Tíminn - 20.04.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.04.1986, Blaðsíða 7
Sunnudagur 20. apríl 1986 verið með öllu slæm í augum stjórn- arinnar, því að hún gaf í aðra hönd 451,9 milljónir króna - 100 milljón- um meira en reiknað var með í upphafi - og sneri það tapinu í gróða. Innflutningur á áfengi stórjókst þegar skömmtuninni var aflétt. í tveimur stærstu brugghúsunum í Danmörku - Carlsberg og Tuborg - var unnið á þrískiptum vöktum 24 tíma á sólarhring við að sinna eftir- spurn Grænlands, - þjóðar, sem ekki taldi fleiri en 33.735 fullorðna einstaklinga. Af öllum innflutningi til Grænlands, var bjór 67% sem aftur sýnir hvað bjórdrykkja er stór hluti af neysluvenjum Grænlend- inga. Árið 1982 var neysla hreins vín- anda samtals 680.640 lítrar og hafði þá aukist um 56% frá árinu áður. Það þýðir að hver Grænlendingur, 18 ára og eldri, drekkur að meðaltali 20,18 lítra af hreinum vínanda á ári - og að auki, hafi menn áhuga á níkótíni, reykir meðalgrænlending- urinn 4.059,8 sígarettur og 62,6 vindla á ári. Ef reiknað er með að 16% áfeng- isneyslunnar hafi átt sér stað á veitingastöðum, má reikna með að meðalneytandi hafi greitt um 72.000 íslenskar krónur á ári fyrir áfenga drykki. Samanlögð útgjöld til áfeng- iskaupa á Grænlandi, 1.936 milljón- ir, aflaði ríkissjóði 458,7 milljónir króna í tekjur. Þær, ásamt tekjum af sölu tóbaks, eru fimmti hlutur allra tekna grænlenska fjármálaráðuneyt- isins árið 1982. Ófriður eykst Að sjálfsögðu tók veislan stóran félagslegan toll. í höfuðborginni Nuuk eru barnaheimili og betrunar- stofnanir aftur fullsetin. Heimilis- ófriður hefur aukist um 100% síðan skömmtuninni var aflétt. Skemmd- arverk og kynferðisafbrot stórjukust (nauðganir urðu þrefalt fleiri en áður) og handtökur vegna ölvunar urðu 703 talsins í stað 502. Sjálfsmorð og tilraunir til sjálfs- morðs fækkaði töluvert á tímabil- inu 1978 til 1981, en tala þeirra árið 1982 flengdi Grænlandi upp listann í fyrsta sætið með hlutfallslega lang- flest sjálfsmorð í heiminum: 92,48 sjálfsmorð á hverja 100.000 menn. Miðað við Danmörku, eru þetta 3,43 sinnum fleiri, þó svo að Dan- mörk sé einnig mjög ofarlega á fyrrgreindum lista. Að hverfa frá skömmtunarkerfinu hafði þess vegna mikil áhrif á réttar- far í Grænlandi. Opnu betrunarhæl- unum var lokað, því að í öðrum mánuðinum frá frelsuninni voru 6 manns myrtir á aðeins tveimur vikum. Áfengið hefur þess vegna gert grænlensku stjórnina afhuga frjálslyndi í refsunarmálum, en áður höfðu meira að segja morðingjar og nauðgarar störf sem þeir sinntu á daginn, - höfðu hlutverki að gegna í þjóðfélaginu. Reyndar voru vinnu- veitendur ánægðir með það starfsfólk. Þeir mættu ekki undir áhrifum til vinnu og væru stundvísir. Ef drykkjuvandamál Grænlendinga væri ekki svona stórt, væri vissulega erfitt að finna föngunum verkefni - en aftur á móti má líta á það sem svo, að ef ekki væri drykkjuvanda- mál, væru fangarnir ekki svona margir, sem þyrftu að hafa eitthvað fyrir stafni. Fiskiðnaður hefur tapað um tíu til tólf milljónum á ári og stundum hefur þurft að fleygja þorski í tonna- tali, vegna ótrausts vinnuafls, því að ekki var hægt að fá fiskinn