Tíminn - 15.05.1986, Qupperneq 6
Tíminn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri:
Aðstoöarritstjóri:
Fréttastjóri:
Aðstoðarfréttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
NíelsÁrni Lund
OddurÓlafsson
Guðmundur Hermannsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-
Mál sem Morgun-
blaðið vill ekki ræða
í leiðurum Morgunblaðsins að undanförnu hafa
andstæðingar íhaldsmeirihlutans í borgarstjórn Reykja-
víkur verið sakaðir um málefnafátækt og að þeir stundi
neikvæða kosningabaráttu.
í sjálfu sér er það ekkert undarlegt þótt slíkar
fullyrðingar séu settar fram í Morgunblaðinu, enda
markmiðið með þeim það að gera lítið úr skoðunum
annarra og drepa umræðu um misheppnuð vinnubrögð
ráðamanna borgarinnar á dreif.
Auðvitað hljóta menn að líta til baka og skoða og
meta þau verk sem unnin hafa verið á líðandi kjörtíma-
bili. Kjósendur eiga fullan rétt á því að ákvarðanir séu
rifjaðar upp og gerð grein fyrir þeim. Á þeim byggja
þeir m.a. val sitt í komandi kosningum.
Þetta sætta sjálfstæðismenn sig ekki við. Þeir vilja
geta ákvarðað og framkvæmt eftir eigin höfði án tillits
til kostnaðar eða hvort leikreglur lýðræðis séu virtar og
því eiga borgarbúar að taka möglunarlaust.
Alræðisvald borgarstjóra má ekki skerða, orð hans
og gerðir skulu vera lög sem kjósendur eiga að hlýða.
Þannig eru vinnubrögðin.
Nú er það svo að íslendingar hafa fullt leyfi til þess
að setja skoðanir sínar fram og hvorki borgarstjóri né
Morgunblaðið hafa ncitt um það að segja. Því leyfist
mönnum að gagnrýna ýmislegt sem gert hefur verið
hversu óþægilegt sem það kann að vera fyrir stjórnendur
borgarinnar.
Kaup borgarstjórans á jörð flokksbræðra sinna á
Ölfusvatni eru vissulega gagnrýniverð. Það sama má
segja um sameiningu BÚR og ísbjarnarins. Ekkert er
óeðlilegt við það að þessi mál beri á góma í kosninga-
baráttunni.
Fullyrðing Morgunblaðsins um málefnafátækt minni
hlutaflokkanna er röng a.m.k. hvað varðar Framsókn-
arflokkinn.
Framsóknarflokkurinn hefur það m.a. á stefnuskrá
sinni að byggja upp nýjan miðbæ í Breiðholtshverfi.
í Breiðholts- og Árbæjarhverfi býr nú um 40%
borgarbúa. Þar skortir margs konar þjónustu sem m.a.
hefur lækkað íbúðarverð á þessu svæði um 15% miðað
við sambærilegar eignir annars staðar í borginni. Þetta
kemur fram í könnun sem Guðmundur Gylfi Guð-
mundsson hagfræðingur hjá Fasteignamati ríkisins hef-
ur gert.
Framsóknarflokkurinn telur að á þessu svæði eigi að
vera sem fjölbreyttust miðbæjarstarfsemi á sviði versl-
unar og þjónustu ásamt fjölbreyttu menningarlífi.
Framsóknarflokkurinn hefúr ávallt lagt áherslu á að
í skipulagi sé gert ráð fyrir að atvinnustarfsemi verði
komið fyrir við íbúðakjarna til að nýta svo sem kostur
er starfskrafta íbúanna og til að einfalda umferð. Sem
stendur eru aðeins 5% af öllum atvinnutækifærum
borgarinnar í stærsta hverfi hennar, - Breiðholtshverfi.
Þessu vilja framsóknarmenn breyta.
Þetta er aðeins eitt þeirra stóru mála sem Framsókn-
arflokkurinn hefur á stefnu sinni. Því hefur verið komið
á framfæri hvað eftir annað en hvorki Morgunblaðið né
frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa séð ástæðu til
að fjalla um það.
Finnst Morgunblaðinu og frambjóðendum Sjálf-
stæðisflokksins þetta mál, - sem varðar þúsundir
borgarbúa-ef til vill svo lítið, að ekki taki að ræða það?
