Tíminn - 20.04.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.04.1986, Blaðsíða 3
Sunnudagur 20. apríl 1986 Tíminn 3 Sýning um skóla- bókasöfn 21 .-25. apríl Boðað er til dagskrár og sýningar um skólasöfn á vegum Fræðslustjóra Reykjanesumdæmis vikuna 21.-25. apríl næstkomandi. Ersýningin opin þessa viku að Lyngási 11, Garðabæ, og ætluð öllum sem áhuga hafa á góðunt skóla. Með dagskránni er höfðað til skólastjórnenda/kennara/ skólasafnvarða svo og skólanefnd- armanna, sveitarstjórnarmanna og foreldra. Verkstæðisvinna fer fram á föstu- degi, 25. apríl. Skólasöfn eru opin á þriðjudag og miðvikudag. Fyrirlestrar - erindi og pallborðs- umræður hefjast ki. 15.00, 21., 22. og 23. apríl. Kennsluhættir breytast í takt við allar aðrar breytingar í þjóðfélaginu. Leggja þarf áherslu á upplýsingaöflun og glæða áhuga á lestri góðra bóka. Með nútíma kennslu er leitast við að koma til móts við þarfir hvers einstaklings. Til þess er skólasafnið grundvallaratriði í starfi hvers grunnskóla. Pað þjónar nemendum og kennurum, stuðlar að fjölbreytt- ara námi og sjálfstæðum vinnu- brögðum einstaklingsins. Skólasafn- ið örvar hópvinnu nemenda og eykur möguleika þeirra til að miðla öðrum af sinni þekkingu. I grunnskólalögum segir að skóla- safnið eigi að vera eitt af meginhjálp- artækjum í skólastarfinu. Allir skólamenn og aðrir þeir sem áhuga hafa á „góðum skóla“ eru hvattir til áð taka þátt í þessari dagskrá í þeim tilgangi að byggja síðan upp gott skólastarf í Reykja- nesumdæmi. Undirstaðan -gottsúpusoð Gott soð er undirstaða góðrar súpu. Soð er góð aðferð til að nýta sér næringarefni úr afgöngum sem myndu ekki nýtast öðruvísi. Það er freistandi að nota blandara eða hraðsuðupott til að flýta fyrir sér þegar verið er að búa til soð, en reglulega gott súpusoð þarf að malla i nokkra klukkutíma við lágan hita til að ná vel bragðefnunum úr grænmetinu. Þegar búið er að sjóða soðið þarf að sía það og láta síðan standa í ísskáp eða á öðrum köldum stað yfir nótt til að hægt sé að veiða feitina ofan af ef einhver er. Frystið það sem ekki er notað strax, þar sem nýtt soð geymist ekki nema í 3-4 daga. Safnið líka saman öllu grænmetissoði sem til fellur þegar verið er að sjóða grænmeti og notið með þegar verið er að búa til soð. Súpusoð 1 lítri grænmetisafgangar 2 lítrar vatn og grænmetissoð 1 -2 tsk sjávarsalt Blandið öllum efnunum saman I stóran pott. Látið lok á pottinn og látið allt malla við lítinn hita í 1-2 klukkutíma Frönsk lauksúpa 2 msk matarolía 2 stórir laukar I þunnum sneiðum 1 msk heilhveiti 4 bollar gott grænmetissoð salt eftir smekk Útálát ristaðir brauðteningar rifinn ostur Hitiðstóran pott. Látið út í hann matarolíunaog laukinn og steikið hann við meðalhita þangað til hann er orðinn gulbrúnn. Bætið út í hveitinu og sjóðið með við lágan hita í um það bil 2 mínútur, hrærið stöðugt í á meðan. Bætiðsoðinu út í og látið malla í 5-10 mínútur. Kryddiðeftirsmekk með salti. Beriðfram heitt og meðlætið í sérskálum. Það má líka ausa súpunni upp í ofnfastar súpuskálar, setja síðan ristaða brauðsneið með rifnum osti í hverja skál og grilla í ofni þangað til osturinn er byrjaður að brúnast. Kartöflusúpa 4 bollar kartöflur, afhýddar í bitum 3 bollar laukur í sneiðum 1 msk sjávarsalt 2 lítrar vatn eða súpusoð Vi bolli þeytirjómi Látið grænmetið malla í söltuðu vatninu eða súpusoðinu þangað til það er orðið meyrt. Athugið að það þarf ekki að salta eins mikið ef notað er súpusoð. Hrærið rjómanum út í og berið strax fram með smurðu súrdeigsbrauði. Einföld blandarasúpa 4 bollar mjólk eða súpusoð 1 Vfe-2 bollar saxað nýtt eða frosið grænmeti 3 msk heilhveiti 3 msk matarolía salt og pipar eftir smekk Látið allt í blandara og blandið vel saman. Hellið í pott og látið suðuna koma hægt upp. Látið súpuna malla við lítinn hita í 5-10 mínútur og hrærið í öðru hverjuámeðan. Þaðerhægtað nota næstumþví hvaðagrænmeti eða grænmetisblöndu sem er í þessa súpu. Skreytið með kryddjurtum ef vill. adeins einn banki býóur ÐBAfJOOA REIKNING ^ SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Úr bókasafninu í Valhúsaskóla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.