Tíminn - 20.04.1986, Blaðsíða 17

Tíminn - 20.04.1986, Blaðsíða 17
Sunnudagur 20. apríl 1986 Tíminn 17 Tyree við inælitæki sín, sem segja til um hvenær skuli vökva ug hve inikið vatn þurfi til. LÁTUM BLÓMIN Kanadískur vísindamaður spyr blómin ráða, hvernig megi koma í veg fyrir vatnsskort í náinni framtíð Þrátt fyrir að sú skoðun hafi rutt sér til rúms undanfarin ár, að plöntur og blóm taki fjörkipp, þegar talað er við þau, hefur íslensk blómaverslun auglýst söluvöru sína á þann hátt, „að láta blómin tala“. Undir þá kenningu íslenskra blómasala, hefur kanadíski líffræð- ingurinn, Melvin Tyree, rennt stoðum, því að á meðan menn hafa keppst við að spjalla og syngja fyrir blómin sín, hefur hann hlustað! Með því að breyta lítillega næm- um raftækjum, sem notuð eru til að finna galla í málmum, hefur Tyree tekist að hljóðrita hátíðnihljóð, sem plöntur gefa frá sér, þegar þær fá ekki nóg vatn. Þessi hljóð getur mannseyrað ómögulega numið, nema með tækjum kanadíska lif- fræðingsins. Tyree vinnur nú við að hanna tæki - örsmáa míkrófóna sem má koma fyrir á kornstrái - svo bændur geti áttað sig á hve mikið vatn uppskera þeirra krefst og hvenær eigi að vökva hana. MetnaðurTyrees liggur í því, að bjarga verðmætum vatns- birgðum jarðar með því að umbylta fyrri aðferðum við vökvun. „Aðgerða er þörf strax, til dæmis í ríkjum austur af Klettafjöllum í Bandaríkjunum,“ sagði Tyree, en þar er búist við algerum vatnsskorti innan 15 ára. Melvin Tyree vann áður sem próf- essor við Toronto háskóla í Kanada en vinnur nú að rannsóknum sínum í háskólanum í Vermont. Fréttir af fyrstu tilraunum hans með tækin, á ýmsum trjá- og plöntutegundum, bárust landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna til eyrna árið 1983. Edwin Fiscus, vísindamaður í land- búnaðardeild Fort Collins í Kólo- rado, Bandaríkj unum, þar sem hann vinnur að rannsóknum á kornupp- skerum, las um tilraunir Tyrees í háskólaritlingi og bauð honum um- svifalaust til sín til Koloradó. Saman komust þeir að því, með því að hlusta á plönturnar, að þeir gætu stöðvað vatnseyðslu við ofvökvun, - sérstaklega telja þeir það mikilvægt í sólríkum héruðum, en þar nota bændur nú tvöfalt eða þrefalt það vatnsmagn til vökvunar sem til þarf, að mati Myree. Vatnið rennur um stilka plöntunn- ar eftir mjóum æðum og þaðan, scgir Fiscus, kemur hátíðnivælið ef rakinn er ekki nægur. „Það er þetta væl í æðunum sem tæki Tyrees nemur.“ Tækin hljóðrita vælið og magna það upp 10.000 sinnum, svo það verði greinilegt mannlegu eyra. í janúar síðastliðnum úthlutaði Bandaríska ritið Tyree styrki sem nam $50.000 til að halda rannsókn- um sínum áfram fram í júlímánuð. Ef niðurstöður verða viðurkenndar og lofa hagnaði, áætlar Tyree að smíða tilraunatæki til stórtækra til- rauna á ökrum úti, -svo og mælitæki sem sýnt geti bændum hvenær sé best að vökva og hve mikið til þurfi. „Þetta gæti orðið til þess, að bjarga vatnsbirgðum Ameríku," sagði Tyree að lokum. „Við eigum ekki til ótakmarkaðar vatnsbirgðir." GULLIBETRI ítalskir fótboltakarlar ókyrrast: Umsjón: Þórmundur Bergsson, Heimir Bergsson: Verður áfram lokað Engin áform eru uppi á Ítalíu um aö aflétt veröi banni við kaupum á erlendum knattspyrnumönnum Nú er gripin um sig hálfgerð örvænting í herbúðum margra 1. deildarliða á Ítalíu vegna þess að heyrst hefur að bann við kaupum á erlendum leikmönnum verði áfram í gildi eftir HM í Mexíkó. Eins og kunnugt er þá setti ítalska knattspyrnusambandið bann á verslun á erlendum leikmönnum fyrir tveimur árum svo landsliðið gæti undirbúið sig af kostgæfni fyrir HM. Rétt áður en bannið tók gildi þá keyptu ítölsku liðin alla þá leikmenn sem þeim