Tíminn - 20.04.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.04.1986, Blaðsíða 5
Sunnudagur 20. apríl 1986 Tíminn 5 Texti: Þór Jónsson ur þú ekki að öllum þeim Banda- ríkjamönnum, sem eru í Líbýu og búa rétt við bæjardyr Khaddafys svo að segja, sé hætta búin ? „Nei, ég held ekki að Líbýumenn geri neinum sem býr þarna nokkuð mein eins og stendur. Yfirlýsingar Khaddafys eru helst til að halda Reaganvaldinu í skefjum. Það er ekki eins og deilurnar séu að hefjast núna, en Bandaríkjamenn hafa allt- af fengið rauða dregilinninnf Líbýu og það er ekki einu sinni stimplað í vegabréfið þeirra. Þeir hafa alltaf verið velkomnir, - og auðvitað er það til þess að storka Bandaríkjun- um líka. En það er aldrei að vita hvernig menn breytast í stríði.“ Eru ekki sífelldar innanlandsróst- ur? Fregnir herma, að sífellt sé setið fyrir Khaddafy í hans eigin landi. „Já, já, það hefur alltaf verið. Það eru margir hópar sem vilja hann feigan, - ekki bara útsendarar Bandarfkjanna og fsrael, heldur einnig landar hans sem sætta sig ekki við breytingar hans í átt til jafnréttis kynjanna til dæmis. Það eru alltaf tilræði öðru hvoru. En Khaddafy hefur haldið lífi vegna þess hve óútreiknanlegur hann er. Það er sagt að hann sofi aldrei í sama rúmi tvær nætur í röð. Fyrir um það bil tveimur árum síðan sá ég einn íverustað hans sprengdan í tætlur svo ekki stóð steinn yfir steini í því húsi. Hann gerir í því að vera óstundvís svo að enginn viti hvenær hann komi, hvort eða hvernig. Eitt sinn átti hann að opna hjá okkur olíu- hreinsunarstöð. Það var beðið eftir honum í 14 daga með allt tilbúið og alltaf var hann væntanlegur en kom aldrei. Svo einn daginn, þegar menn voru orðnir úrkula vonar um að hann kæmi, brunaði bílalest f hlaðið, - en með henni var enginn Khaddafy. Hann kom stuttu síðar í hálfónýtum bílskrjóð á eftir bílalestinni." í fyrrnefndri grein í helgarblaði Tímans sem birtist fyrir nokkru er haft eftir fjórtán ára skólastrákum, sem verið var að þjálfa í meðferð skotvopna: „Ef Reagan lætur á sér kræla hérna yljum við honum undir uggum.“ „Hinn venjulegi Líbýumaður er jafn meinlaus og hver annar Vestur- landabúi. Þarna býr afburða kurteist fólk og gott. Líbýumenn eru al- mennilegir og engar górillur eins og manni getur skilist á fréttum og blaðaskrifum. Margir hverjir sem ég þekki eru afskaplega hrifnir af Bandaríkjunum og talsverður hópur hefur sótt menntun sína þangað. En þeir hljóta að standa með leiðtoga sínum gegn árásarliði, hvaða nafni sem það svo sem kann að nefnast.“ Og hér lauk viðtalinu, en Kristján Þráinn vildi síður sýna blaðamanni helgarblaðsins Ijósmyndir frá Líbýu. Þar í landi er óheimilt að taka myndir af ótta við njósnir, - og Kristján Þráinn mun aftur halda heim til Lýbíu um leið og hægist þar um. „Þessi afiirö sameinar _ brajjögæói og bætieftiainnihald smjörs og mýkt olíunnar" * * Dr. Jón Óttar Ragnarsson, Fréttabréf um heilbrigðismál, júní 1981. Smjörvi- sá eini símjúki með smjörbragði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.