Tíminn - 20.04.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.04.1986, Blaðsíða 9
Sunnudagur 20. apríl 1986 Tíminn 9 an niður í báða skó, heldur er hún sveigjanleg og gefur möguleika á að starfsmenn bæti sig. En þetta er bara einn þáttur. Þeir eru margir fleiri. Við íslendingar erum til dæmis lágir í framléiðni. Samt vinnum við langan vinnutíma, sem aftur héfur áhrif á heimilislíf og líðan einstaklingsins. Það er óneit- anlega rnikil santvirkni ntilli heimilis- ins og fyrirtækisins. Ef þér líður vel í vinnunni færir þú vellíðan heim til þín, - og öfugt. Vinnan er hluti af þroska persónunnar og ef eitthvað er að í vinnunni færist það yfir á heimilið. Ef hinsvegar allt er í sómanum líður einstaklingnunr ekki bara vel. heldur eykur hann afköstin og framleiðni fyrirtækisins verður meiri". Að hasla sér völl „Það eru náttúrlega alltaf fordónt- ar gagnvart því sem maður skilur ckki. En vinnusálfræðin er enginn svartigaldur. Gagnvart sálfræði hérna heima eru alltaf fordómar og myndin af sálfræðingnum er sú að hann komi með bekkinn með sér og sálgreini menn. En ég er enginn gegnumlýs- ari. Ég horfi ekki á fólk og segi því hvernig það sé. Vinnusálfræði byggir á allt öðrum forsendum. Hún er viðurkennd fræðigrein og sál- fræðingar notfæra sér bæði raunvís- indalegar og félagsvísindalegar að- ferðir. Viðhorf hér á landi eru samt að breytast að ég held. íslenskir stjórnendur í fyrirtækj- um eru yfirleitt vel menntað fólk og sjóndeildarhringurinn er sífellt að víkka, - ég held að sálfræði eigi eftir að hasla sér völl hérna frekar. Stjórnunarfélagið hefur einnig verið mjög virkt við að kynna ýmis- legt varðandi fyrirtækjastjórnun, fyrirkomulag, sölumennsku og ann- að slíkt og menn hafa orðið opnari fyrir nýjum lciðum. Námsefni Stjórnunarfélagsins byggir líka að miklu leyti á hugmyndum vinnusál- fræðinnar. Nú, - svo er töluvcröur áhugi á vinnusálfræði meðal námsfólks og margir sem hafa hugsað sér að leggja hana fyrir sig. Það er brýn þörf fyrir vinnusálfræði hér á landi að mínu mati, því að margt má bæta og gera betur. Öll ráðgjöf hér á Islandi er samt dýr eins og stendur, en með meiri samkeppni verður unnin bót á því. Það er kannski þess vegna sem fólk sér ekki kostina við að kaupa ráðgjöf, því maður sér ekki árangur fyrr en eftir nokkurn tíma.“ Hvernig tekst, í jafn fámennu landi og Islandi og að því er virðist fordóinafullu, að selja þjónustu, seni Hagræðing h.f. býður á hinuni al- menna vinnuniarkaði? „í flestum tilvikum hefur það vcrið þannig, að við höfum sent kynningarbréf til fyrirtækja, - viö höfuni reynt að koma okkur á fram- færi, verið með námskeið í fyrirtækj- um og annað slíkt. En, eins og ég segi, þetta er svolítið ruglaður markaður hér á þessu landi. Hann hefur þróast í allt aðra átt en erlendis. Hér finnst öllum sjálfsagt að fá ráðgjöf endur- skoðenda við bókhaldið, - en þörf á aðstoð við skipulagningu fyrirtækis- ins er ekki síður nauðsynleg." Óvönduð vinnubrögð „Hér hafa sprottið upp ýmis ráð- gjafarfyrirtæki, misgóð að sj álfsögðu og með mismunandi sérhæfingu. Verkfræðingar, lögfræðingar og viö- skiptafræðingar, sem kannski eru góðir í sínu fagi, hafa að miklu leyti farið inn á svið vinnusálfræðinnar, farið að fást við mannlegt atferli í fyrirtækjum og gefið vinnusálfræði- lcga ráðgjöf án þess að hafa hug- mynd um, hvað hún raunverulega snýst um. Ég vcit um alla vega tvö fyrirtæki seni hafa lent illilega í vandræðum vegna slíkrar ráðgjafar- þjónustu sem hvorki hefur veriö fugl né fiskur. Hér hafa undanfarið tíðk- ast óvönduð vinnubörgð, held ég að mér sé óhætt að fullyrða. Málið er að hér hefur verið krcppa og í kreppu kaupa menn ekki ráðgjöf frekar en listaverk. Og ef menn hafa lent í því að kaupa ráðgjöf sem svo nýtist þeim ekki á neinn hátt, verður það afhuga vinnusálfræðinni og fyll- ist fordómum. Þar að auki er ekki til neinn verðstaðall og getur munað allt upp í 100% á verði milli fyrir- tækja fyrir nákvæmlega sömu þjón- ustu. Suntir hafa gripið til þess ráðs, að fá ráðgjöf erlcndis frá. - en hafa þá ekki áttað sig á því, að þar ríkja allt aðrar reglur.