Tíminn - 13.04.1986, Side 15

Tíminn - 13.04.1986, Side 15
Sunnudagur 13. apríl 1986 Tíminn 15 Hattardalur t botni Álftafjarðar. Hér er Guðmundur fæddur 24. september 1900. Skemmtanir manna voru fábreytt- ar í verbúðunum. f>að var spilað á spil og rabbað í landlegunum. Ann- að var það nú ekki. Fyrstu vélbátarnir „Fyrsti vélbáturinn í Súðavík var María, sem Jón Valgeir, faðir Gríms Jónssonar kaupmanns, átti. Þetta var 3-4 lesta bátur búinn Alfa vél, opinn og gekk þetta þrjár eða fjórar mílur. Þessi bátur hefur komið í Súðavík um 1908. Hann var keyptur af norksum kaupmanni, Clausen, sem hafði aðstöðu á Seljalándi, þótt mig minni að ekki hafi hann nú búið þar sjálfur. Mjög skömmu eftir að María kom keypti Hjalti Páll, faðir Bjarna Hjaltasonar, dekkbát afsvip- aðri stærð og ég held að hann hafi heitið Hjalti. Auk þessara man ég svo eftir tveimur áttæringum, Breið í Vigur og öðrunt ini í Æðey, sem hét Skeiðin. Það er svo upp úr þessu sem fleiri bátar af svipaðri stærð komu í plássið. Jón Jónsson keypti Beggu, sem slitnaði upp í ofsaveðri um 1920 og fannst aldrei, og í því sama veðri fórst bátur sem Halldór Guðmunds- son átti og hét Beta, en hann var slæddur upp og seldur burtu til Flateyjar. Þarna kom líka Svanur Bergsveins Ólafsson í Tröð og Far- sæll Guðmundar Gísla Guðmunds- sonar. Allt voru þetta 3-4 lesta sexæringar með Alfavélinni, nema hvað þegar Farsæll var seldur á Isafjörð 1923 hafði veirð sett í hann 2ja strokka Kelvin. En nú var Grímur Jónsson byrjað- ur með sína útgerð, en hann var löngum atkvæðamesti útgerðarmað- urinn í Súðavík, ásamt Jóni Jóns- syni. Grímur eignaðist bát sem Sigurfari hét, 1910-11. Hann var talsvert með hann sjálfur, en síðar Þorsteinn bróðir hans. Sigurfari fórst í Óshlíðinni 1923-24, en mennirnir komust af, fóru fótgang- andi inn í Hnífsdal. Skömmu á eftir Sigurfara eignaðist Grímur svo Sæbjörn. Hann var fyrst búinn Alfa vélinni, en hún var full lítil í hann, þar sem hann var ögn stærri en gömlu bátarnir og þess vegna færð yfir í hann 6 hestafla Hein. Skipstjórinn var löngum Halldór Guðmundsson 'á Bólstað. Sæ- björn fórst 1930-31 og þá var með hann Óskar Magnússon. María Jóns Valgeirs var alla tíð í Súðavík og lognaðist þar út af, en eftir það var keypt ný María, sem Grímur átti og var það dekkbátur. Hún var með Ajfavél. Lengst var Eiríkur Bóasson formaður á eldri Maríu, en Þorsteinn Jónsson á þeirri síðari. Enn hef ég ekki minnst á Björgvin, bát sem Rósinkar Alberts- son átti eða Möggu hans Þorláks hrefnuskyttu á Saurum, en þeir voru í þessum litla flota fyrstu vélbátanna vestra, þegar nútíminn var að byrja að ryðja sér þar til-rúms. Vélfræði Glóðarhausvélarnar voru hörku- duglegar og biluðu lítið. Nei, vél- fræðiþekkingin var ekki upp á marga fiska og maður heyrði sagt að þeir kynnu að snúa þessu í gang og þar með búið. Þó voru menn eins og Þorlákur á Saururn á undan sinni samtíð í því að þeir voru lagnir að fást við vélar og gera við þær. Já, og svo var það hafnaraðstaðan. Á þessum árum var ekki svo mikið sem bryggjustubbi í Súðavík og bátarnir lágu við akkeri úti á. Ef gerði norðan veður varð að fara með þá inn fyrir Langeyri, en þar voru dálitlar bryggjur frá því er Norðmenn voru þar með hvalstöð fyrir aldamótin. Þegar veður var af öðrum áttum varð svo auðvitað að flytja bátana út fyrir. En þótt bátarnir væru smáir var róið þó nokkuð langt á þeim, allt upp í 5-6 tíma stím. Oft varð leiðin lengri í land, ef hann var á móti, sem algengt var í þeim veðrum sem gerir við Djúp. Vinsælustu miðin voru úti í Eld- ingum, en ef lengra var farið í betra veðri var komið út í Kögur og Hlíðar. Túrarnir tóku oft um sól- arhring. Auðvitað gat margt komið fyrir og ég man að eitt sinn hrökt- umst við undan suðaustanveðri inn á Súgandafjörð. Þá hafði símasam- band slitnað við Súðavík og allir töldu okkur víst af, því það hafði komið maður til Súðavíkur frá Súg- andafirði sem lagður hafði verið af stað áður en við komum og sagði okkur ekki hafa sést þar. Svona gat þetta gengið til þarna. Alvarlegum mannsköðum man ég ekki eftir fyrr en Tjaldur Ingimars Ásgeirsson í Tröð fórst 1923 og með honum þrír menn, en tveir komust af við illan leik. Síldarverkun á Hattareyri Það var 1916 að Duus