Tíminn - 15.05.1986, Qupperneq 20
Sykurlausar
Hálstöflur
Sveinn Grétar Jónsson
skipar 6. sæti á lista Framsóknar-
flokksins við borgarstjórnarkosn-
ingarnar 31. maí 1986
Stuðningur við íþróttir p
skapar heilbrigðaæsku X-D
„Stjórnarkreppan" í Þróunarfelaginu:
Valdatogstreita
innan íhaldsins
„Pað var eingöngu fyrir stofnfund-
inn að ég féllst á að skipta atkvæðun-
um á milli stjórnarflokkanna og það
gafst mjög illa, eins og allir vita. Ég
tel að það hafi verið mistök, því
ríkisvaldið á að tala cinni röddu
innan félagsins, en ekki tveimur eða
þremur. Én ég ræddi við Þorstein
Pálsson og bauð honum samstarf,
m.a. að ég greiddi þeim manni, eða
mönnum, atkvæði sem hann benti á.
Hann hefur, eins og fram hcfur
komið opinberlega, ekki viljað
skipta sér að málefnum Próunarfé-
lagsins. Svo mér finnst það vera
dálítið undarlegt að lýsa því yfir
annarsvega'r, en vilja hinsvegar
ráðskast með helminginn af hluta-
fénu. Það gengur nú ekki vel upp,“
sagði Seingrínnir Hcrmannsson,
forsætisráðherra, þegarTíminn leit-
aði álits lians á yfirlýsingum sjálf-
stæðismanna eftir aðalfund Þróunar-
félagsins á þriöjudaginn, þegar frest-
að var kjöri stjórnar.
Heimildarmenn Tímans telja að
kreppan innan Þróunarfélagsins sé
fyrst og fremst afleiöing valdabar-
áttu sjálfstæðismanna. Davíð Schev-
ing Thorsteinsson vildi hins vegar
ekki viðurkenna það. „Iðnaðar-
mafían vill fá sinn forustusauð inní
stjórnina og sættir sig ekki við ein-
hvern handverksmann. Eins er
þjónustan ekki sátt við Björn, þó
svo að hann reki endurskoðunar-
skrifstofu. Og fiskurinn vill fá inn
mann í stað Jóns Ingvasonar."
Davíð sagðist hafa skrifað undir ósk
um frestun á stjórnarkjöri til að
forða félaginu frá meiri illindum en
orðin væru og sagðist viss um að
tíminn fram að stjórnarkjöri yrði
notaður til að sætta alla aðila. Hann
kvaðst eiga von á að ný stjórn yrði
kosin einróma þcgar þar að kæmi.
Aðspurður kvaðst forsætisráðherra
ekki hafa hug á að skipta atkvæðun-
um á milli stjórnarflokkanna fyrir
kosningarnar, enda cfast unt að
hann hefði heimild til þess. Hinsveg-
ar vonaðist hann eftir samstarfi og
taldi rétt að ríkið ætti tvo menn í
stjórninni. - gse
Þegar skipalestirnar koma að landi munu þcssi stæði og mörg önnur fyllast af glænýjum bílum.
3300 bílar seldir frá því að kjarasamningar voru gerðir:
Skipalestir á leiðinni
með hundruð bifreiða
Náum sennilega Bandaríkjamönnum í bílaeign á þessu ári segirforstöðumaður Bifreiðaeftirlitsins
Áburðarkaup svipuð
og í fyrra:
Bændurekki
farnir að
beraá
tún sín
Kuldatíð um að
kenna um allt land
Pantunir á áburð frá Áburðar-
verksmiðju ríkisins eru samtals
um 55.200 tonn en í fyrra voru
þær um 60.700 tonn. Búið er að
afgreiða mest allan áburðinn frá
verksmiðju, en nú að undanförnu
hafa borist aukapantanir frá
bændum á Suðurlandi sem haldið
hafa að sér höndum hingað til
vegna óvissu um fullvirðisrétt, að
sögn Þorsteins Þórðarsonar hjá
Áburðarverksmiðjunni. Hann
sagði einnig að bændur á Norður-
og Austurlandi hefðu pantað um
5000 tonnum minna í ár en í fyrra
og stafaði sá samdráttur mcðal
annars af því að þeir ættu áburð
síðan í fyrra.
Svo virðist sem kaupfélögin út
um land séu almennt ekki farin
að afgreiða áburð til bænda.
Ástæður til þess eru margar, m.a.
að kuldi hefur ekki gert bændum
kleift að byrja á að bera á og
þungatakmarkanir hafa verið á
vegum. Einnig þurfa kaupfélögin
að geta sýnt Áburðarverksmiðj-
unni fram á að þau geti staðið í
skilum með greiðslur. Þar sem
bændur keyra sjálfir áburðinn
beint frá verksmiðju er sömu
sógu að segja, þeir hafa ekki
getað borið á tún hingað til vegna
kulda. Bændur í Eyjafirði áttu
fyrst kost á því í gær að leysa út
áburð sinn og má því búast við að
þeir fari nú hver af öðrum að bcra
á tún sín.