“ Flugleiðir og British Airways Við getum til dæmis tekið fyrir- tækið Flugleiðir sem til er komið vegna samruna tveggja rótgróinna íslenskra fyrirtækja. Af þeim sökum gilda ekki sömu forsendur um það félag og eitthvert annað flugfélag úti í heimi. Samruninn hefur áhrif á fyrirtækið og valdastiga þess lengi fram eftir og maður þarf að taka tillit til þess í ráðgjöfinni um til dæmis stjórnunarfyrirkomulag. Það eru svo margir þættir sem spila inn í þetta. Annað dæmi er British Airways í Brctlandi. Það var gífurlega fjöllið- að fyrirtæki og þegar Lakers veitti þeim harða samkeppni, urðu þeir að fækka starfsmönnum. Þar sem Brit- ish Airways er ríkisfyrirtæki, réðu þeir til sín hóp af vinnusálfræðingum til að leysa vandann, svo að fyrirtæk- ið fengi ekki á sig þá neikvæðu rnynd sem oft fylgir, þegar fyrirtæki þarf að grisja í starfsmannahaldinu. Spurningin var hvernig yrði hag- kvæmast staðið að því uð sinna áfram viðskiptunum, með því að tapa scm minnstu og halda eftir lágmarksfjölda starfsliös. Til að losna viö að borga uppsagnarupp- bót, „redundance payment", fólst lausnin í því, að fólk var fært til innan fyrirtækisins, - ekki var ráðið í nýjar stöður utan lrá heldur innan frá. ef svo má að orði komast. Vinnu- sálfræðingarnir bjuggu til kerfi sem byggöi á því að cndurþjálfa starfs- fólkið og komu á einhvers konar sjálfshjálparskipulagi innan hverrar deildar. Þetta sparaði British Air- ways gífurlegar fjárhæðir og aðgerð- irnar komu áróðurslega vcl út. Fleiri dæmi um vinnusálfræði má nefna, - svo sem þegar maður hefur tekið að sér starf sem cr honurn ofviða veröur hann hundóánægður með það. Þá er það vinnusálfræð- ingsins að liðsinna honum, - finna honum eitthvað við hæfi og finna annan í hans staö, eða hvernig svo sem best er að lcysa úr málum hverju sinni." Ráðgjöf á íslandi yfirborðskennd „Ef við förum út í ráðgjöf sem slíka, sem er bara sérkafli út af fyrir sig innan vinnusálfræðinnar, þá má segja að hún sé frekar yfirborðs- kennd hérna heinta. Oftast er lítil áhersla lögð á að gera mönnum grein fyrir hvað breytingin til batn- aðar getur gengið erfiðlega fyrir sig. Ráðgjafinn lítur aðeins inn í fyrir- tækið, gerir úttekt og þykist sjá í Itendi sér hvcrju þurfi að breyta, - fyrir þetta borga inenn svo 3-400 þúsund. Skýrslan liggur svo oft í skúffunni mánuðum saman án þess að litið sé á hana og loks lendir luin í ruslafötunni, - kannski sem bctur ler. Það vantar aðstoö við að koma áætlunum í gagnið. Það er verið að fást viö mannlega þáttinn og það veröur ekki gert með handahófs- kenndum rannsóknum. Það er reyndar enn citt sviðið sem vinnusál- fræðin fæst við: hvers vegna bregst fólk svona við aðstoöinni? Viö í Hagræðingu gerum hinsveg- ar miklar kröfur til sjálfra okkar. Við bjóðurn upp á námskeið og ráðgjöf við hvernig rnegi aðlaga skipulag betur að þörfum lyrirtækis, hvernig bcst sé að skipuleggja starfs- mannahald, hvernig hægt sé að nýta sér starfsmannahaldið sem virkt stjórntæki, - hvernig í raun og veru er hægt að breyta atferli í fyrirtæki þannig að fáist meiri framleiðni. Hér hafa allir fengið sér tölvur og það lítur allt mjög vel út á yfirborð- inu, - en tölvan getur í raun ekki gert annað en sparað tíma við út- reikninga og látið menn vita á ör- skammri stundu hvað tapið er mikið. Hún bjargar engu, en vissulega spar- ar hún heilmikið . En á móti kemur, aö vegna óprúttinna kaupmanna fjárfesta fyrirtæki í óþarflega flókn- um tölvubúnaði. Þær leysa engan vanda, - því miður. En ég er enginn sérfræðingur í tölvumálum og get því enga ráðgjöf gefið í slíkum niálum. Ekki frekaren viðskiptafræðingur getur veitt ráð- gjöf á mínu sviði. Sumir gera það og eru þá að selja svikna vöru". -ÞJ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.