Tíminn - 20.04.1986, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.04.1986, Blaðsíða 13
Sunnudagur 20. apríl 1986 Tíminn 13 Landamæri Luxemborgar liggja aö Þýskalandi, Frakklandi og Belgíu. Vegakerfi jsessara landa skila þér auðveldlega á áfangastað. Dyr að töfrum Evrópu Flug til Luxemborgar fram og til baka kostar frá kr. 13.350.* Þarbjóð- ast einnig bestu bílaleiguverð í Evrópu: Bfll í viku á aðeins kr. 61001* Evrópustrætó Flugleiða—flugleiðin Keflavík/Luxemborg - hefurferjað þúsundir íslendinga til Findel flugvallar. Sumir halda strax áfram ferðinni, aðrir dvelja lengur í Luxemborg. Þeir bera margt úr býtum. Hvort sem þú unnir fögrum listum, eða hefur lyst á góðum mat getur Luxemborg satt þig. Hér er gaman að njóta útivistar í skógivöxnu fjalllendi, skoða markverðastaði og lifa Ijúfu lífi á hótelum og gistihúsum. Hertogadæmið Luxemborg heilsar gestum sínum með hógværð og yndisþokka: Fagurgrænir akrar, þróttmikill trjágróður, vínviðurinn í hæðunum meðfram Mósel, lítið sveitaþorp í þröngu gljúfri, kyrrlátt mannlíf í skjóli kastala og kirkju. í Luxemborg kristallast menning tveggja þjóða. Landið hefur sérstöðu sem þú getur fært þér í nyt. Við bjóðum þér bestu bílaleiguverð í Evrópu! * Verð miðað við PEX fargjald eftir 1. aprll 1986, og bllaleigubll f B flokki. Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur Söluskrifstofan Lækjargötu sími 27477, Hótel Esju sími 685011, Álfabakka 10 sími 79500. Upplýsingasími: 25100 FLUGLEIDIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.