Tíminn - 20.04.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.04.1986, Blaðsíða 8
8Tíminn Sunnudagur 20. apríl 1986 með skeið- klukkuna Bjarni Ingvarsson, vinnu- og skipulagssálfræðingur á skrifstofu sinni. Tímamynd: Sverrir víiheimsson Bjarni Ingvarsson, sálfræðingur, fjallar um vinnusálfræði á íslandi „Enginn maður er eyland,“ sagði skáldið. Menn þurfa að finna tilgang með því sem þeir hafa fyrir stafni. Maðurinn er haldinn sköpunarþrá sem verður að fá útrás og verður ekki fullnægt fyrr en í vel unnu lokaverki, þar sem hann sér afrakstur erfiðis síns. Þannig hefur þetta alltaf verið, - og mun líklega alltaf verða. En allt of algengt er það, að maðurinn velur sér starf sem ekki hentar honum, sem hann er óánægður með og skilar þess vegna ekki fullum afköstum. Allt of algengt er það, að fyrirtæki eru uppbyggð á þann hátt, að manninum, sem starfar þar, líður illa. Og allt of algengt er það, að einmitt vegna þessara galla í stjórnun og skipulagi, verði fyrirtæki fyrir miklum fjárhagslegum skakkaföllum, þrátt fyrir nægan markað og spár um velgengni. Hver er lausnin? Slíkum spurningum svarar vinnusálfræðin! Sálfræði í starfi P' INNUSÁLFRÆÐI crsérfag j innan sálfræðinnar. Hún fjallar um mannlega þáttinn á at- vinnumarkaðnum, fremur en að vinna við tölur og útreikninga eins og tölvufræðingar og viðskipta- fræðingar gera. Vinnusálfræðin byggist á ráðgjöf við starfsmannaval og ráðningar, stjórnun og skipulag, til að auka framleiðni, - sent síst vantar í íslensku þjóðfélagi nú á tfmum. Á íslandi eru nokkurráðgjafarfyr- irtæki, sem rekin eru eftir formerkj- um vinnusálfræðinnar og hafði blaðamaður Tfmans samband við einn af stofnendum hlutafélagsins Hagræðingar Bjarna Ingvarsson vinnu- og skipulagssálfræðing. á skrifstofu hans á Klapparstígnum. „Vinnusálfræði er í raun og veru gamalt fag, þó að ráðgjafarþjónust- ari eins og hún gerist í dag sé nýjung," hóf Bjarni mál sitt. „Þetta byrjaði eiginlega allt saman fyrir fyrri heimsstyrjöld, en þá vantaði fólk til hergagnaframleiðslu. Vinnu- sálfræðin kom til hjálpar við að velja fólk í stöður. Settar voru af stað miklar rannsóknir í breskum her- gagnaverksmiðjum, því að vankunn-' átta og - geta starfsmanna hafði oft hrikalegar afleiðingar í för nteð sér. Sprengjur sprungu inni í verksmiðj- unum og kom vinnusálfræðin þess vegna til af þörf. því að auka þyrfti framleiðni og koma í veg fyrir vinnu- slys, sem breska hergagnaframleiðsl- an mátti auðvitað ekki við og búa betur að starfsfólki sem bjó við mjög niikiö öryggisleysi. Vinnusálfræðin nær þannig yfir mjög vítt svið. Ég hélt námskeið í fyrravetur í Háskóla íslands, þar sem ég tæpti á flestu því sem Itenni við kemur, en vinnusálfræði nær í raun allt frá einstakiingnum í starfi upp í hvernig fyrirtækið er uppbyggt, - santa hvort um er að ræða verslun, þjónustufyrirtæki, iðnað, - hvað sent er.“ Er þá kennsla í vinnusálfræðinni sérstök, eða fellur liún inn í aðra sálfræðikennslu í HÍ? „Nei, sjáðu, - hér hefur engin kennsla farið fram í vinnusálfræði nema þessi kúrs sem ég hélt. Tii að nema vinnusálfræði sérstaklega þarf að halda utan til náms, eftir að hafa lokið BA prófi í almennri sálfræði frá háskólanum hér heinta. Þess vegna á þetta fag dálítið erfitt upp- dráttar hér á landi. Hún situr ennþá í íslendingum þessi gamla ímynd af vinnusálfræðingum, þar sem hann situr fyrir starfsfólki með skeið- klukku, til að finna út í hvaða deild minnstur tími hafi farið til spillis. Fólk og þá sérstaklega þeir sent reka fyrirtæki, hafa ekki enn þann dag í dag tekið við sér hvað vinnusálfræð- ina varðar og gera sér ekki grein fyrir, hvað hún getur komið fyrir- tækjum til hjálpar á margvíslegan hátt. Við íslendingar höfum alveg misst af þessari þróun og erum mjög langt á eftir í þessum greinunt sem vinnu- sálfræðin kemur inn á. Sem dæmi má nefna að fyrirtækjastjórnendur fá gæsahúð þegar minnst er á starfs- lýsingu við þá. Þeir álíta að starfslýs- ing hafi neikvæð áhrif, - verði vopn í höndum starfsmanna þeirra, sem myndu neita að vinna verkin, ef þau væru ekki tekin fram í starfslýsingu þeirra. Ekki hefur raunin sarnt orðið sú. Starfslýsing er í raun mjög sterkt stjórnunartæki og ef þú ætlar að meta starf, þarft þú að hafa ein- hverja viðmiðun, “ einhverja mæli- einingu á hvað sé vel unnið starf og hvað ekki. Starfslýsingin bindur eng-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.