reisti síldar- verkun á Hattareyri og byggði þar stórt hús. Hann gerði þaðan út nokkrar skútur af eldri gerð, sem sóttu síldina norður fyrir Horn og svo var hún verkuð inni í Álftafirði. Þær hétu Millí, Ihó og Keflavíkin. Þessi starfsemi stóð til 1921 og var fyrir henni Kristinn Magnússon, skipstjóri í Reykjavík. Einnig var saltað á Dvergasteini og þar höfðu margir Súðvíkingar vinnu af, eink- um þó af bæjunum innar í firðinum. Menn sáu að það gátu verið upp- grip í síldinni og því var það að Ásgeir Ingimars keypti bát sem hét Erling, 30 lesta skip, og sendi suður á land á síld. Það fyrirtæki gekk hins vegar ekki vel og Erling var seldur um 1920 og varð stórtap á öllu saman. Tvo báta átti Ásgeir líka, sem notaðir voru við síldarflutning- ana. Ég hef minnst á að smám saman stækkuðu bátarnir og það komu stærri vélar. Mikil breyting var það þegar Bjarni Hjaltason o.fl. keyptu frá Flateyri 8-10 lesta bát, Óla, en hann var með 12 hestafla Dan vél. Óli var keyptur 1920 en fórst þegar hann rakst á ísjaka á heimleið 1931 eða 1932. Menn sáu úr Arnardal hvað skeð hafði og tókst að bjarga mönnunum, sem þá voru komnir út á ísinn. Tryggingarnar náðu Óla upp og hann var lengi til á ísafirði. Sama vélin var í Högna, sem þeir Halldór Guðmundsson á Grund og Grímur Jónsson keyptu 1923 frá Patreksfirði. Það var eftir að Bcta Halldórs hafði sokkið og áður er um getið. Högni fórst árið 1937 og var þá með hann Sigurður sonur Halldórs. Áfram stækka og batna bátarnir, svo sem þegar Valur, Bolli og Guð- rún koma, en um það fjölyrði ég ekki hér. Þegar mótorbátarnir koma er far- ið að skipta í ellefu hluti á móti fimm og borgaði útgerðin olíuna fyrst í stað, en eftir það var farið að taka hana af hlut. Kröpp kjör Þegar ég var að alast upp í Álfta- firði voru í Súðavík um 200 manns, en talsvert fleira ef bæirnir voru taldir með, en búið á hverju koti þarna, sem nú eru komin í eyði fyrir löngu. Afkoman var léleg og kjörin kröpp hjá íólki. Allt byggðist á sjónum og sú afkoma gat auðveld- lega brugðist ef hart var í ári. Oft kom ísinn inn á Djúp og 1918 lagði allt Djúpið. Þá varð ekki komist á bát frá Súðavík inn að Seljalandi fyrr en um hvítasunnu. Á sumrin voru menn aftur á móti nær eingöngu við búskapinn, því allir voru með einhverjar skepnur. Þá var reynt að kroppa eftir föngum þessa þúfnakraga og börnin höfðu nóg að snúast við skepnurnar og vaka yíir túnunum, því auðvitað sóttu skepnurnar í þessa bletti. Húsakynnin voru léleg, allt byggt úr torfi og grjóti, nema hvað bærinn sem Jón í Eyrardal byggði og enn stendur þótti ntjög glæsilegur og svo húsið sem Jón Valgeir byggði og síðar brann. Menn cins og þessir tveir og Jón Jónsson þóttu stórríkir, þótt þeir hafi kannske verið rétt vel bjargálna á nútíðar vísu. Veturnir voru oft strangir og fann- fergið óskaplegt, allt snjóaði í bóla- kaf. Þá var reynt að stytta sér stundir í rökkrinu með því að syngja og kveðast á en eftir að kvcikt hafði verið var lesið og svo kveðið. Á föstunni voru lesnir Passíusálmarnir og lesnar hugvekjur. Sjaldan var farið til kirkju, enda var það nokkur vegur, því kirkjan var inni á Eyri í Seyðisfirði. Var þá siglt út að Kambsnesi og svo gengiö yfir hálsinn. Á Eyri var ég fermdur af séra Sigurði í Vigur 1913 og minnir mig að viö fermingarbörnift höfunr verið tíu talsins. Nú lifir af þeim auk mín aðéins Guðrún Ólafsdóttir á Kcldu í Mjóafirði. Heilsufar Hcilsufar var bærilegt, enda gekk það fyrir öllu að menn hefðu eitthv- að að borða og því ckki um skort að ræða hjá flestum. Samt kom barna- veikin 1910-11 og ég lagðist í henni og öll börnin á Seljalandi, enda allir saman í einni baðstofu. Einhverjir dóu. Þeir komu utan af Isafirði, læknarnir Eiríkur Kjerúlf og Davíð Scheving og sprautmiu við þessu og það dugði citthvað. Spánska veikin kom aftur á móti aldrci í Súðavík því Grímur og fleiri höfðu forgöngu um það að plássið var sett í sóttkví. Því var hægt að róa allt haustið 1918 úr Álftafirði, með- an aðrar vcrstöðvar voru lamaðar. Já, það er svo sem margs að minnast frá þessum árum vestra, og hægt að spjalla um svo miklu flcira. En til þess gefst cf til vill tóm síðar, þótt við látum staðar numið hér í bili.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.