tókst að festa sér og þessir leikmenn sem enn spila á Ítalíu eru nú taldir „innfæddir" og því er slegist um þá þessa dagana enda renna samningar þeirra flestra út með vorinu. Knattspyrnusambandið hefur ekkert gefið út um það hvort bann- inu verði aflétt. „Eins og er þá er bann við kaupum á erlendum leik- mönnum og ekkert hefur verið rætt um að aflétta því,“ sagði einn af forráðamönnum knattspyrnusam- bands Ítalíu fyrir stuttu. Preben Elkjær ætlar liklegast vera áfram hjá Verona. að Sautján ieikmenn, þar af tíu erlendir, eru með lausa samninga í vor. Þar að auki losnaði einn þeirra undan samningi um daginn til að spila í heimalandi sínu. Það er Graeme Souness sem spilaði með Sampdoria. Sá sem virðist líklegast- ur til að fylla skarð hans er Brassinn Toninho Cerezo hjá Roma. Samn- ingur hans við Roma er útrunninn og ekki líklegt að hann verði endur- nýjaður. Hinsvegar er Cerezo dýr og ekki víst að samningar náist þó margt bendi til þess. Roma hefur verið að gera hosur sínar grænar fyrir Dananum Klaus Berggreen sem nú spilar með Pisa og mun hann eiga að spila við hliðina á Boniek hinum pólska sem enn á tvö ár eftir af sínum samning. Þá hafa Roma-menn einnig átt við Preben Elkjær hjá Verona en hann mun sennilega skrifa undir nýjan samning við Verona. Fiorentina hefur pláss fyrir tvo erlenda leikmenn - en hvert lið má aðeins hafa tvo erlenda leikmenn í sínum herbúðum - eftir að Daniel Passarella fór til Inter Mílanó. Fior- entina hefur áhuga á Hollendingnum Willem Kieft sem spilar með Pisa og Englendingnum Paul Rideout sem spilar með Bari. Rideout og landi hans Gordon Cowans hafa báðir spilað með Bari í vetur og gerðu á sínum tíma tveggja ára samning við félagið. Bari er hinsvegar á leið í 2. deild og þá rennur samningurinn sjálfkrafa út. Hvað Cowans gerir er ekki alveg vitað en hann hefur lýst yfir vilja sínum til að vera á Ítalíu áfram svo framarlega sem ekki komi freistandi tilboð frá Englandi. Inter Mílanó mun ekki ætla að endurnýja samning sinn við Liam Brady og undirstrika kaupin á Daniel Passarella frá Fiorentina það. Þar að auki er Rummenigge áfram hjá félaginu svo ekki verður um 1 meiri aukningu á þeim bæ. Hvað Brady gerir er ekki víst en hann mun vera spenntur fyrir að fara aftur til Englands og spila þar. Efsta liðið í deildinni (þegar þetta er skrifað) Juventus þarf ekki að hafa áhyggjur af kaupum á erlendum stjörnum. Platini endurnýjaði samn- ing sinn við liðið fyrir stuttu og Daninn Laudrup er aðeins búinn með eitt af tveimur árum á sínum samning. Hinsvegar vantar Juventus þjálfara þar sem Trapattoni hefur ákveðið að hætta eftir þetta tímabil. Hann hefur verið við stjórnvölinn hjá iiðinu í 10 ár. Áhangendur Napólí munu fá að fylgjast með goðinu Maradona í a.m.k. eitt ár enn en ekki er vitað hvort landi hans Daniel Bertoni verði áfram en hans samningur renn- ur út í sumar. Mark Hateley og Ray Wilkins verða áfram hjá AC Mílanó sem hefur fest kaup á nokkrum heima- mönnum til að aðstoða þá á næsta' keppnistímabili. Landsliðsþjálfari ítala, Enzo Be- arzot, hefur farið þess á leit við Knattspyrnusambandið að það stöðvi öll viðskipti með leikmenn fram yfir HM svo hann geti verið í algeru næði með sína menn fram að því. Þeir hafa líka heimsmeistaratitil að verja svo ekkert má truflajtá. Ef hinsvegar markaðurinn verður opnaður aftur strax eftir HM er ekki gott að segja hvað gerist. Enzo Bearzot landsliðsþjálfari ítala. Hann vill frystingu til að geta undir- búið sjálfa heimsmeistarana fyrir HM í Mexíkó. Graeme Souness er nú á förum frá kvæmdastjóri í Skotlandi. Sampdoria til að gerast fram-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.