Tíminn - 20.04.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.04.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn Sunnudagur 20. apríl 1986 NDRIÐI G. Þorsteinsson varð sextugur í gærdag. Hann var einn þekktasti og atkvæðamesti blaðamaður landsins um langt árabil og þótt hann sé ekki lengur innanhússmaður á dagblaði er hann eftir sem áður einn skarpasti athugandi og gagnrýnandi vor í þeirri umræðu sem á sér stað um málefni líðandi stundar í fjölmiðlum. Hann fyllir örfámennan hóp þeirra sem eru dálkahöfundar af Guðs náð, - umdeildur, en alltaf nýr og með aðra sýn á hlutina en þá sem þægilegust kann að vera það og það skiptið. Þegar sannfæring hans er annars vegar á hann engan ótta til og mikið mættum við eiga fleiri slíka. Indriði var ritstjóri Tímans um árabil og undir hans stjórn er ekki á neinn hallað þótt sagt sé að þá hafi vegur blaðsins verið hvað mestur á ferli þess. Þegar við fengum hann til að rabba við okkur var því ekki óeðlilegt að við heldum okkur við blaðamanninn Indriða G., en geymdum okkur t.d. rithöfundinn og kvikmyndafrömuðinn. í blaðaviðtali verða menn að ætla sér af. Það eru þrjátíu ár frá því að Indriði hóf blaðamannsferil sinn og við spyrjum hvernig sá fjölmiðla heimur hafi verið sem hann kom inn í árið 1950. „Þegar ég byrjaði á Tímanum var hann nú ekki fyrir löngu orðinn dagblað, en Morgunblaðið búið að hafa langt forskot, sem útbreidd- asta blað í landinu. Stundum er eins og það þurfi að vera á undan þróuninni, til þess að ná góðum tökum á þeim hlutum sem menn eru með og forskot Morgunblaðs- ins var allt of langt til þess að önnur blöð gætu farið í raunverulega samkeppni við þá, bæði vegna stærðarinnar og hins að Morgun- blaðið naut mikils magns auglýs- inga, eins og það gerir enn. Það er auðvitað úrslitaatriði til þess að geta gert ýmsa hluti, fengið betra starfsfólk og menn til þess að skrifa í blaðið og geta borgað þeim fyrir það. Svo er það annað svið, þar sem Morgunblaðið hefur alltaf haft nokkra yfirburði, og það er að þegar eitthvað mikið er að gerast, tekst því vegna aðstöðu, fjármuna og líka greindrar og góðrar rit- stjórnar að verða einhvers konar stofnun. Þeir geta þá hafið sig upp fyrir það að vera aðeins blað. Þetta lengir ómælt lífið í yfirburðunum. En þarna var Tíminn nýlega orðinn dagblað og hafði auðvitað mikinn áhuga á því að ná einhverri fótfestu. Þetta kostaði okkur meiri fyrirhöfn en segja má að eðlilegt sé. Við lögðum mikið upp úr því að vera gott fréttablað og lögðum um tíma mikla áherslu á lands- byggðina, enda áttum við þar góða stuðningsmenn. En þó er það nú svo að fréttir þykja manni því betri sem þær eru af skrýtilegri hlutum og í fámennisbyggðarlögum úti á landsbyggðinni veigra meira að segja góðir fréttaritarar við að segja manni af hlutum sem eru gott efni í blað vegna fámennis byggð- arinnar. Þetta skildi maður þótt •manni sárnaði það nú stundum. En meðal ágætra fréttaritara okkar man ég eftir Guðmundi Sveinssyni, netagerðarmanni á ísa- Rætt við Indriða G. Þorsteinsson sextugan um blöð og blaðamenn fyrr og nú firði og Guttormi Óskarssyni á Sauðárkróki. Þótt hann hefði kannski mestan áhuga á félagsmál- um, þá laumaði hann oft til okkar góðum hlutum. Á Austurlandi átt- um við líka góða fréttaritara og svo man ég eftir honum Jóni Gíslasyni í Norður-Hjáleigu. Hann þótti mér með myndarlegustu bændum og ásamt Þorsteini Sigurðssyni á Vatnsleysu fannst mér hann vera andlit bændastéttarinnar. Þetta voru svo stórkostlega myndarlegir menn. Jón Gíslason var á þingi um tíma og ég sá eftir honum þaðan, því hann var svo fjári góður, hvar sem hann var. Ég kom þarna inn á blaðið sem stráklingur, svolítið farinn að skrifa og það var eiginlega Andrés Kristjánsson sem átti þátt í því að ég byrjaði við Tímann. Ég eignað- ist fljótlega ágætan vin í Hermanni Jónassyni og kannski var það vegna þess að við vorum báðir Skagfirð- ingar, en hann lét mig oft heyra það. Þetta var svolítið öðru vísi þá en nú, því í þá daga voru þeir oft uppi á blaði Eysteinn og Hermann, og forystan hafði mikið.meira sam- band við blaðið. Forystan þá var eiginlega flokkurinn og blaðið og þetta gekk einhvernveginn meira saman þá. Já, það var oft gaman þarna. Þarna var Guðni Þórðarson blaða- maður og hann var í miklu áliti, en hann kom fyrst inn sem ljósmynd- ari. Þá var það