Tíminn - 15.05.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.05.1986, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. maí 1986 Tíminn 7 VETTVANGUR Helgi Sig. Guðmundsson: Ungt fólk og fíkniefni Alltof margt ungt fólk lcndir í neti fíkniefna: Það er hið sorglega hlutskipti margra fjölskyldna og verður ekki með orðum lýst þeim þjáningum, sem heilu fjölskyldurnar hafa mátt þola vegna þessa vágests. Mikið hefur verið rætt og ritað um fíkniefnavandamálið. Samtök hafa verið stofnuð til að koma á fyrirbyggjandi starfi til að forða æskunni frá böli vímuefnanna. Því ber að fagna. Þegar vandamál æskunnar ber á góma er ávallt talað um aukið samstarf foreldra og kennara. Það opnar augu okkar fyrir því, hversu mikils er krafist af kennurum varð- andi uppeldi og mótun barna okkar. Mikill kvíði er í foreldrum nú, yfir þeirri upplausn, sem orðin er í kennarastéttinni, á sama tíma og brýnast er að allir standi á verði gegn hinni miklu fíkniefnaógn, er vofir yfir börnum okkar. Það sjá þeir sem vilja, að störf Vitaskuld veröum viö aö standa saman aö því að gera kennara- starfið aö eftirsóknar- veröu starfi á ný, svo hægt verði að halda í og velja hæft fólk til þeirra starfa, sem geta vegiö mjög þungt á vogarskálum framtíöar landsins W kennara hafa verið vanmetin og illa launuð nú síðustu ár. Eða er okkur alveg sama hvers konar fólk velst til að ala upp börnin okkar og búa þau undir framtíðina: Vita- skuld þurfum við að standa saman og stuðla að því að gera kennara- starfið að eftirsóknarverðu starfi á ný, svo hægt verði að halda í og velja hæft fóik til þeirra starfa, sem geta vcgið mjög þungt á vogarskál- um framtíðar landsins. Flestum bcr saman um að íþróttafélögin séu sá vettvangur. sem hvað mesta möguleika eigi í að ná til ungmenna. Því er Ijóst að þar þurfa mjög hæfir menn að veljast í leiðtogasætin, menn, sem kunna að vckja áhuga og kapp, en hafa jafnframt skilning á því að ekki geta allirorðiðfótboltahetjur, og það er aðdáunarvert hvað íþróttafélögin hafa getað haldið uppi öflugu starfi þrátt fyrir erfiöan fjárhag. Framsóknarflokkurinn Itcfur lýst því yfir í stefnuskrá sinni að hann vilji stórauka fjárframlög til íþróttahreyfingarinnar, til jafn- vægis við æskulýðsráð. Skátahreyfingin og hin ýmsu ungmennafélög eiga ntiklar þakkir skildar fyrir öflugt starf í þágu æskunnar. Kirkjan og hin ýrnsu trúarsam- félög vinna að miklu sálgæslustarfi VJ Samt vita allir að trúin hefur mörgum bjargað og gæti bjargað fleirum ef fólk þyrði aö opna sig fyrir henni. meðal ungs fólks, en það verður að segjast eins og er að hin kristna trú heíur orðið undir í heirni veraldar- kapphlaups. Samt vita allir að trúin hefur mörgum bjargað og gæti bjargað fleirum, ef fólk þyrði aðöpna sig fyrirhenni. Því verðum við að vona.að fulltrúar kirkjunnar láti í sér heyra og geri meira í því að laða til sín æskufólk. Helgi Sig. Guðmundsson, markaðsfulltrúi, skipar 7. sæti á lista Framsóknarflokksins til borgarstjórnarkosninga i Reykjavik. Gagnmerk nýjung í fiskeldi: „Þetta eruorðnir vinir mínir“ -segir Ari Arnljótur Sigurðsson, sem fyrstur manna á íslandi hefur ræktað risarækjur í Keflavík hefur á undanförnum mánuðum átt sér stað einstæð tilraun í íslensku flskeldi, en þar hafa í fyrsta sinn hérlendis verið ræktaðar risarækjur. Risarækjan á ættir sínar að rekja til heitra fljóta í Suð-austur Asíu, en þar eru hennar náttúrulegu heimkynni. Rækjutegund þessi er einhver sú stærsta sem þekkist og heitir upp á latínu „Machrobrachium rosenbergii“. Karldýrið getur orðið 32 cm langt en kvendýrið um 25 cm og pilluð vegur slík rækja um 50 