unninn og frystan. í framhaldi af aukinni sölu á áfengi, datt niður sala á klæðnaði, útvörpum og Ijósmynda- vörum og verslanir gátu ekki haldið starfsfólki. Þá var öldin önnur, er skömmtunin var við lýði. Aðeins tvö einangruð veiðisam- félög og eitt námufélag, sem einok- unarfyrirtæki rekur, hafa haldið í skömmtunina. Þar fá menn upp undir 50 áfengisstig á seðlana sína á mánuði, en tveir síðustu mánuðirnir árið 1984 urðu algerir bannmánuðir, eftir 9 svakaleg dauðsföll í beinu sambandi við áfengisneyslu. Ekki þótti þó rétt að láta grænlenska veiðimenn og námumenn ganga á þurri vél um jólin og var aftur opnað fyrir áfengissölu 22. desember. Aróður gegn vímu Heimastjórnin hóf áróðursherferð sína vorið 1982. Veggspjöld voru prentuð, barmmerki og póstkort. Mikill áróður var rekinn í dagblöð- um og tímaritum. Kvikmynd var gerð og sérstakt tímarit gefið út, með upplýsingum um skaðsemi áfengisnotkunar og settar upp töflur með siáandi tölum um dauðsföll, glæpi o.s.frv. o.s.frv. Fyrstu veggspjöldin sem gefin voru út voru til að hræða menn frá áfengisbölinu: Eitt spjaldið var mynd af karlmanni misþyrmandi konu sinni og bjórdolla í baksýn og texti sem sagði: „Bless veri stigin! En hvað með konuna og börnin?" (sjá mynd). Á annarri mynd stóð spurn- ingin: „Ferming: Þarf henni að ljúka á þennan hátt?" og sýnir mynd af börnum sem standa sorgmædd í forgrunni, en í bak má sjá svallveisiu foreldranna. Þriðja myndin sýnir dauðadrukkinn mann liggjandi í göt- unni og segir á þeirri mynd: „Ekki ég á útborgunardegi!“ Eins og svo oft með alvarleg atriði, snýr maðurinn þeim upp í grín og glens og eins varð með áróður Heimastjórnarinnar. Kráar- eigendur settu upp merkin sem á stóð: „í dag ætla ég ekki að drekka“ og höfðu sjálfir strikað vel yfir orðið ekki. Önnur árás stjórnarinnar í her- ferðinni höfðaði til ættjarðarástar- innar og stolts þjóðfélagsþegnanna: „Sýnum heiminunt að við getum sfjórnað eigin landi!“ Myndirnar voru einnig til að undirstrika fegurð landsins og kraftinn í grænlenskri menningu: hinn snjalli veiðimaður í húðkeipnum; eiginkonan iðna sem leggur selskinnið út til þerris; fjár- hirðir á hestbaki; kona sem saumar selskinnskó; fiskibátar að nóttu o.þ.u.I. 1 hinni nýju herferð var reynt að gera Grænlendinga meðvit- aðri um eigin kosti og sérstöðu þjóðar þeirra, sem nú er að glata uppruna sínum. Hin nýju slagorð eru: „Töpum ekki frelsinu vegna drykkju!" og „Skemmdu ekki fram- tíð þjóðar þinnar með drykkju?" Þrátt fyrir mikið átak og falleg veggspjöld - miðað við áfengis- neyslu og glæpatíðni - virðast áhrif þeirra engin. Með Norðurpólsfundinum hefur Grænland haft menningar - og fé- lagsleg skipti við nágrannaþjóðir sínar í vestri, Kanada og Alaska. Líklegast er kominn tími til, að íhuga margs konar aðferðir Kan- adamanna í baráttunni við Bakkus, sem hafa borið mikinn árangur mið- að við tilraunir Grænlendinga. Jafn- vel er kominn tími til að Grænland spyrji landa sína ráða í þjóðarat- kvæðagreiðslu eða einhverju slíku. Rannsóknir og kannanir Að hausti 1983 fór fram könnun í Nuuk, sem 5% af íbúum bæjarins (alls 510 manns) tóku þátt í. Aðeins 30% vildu halda óheftri áfengisverslun áfram, 70% vilduein- hvers konar takmörkun, 37% tóku skömmtun fram yfir ríkjandi kerfi og 33% vildu algjört bann. í könnun árið 1984, sem náði til alls landsins, kom í ljós, að 47% vildu skömmtunina aftur og 10% vildu bann. 57% mæla því með takmörkun á áfengissölu, en 35% vildu hafa hana ótakmarkaða. 