Tíminn - 03.05.1986, Page 4

Tíminn - 03.05.1986, Page 4
• . > ^ V Langafi hennar var Asquith forsætisráðherra Breta í fyrri heimsstyrjöld- inni. Helcna Bonliam Cartcr stcndur nú á þröskuldi frægðar sem kvikmyndaleikkona og þarf ekki lengur að niinna sífellt á hinn fræga langafa sinn. Áður var hún fræg af lang- afa sínum - en nú er hún fræg af sjálfri sér! Langafi hennar var forsætisráð- herra Bretlands og það hefur nægt Helenu Bonham Carter til frægðar hingað til. En nú er hún ágóðri leið með að verða fræg af sjálfri sér. Þessi 19 ára gamla fallega stúlka er afkomandi Herberts Asquith og hún var nýlega gripin glóðvog í skóla til að fara með aðalhlutverk í tveim stórmyndum. í Herbergi með útsýni fer hún mcð hlutverk sakleysingja í útlöndum. Sú mynd hefur þegar verið frumsýnd. En á næstunni verður sýnd í Bretlandi önnur mynd sem hún fer líka með aðalhlutverk í og er það af allt öðrum toga. Þá leikur hún hina gæfusnauðu lafði Jane sem lifði það að vera drottning í 9 daga á tímum Tudoranna en endaði ævi sína á höggstokknum eins og svo margar aðrar drottningar. Já, hlutirnir hafa gengið hratt fyrir sig hjá Helenu að undanförnu, svo hratt að hún segist sjálf vera hálfringluð. Enda er hún hógvær stúlka sem alls ekki hafði gert sér hugmyndir um að hún skytist með slíkum hraða upp á stjörnuhimin- inn. Hún segir sjálf að hún hafi tæpast haft vit á því sem hún var að gera í myndinni Herbergi með útsýni. „en aðrir virðast ekki taka eftir því,“ segir hún. Þó hlýtur hún að hafa verið undir það búin að hasla sér völl í kvikmyndum. Helena var nefni- lega svo framsýn að verða sér úti urn umboðsmann strax þegar hún var ekki nema 14 ára að aldri! Herbergi með útsýni þeytti Helenu Bonham Carter á stiörnuhimininn Helena Bonham Carter leikur ungu saklausu yflrstéttarstúlkuna sem fellur fyrir lífsglaða, þrótt- niikla unga nianninuin úr verka- niannastétt. Hann leikur Julian Sands. Kvikmyndin Herbcrgi með út- sýni (A Room With a Vievv), sem fyrst vakti athygli á Helenu Bon- ham Carter, hefur fengið frábæra dóma beggja vegna Atlantshafsins. Hún er gerð eftir sögu E.M. Forster, sem einnig var höfundur sögunnar Fcrð til Indlands, en samnefnd mynd var sýnd hér í kvikmyndahúsi fyrir u.þ.b, ári við gífurlegar vinsældir. Haft er eftir Forster sjálfum að Herbergi með útsýni sé „indælasta Cecil Day Lewis leikur hrokafulla listasnobbinn sem unga stúlkan á að giftast. Hann þykir ákaflega fjölhæfur lcikari og leikur m.a.... pönkarann, cockneyinn og homm- ann Johnny ■ „My Beautiful Laundrette“, sem hefur hlotið ein- róma lof. sagan" hans og það kann að vera rcttur dómur, svo langt sem hann nær. Þar segir frá Lucy Honey- church, ungri stúlku sem nær óaf- vitandi reynir að brjótast undan kæfandi þröngsýni bresks þjóðfé- lags snemma á öldinni þar scm hverjum og einum var markaður bás eftir stétt og ætt, og vei þeim sem þar sveik lit. I Lucy togast á skylduræknin að giftast unnusta sínum, Cecil Vyse, hrokafullum listasnobb, eða gera það sem hana langar til, hlaupast á brott með George, þróttmiklum og lífsglöð- um ungum manni úr verkamanna- stétt, sem hún kynnist þegar hún er í fríi á Italíu. Aumingja Lucy gerir sér ekki grein fyrir að það er ekki aðeins hamingja hennar sem er í húl'i, heldur er sálarheill hennar undir því komin hvora leiðina hún velur. í myndinni er mikið stjörnuval. Auk Helenu Bonham Carter fara með hlutverk: Maggie Smith sem fer á kostum sem piparmær sem er falið að gæta siðsemi Lucy, en er í reynd á bandi ástríðnanna; Julian Sands er George; Júdi Dench leik- ur skáldsöguhöfund með stingandi augu o.s.frv. En einna mest lof hlýtur Daniel Day Lewis, sem fer með hlutverk Cecil Vyse, svo og hinn gamalkunni Denholni Elliott í hlutverki klóks og lífsreynds föð- ur George. Laugardagur 3. maí 1986 llllllll LJTLÖND llllllllllllllí FRÉTTAYFIRLIT OSLO — Ríkisstjórnin í Nor- egi sagði formlega af sér í gær og Kári Willoch forsætisráð- herra benti Ólafi Noregskon- ungi. áð fá Gro Brundtland leiðtóga Verkamannaflokksins til að mynda nýja stjórn. BANGKOK - Helmut Kohl kanslari V-Þýskalands sagðist ætla að krefjast þess að stór- slysið í Chernobyl kjarnorku- verinu í Sovétríkjunum yrði rætt á fundi ráðamanna sjö helstu iðnaðarríkja heims í Tokyo. Kohl sagði það nauð- synlegt til að undirbúningur gæti hafist á samstartssamn- ingi ríkjanna í sambandi við slík slys. TOKYO — Kydo fréttastofan sagði nokkra japanska verk- fræðinga vera nýkomna heim frá Úkraínu og hefðu þeir allir orðið fyrir geislavirkni. víN - Yfirvöld í Rúmeníu sögðu geislavirkni „miklu hærri en venjulega" í mörgum hlut- um landsins og að heilbrigð- ismálaráðuneytið hefði hafið aögerðir sem miðuðu að því að koma joði til fólks undir 18 ára aldri. TOKYO — Bettino Craxi forsætisráðherra Ítalíu hvatti til að alþjóðareglur um kjarn- orkuöryggi yrðu hertar í kjölfar- ið á stórslysinu í Chernobyl kjarnorkuverinu í Sovétríkjun- um. HAAG — Áætlanir um mjög aukna kjarnorkunotkun í Hol- landi á næsta áratug hefur verið frestað eftir að ríkisstjórn- in frestaði þingumræðum um þær í gær. Kjarnorkuslysið í Sovétríkjunum hefur leitt til þess að áætlanirnar munu nær örugglega ekki komast í gegn á þessu þinai. Hinsvegar er ekki víst hvað gerist eftir þing- kosningarnar sem fram fara innan þriggja vikna. BONN — Vestur-þýsk stjórn- völd hafa dregið úr mjólkur- flutningum frá þeim svæðum landsins þar sem geislunin frá Chernobyl kjarnorkuverinu mældist hvað mest. Ákvörðun- in var sögð vera varnarráðstöf- un gegn langtíma áhrifum óeðlilegrar geislunar. WASHINGTON - Að sögn Vinnumálaráðuneytisins bandaríska var atvinnuleysi 7,1% í apríl en hafði verið 7,2% í mars. BANGKOK — Fjölmiðlar í Thailandi sökuðu suma þing- menn um að hafa sýnt óheiðar- leika þegar þeir greiddu at- kvæði gegn tillögu sem varð til þess ao ríkisstjórnin sagði af sér. Lögregla sagðist vera að rannsaka ásakanir um mútur í þessu sambandi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.