Tíminn - 03.05.1986, Qupperneq 15
Þórarinn Sigþórsson og Þorlákur Jónsson, nýbakaðir íslandsmeistarar í tvímenning, að spila við Val Sigurðsson og
Aðalstein Jörgensen. Timamynd Svcrrir
Laugardagur 3. maí 1986
Tíminn 19
BRIDGE
llllllllilll
lllllllllllll
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilli
íslandsmótið í tvímenning:
Þórarinn og Þorlákur
öruggir sigurvegarar
Þórarinn Sigþórsson og Þorlákur
Jónsson unnu íslandsmótið í tví-
menning nokkuð örugglega um síð-
ustu helgi. Þeir höfðu forystuna nær
alit mótið ef undan er skilinn smá
tími um miðbik mótsins þegar Guð-
laugur Jóhannsson og Örn Arnþórs-
son skutust á toppinn. Þeir Guðlaug-
ur og Örn urðu í 2. sæti en þriðja
sæti náðu Reykjavíkurmeistararnir í
tvímenning, þeir Karl Logason og
Svavar Björnsson.
Þórarinn og Þorlákur fengu að
launum flugmiða til Miami á heims-
meistaramótið í tvímenning í haust,
sem Flugleiðir gáfu, og tvö næstu
pörin fengu einnig rétt til að keppa
á þessu móti. Alls á ísland rétt á að
senda 5 pör á mótið, og geta pör sótt
um að fá að fara, fyrir 15. maí.
Þó að Þórarinn og Þorlákur héldu
forustunni svona lengi var alltaf
Guðmundur
Hermannsson.
FRÉTTASTJÓRI .mJMrJj
talsverð spenna í loftinu, því bilið
var aldrei mjöc mikið milli þeirra og
næstu para. A tímabili gerðu Jón
Baldursson og Sigurður Sverrisson
harða hríð að efsta sætinu en tókst
ekki að ná því og í lokin skorti þá
greinilega örendið og þeir hröpuðu
niður í 7. sæti. Jón Baldursson hefur
ekki orðið svona neðarlega í íslands-
tvímenningnum í tæpan áratug!
Efstu pör voru þessi:
Þorlákur Jónsson -
Þórarinn Sigþórsson Guðlaugur Jóhannsson - 175
Örn Arnþórsson Svavar Björnsson - 135
Karl Logason Jón Þorvarðarson - 133
Þórir Sigursteinsson Ragnar Magnússon - 106
Valgarð Bjöndar Ingvar Hauksson - 83
Sverrir Kristinsson Jón Baldursson - 82
Sigurður Sverrisson Guðmundur Pétursson - 69
Jaqui McGreal Rúnar Magnússon - 68
Stefán Pálsson Stefán Guðjohnsen - 68
Þórir Sigurðsson 36
Frá Bridgesambandi íslands
Bikarkeppni Bridgesambands íslands
1986 hefst í næsta mánuði. Spilatími
hverrar umferðar verður sem hér segir:
1. umferð skal vera lokið fyrir 18. júlí
1986 (undankeppninni)
2. umferð (32 sveita úrslit) skal vera lokið
fyrir 16. júlí 1986.
3. umferð (16 sveita úrslit) skal vera lokið
fyrir 13. ágúst 1986.
4. umferð (8 sveita úrslit) skal vera lokið
fyrir 31. ágúst 1986.
5. umferð (undanúrslit 4 sveita) verður
spiluð laugardaginn 6. september og úr-
slitaleikurinn verður daginn eftir, 7. sept-
ember 1986. Spilamennska hefst báða
dagana kl. 10 árdegis, en í undanúrslitum
eru spiluð 49 spil milli sveita og 64 spil í
úrslitaleiknum.
í öllum öðrum umferðum, eru spiluð
40 spil milli sveita. Þátttökugjald pr. sveit
verður kr. 4.000, sem greiðist til Bridge-
sambands Islands í upphafi keppni.
Greiðslu skal fylgja nöfn spilara, nafn-
númer og heimilisfang. Spilað er um
gullstig í hverri umferð. Áríðandi er að
fyrirliðar tilgreini þann spilafjölda sem
hver einstakur spilari spilar í hverri
umferð (séu fleiri en 4 spilarar ísveitinni).
Bregðist þetta, má búast við að stig fyrir
þann leik verði ekki skráð.
f bikarkeppnum er dregið í hverri
umferð. Þeirri sveit, sem fær heimaleik, ber
skylda til að aðstoða gesti hvað varðar
uppihald og viðurgjörning meðan á leik
stendur, enda myndu gestgjafar njóta
þess hið sama yrðu þeir á útivelli. Fyrirlið-
ar skulu koma sér saman um leiktíma. Að
öllu óbreyttu, gildir auglýstur spilatími
Bridgesambandsins í hverri umferð.