6% voru óvissir og 2% höfðu allt aðrar hugmyndir. I miklum meirihluta þeirra er kjósa takmarkanir eru gamlir Græn- lendingar og þeir yngstu er hlotið hafa kjörgengi, fólk með litla mennt- un og þeir sem búa í smáum einangr- uðum samfélögum og hafa lítið sam- an við „borgarbúa" að sælda. Þ.e. þeir hópar sem yfirleitt eiga erfitt með að láta í sér heyra og koma skoðunum sínum á framfæri og þannig hafa áhrif á gang þjóðmála. Könnun sýndi, svo ekki verður um villst, að sú fullyrðing að skömmtunin hafi verið óvinsæl er byggð á fölskum forsendum. Al- menningur sýnir skömmtunarkerf- inu mikinn stuðning og vill að það verði tekið upp aftur. Vitnið Að lokum, eftir að hafa lesið alls kyns tölur og viðmiðanir, vegur APERSORTIIMfVIÉftPUT imigassap sequmissavaa? Tíminn 7 Sýnum heiminum að við getum stjórnað eigin landi. Fórnum ekki frelsinu fyrir áfengið! (heim: Alkohol Politik nr. 1. 1986) Ferming - þarf henni að Ijúka á þennan hátt? áður um vínveilingaleyfi og annað því skyldu voru samstundis aftur- kölluð og gerð ógild - nema reglur veiðimanna og námumannanna, en þeir fengu að halda skömmtuninni eftir sem áður. Giltu nú sömu áfengislög um land allt og alls staðar var knæpueigend- um gert að ljúka dyrum á sama tíma. Málpípur bæjarfélaga sumra hverra sættu sig þó ekki alls kostar við hinar nýju reglur og töldu að ákvörðunarrétturinn í áfengislögum ætti að vera hjá bæjarstjórninni, sem þekkti vandamál heimamanna best og gæti þess vegna betur tekist á við þau. Mál þessi voru hins vegar ekki tekin fyrir á þingi á Grænlandi í febrúar síðastliðnum, svo enn situr við sama keip. -Þj Bless veri stigin! En hvað með koir ' una og börnin? EIM KONFIRMATION behover den ende sádan ? kannski mest vitnisburður 8 ára drengs, sem skrifaði í skólanum ritgerð um „hlut áfengis í lífi hans“. „...Ég veit að áfengi er skaðlegt og ég veit að það er ekki hollt. Þess vegna vona ég, að dag einn á mínu æviskeiði verði hætt að selja það, - eða þá að foreldrar mínir gerist meðlimir í Bláa Krossinum (bind- indisfélag). Þegar maðurinn drekkur hlýtur það að vera til að upplifa eitthvað sérstakt, en líðan okkar er ekkert sérstök. Til dæmis verður barnið hrætt, þegar foreldrar þess drekka. Maður furðar sig á mörgu. Þegar mamma er til dæmis full hugsar maður „kannski deyr hún." Þannig líður rnér. Það er líka hræðilegt þegar þau rífast. Vakandi alla nótt- ina, get ekki sofnað því að þá er ég svo hræddur, leiður, græt, þannig líður mér. Það er þess vegna sem við líka reynum að segja stans!“ Miðstjórn Um haustið 1985 kom Grænland á miðstjórn hvað varðar áfengismál, þegar sett voru lög um að það yrði í höndum Heimastjórnarinnar að ákveða, á hvaða tímum dags krár og knæpur mættu afgreiða vín og hve- nær mætti fara fram sala. Öll lög sem bæjarstjórnir á Grænlandi höfðu sett

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.