi og
kjör sjómanna í Súðavík í byrjun
‘aídarinnar og minnist báta og sjó-
sóknara í heimabyggð sinni. Hann
fæddist árið 1900 í Hattardal í botni
Álftafjarðar og ólst upp á Fæti og á
Seljalandi, en hóf snemma lífsbar-
áttuna sem vestfirskur sjómaður og
var það oft hörð barátta.
„Þegar ég var barn var minna róið
frá Súðavík," segir Guðmundur,
„heldur var útræði frá Höfnum, sem
eru undir Súðavíkurhlíð innan við
Arnarncshamarinn, þar sem fyrstu
vegajarðgöngin hér á landi voru
gerð, en þau kannast nú margir við
hvar eru. Þarna voru nokkrar ver-
búðir og svo sem þrjátíu manns á
vorin, þegar ég man eftir, en höfðu
verið miklu fleiri áður. Þarna hafði
verið útræði öldum saman. Þetta
voru kænur, skektur, eins og við
Vestfirðingar segjum, sem reru
þarna og oftast þrír eða fjórir á
hverjum bát. Þetta voru 16-18 bátar
þarna.
En þar með er ekki sagt að stærri
skip hafi ekki verið gerð út frá
Álftafirði. Jón Guðmundsson eign-
aðist tvær skútur fyrir aldamótin,
sem hétu Guðríður og Prósíon,
kölluð „Prósa“. Ég man ekkert eftir
Guðríði, því það var búið að selja
hana þegar ég man eftir, en hana
hafði Jón í Eyrardal átt með nafna
sínum Jónssyni. Prósa var aftur á
móti til fram til 1910 eða svo, þegar
hún var seld burtu. Það voru um 13
manns á þessum skútum sem líklega
hafa verið 25-30 lestir og þær lágu
lengi úti, allt upp í hálfan mánuð til
þrjár vikur. Enginn hafði skipstjórn-
arréttindi á þessi skip og því fékk
Jón lepp að sunnan, Jón Gíslason,
sem svo settist að i Súðavík. Jón
Jónsson var sjalfur með Guðrtði,
en skipstjórinn á Prósa var Jón
Pétursson, Sunnlendingur.
Já, Jón í Eyrardal var merkilegur
maður og talinn einn ríkasti maður-
inn við Djúp. Hann var með mikið
skegg og gekk í jakkafötum þegar ég
sá hann, sem ekki var algengt. í
Eyrardal rak hann verslun í mörg ár
og þar fékkst allt mögulegt, allt
niður í smáspegla og barnaglingur.
Þar mátti versla talsvert, ætti maður
tíu aura. Hann afgreiddi þarna sjálf-
ur með aðstoð gamals manns, sem
hét Jón Magnússon.
í Höfnum
Fimmtán ára gamall fór ég að róa
með pabba mínum, úr Höfnum, en
hann var Guðni Einarsson. Móðir
mt'n var Bjarnveig Guðmundsdóttir.
Já, ég er fæddur í Hattardal árið
1900, en fór sjö ára gamall að
Guðmundur Guðnason á unga aldri.
Seljalandi og ólst þar upp, nema
hvað fimm og sex ára var ég í
uppeldi á Fæti.
Þarna í Höfnum voru bátarnir hér
og þar að úr Djúpinu, svo sem úr
Seyðisfirði, frá Fæti og víðar. Allt
voru þetta áraskip og þrír eða fjórir
á. Farið var skömmu eftir páska í
Hafnirnar og verið fram í júní, enda
var þetta besta vertíðin. Þarna reri
ég vorin 1915-17. Menn höfðust við
í verbúðum og var sú stærsta Sæm-
undarbúð sem þrír bræður, Sæ-
mundur, Jón og Magnús áttu og
höfðu þeir annan endann á henni.
Aðrar búðir, voru Uppsalabúð Seyð-
firðingabúð, Kleifabúð, Eyrarbúð og
svo lítil búð sem kölluð var Sara og
hana held ég að Guðmundur Pálsson
frá Hlíð hafi átt.
Vistin var ekki skemmtileg í þess-
um búðum. Ef þær voru með lofti
var beitt niðri, en sofið og etið uppi
og loftið inni var oft skelfilegt.
Maturinn var skrínukostur og skrína
við rúmstokk hvers og eins með
smjöri brauði og öðru, en annars var
soðningin uppistaðan í fæðinu. Þeg-
ar verið var að beita á nóttinni var
svo svart kaffi helsta hressingin.
Þar sem þrír voru á bát og formað-
urinn átti skipið var aflanum skipt í
fimm hluti og átti útgerðin þrjá, en
tvo fengu hásetarnir. Þetta mun hafa
verið algengt. í vertíðarlok kom svo
skip frá Ásgeirsverslun að sækja
aflann, sem allur varsaltaður. Skipið
hafði pramma í eftirdragi, sem gat
lagst þarna við klappirnar og síðan
dreginn út á ísafjörð. Það þótti
ákaflega gott ef maður hafði 300
krónur í hlut, en það var hámark og
heldur sjaldgæft.
Þarna var ekki farið með nein
veiðarfæri önnur en línu og allt voru
þetta vélarlausir bátar, eins og ég
áður sagði. Á þessum árum voru t.d.
færaveiðar alveg aflagðar í Álftafirði
eftir að Jón í Eyrardal gerði út
skúturnar og engin veiðarfæri tíðkuð
nema ef telja ætti kúfiskplóg, sem
sumir notuðu til að afla beitu.
Seljaland. Hér lá hafísinn úti fyrir firðinum, oft vikum og mánuðum saman.