Skráning sveita til Bridgesambands ís-
lands er hér með hafin. Henni lýkur
miðvikudaginn 21. maí n.k. kl. 16. Strax
á eftir verður svo dregið í 1. umferð
keppninnar.
Skráningum skal komið til Ólafs Lárus-
sonar eingöngu, hjá BSÍ og heima: 91-
16533.
Sigurvegarar öðlast rétt til þátttöku í
Evrópubikarkeppni eða sambærilegri
keppni, á þeim kjörum sem Evrópusam-
bandið býður.
Frá Bridgesambandi íslands:
Bridgesambandið minnir félög á síðari
hluta árgjalda, sem er 15. júlí 1986. Nú
þegar, í lok keppnistímabilsins eru síðari
hluta greiðslur farnar að berast skrifstofu
BSÍ. Gjaldið hækkaði í 20 kr. pr. spilara
pr. spilakvöld eftir áramót ’85-'86.
Bridgesambandið býður velkomið í
sambandið nýtt bridgefélag. Það eru
Neskaupstaðarmenn sem gengið hafa í
landssamtök bridgefélaga. Alls eru þá
félög innan vébanda BSIorðin 47 og hafa
aldrei áður verið fleiri. Talsmaður þeirra
austanmanna er ína Gísladóttir.
Send hafa verið til allra félaga utan
Reykjavíkur, gjafabréf sem prentuð hafa
verið í tilefni stofnunar Guðmundarsjóðs,
húsakaupasjóð Bridgesambands íslands.
Einnig hefur verið opnaður reikningur í
Útvegsbanka Islands, hlaupareikningur
nr. 5005, þar sem hægt er að leggja inn
gjafafé til sjóðsins. Markmiðið er að
kljúfa þbssi kaup, en hlutur okkar bridge-
manna er yfir fimm milljónir króna.
Vegna þessa, verðum við að taka á með
Guðmundi Kr. Sigurðssyni. Allar nánari
upplýsingar um sjóðinn og framkvæmd
þessa söfnunar eru veittar á skrifstofu
sambandsins s: 91-18350 (Ólafur).
Frá Bridgeféiagi Tálknafjarter
Eftir tvær umferðir af fjórum í firma/
einmenningskeppni félagsins, er staða
efstu firma/spilara þessi:
Þórsberg, sp. Heiðar Jóhannsson 246
Ríkisskip, sp. Guðlaug Friðriksd. 242
RagnarJónsson. verktaki, sp. Ólafur Magnúss. 242
Fiskv. Ólafs Þórðars., spilari Ævar Jónsson 242
Bjarnabúð, spilari Jón H. Gíslason 238
Vélsm. Tálknafj., spilari Kristín Ársælsd. 234
Frá Skagfirðingum Reykjavík:
34 pör mættu til leik í eins kvölds
tvímenningskeppni s.l. þriðjudag. Spilað
var að venju eftir Mitchell-fyrirkomulagi.
Úrslit urðu þessi (efstu pör):
N/S:
Esther Jakobsdóttir-Valgerður Kristjónsdóttir 396
Guðrún Hinriksdóttir-Haukur Hannesson 354
Guðmundur Aronsson-Jóhann Jóelsson 351
Bjöm Hermannsson-Lárus Hermannsson 346
Andrés Þóraripsson-Halldór Þórólfsson 342
A/V:
Júlíus Sigurjónsson-Matthías Þon’aldsson 379
Eyjólfur Bergþórsson-Jakob Ragnarsson 375
Steingrímur Steingrímsson-Öm Scheving 351
Hðgni Torfason-Stígur Herlufsen 336
Ari Konráðsson-Kjartan Ingvarsson 330
Og næstu tvo þriðjudaga verða á
dagskrá eins kvölds tvímenningskeppnir,
þar sem öllu spilaáhugafólki er velkomin
þátttaka meðan húsrúm leyfir. Þriðjudag-
inn 20. maí hefst svo Sumarbridge í
Borgartúni 18 (húsi Sparisjóðsins) en
spilað verður tvisvar í viku þar, á þriðju-
dögum í umsjón þeirra Hermanns Lárus-
sonar og Ólafs Lárussonar og Sumarbri-
dge á fimmtudögum á vegum Reykjavík-
ursambandsins, sem hefst í sömu viku,
22. maí.
