Tíminn - 20.04.1986, Blaðsíða 21

Tíminn - 20.04.1986, Blaðsíða 21
Sunnudagur 20. apríl 1986 Tíminn 21 STALÍN vakti persónu- lega yfir Bolshoi ieikhúsinu. Oftast kom hann að sj á rússneskar óperur og þá voru bestu söngvararnir alltaf settir inn, t.d. þegar flutt var Prince Igor, Sadko, Khovanshchina, Boris Godunov eða Spaðadrottningin. Pessi verk eru skrautfjaðrir leikhúss- ins og fram til þessa dags hefur ekki minnsta smáatriði verið breytt í upp- færslunni. Á Stalínstímanum reyndi hver einasti söngvari að koma fram, hvernig svo sem ástatt var með heilsu hans, hefði nafn hans birst í pró- gramminu. Ekki aðeins listarinnar vegna, heldur vegna þess að hann varð að gæta þess að skuggi félli ekki á nafn hans. Allir vonuðu að mega syngja fyrir Stalín og Stalín gerði líka sitthvað fyrir Bolshoi. Hann ákvað sjálfur há laun listamannanna, veitti þeim ríkulega margvíslegar nafnbætur og afhenti þeim Stalín- verðlaunin eigin hendi. Fyrsta veturinn minn hjá Bolshoi kom Stalín nokkrum sinnum í leikhúsið og ég minnist spennunnar og skelfingarinnar, sem þá greip um sig. Koma hans var tilkynnt fyrir- fram. Alla nóttina fyrir sýninguna voru lífverðir á ferð og flugi um hús- ið og snuðruðu í hverjum krók og kima. Þeir sem ekki áttu að taka þátt í sýningunni fengu ekki að koma inn í húsið. Þátttakendur fengu sérstaka passa og á síðustu stundu gat það gerst að fræguni söngvara væri vísað úr hlutverkinu og annar settur inn, - allt samkvæmt duttlungum leiðtog- ans. Enginn vogaði sér að bera fram andmæli. Allir vildu geðjast honum og vonuðu ef til vill að hagnast á niðurlægingu annars. Þessi þrælsótti var við lýði langt fram yfir daga Stalíns. Stalín sat alltaf í stúku A, sem hulin var tjaldi, þannig að áhorfendur sáu hann ekki. Enginn nema lífvarðaskarinn, klæddur borgaralegum fötum og nötrandi söngvararnir vissu að þarna sat „hannsjálfur“. Enn ídageralmenn- ingi bannað að aka í bíl að leikhús- dyrunum, þegar æðstu flokksfor- ingjarnir koma á sýningu. Hundruð KGB manna umkringja húsið og listamennirnir eru án afláts rukkaðir um aðgönguskilríkin. Þegar ég var við Bolshoi þurfti ég að framvísa passanum í síðasta sinn eftir að ég hafði verið sminkuð og klædd leik- búningum, væru flokksoddarnir við- staddir. Þetta olli sumum dansar- anna erfiðleikum, því þeir voru nærri naktir og vissu ekki hvar þeir áttu að koma passanum fyrir. Þeir urðu að bregða á það ráð að festa hann við fót sér. eins og merki í sundlaug! Eftirlætissöngvarar Eftirlætissöngkonur Stalíns um þetta leyti voru sópransöngkonan Shpiller og messosöngkonan Davy- dova. Báðar voru fallegar konur og stæðilegar og Stalín lét þær jafnan koma og syngja í veislum sínurn. Hann hafði unun af að hreykja sér föðurlega gagnvart þessum gáfuðu listamönnum. En fyrir alla þá greiða sem þær þáðu af honum urðu þær að afbera illkvittni hans. Eitt sinn var það í veislu í Kreml, þar sem þær voru báðar komnar að syngja, að Stalín benti á Sphiller og æpti að Da- vidovu, svo hver maður mátti heyra. „Þú ættir að læra að syngja af henni þessari! Ekki er ósennilegt að „litli pabbi" hafi stytt líf Davydovu um nokkur ár með þessari „smekklegu" athugasemd. Hinn frægi hljómsveitarstjóri, Samuil Samosud, sagði seinna frá einu atviki er hann var að stjórna á sýningu og allir flokksliöfðingjarnir voru mættir. I hléinu var hann boð- aður í stúku Stalíns, sem kom um- svifalaust að erindinu: „Félagi Sam- osud. Einhvern veginn finnst mér vanta .... mollhljómana t' sýning- una.“ Samosud varð orðfall og hann vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið. Var landsfaðirinn að grínast? En allir meðlimir Polytburo kinkuðu kolli al- varlegir. „Já, þú ættir að athuga þetta með mollhljómana." Þarna voru þó viðstaddir menn eins og Mo- lotov, sem auðvitað vissi að þeir voru að gera sig að fíflum. Loks áttaði Samosud sig og sagði: „Einmitt, félagi Stalín. Þakka þér fyrir athugasemdina. Það skal ekki bregðast að við hyggjum að þessu.