Tíminn - 03.05.1986, Síða 8

Tíminn - 03.05.1986, Síða 8
BÆNDUR Graskögglarnir eru góður kostur, ódýrt og kjarnmikið íslenskt fóður Vekjum sérstaka athygli á graskögglum blönduðum innlendum fóðurefnum, svo sem meltu, fiskimjöli og byggi Leitið nánari upplýsinga í verksmiðjunum og hjá söluaðilum GRASKOGGLAVERKSMIÐJAN FLATEY Mýrarhreppi Sími: 97-8592 * FÓÐUR OG FRÆ Gunnarsholti Sími: 99-5089 STOROLFSVALLARBUIE Hvolhreppi Sími: 99-8163 FÓÐURIÐJAN Ólafsdal Dalasýslu Sími: 93-4954 Orðsending frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna Þessi auglýsing er birt til þess að kynna sjóðfélögum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna áhrif nýsamþykktra laga um Húsnæðisstofnun ríkisins á lánsrétt þeirra hjá sjóðnum og Húsnæðisstofnun. Stjórn sjóðsins hefur tekið þá ákvörðun að verja 55% af ráðstöfunarfé sjóðsins til kaupa á skuldabréfum Húsnæðisstofnunar frá 1. janúar 1987. Þessi ráðstöfun mun tryggja sjóðsfélögum hæsta mögulega lánsrétt hjá Húsnæðisstofnun frá og með næstu áramótum. Vakin er athygli á að ekki er unnt að tryggja jafnháan lánsrétt á tímabilinu 1. september 1986 til 31. desember 1986, eins og frá 1. janúar 1987, en frá þeim tíma er fullur lánsréttur tryggður. Því bendir stjórn sjóðsins væntanlegum lántakendum, sem hyggjast fá hámarkslán, á að fresta lántöku fram yfir nk. áramót. Til þess að tryggja sjóðfélögum hámarkslánsrétt hjá Húsnæðisstofnun var ekki hjá því komist að endurskoða lánareglur sjóðsins Eftirfarandi lánareglur munu því gilda frá og með 1. maí 1986: 1. Lánsupphæð kr. 150.000 2. Lánstími 3-5 ár að vali lántakanda 3. Tveir gjalddagar pr. ár. LÁNTOKUSKILYRÐI: 4. Þriggja ára greiðslur til lífeyrissjóðs. 5. Fimm ár liðin frá síðustu lántöku. 6. Ekki um lánsrétt að ræða hjá Húsnæðisstofnun. Þeir aðilar sem lagt hafa inn lánbeiðni hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna fyrir 1. maí 1986 fá hana afgreidda samkvæmt eldri lánareglum óski þeir þess. Upplýsingar og aðstoð við þá sjóðfélaga sem hyggja á lántöku hjá Húsnæðisstofnun verða veittar á skrifstofu sjóðsins á 4. hæð í Húsi verzlunarinnar. 8 Tíminn Laugardagur 3. maí 1986 llllllllllllllllllllllllllil POPP lllllllllllllllllillllllllllllllll Hljómsveitin Einstúrzende Naubauten væntanleg til landsins “ýska kuldarokksveitin Einsturz- ende Naubauten er væntanleg hing- að til lands og mun skemmta í veitingahúsinu Roxzy þann 19. maí næstkomandi. Einstúrzende Naubauten var stofnuð í Berlín árið 1980 af Blixa Bargeld söngvara og gítarleikara N.U. Unruh ásláttarleikara, Gudrun Gut söngvara og ásláttarleikara og Beate Bartel bassaleikara. Hljóm- sveitin var ekki langlíf í þessari mynd, Gudrun Gut og Beate Bartel hættu í hljómsveitinni og stofnuðu hljómsveitina Malaría. Hinir sem eftir voru í Einstúrzende Neubauten fengu þá til liðs við sig hljómborðs- leikarann F.M. Einheit og bassa- leikarann Marc Churg, en þeir voru báðir í hljómsveitinni Abwárts. 1 þessari mynd starfaði hljómsveitin um hríð, eða þangað til hljómborðs- leikarinn Alexander von Borsig bættist í hópinn. Tónlist Einstúrzende Naubauten þykir afskaplega nýstárleg og fram- andi. Auk hefðbundinna rokkhljóð- færa nota hljómsveitarmeðlimirnir tól, sem hingað til hafa flokkast sem verkfæri og vinnutæki, frekar en hljóðfæri. Má í því sambandi ncfna lofthamra, vélsagir, sleggjur og stór- ar málmplötur. Af þessum sökum er tónlist þeirra frekar kölluð stórborg- ar- eða iðnaðarrokk frekar en hefð- bundið rokk. Hljómsveitin Einstúrzende Nau- bauten er vel þekkt um alla Evrópu og fær alla jafna mikla umfjöllun í bresku popppressunni. Hljómsveitin er einnig töluvert þekkt í Bandaríkj- unum, einkanlega fyrir það að bandaríska tónlistarkonan Lydia Lunch hefur mikið unnið með hljómsveitinni meðal annars á hljómplötum. Ugglaust muna margir eftir þátta- röð um Einstúrzende Naubauten sem íslenska sjónvarpið sýndi í fyrra, en þáttaröðin hét Músík og myndlist. Það er hljómplötuverslunin Gramm sem stendur fyrir hingað- komu hljómsveitarinnar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.