Frá Bridgefélagi Hafnarfjarðar
Vorhugur er nú kominn í Gaflara og er
spilamennska B.H. á starfsárinu því
lokið. Síðasta keppni félagsins var board
a match keppni (með saldo) með þátttöku
8 sveita. Þessar urðu efstar.
Bjarni Jóhannsson 145
Sigurður Lárusson 126
Þröstur Sveinsson 119
Erla Sigurjónsdóttir 105
Síðla starfsársins var keppt við 3 önnur
félög, Bridgefélag kvenna, Bridgeklúbb
Akraness og BridgefélagSelfoss, og unnu
Hafnfirðingar öll þessi félög með tölu-
verðum mun. Viðureignin við Selfoss var
sú fertugasta á 40 árum og er því væntan-
lega elsta samfellda bæjarkeppni f íþrótt-
um hér á landi. Spilað var á Selfossi að
þessu sinni og senda spilarar B.H. þeim
Selfyssingum bestu þakkir fyrir frábærar
móttökur.
í lok starfsársins var haldin sagnkeppni
með gömlum spilum úr erlendum og
íslenskum blöðum. í öðrum hópnumnáðu
þau hjón Erla Sigurjónsdóttir og Krist-
mundur Þorsteinsson bestum árangri í 20
spilum eða 118 stigum. í hinum hópnum
urðu þeir Ásgeir Ásbjörnsson og Frið-
þjófur Einarsson langefstir með 141 stig.
Úr seinni 10 spilunum fengu þeir hvorki
meira né minna en 86 stig. Þau spil voru
úr Bridge(blaðinu) í febrúar 1976 en þar
náðu þeir Þórarinn Sigþórsson og Hörður
Arnþórsson 75 stigum, sem talið var
„afburða skor“. Kerfi þeirra Ásgeirs og
Friðþjófs mun vera mjög sérstætt, enda
botnuðu engir í sögnum þeirra.
Aðalfundur B.H.verður haldinn föstu-
daginn 23. maí í Hraunbyrgi, húsi Skáta-
félagsins við Reykjavíkurveg, og hefst kl.
20. Dagskrá fundarins verður auglýsl
síðar.
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ÁRMULA 3 108 REYKJAVIK SÍMI (91)681411
Útboð
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í
umferðaróhöppum.
Lada 1500 árgerð 1986
Ford Escort árgerð 1984
Honda Accord árgerð 1983
Fíat Panda árgerð 1983
Saab 99 árgerð 1982
BMW 528 árgerð 1977
Lada 1600 árgerð 1979
Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, mánu-
daginn 5. maí kl. 12-16. Á sama tíma: Á Hofsósi:
Citroen CX Reflex árgerð 1982
Subaru 1600 4x4 árgerð 1980
A Sauðárkróki:
Skoda 120 L árgerð 1985
A Blönduósi:
Mazda 818 árgerð 1974
A Húsavík:
Kranabifreið UNIC K 250 árgerð 1973
m/skemmda bómu.
Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, Ármúla 3,
Reykjavík eða umboðsmanna á stöðunum fyrir kl. 12,
þriðjudaginn 6. maí 1986.
VEGAGERÐIN
Útboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í klæðingar
í Skagafirði 1986 (150.000 m2) og Miðfjarðarveg
1986 (2 km, 6.500 m3).
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á
Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og
með 5. maí n.k.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00
þann 20. maí 1986.
Vegamálastjóri.
St. Jósepsspítali
Landakoti
Staða aðstoðarlæknis á svæfingu er laus til
umsóknar.
Staðan veitist til 6 mánaða frá 1. júlí 1986.
Umsóknarfrestur rennur út 1. júní 1986.
Umsóknir með upplýsingum um námsferil og fyrri
störf skal senda til yfirlæknis svæfingadeildar.
Reykjaví 30.4.1986.
I Hafnarfjörður -
matjurtagarðar
Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði er bent á
að síðustu forvöð að greiða leiguna eru föstudag-
inn 9. maí n.k. Eftir þann tíma verða garðarnir
leigðir öðrum.
Bæjarverkfræðingur
Gagnfræðaskólinn í Mosfellssveit
auglýsir lausar kennarastöður næsta skólaár.
Kennslugreinar: íslenska, stærðfræði, erlend mál,
samfélagsfræði, raungreinar, handmenntir, versl-
unargreinar.
Upplýsingar gefa Gylfi Pálsson skólastjóri, símar
666586 - 666153 og Einar Georg Einarsson
yfirkennari, símar 666186 - 30457.