“ En endalok ógnvaldsins voru skammt undan og sfðasta sýningin scm hann sótti var Spaðadrottning Tchaikovsky. Pyotr Selivanov söng hlutverk Eletsky. Þegar hann kom fram á sviðið í öðrum þætti og átti að syngja hina frægu aríu sína þar, sá hann Stalín sitja í stúku sinni. Honum varð svo hverft við, - þótt hann hefði áður vitað um nærveru hans, - að hann missti röddina. Hljómsveitin lék upphafstónana og Selivanov gat rétt mælt fram orðin, án þess að syngja. Þannig fór hann með alla aríuna og enginn getur gert sér lt'ðan hans í hugarlund. Merki- legt að hann skyldi koma lifandi nið- ur af sviðinu. Allir stirðnuðu af skelf- ingu. I hléinu sendi Stalín eftir Ani- simov, leikhússtjóra og spurði hver hefði sungið hlutverk Eletsky prins. „Selivanov, félagi Stalín." „Hvaða titil hefur hann?“ „Alþýðulistamaður Rússlands...“ Stalín þagði, en sagði svo: „Vesa- lings Rússland!" Hann hló. Hann gerði bara grín að þessu! Ljómandi af gleði hljóp Anisimov út úr stúkunni og daginn eftir hafði brandarinn flogið um alla Moskvu. Söngvarar Bolshoi voru fullir af ást og þakklæti til leiðtogans. Hann hefði getað rekið misyndismanninn burt frá leikhúsinu, - en þess í stað hafði hann sýnt náð. Stjórnarveislur Ekki var ég fyrr ráðin til Bolshoi en ég var látin mæta í alls lags mót- tökur hjá Menningarmálaráðuneyt- inu. Þær voru oftast haldnar á veit- ingastaðnum Metropol, en þær virðulegustu voru í Kreml í St. Georgs salnum. Það þótti sérlegur heiður að vera beðinn að koma þangað, og okkur var ekið á vettvang í fylgd lífvarða. Stundum urðum við aðbíða í nokkrarklukkustundireftir að við kæmum frant. Taugarnar voru þandar til hins ýtrasta og maður átti von á að röddin brysti við álagið... Hjá manni biðu stjörnur listarinnar á borð við Ivan Kozlovsky, Mark Reizen, Maxin Mikhailov, Mayu Plisetskayu og David Oistrakh. Skelfilegast var að koma fram í lok veislunnar. Salurinn var þá troðfull- ur af fólki og við langborð framan við sviðið voru æðstu stjórnarforkólf- arnir, þegar vel „undir áhrifum" og einsogsoðnirhumraríframan. Ein- hver kallaði eitthvað til þess við hlið- ina og annar glápti á mann fljótandi augum.... Þarna stóðum við svo full af skömmustu og auðmýkingartil- finningu að okkur fannst við vera að leka niður í gólfið. Fólk drakk og kjamsaði og sneri í mann baki. Glamrið í diskum, hnífapörum og glösum barst gegn um reykjasvæl- una. í þessari ofvöxnu svínastíu var manni ætlað að skemmta þessum samsöfnuði eins og ambátt. Það átti að heita hinn mesti heiður að vera kallaður að borðinu til þess að skólpa niður nokkrum koníaksglös- um. Eftir eitt slíkt kvöld gengu gróf- heitin og ruddabragurinn svo fram af mér að ég missti stjórn á mér baksviðs. Fjöllistamaður sem hafði komið fram á undan mér fölnaði upp og leiddi mig út í horn, svo lífverð- irnir sæju ekki viðbrögð mín. Það varð mér til bjargar. Árum síðar þegar ég hafði sest að í París barst mér í hendur blað Bols- hoileikhússins, þar sem söngvararnir Evgeny Nestrenko og Elena Obrazt- sova svöruðu spurningunni: „Hvað hafði mest áhrif á þig af arburðum þessa árs?“ Bæði svöruðu þau: „Það mikla lán aðfá aðsyngja til heiðurs Leonid Breshnev á sjötugsafmæli hans í veislunni.“ (!) Á afmæli Bulganins Eftir að söngkonan var nýgift Ros- tropovich varð hún fyrir þeirri undarlegu reynslu að sjálfur forsætisráðherra Ráðstjórnarríkj- anna, Nikolai Alexandrovich Bulg- anin, tók aðstíga í vænginn við hana. Hún lýsir því hér er hún síðla kvölds fékk skipun um að mæta í afmælis- veislu hans í sumarhúsi hans (dacha) utan við Moskvu: Menningarmálaráðherrann hringdi til mín sjálfur. „Galina Pavl- ovna, við höfum leitað að þér í allan dag. í dag er afmælisdagur Bulgan- ins. Það verður móttaka i „döch- unni“ hans í kvöld og hann biður þig persónulega um dálítinn konsert. Það sækir þig bíll eftir hálftíma.