6 Tíminn
Fimmtudagur 15. maí 1986
GARRI
IHIIIIIIIIIHIIIBillI
mllllllllllllill
Gróska í íslenskum
skinnaiðnaði
í Morgunblaðinu sl. funniludag
birtisl afar athyglisvert viðtal við
Þorbjörn Árnason frainkvæmda-
stjóra Loðskinns h.f. á Sauðái-
króki, undir fyrirsögninni: „Við
teljum islensku gærurnar þær bestu
á markaðnum.“ í viðtalinu kemur
fram, að hagur fyrirtækisins hefur
batnað mjög á síðustu áruin. Fyrir-
tækið hefur þegar selt alla frani-
leiðslu sína á þessu óri. Fram-
leiðsluverðmæti fyrirtækisins á síð-
asta ári var um 100 milljónir króna.
Hjó fvrirtækinu vinna 50 manns og
launagreiðslur á síðasta ári námu
20 milljónum króna.
Þetta em gleðilegar fréttir af
íslenskum skinnaiðnaði og frarn-
vindu hans, en uppistaða hans er
fullvinnsla á íslenskum gærunt.
En skugga ber á
En«viðtalinu kemur einnig fram
að á þessa mikilvægu grein íslensks
fullvinnsluiðnaðar hefur fallið
ótrúlcga svartur skuggi. Svo
svartur, að Garri trúði vart sinum
eigin augum. Orðrctt segir svo í
viðtali Mbl. við framkvæmdastjóra
Loðskinns hf.:
„Loðskinn fullrinnur allur sínar
gærur eins og áður sagði, „og það
gerir SÍS líka,“ sagði Þorbjöm.
„SS selur hins vegar ennþá bróð-
urpartinn afsínum gærum úrlandi.
Við höfum viljað komast yfir þess-
ar gærur - því það er öfremdar-
ástand fyrir okkur að vera í verð-
stríði við íslenskar gærur sem eru
sútaðar í Finnlandi, alveg ótækt.
Markaðurinn hefur talið spánskar
gærur bestar en við tefjum islensk-
ar gærur þær bestu. íslcnsku gær-
urnar eru ekki þyngri ef þær eru
vel verkaðar og þær cru stærri og
því betri til fataframleiðslu. Þetta
er atriði sem við viljum komu til
skila á markaðnum. “
SÍS er þegar farið að kaupa
gærur að utan og sagði Þorbjörn
forráðamenn Loðskinns vera að
gæla við þá hugmynd. „ Við viljum
ekki kaupa af SS á lægra verði en
þcir fá úti en þeir hafa bara ekki
viljað sclja okkur. Við höfum farið
fram á það við SS í sameiginlegu
skeyti með SÍS að kaupa af þeim
gærur en það hefur ekki tekist. Ég
tel að við stæðum betur efíslenskar
gærur fengjust hvergi fullunnar
nema frá íslandi - og það er
beinlínis asnalegt að flytja inn vöru
sem til er í landinu. Ég hef heyrt
eftir forráðamönnum SS að hag-
stæðara sé að selja gærurnar
hálfunnar úr landi og þvi eígi þeir
ekki að vera að eyða tima og
vinnuafli í að fullvinna þær. Þetta
er alrangt sjónarmið að mínu mati.
Það er Ijóst að við skilum miklu
meiru í þjöðarbúið af gjaldcyri
með því að fullvinna vöruna auk
þess sem það á að vera metnaðar-
mál íslendinga að fullvinna sína
vöru og selja til útlanda sem dýrast-
ar.“
Óskiljanlegt, ef satt er
lnn í alla þá umræðu, sem nú fcr
frant um eflingu iðnaðar, setn
byggir á innlendum hrácfnum og
orkugjöfum, kemur þessi ótrúlega
frétt sem þruma úr heiðskíru lofti.
Það cr sannariega óskiljanlegt að
Sláturfélag Suðuriands (SS), öflugt
samvinnufélag bænda á Suður-
landi, skuli gerast þvergirðingur
eflingar fullvinnslu og fram-
leiöslaukningar í mikilvægri iðn-
grcin. Getur það virkilcga verið
satt, aö SS neiti að selja skinna-
verksmiðjunt landsins óunnar gær-
ur til fullvinnslu á sama verði og
fæst fyrir þær erlendis? SS kjósi
heldur að selja það keppinautum
þessarar íslensku iðngreinar á er-
lendum ntörkuðum fyrir sama verð
og félaginu býðst hériendis og
skaði þar með samkeppnisstöðu
skinnaverksmiöjanna, komi í veg
fyrir umtalsvcrða verðmætasköp-
un í þjóðfélaginu og girði fyrir
frekari framleiðsluaukningu
skinnaverksmiðjanna eða knýi þær
til að kaupa óunnar og lakari gærur
frá útlöndum? Þurfa menn ekki að
láta segja sér þetta tvisvar?