g. Bragðgæði risarækjunnar eru annáluð, enda eftirsótt á mörkuðum bæði í Evrópu og Ameríku. Það er Ari Arnljótur Sigurðsson, sem ræktað hefur risarækju fyrstur manna á íslandi og hefur þetta brautryðjendastarf nú borið þann árangur að fyrsta kynslóð íslensk-al- innar risarækju er tilbúin til slátrun- ar. Tíminn hitti Ara að máli af þessu tilefni, til að forvitnast um þetta tilraunaeldi, niðurstöður þess og möguleika risarækjueldis sem bú- greinar á íslandi. Við spurðum Ara fyrst hvort hann hefði sjálfur bragð- að á þessari framleiðslu sinni. „Nei blessaður vertu, þetta eru vinir mínir orðið, þannig að ég get ómögulega fengið mig til að borða þá. Flins vegar þykir risarækjan vera hinn mesti herramanns matur, enda sýnir það sig að markaður er mikill fyrir hana erlendis.“ - En hvað kemur manni úr Keflavík til að fara að gera tilraunir með risarækjueldi? „Upphafið að þessu má trúlega rekja til þess að ég rakst á grein í dagblaði fyrir rúmum 2 árum, þar sem verið var að fjalla um tilraunir sem Svíar hafa gert á þessu sviði, en þeir hafa verið í þessu í rúman áratug og hafa náð mjög langt t.d. í seiðaeldi. Það kom fljótlega í ljós eftir að menn fóru að kynna sér málið að eitt aðalatriðið í eldinu er að hafa aðgang að nógu miklu heitu vatni, því risarækjan vex hraðast í um 30°C heitu vatni. Þar sem ekki ætti að vera erfitt að uppfylla þetta skilyrði hér á landi ákvað ég ásamt nokkrum kunningjum mínum að prófa þetta. í fyrstu gekk þetta vægast sagt brösuglega og fyrsta seiðasendingin drapst nú hjá okkur, og þeir sem voru í þessu með mér hættu. Ég hélt hins vegar áfram og eftir að hafa farið til Svíþjóðar og kynnt mér hvernig þeir fara að þessu þar, þá fór þetta að ganga mun betur." - Flafa þetta ekki verið kostnaðar- samar tilraunir? „Fljá mér hefur þetta nú verið frekar smátt í sniðum og ég hef lagt mesta áherslu á að læra hvernig best er að þessu staðið við íslenskar aðstæður. Þannig var ég með þrjú inn ótrúlega lítill eftir að vatnið hefur einu sinni náð kjörhitastigi. Nú, rækjurnar eru ekkert sérstak- lega þungar á fóðrum, og þær éta nánast hvað sem er. Ég notaði í mínum tilraunum fiskafóður í töflu- formi fyrsta mánuðinn, en síðan saxaði ég niður hráar kartöflur og fisk og fóðraði þær á því. Það er ekki ósvipað því fæði sem notað er annars staðar, þar sem risarækjur eru aldár. Jafnframt þessu hef ég prófað ýmis- legt annaðfæði og komst m.a. að því að þær eru alveg vitlausar í harðsoð- in egg!“ Kerín þar sem Ari Arnljótur Sigurðsson hefur ræktað risarækjur. Hér sést ein risarkja í keri sínu. Ef neðst á myndinni, en risarækjur eru ker í gangi og beitti stundum mis- munandi aðferðum við hvert um sig til þess að fá samanburð. Risarækjan er vandmeðfarin en þolir þó nokk- urn sveigjanleika t.d. í hita, en eins og ég sagði áðan þá er kjörhitastigið í kringum 30°. Hún þolir þó allt upp í 33-34° og allt niður í 16°. Rækjan hefur nokkuð sterkt einstaklings- eðli, og t.d. er það grundvallaratriði að hún hafi sinn eigin bústað eða skýli í kerunum. Þangað fer hún gjarnan með matinn sinn og hefst þar líka við þann tíma sem hún fer úr skelinni, sem er skynsamleg ráð- stöfun, því hinar geta átt það til ráðast á hana þegar hún er skel- og varnarlaus. Ég hef ieyst þetta með því að hafa blómapotta í kerunum." - Hvað eru risarækjur lengi að vaxa úr grasi? grannt er skoðað má sjá hluta úr eggi sólgnar í harðsoðin egg. „Það tekur hana um sex mánuði að þroskast frá því að vera lirfa í fullvaxið dýr, en þessum tíma má aftur skipta upp í tvö tímabil. Tím- ann þar til hún verður að seiði og það tekur um 2 mánuði og svo tímann