“ Ég hafði varla ráðrúm til þess að búa mig. „Dachan" var í Zhavoronki við veginn til Nikolina Gora og móttak- an var í tilefni af sextugsafmæli hans. Þó á orðið „móttaka" varla við hér, því þetta var drykkjusvall upp á góð- an og gildan rússneskan móð og þeg- ar mig bar að var það í fullum gangi. Mín hafði verið beðið og Serov sjálfur, yfirmaður KGB (hann stjórnaði aftökum hershöfðingjanna 1937 eigin hendi) beið utan dyra. Ég var í hasti leidd inn fyrir og kynnt fyr- ir þessum virðulegu mönnum. Af- mælisdrengurinn leiddi mig brosandi til sætis og það var nóg um augnagot- ur, þar sem allir vissu um dálæti hans á mér. Ég sat þarna við hliðina á Krústjoff. Hér var mikið mektarmanna samankomið - meðlimir Polytburo og fjölskyldur þeirra og nokkrir mar- skálkar, þar á meðal Zhukov, sem Stalín hafði sent í útlegð eftir stríðið. Ég þekkti þá alla af myndum frá því erégvarbarn. Kynlegt varaðsjáþá hér alla saman við borð hlaðið mat- föngum og flöskum. Þeir töluðu hátt og valdmannslega og drukku fast. Mikil spenna var í loftinu, eins og þeir væru foringjar í úlfahópi og þyrðu ekki að láta sjá á sér nein veik- leikamerki. Þetta var þá „heiti og hjarta flokksins". Aðeins vantaði Stalín, sem Iá hjá Lenin í grafhýsinu og Bería, sem nýlega hafði verið skotinn. Ég virti þá fyrir mér. Andlitin voru slöpp og gróf, radd- irnar hrjúfar og framkoman ófáguð. Yfir skvaldrið heyrðist hrá raust Kaganovich, sem var með sterkum gyðinglegum hreim. Meira að segja hér gullu slagorðin við hverja skál: „Dýrð sé Kommúnistaflokknum!“, „Lengi lifi Sovétríkin! “ Viðurstyggi- legt var að horfa á fleðulætin í kring um Búlganin er menn flöðruðu upp um hann og kölluðu hann „hugsuð « vorn“ o.s.frv., þarsem þeir héldu að honum lt'kaði þetta. Konurnar voru lágvaxnar og þybbnar og höfðu sig flestar í lág- inni. Þeim var órótt. Augljóslega vildu þær komast heim í ríki sitt heima fyrir. Engin var snyrtilega klædd eða hafði farið í hárgreiðslu. Öll fágun var hér víðsfjarri. Ég hefði enga þeirra þekkt aftur þótt ég hefði hitt þær á götu. Bændur þeirra sýndu sig aldrei með þeim opinberlega. Alls staðar að gall við það sama: „Nikita, manstu hér um árið...“ „Manstu hvernig eftir 1930...“ Sú framasta af konunum, - klunnaleg og skrækróma, - gall við og hrópaði milli borða: „Manstu Kolya (þ.e. Bulganin), þegar þú komst heim til okkar í Turkestan sem ungur liðsforingi? Þá sagði ég við Lazar: „Mikið er hann rnyndar- legur.." Þetta var kona Kaganovich. ...eða hvað þú gáfaður. Þú varst alltaf sér á parti hjá okkur. Þú varst okkar stolt." Frá hinum borðendanum gjamm- aði hinn hálfheyrnarlausi og tann- lausi Vorishilov: „Manstu hvað þú varst ári reffilegur í riddaraliðinu?" Þá datt mér það skyndilega í hug að sumar þeirra kvenna sent hér sátu steinþöglar - konur leiðtoganna, - höfðu setið árum saman í fangabúð- uin Stalíns. En menn þeirra? Þeir höfðu gengið lausir, eftir að hafa framselt þær ógnarstjórninni, sjálf- um sér til bjargar. Þessar gufur höfðu ekki þorað að verja þær, - en nú sátu þær að nýju við borð þeirra að Stalín dauðum. KonurMolotovs, Kalinin, Budenny, Andreyevs og Poskrebyshevs og konur marskálk- anna höfðu verið handteknar sem Zionistar. Enginn gat vitað hvað þær hugs- uðu. Bulganin. Hann sté i vænginn við söngkonuna, -og það þurfti sterk bein til að segja „nei takk“ Með Maríu Callas i listamanna- heimsókn til Parísar 1967. Þegar listakonunni var veitt nafnbótin Alþýðulistamaður Ráðstjórnarríkjanna 1966 tók hún við þeim úr hendi Podgorny forseta, sem hér er fyrir miðju. Sjálf er hún fjórða frá hægri og situr við hliðina á Shostakovich.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.