Tíminn - 13.04.1986, Síða 21
Tíminn 21
Sunnudagur 13. apríl 1986
-listatímlrm- listatiminn
49. „Spaugarínn“, brjóstmynd,
brons, 1905. Rubin bls. 64.
47. „Fjölskylda fjölleikamanna“.
Málverk, 1905, rubin, bls. 58.
50. „Frú Canals“. Málverk 1905.
Rubin, bls. 66.
51. „Kona með blævæng“. Málverk,
1905.
52. „Kona með brauðhleifa á höfði.
Málverk, 1906. Rubin bls. 72.
Gertrude var nær grímukennt, og
varð ekki í grafgötur farið um,
hvaðan henni kom það svipmót.
Skammt frá Malaga, við Osuna,
höfðu verið grafnar upp ævafornar
íberskar styttur, og voru þær sýndar
,í Louvre-safni vorið 1906 ásamt
,einlitri brjóstmynd af konu. „(Pic-
asso), sem alltaf var á hnotskóg eftir
nýjum listformum, fékk augastað á
styttunum, en stíll þeirra var utan
formhefðar...“ (Penrose, Picasso,
bls. 119). Orð var á haft að andlits-
myndin væri ólík Gertrude Stein.
„Já, sagði (Picasso), allir segja, að
hún líkist henni ekki, en það skiptir
ekki máli... hún mun líkjast henni.“
(Gertrude Stein, The Autobiograp-
hy of Alice B. Toklas, bls. 16).
Seint í október 1906 varð Picasso
fullra 25 ára. Gerði hann um það
leyti sjálfsmynd í stíl andlistmyndar
sinnar af Gertrude Stein, hendur
sem andlit. Lengra gekk hann í
þessum stíl í vetrarbyrjun, í mál-
verki sínu, „Tveimur nöktum
konum“, sem eru jafnvel styttum
líkar.
Myndir hans voru nú keyptar í
málverksölum Vollards og Clovis og
jafnvel í búð Pere Souliers. Og hann
hafði komist í kynni við rússneskan
kaupmann, Sergei Schukine, sem
varð helsti kaupandi mynda hans á
næstu árum. Til efs er, að nokkur
jafn ungur listmálari í París hafi þá
verið búinn að koma ár sinni svo vel
fyrir borð.
VIII. „Ungfrúrnar í
Avignon“
ISALON d’Automne höfðu
villingarnir á ný sýningu haust-
ið 1906, en þá var Picasso
orðinn málkunnugur tveimur eða
þremur þeirra. Til þess hafði Gertrude
Stein séð. „Það hljómar nú mjög
undarlega, að Matisse hafði aldrei heyrt
Picasso getið... En í þá daga lifðu
allir út af fyrir sig og vissu nánast
ekkert um aðra... Matisse og kona
hans voru aftur komin í bæinn, og
þau þurftu að heilsa upp á Picasso
og Fernande, svo að þau gætu látið
mikið hvert með annað...“ (The
Autobiography of Alice B. Toklas,
bls. 60). Upp frá því var kunnings-
skapur með Picasso og Matisse, þótt
stundum sýndist sitt hvorum um
myndlist og fleira. Þaö mun þó ekki
hafa verið fyrr en snemma árs, 1907,
að Picasso fór að umgangast Braque
og Derain. „Braque var ungur mál-
ari, sem þekkt hafði Marie Laurenc-
in (ath. vinkonu Apollinaire), með-
an þau voru bæði myndlistarnemar
og þau höfðu málað andlitsmyndir
hvort af öðru. Eftirþað hafði Braque
málað fremur landfræðilegar
myndir, ávalar hæðir, og um litaval
fylgt sjálfstæðri málaralist Matisse.
Hann hafði kynnst Derain, og verið
getur, að þeir hafi þekkst, meðan
þeir gegndu herþjónustu, og nú
þekktu þeir Picasso. Eftirvænting lá
í loftinu. Þeir vörðu dögum sínum
uppi í Montmartre, og þeir átu
saman í litlum matstað beint á móti
(„Þvottaprammanum“).“ (The Aut-
obiography of Alice B. Toklas, bls.
