Tíminn - 15.05.1986, Side 1
FARSÓTTANEFND hefur ver-
ið skipuð af heilbrigðisráðherra og hefur
nefndin það hlutverk að fylgjasl með
farsóttum og leggja til aðgerðir til að
hindra útbreiðslu þeirra. í nefndinni eru
Ólafur Ólafsson landlæknir, Ólafur
Steingrímsson læknir, Margrét Guðna-
dóttir prófessor, Sigurður B. Þorsteinsson
læknir, Haraldur Briem læknir, Hrafn Tul-
inius prófessor og Skúli G. Johnsen
borgarlæknir.
VEIÐIMÁLASTJÓRI hefur
verið ráðinn frá og með fyrsta júní, Árni
ísaksson. Þór Guðjónsson lætur þá af
embætti veiðimálastjóra. Árni er
menntaður fiski-
fræðingur og
stundaoi nám í
Seattle í Banda-
ríkjunum. Hann
hefur unnið við
stofnunina síðan
1966.
SÚPER-BENSÍN er nú á boð-
stólum fyrir blikkbeljurnar hjá Olís, á
fjórum stöðum í Reykjavík, Garðabæ,
Selfossi og á Akureyri. Boðið verður upp
á 97 oktan bensín auk hins venjulega 93
oktan bensíns. Super-bensínið verður á
sama verði og það 93 oktan. Bensíngerð-
irnar verða seldar úr tveimur dælum sem
verða merktar þannig að fólk geti valið og
viti hvað það er að kaupa, segir í fréttatil-
kynningu frá Olís.
FERÐAMÁLARÁÐ útskrifaði
fyrir skömmu 30 nýja leiðsögumenn. I
Félagi leiðsögumanna eru nú starfandi
160 leiðsögumenn, og munu hinir nýju
leiðsögumenn bæta úr þeim skorti á
þjálfuðum leiðsögumönnum sem verið
hefur síðustu ár. Leiðsöguskólinn starfar
allan veturinn, frá október til maíloka, og
eru reglulegir fyrirlestrar haldnir tvisvar í
viku. Ferðamálaráð hefur annast mennt-
un og þjálfun leiðsögumanna síðan 1976.
Forstöðumaður Leiðsöguskólans er Birna
G. Bjarnleifsdóttir.
RANNSÓKNAR-
LÖGREGLAN vinnur enn að
rannsókn svokallaðs Grensásvegsmáls.
Yfirheyrslum yfir flestum málsaðilum er
lokið, en beðið er eftir því að konan sem
legið hefur á sjúkrahúsi nái sér það vel að
hægt sé að yfirheyra hana. Fram að því
er málið í biostöðu.
KJARNORKUVOPNA-
LAUST ísland samtökin, hafa sent
frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á
stjórnvöld að koma á reglubundnu eftirliti
með geislavirkni á íslandi og í hafinu
umhverfis landið. Jafnframt vilja samtökin
að gengið sér úr skugga um að flugvélar
og skip sem komi í íslenska lögsögu beri
ekki kjarnorkuvopn eða annan þann bún-
að sem ógnað gæti lífríki í hafi, lofti eða
á landi.
SOVESK stjórnvöld hafa vísað
bandarískum stjórnarerindreka úr landi
fyrir njósnir. Erik Sites heitir maðurinn og
var hann handtekinn þann 7. maí síðast-
liðinn. Sovéska fréttastofan Tass skýrði
frá því í gær að enginn vafi léki á um
njósnastarfsemi Sites sem var handtek-
inn á leynifundi með sovéskum borgara.
Talsmaður bandaríska sendiráosins
sagði Sites þegar vera farinn úr landi.
KRUMMI
Davíð sér sjálfsagt
fyrir sér vígslu
Davíðsveitu á
Ölfusvatni á aldar-
afmæli sínu
„Þjóðarátak í vegamálum“:
3-5 krónum dýrara
að aka á malarvegi
Matthías Bjarnason vill fylla alla íanka vegagerðarinnar af asfalti
„Það er ekkert leyndarmál að ég
hef flutt um það tillögu í ríkis-
stjórninni að framlög til vegamála
verði aukin, í ár og næstu tvö ár,
með því að auka bensíngjaldið, þó
án þess að hækka bensínið, heldur
að frysta frckari lækkanir á því.
Þetta hefur enn ekki verið afgreitt,
en ég á von á því að af því verði
bráðlega. Það hefur hinsvegar ekki
verið hljómgrunnur fyrir að fara út
í útboð á verðbréfunt, þar sent þau
væru í samkeppni við annað fjár-
magn á lánamarkaðinum og tækju
þar af leiðandi fé sem áætlað hefur
verið að nota i annað," sagði
Matthías Bjarnason, samgöngu-
ráðherra, þegarTíminn leitaði álits
hans á tilboði Verkfræðingafélags-
insum „Þjóðarátak í vegamálunt."
Matthías bætti því við að nú væri
mjög hagstætt að gera átak í vega-
málum þar sem verð á asfalti hefði
lækkað úr 195 dollurum tonnið í
100 dollara og þar sem mörg tæki
til vegagerðar stæðu verkefnislaus
væri hægt að fá góð tilboð í fram-
kvæmdirnar. Hann sagðist telja að
ríkisstjórnin ætti að grípa gæsina á
meðan hún gefst, en ekki bíða með
ákvarðanir þar til verðið hækkaði
að nýju. Og Matthías bætti því við
að hann vildi helst fylla alla tanka
vegagerðarinnar af asfalti hið
fyrsta.