ABS
Frá og með deginum í dag hafa
verið skráðir 3.300 nýir bílar á
íslandi frá því að kjarasamningar
voru undirritaðir í lok febrúar. Flest
bílaumboð hafa selt ársskammtinn
nú þegar og af samtölum við sölu-
menn hinna ýmsu bílaumboða má
ráða að stórar skipalestir eru á leið
til landsins drekkhlaðnar af hinum
ýmsu bílategundum.
„Ég býst við því að við förum fram
úr Bandaríkjamönnum hvað snertir
bílaeign miðað við höfðatölu á þessu
ári. Þá hcfur ekki borið á því að
mikið sé um afskráningar á gömlum
bílum," sagði Guðni Karlsson for-
stöðumaður Bifreiðaeftirlitsins í
samtali við Tímann. Hann sagði að
í gær hefðu unt hundrað nýir bílar
verið skráðir og talsvert fleiri yrðu
skráðir f dag. „Markaðurinn er eng-
an veginn mcttaður. Skip eru á lcið
til landsins með mikinn fjölda bíla
og ég á von á því að nýskráningar
aukist frekar en hitt,“ sagði Guðni.
Það er víst að ntikið er á leiðinni
af bílum. Skip kom á ytri höfnina í
gær með 300 Lada bíla og eru flestir
þeirra seldir. 210 Subaru bifreiðir
koma til landsins í þessum mánuði
og hafa þær allar verið seldar. Von
er á rúmlega hundrað slíkum í
viðbót í næsta mánuði og hafa þær
einnig verið seldar. Stór Subaru
sending er síðan væntanleg í næsta
mánuði.
„Þetta er líkast sturlun," sagði
framkvæmdastjóri Jöfurs, Eyjólfur
Brynjólfsson sem selur m.a. Skoda.
„Við vorum búnir að selja 32 bíla
fyrir lækkunina en höfum núna af-
hent um 300 bíla. Það er okkar
ársskammtur. Við höfum gert ráð-
stafanir og eigum von á ntiklum
fjölda bíla á næstunni. Þetta er líkast
því að útsölu-manía hafi gripið
fólk,“ sagði Eyjólfur. Hann sagði að
fólk virtist hafa næga peninga handa
á milli. „Fólk staðgreiðir mikið hjá
okkur og það hefur komið fyrir að
menn hafa keypt jafnvel tvo bíla.“
Bílasalar telja að þessi mikla sala
muni hafa áhrif á sölu næsta árs, eða
eins og Eyjólfur vildi orða
það „Líklega verður öll þjóðin með
timburmenn eftir þetta ár.“
Ekki er vitað hversu margir bílar
munu koma til iandsins á næstu
mánuðum en ljóst er að nú stefnir í
mun betra ár fyrir bílainnflytjendur
heldur en í fyrra. Afhentir hafa
verið 3300 bílar, en allt árið í fyrra
seldust rúmlega 5600 fólksbílar. Á
tveimur og hálfum mánuði höfum
við því keypt éúmlega helmingi fleiri
fólksbíla en allt árið í fyrra. _ ES
Slökkvilið Reykjavíkurflugvallar:
Þarf daglega að reka
fólk af flugbrautum
Yfir sumarmánuðina er það dag-
legur viðburður að Slökkvilið
Reykjavíkurflugvallar þurfi að
fjarlægja fólk sem tekur sér göngu-
ferðir á og yfir flugbrautirnar á
vellinum, sem tæpast nokkur ætti
að vera í vafa um að er stórhættu-
legt athæfi. Alls var t.d. um 44 slík
tilvik að ræða í júlímánuði s.l. og
yfir 30 í maí og júní, samkvæmt
ársskýrslu slökkviliðsins. Alls voru
tilvikin 213 á árinu, en einstakl-
ingarnir a.m.k. helmingi fleiri. í
slíkar hættuferðir leggja bæði ís-
lendingar og útlendingar, börn og
fullorðnir og hefur oft munað litlu
að slys hlytust af að sögn slökkvi-
liðsstjóra.
Starf flugvallarslökkviliðsins er
margþætt og hlutverk þess mun
víðtækara en algengast er hjá slík-
um slökkviliðum annarsstaðar, að
sögn Péturs Einarssonar flugmála-
stjóra, sem nýlega sagði á frétta-
mannafundi að sér leiddist ákaf-
lega öll sú gagnrýni sem slökkvilið-
ið hefur legið undir.
Auk daglegrar þjálfunar sér
slökkviliðið um flugbrautar-
skoðanir, bremsumælingar (sem
gerðar voru 902 sinnum á síðasta
ári), eftirlitsferðir um flugvallar-
svæðið oft á hverjunt sólarhring,
framkvæmd snjómoksturs, minni-
háttar viðhald slökkvibíla og björg-
unarbáts. Þá þjálfa slökkviliðs-
menn hina ýmsu starfshópa sem
starfa við flug, í eldvörnum og
meðferð slökkvitækja.
Sem dæmi um útköll á síðasta ári
má nefna: 44 vegna flugvéla sem
lenda bilaðar, 23 vegna elds í
flugvélum og 15 útköll á neyðar-
kerfi.
í slökkviliðinu eru 17 manns sem
vinna á fjórskiptum vöktum, 4 á
hverri vakt. Tækjakostur er nt.a. 3
slökkvibílar, bíll með tækjum til
hálkumælinga og gúmmíbjörgun-
arbátur sem notaður hefur verið
við björgun fólks úr Nauthólsvík.
-HEI