64-65).
„Villingarnir" gáfu um þetta leyti
tóninn í nýmyndlist, ef svo verður
einu nafni nefnd sú hreyfing, sem þá
hafði liðlega fjóra áratugi fram
gengið, aðallega á Frakklandi. Und-
ir hana hafði ýtt tilkoma ljósmynda
um 1840, en hún átti hliðstæður í
öðrum listgreinum, svo að rætur
hennar lágu djúpt, þótt hún fengi
líka nokkurn svip af fisku. Með
þessari hreyfingu hafði Picasso
hrifisl, um leið og hann kom til
Parísar 1899, og að henni hafði hann
samið sig næstu tvö ár, þótt hinar
bláu myndir hans yrðu utan megin-
kvísla hennar, en með hinum rósra-
uðu myndum sínum (og síðar þeim,
sem hann málaði í Gosol), hafði
hann sjálfur gengið fram með henni.
Og nú ræddi hann daglega við tvo
eða fleiri, sem fyrir henni fóru.
Hlaut það að segja til sín. Komst
hann síðar svo að orði: „1 list verður
allt hið áhugaverða strax í öndverðu.
Óðar og upphafið er hjá liðið, er
þegar að enda komið.“ (John
Berger, The Success and Failure of
Picasso, bls. 35).
{ undirbúningi hafði Picasso stórt
málverk, sem honum hafði í hug
komið í Gosol. Á fyrstu drögum
hans að því voru fimm nær naktar
kvenverur og tvær karlverur, sitjandi
sjóliði miðbiks við matföng og blóm,
en yst til vinstri maður með haus-
kúpu í hendi. Skyldi hún vera tákn
forgengileika lífsins, en ekki mun
umvöndun hafa undir búið. Á síðari
drögum hurfu karlverur þessar, og
mun honum hafa orðið hugstæð
málverk Cezanne af konum, sem
baða sig. Tvímælis orkar hins vegar,
hvort hann hafi tekið mið af mál-
verki, „Lífsgleði", sem Matisse hafði
þá nýlega lokið við. Eftir þennan
langa aðdraganda, (en a.m.k. 17
frumdraganna hafa verið birt), mál-
aði hann stóra mynd (2,44 x 2,34 m)
af kvenverunum fimm í lok apríl og
byrjun maí 1907. Þegar hann hafði
nær lokið við málverkið, sýndi hann
það vinum sínum og nokkrum boðs-
gestum.
VIÐBRÖGÐ vina hans
voru á einn veg. Þeir
voru furðu lostnir.
Heyrði Picasso á mál Leo Stein og
Matisse, sem runnið hafði í skap.
Áleit hann málverkið skop að ný-
myndlist. Braque sagði, að það byði
tólg og þræði í stað daglegs brauðs.
Shschukine varð að orði: „Hvílíkur
missir franskri list. „Skárstar viðtök-
ur fékk myndin hjá tveimur boðs-
gestanna, Wilhelm Uhde, þýskum
gagnrýnanda og safnara, og vini
hans Daniel Henry Kahnweiler, sem
kallaði hana „einkennilega mynd í
dálítið assýrskum stíl“. Þótt Picasso
stæði ekki á sama um aðfinnslur vina
sinna, lét hann ekki bilbug á sér
finna. Og brátt snerist vinum hans
hugur. Á málverkinu var handbragð
meistara, hvað sem myndefninu
leið, svo sem „í móthverfum bleiks
lits og blás“. (Penrose, Picasso, bls.
131). Um sumarið gerði hann nokkr-
ar myndir af kvenverum þessa stóra
málverks, einum sér eða tveimur
saman.
Málverki þessu gaf Picasso ekki
nafn, því að sá var ekki vandi hans.
Og getur Fernande Olivier þess ekki
með nafni í miningabók sinni. En
við það festist heiti, „Ungfrúrnar í
Avignon". Var það dregið af
hóruhúsi í Carrer d’Avinyé í Barcel-
ona. Komst málverkið í eigu fransks
safnara, Doucet, og sagði André
Breton í La Rcvolution surrcalistc,
4. hefti, júlí 1925, að hann hefði
keypt það fyrir sín orð. Málverkið
var ekki formlega sýnt fyrr en 1937.