Samkvæmt könnunum sem gerð-
ar hafa verið er 3-5 kr. dýrara að
aka hvern kílómetra á góðum mal-
arvegi en á vegi með bundnu
slitlagi. í dag fer unt 40% af allri
umferð á fslandi fram á malarveg-
um, og því cr enn mikið verk og
þarflegt framundan í vegamálum
og það verður að öllum líkindum
fjármagnað með bensíngjaldi.
Fyrir hverja krónu sem tekin er af
bensínverðinu fæst á ársgrundvelli
urn 100 milljónir króna.
Pálmi Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Verktakafélagsins,
sagði að það væru sér vonbrigði ef
ríkisstjórnin gengi ekki að tilboði
félagsins, cn þaö væri viss sigur ef
ríkið hygðist nota vegafram-
kvæmdir til að eyða þeim holskefl-
um sem verið hefðu í framkvæmd-
um hér á landi.
- gse
Aflakóngur þriðja árið í röð
„Við reynum bara að gera eins
og við getum og þetta er árangur-
inn,“ sagði Sigurður Georgsson,
skipstjóri á Suðurey VE, sem hefur
nú orðið aflakóngur á vetrarvertíð
3. árið í röð. Suðurey landaði í gær
22 tonnum og var þá komin með
1.430 tonna afla á vertíðinni, en nú
tíðkast að miða lokin við 15. maí.
„Jú, þetta er ægilegt púl, það ntá
segja að þetta sé 15-18 tíma vinna
á hverjum einasta degi,“ sagði
Sigurður þegar hann var spurður
hvort ekki væri ntikið fyrir þessu
haft. Hásetahluturinn á Suðurey á
vertíðinni varð um 600 þús. kr. og
sagði Sigurður að það væri í raun-
inni ótrúlega lítið og hann öfundaði
ekki þá sem væru á bátum sem
væru með þetta 400-500 tonn.
Suðurey fékk 1.300 tonna kvóta,
en útgerðarmaðurinn hefur keypt
viöbótarkvóta, svo báturinn heldur
áfram veiðum eitthvað fram eftir.
Kaup Reykjavíkurborgar á Ölfusvatnslandi.
Verður ekki virkjað þar fyrr
en um miðja næstu öld?
Aðrir staðir álitlegri til að leysa Nesjavallavirkjun af hólmi að mati Valdimars
K. Jónssonar prófessors
Nýtist jarðhitinn í landi Ölf-
usvatns, sem Reykjavíkurborg
keypti nýverið fyrir 72 milljónir
króna á núvirði, ekki Hitaveitu
Reykjavíkur fyrr en um miðja
næstu öld? Samkvæmt spá hita-
veitustjóra nýtist orkan frá Nesja-
völlum til aldamóta, en niðurstöð-
ur Orkuspárnefndar sem starfar á
vegum Þjóðhagsstofnunar gefa tii
kynna, að orkan þaðan geti enst
mun lengur, eða til 2020. En að því
tímabili liðnu kunna að verða aðrir
staðir mun hagkvæmari til heita-
vatnsöflunar en Ölfusvatnsland.
Tíminn sneri sér f gær til Valdi-
mars K. Jónssonar prófessors í
vélaverkfræði við Háskóla íslands,
sem sagði, að ýmislegt benti til
þess að spá Orkuspárnefndar væri
trúverðugri, a.m.k. teldi hann
ástæðu til að ætla að þróunin yrði
nær því sem hún gerði ráð fyrir.
Valdimar sagði, að hversu lengi
sem Nesjavallavirkjunin entist
Reykvíkingum, væri mjög vafa-
samt að slá því föstu að varmavirkj-
un í landi Ölfusvatns verði besti
kosturinn næst á eftir henni.
„Benda má á,“ sagði Valdimar,
„að á Kolviðarhóli hafa verið gerð-
ar tilraunaboranir, sem lofa góðu.
Sá staður er mun nær Reykjavík,
og auk þess er landið þar þegar í
eiguTleykjavíkurborgar."
Valdimar sagði, að fleiri kostir
væru fyrir hendi sem eðlilegt væri
að skoða á undan Ölfusvatni. Þar
nefndi hann jarðhitasvæðin á
Álftanesi, Korpuósi í landi Korp-
úlfsstaða, sem er í eigu Reykjavík-
urborgar og í Kjósarskarði. Öll
þessi svæði eru nær Reykjavík en
Ölfusvatn og þótt tvö þeirra séu
ekki í eigu Reykjavíkurborgarætti
að vera auðvelt að semja um
nýtingu þeirra við nágrannasveitar-
félög. Þarna gæti verið um að ræða
nægilegt heitt vatn fram til ársins
2050.
Var þá engin þörf á kaupunum á
Ölfusvatnslandi?
„Það má spyrja sig þeirrar spurn-
ingar hvort eðlilegt sé að núlifandi
kynslóð sé að kaupa það land, auk
þess sem engar tilraunaboranir
hafa farið þar fram svo að við
vitum ekki hvort við erum að
kaupa köttinn í sekknum. Og ef
við framreiknum kaupverð með
vöxtum áratugi fram í tímann, þá
komumst við auðvitað að því að
raunverulegt kaupverð Ölfusvatns
er langtum hærra en það sem upp
er gefið,“ sagði Valdimar K.
Jónsson.
-JGK