sem hún vex af seiðastiginu í það að verða fullvaxin, en það tekur um 4 mánuði. Svíar hafa sérhæft sig í seiðaeldi og selja seiði m.a. til Asíulanda og þykja þeir vera með mjög góðan stofn. Seiðin eru alltaf ræktuð alveg sér, þannig að ef miðað er við rækjueldisbúskap sem tekur þá 4 mánuði er hægt að ná þremur kynslóðum á ári út úr hverju keri“. - Hvað með afrakstur? „Mér telst svo til að unnt sé að fá ca 10 kg af rækju út úr hverjum fermetra á ári, og ef dæmið er reiknað í einföldum tölum þá er markaðsverð a.m.k. 600 kr./kg þannig að við erum að tala um 6.000 króna tekjur á hvern fermetra. í 100 m2 kcraplási yrðu þétta 600 þús. á ársgrundvelli. Það er fyllilega sam- bærilegt við þá nýtingu sem bændur ná út úr húsnæði sem þeir nota undir hefðbundnar búgreinar. Þar sem húsnæði er til staðar, eins og víðast er á bæjum, t.d. hlöður og önnur útihús, þá ætti framleiðslukostnaður ekki að þurfa að vera mikið meira en 25-30% af brúttóveltu. Þess vegna er ég sannfærður um að þetta kemur víða sterklega til álita þar sem bændur hafa þurft að draga úr hefðbundum búskap.“ Sólgnar í harðsoðin egg! - Hvers vegna er framleiðslu- kostnaðurinn svona lítili hluti af veltunni? „Ja ég vil nú kannski hafa nokkra fyrirvara á þessum tölum, en aðal- lega kemur það til af því, að um er að ræða lokað kerfi á vatninu, svo hitunarkostnaður þarf ekki að vera mjög mikill, og í Svíþjóð hefur sama vatnið t.d. verið notað svo árum skiptir. Vatnið er hreinsað með svokallaðri lífrænni hreinsun, en hún felst í því að vatninu er dælt í sérstakt hreinsiker sem er hálf fullt af möl og sandi. í þetta ker safnast síðan bakteríur og gerlar úr úrgangi og þar lifir hver bakterían á annarri. Lokastigið í hreinsun vatnsins er svo að það er geislað með sérstöku geislatæki, en það er vel þekkt aðferð hér á landi og mörg bæjarfélög nota hana á neysluvatn sitt. Hvort heldur vatnið er hitað upp til að halda því 30° heitu, eða heitu vatni er blandað saman við, er kostnaður- Sterkur markaður Hvað með markað fyrir þessa framleiðslu? „Ég kannaði verð á risarækju í fyrra sumar og þá kom í ijós að auðvelt er að fá $15 fyrir kílóið í Bandaríkjunum og mun meira í Evrópu, allt upp í 250 sænskar krónur. Varðandi markaðssetningu koma að sjálfsögðu upp ýmis vanda- mál tæknilegs eðlis, en ckki óyfir- stíganleg. Markaðurinn er þannig að neytcndur vilja lielst fá rækjuna í heilu lagi, og hún þarf að berast á markaðinn á einum sólarhring. Þannig að við erum að tala um flutning með flugi. Lang best er að ekki líði nema 10 klst. frá því að hún er tekin og drepin og þar til hún kemur á markað, en allt upp í 20 klst. cr í góðu iagi. Rækjan er flutt í sérstökum plastpokum og ískössum, og miðast þessi æskilegi flutn- ingstími við þá flutningsaðferð. Aðr- ar leiðir eru vissulega hugsanlegar og ef flutningstíminn er lengri þá þarf að kæla hana meira, en ekki þó frysta hana. Það er meira vesen ef hún er fryst, því þá þarf pakkningar og ýmsa aðra aðstöðu. Miðað við þær samgöngur sem tíðkast í dag held ég að flutningurinn sé langt frá því að vera stórt vandamál. Þess ber líka að gæta að hvert kíló af þessari vöru er mjög verðmætt." - Heldurðu að þetta gæti hentað á íslandi? »Ég er ekki í nokkrum vafa um það, annars hefði ég ekki enst allan þennan tíma í þessu. Ég held að hér sé kominn nýr þáttur inn í umræðuna um breytta framieiðslu í landbúnaði, sérstaklega fyrir þá bændur sem hafa þegar lagt í miklar fjárfestingar á húsnæði sem síðan kemur að tak- mörkuðu gagni. Það gæti borgað sig að skoða þennan kost gaumgæfi- lega.“ -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.