Ljósmynd af því birtist fyrst í Archit-
ectural Record 1910. Um það hefur
Alfred H. Barr sagt: „Þetta málverk
Picasso var upphaf kúbisma, mál-
verk Matisse („Lífsgleði") var há-
mark „fauvisma“.“ (Barr, Picasso,
bls. 258).
Á „Þvottaprammanum" varð
stundum jörvagleðL „Saman komu
(íbúarnir og vinir þeirra) til að
ræðast við, syngja, drekka ókjör af
víni og áfengi, er þau leituðu í félagi
ystu marka hugarflugs síns... Fern-
ande segir frá tilraunum með
vímugjafa, þegar forvitnin att þeim
að næturlagi út í drauma ópíums...
Það róandi, en hættulega, tiltæki
fékk snöggan endi, þegar ungur
þýskur málari, Wiegels, hengdi sig í
vinnustofu sinni, eftir að hafa andað
að sér of miklu af eter.“ (Penrose,
Picasso, bls. 133). Voru þá aðeins
liðin 6 ár, síðan vinur og félagi
Picasso fyrirfór sér. - Annars konar
uppörvun sóttist Picasso þó alla
jafna eftir. Hann heyrði um hóp
bókmenntamanna, sem saman
komu sunnan Signu, í Closerie de
Lilas, og André Salmon stóð að
ásamt öðrum. Þangað tóku þau
Fernande að gera sér ferð fótgang-
andi þvert yfir París. Og sagðist
Fernande svo frá, „að þeim finnist
gott að ganga, sem enn hafi
æskuroða í kinnum og von í brjósti."
HAUSTIÐ 1907 sá Pic-
asso í fornsölu Pere
Soulier á kvenhófuð
efst á mynd, sem bar yfir aðrar, sem
utan á hana höfðii verið lagðar.
Spurði hann, hvort hún væri föl fyrir
5 franka, og svaraði Soulier: „Vissu-
lega, hún er eftir málara, sem heitir
Rousseau, en striginn er góður og þú
gætir notað hann.“ Málverk þetta
hafði tollheimtumaðurinn málað af
pólskri kennslukonu, og var það eitt
meistaraverka hans. Dró fundur
myndarinnar dilk á eftir sér. Næsta
haust efndi Picasso til samsætis til
heiðurs Rousseau líkt og honum
sjálfum hafði verið haldið í Malaga
1897. Var samsætið lengi í minnum
haft, en Fernande Olivier, Maurice
Raynal og Gertrude Stein eru til
frásagnar um það. Var Rousseau
þakklátur fyrir þessa viðurkenningu.
Að sínu leyti „fékk Picasso mætur á
þessum undarlega og Ijúfa manni...
og Rousseau skynjaði snilld Picasso.
Það sýna hin frægu ummæli hans:
„Picasso, þú og ég erum mestu
málarar okkar tíma, þú í egypskum
stíl, ég í nútímastíl." (Penrose, Pic-
asso, bls. 138). En Gertrude Stein
skal hafa síðasta orðið: „Það var um
það bil mánuði síðar, eitt dimmt
vetrarkvöld í París, að ég var að
flýta mér heim og fannst sem mér
væri veitt eftirför. Ég greikkaði og
greikkaði sporið og fótatakið færðist
nær og ég heyrði: Ungfrú, ungfrú.
Ég sneri mér við. Það var Rousseau.
„O, ungfrú, þér ættuð ekki að vera
ein úti, eftir að dimmt er orðið, má
ég fylgja yður heirn? Það gerði
hann. “ (The Autobiography of Alice
B. Toklas, bls. 118).
Reykjavík, 3. apríl 1986.
Haraldur Jóhannsson.
54. El Greco: „Jósep með Jesús á
barnsaldri". 1597-99. Barr, bls. 255.
57. „Ungfrúrnar í Avignon“.
Málverk, 1907. Rubin. bls. 99.