Tíminn - 20.04.1986, Síða 20

Tíminn - 20.04.1986, Síða 20
20 Tjminn Sunnudagur 20. apríl 1986 Sem Aida í Metropolitanóperunni 1961, þegar Bolshoi kom þangað i heimsókn. Ijómana,“ Söngkonan Vishnevskaya var prima- donna viö Bolshoi í tutt- ugu ár. Endur- minningar hennar varpa Ijósi á kynlega og kuldalega veröld 79j fj ; 'ýxiáÉji ífáfSfiÍ M;; Árið 1984 komu út á ensku endurminningar rússnesku söngkonunnar Galinu Vishnevskayju, konu hins heimsfræga sellósnillings Rostropovich. Hún fæddist í Kronstad árið 1926 og ólst upp við ótrúlega kröpp kjör, dóttir sígaunastúlku og drykkfellds bolsévika, sem í styrjaldarlok lenti í fangabúðum Stalíns og var ekki leystur úr haldi fyrr en á dögum Krúsjeffs. Hún lifði allan hrylling umsátursins um Leníngrad sem ung stúlka í síðari heimsstyrjöld, en tókst þrátt fyrir mótlæti sem mörgum myndi sýnast með fádæmum að berjast í gegn um söngnám á eigin kostnað í einkakennslu. Er hún varð hlutskörpust t hæfiieikakeppni Bolshoi óperunnar vorið 1952 hófst svo mikill frægðarferill. Hún hlaut æðstu heiðursnafnbætur sovéskra listamanna og öll þau forréttindi og vegtyllur sem þeim fylgja og umgekkst æðstu menn Kremlstjórnarinnar á dögum Bulganins. Sú sæla var þó á ýmsan hátt galli blandin og er til lengdar lét undu þessir merkilegu listamenn hlutskipti sínu í gullbúrinu ekki lengur og yfirgáfu Sovétríkin. Það var árið 1974. En hér segir frá kynnum Vishnevskayju af Bolshoi og þeim skyldum sem þeim er þar starfa eru á herðar lagðar við landsfeðurna. Hún kom að leikhúsinu á síðasta árinu sem Stalín lifði og segir hún nú frá samskiptum leikhúsfólks við þann harðlynda mann. Vishnevskaya ásamt manni sfnum Rostropovich (lengst t. vinstri), Shostakovich og David Oistrakh 1967.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.