Þetta er spyrna fyrir
Albert
Væri nú ckki ástæða fyrir iðn-
aðarráðherrann að taka þetta mál
til gaumgæfilegrar rannsóknar?
Upp á svona búskaparlag er ekki
hægt að horfa hljóðalaust. l’að er
ótrúlegt að SS-menn geti verið
slíkir utangáttamenn. Er hér
kannski einhver maðkur í mys-
unni? Hér verður að taka i taum-
ana. SS-menn hafa gerst brotlegir,
ef þetta er satt. Þeir fá þá á sig víti,
ef rctt er. Nú er það Alberts að
taka spyrnuna.
Garri.
VÍTT OG BREITT
iilllllli
Byssuglaðir verndarar
Varnarliðsmenn á Keflavíkur-
flugvelli héldu stórbrotna æfingu í
baráttu gegn hryðjuverkamönnum
í fyrradag. Fórnarlömbin voru
tveir íslenskir starfsmenn varnar-
liðsins sem hafa þann starfa að
'dæla upp úr klósettþróm í flugvél-
um. Eftir því sem næst verður
komist eru málsatvik þau að
mennirnir voru á leið til að þjón-
usta herflugvél ásamt bandarískum
eftirlitsmönnum. Lét annar þeirra
þau orð falla, að engin sprengja
væri í vélinni.
Þetta var nóg til þess að vekja
grunsemdir herlögreglunnar og
voru þrifamennirnir þegar í stað
handjárnaðir og hlutu meðferð
eins og þeir væru örugglega útsend-
arar Gaddafis. Byssum var beint
að þeint og mikið lið kallað til.
í stað þess að pumpa upp úr
klósettþróm í friði gengust ís-
lendingarnir undir meðferð sem
harðsvíruðum hryðjuverkamönn-
um einum er bjóðandi. Þeim var
hótað öllu illu ef þeir æmtu eða
skræmtu og allsherjarneyðarútkall
var gcrt á Vellinum. Tveir tugir
bíla þustu að og fjölmennt lið
umkringdi mennina tvo og slökkvi-
liðið mætti á staðinn.
Eftir yfirheyrslur, japl og jaml
og fuður var hreinsunarmönnunum
loks sleppt, sennilega án þess að
nokkur maður hafi komist að
neinni niðurstöðu um hvað skeð
hafði og hvers vegna.
Það er ekki nema von að Banda-
ríkjamenn séu hræddir við hryðju-
verk og haldi uppi öflugum varúð-
arráðstöfunum til að koma í veg
fyrir þau. En taugaveiklun og bráð-
læti eiga ekkert skylt við varúð eða
röggsamar tiltektir til að koma í
veg fyrir skemmdarverk.
lslendingar eru ekki aldir upp
við heraga og eiga til að tala
gáleysislega um sumt það sem
mönnum af öðru þjóðerni er hei-
lagt eða hafa ekki í flimtingum.
Sök hreinsunarmanna, ef einhver
er, hlýtur að vera að minnast
yfirleitt á bombu á viðsjárverðu
svæði og í nærveru viðkvæmrar
sálar.
Hins verður að krefjast að yfir-
rnenn varnarliðsins brýni fyrir
undirmönnum sínum að umgang-
ast íslenska starfsmenn, hvaða
starfi sem þeir gegna, af almennri
kurteisi, að minnsta kosti að þeir
eigi ekki á hættu að þeir séu
meðhöndlaðir eins og ótíndir
glæpamenn og illvirkjar.
„Það munaði engu að þið hefðuð
verið drepnir. Ef þið hefðuð hreyft
ykkur eða fíflast eitthvað hefðu
þeir skotið ykkur,“ sagði formaður
verkalýðsfélagsins suður þar á
fundi með þrifamönnunum og fé-
lögum þeirra, að því er DV skýrir
frá. Það er þokkalegur andskoti
afspurnar að ísienskir starfsnjenn
varnarliðsins séu beinlínis í lífs-
hættu vegna taugaspennu og fim-
bulfambuls herlögreglunnar.
Meginhlutverk varnarliðsins hér
á landi er að verja Island og
íslendinga en ekki að beina
byssukjöftum að landsmönnum og
hafa í hótunum við þá, eins og
dæmið frá í fyrradag sýnir. Þótt
einhverjir voðamenn suður og
austur í heimi hafi í hótunum við
Ameríkana og herstöðvar þeirra
er óþarfi að halda uppi æfingum
gegn þeim hér á landi og setja
íslenska verkamenn í hlutverk
hryðjuverkamanna. íslend-
ingar kunna ekki að meta byssu-
gleði Bandaríkjamanna, og síst
þegar henni er beint gegn þeim
sjálfum.
OÓ