spennandi og ný- næmi að hafa sem mest af myndum og Guðni, sem var lipur penni, gerði ágæta hluti á því sviði. Ég man að hann fór upp á Akranes og kom aftur með heila opnu með myndum af uppskurði. Þetta þótti alveg sérstakt þá. Svo gerði hann geysi skemmtilega grein um það þegar hann fór með einhverri refa- skyttu vestur á Miðnesheiði á greni, grein með stórum myndum og góðum texta. Slíkt var alveg sérstakt þá, því blöðin höfðu verið til þess að skrifa í þau um þjóðmál og láta ljós sitt skína t.d. um þjóðernismál. Það var arfurinn frá 1944 og menn eins og Jónas Jóns- son fylltu blaðið af svona efni. En með dagblaðinu kom upp þörfin fyrir efni eins og það sem Guðni skrifaði. Við vorum þarna fimm, Andrés og Jón Helgason, sem voru mjög pennafærir og Þórarinn Þór- arinsson í leiðurunum og útlenda yfirlitinu og svo við Guðni. Mér er minnisstætt frá þess- um dögum hvað menn stóðu lengi í prehtsmiðju. Það varekkert „lay- out“, heldur var bara farið í prentsmiðjuna og brotið um með umbrotsmanninum. Ég man að það þurfti alltaf að gæta þess að hafa einhverja eindálka, eins og við kölluðum það, svo hægt væri að loka blaðinu. Án þeirra gátu orðið mestu vandræði við að loka síðun- um. Já, það varýmissvonabarátta, sem er alveg úr sögunni núna. Mér heyrist á þér að það liafi verið fleiri „húmanistar" í blaða- mannastétt hér fyrrum. „Já, ég held að það sé rétt. Blaðamenn, þegar ég var að byrja, voru fyrst og fremst miklir „húm- anistar". Sumir höfðu verið að skrifa sögur, smásögur, og voru orðnir dálítið þjálfaðir í framsetn- ingu. Svo voru þpir sem var ritlistin meðfædd, eins og Andrés Krist- jánsson og Jón Helgason. Þess vegna leit ég eiginlega á það sem móðgun þegar það komu upp radd- ir í Blaðamannafélaginu að menn gætu ekki farið á blað nema vera stúdentsmenntaðir. Mér fannst þetta helv... fásinna og vond yfir- lýsing gagnvart þeim sem höfðu verið blaðamenn og varla komið nálægt nokkrum skóla. T.d. Guðni var sáralítið menntaður og ég ekk- ert menntaður. Andrés var að vísu kennaramenntaður og Jón og Þór- arinn úr Samvinnuskólanum, held ég. En þetta voru allt menn sem skrifuðu ljómandi góðan texta. Hitt er aftur á móti rétt að eftir því sem blaðamönnum fjölgar og tekn- ir eru inn hópar af mönnum, þá gildir sjálfsagt ekkert nema próf- gráður. Þegar ég var tekinn inn býst ég við að þeir hafi séð mig svona á „langsigt" og hugsað sem svo að kannski væri allt í lagi með þennan dreng og hann mundi geta skrifað íslensku. En stúdentar skrifa ekkert betur en við sem vorum að basla við þetta í gamla daga. Það er nefni- lega svo í blaðamennsku að manni finnst að menn geti bara orðið blaðamenn af reynslunni og starf- inu, án einhvers utanaðkomandi náms. Blaðamannaskólar gera ekki blaðamann úr þeim sem ekki er lagaður til starfsins. Ég réði stundum stráka sem höfðu áhuga á blaðamennsku og hugsaði sem svo að áhuginn gæti gert úr mönnum blaðamenn, en oft dugði það nú ekki. Já, blaðamenn á þessum tíma. Þetta var fagurt lið. En svo við sleppum „menntunar- leysinu“ þá var þetta lið sem ekki þekkti vinnutímatakmarkanir. Það var ekki talað um neina eftirvinnu, heldur var bara unnið, til þess að koma þessum ákveðnu hlutum í sitt eigið blað. Ég man eftir honum Andrési Kristjánssyni fyrir kosn- ingar, en þær mæddu mjög^ á honum. Hann lagði nótt við dag, án þess að það sæi á honum. Hann var alveg magnaður.“ Var þjóðmálaumræða þcssara ára á „plani“ ólíku því sem er núna?“ „Þjóðmálaumræðan á þeim tíma þegar ég byrjaði á Tímanum var á „plani“ sem var mikið æsinga- lausara en er í dag, þ.e.a.s. að menn virtu hver annan. Þingmenn nutu mikið meiri virðingar og við á blöðunum vorum ekkert að draga úr því. Við töldum að þegar búið var að kjósa mann á þing, - hvers konar leppalúði sem hann hafði verið áður, - þá yrði bæði hann og aðrir að hjálpa honum við að rísa undir því að vera þingmaður. Það var ekki eins og núna þegar alltaf er verið að reyna að rífa gat á menn. Þá fylgdu þingmennskunni ákveðinn virðuleiki og ákveðin fjarlægð og menn sluppu með heilu skinni út úr sinni þingmennsku. Á þessu er misbrestur núna og ég býst við að fjölmiðlar eigi sína sök á því. Þingmennska er ekki skrípa- leikur. Það er verið að reyna að stjórna þessu landi og þingmenn verða með einhverjum hætti að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.