Tíminn - 28.05.1986, Page 4

Tíminn - 28.05.1986, Page 4
4 Tíminn ið sífettt er kipp‘ Staupa- steinn búinn að vera! Díana hætt ^Djónvarpsframhaldsflokkurinn Staupa- steinn (Cheers), sent íslendingum er aö góðu kunnur, hefur notið mikilla og sívaxandi vinsælda í heimalandi sínu Bandaríkjunum. En nú virðast dagar þessarar framhaldsmyndar taldir. Shelley Long setti stóran svip á þættina í hlutverki Díönu og það er erfitt að sjá hvernig Staupasteinn gæti haldið lífi án hennar. En það er einmitt hún, sem hefur nú gengið úr skaftinu og sagt skilið við þáttinn, þrátt fyrir að framleiðendurnir hafi boðið henni gull og græna skóga fyrir áframhaldandi þátttöku, eða nánar tiltekið hálfrar milljón dollara launa- hækkun á ári. úr 1,1 milljón í 1,6 milljón dollara árslaun. Shelley er nýbökuð móðir og setur móður- hlutverkið ofar öllu þessa dagana. Hún segir að ekkert fái haggað þeirri ákvörðun sinni að vera heima og sinna barninu og eiginmannin- um á næstunni. Framleiðendur Staupasteins rífa hins vegar hár sitt í örvæntingu og reyna að finna mótleik. Það má segja um þá sem setjast í þessa sérkennilcgu stóla, að þeirséu í góðum höndum. Ef einhver hefur áhuga á að prófa að sitja í stórum steinlófa og láta fara vel um sig, þá er þessa stóla að finna í spænskum almennings- garði, nánari tiltekið í Laredo á Spáni. Þessi Ijóshærða kona gæti alveg eins verið Spánverji, þrátt fyrir háralitinn, því hann er nú svo breytilegur á þessuirx síðustu tímum. Henni veitir greinilega ckki af að hvíla sig, á banda- skónt með svona pinnaháum hælum. Eins og fyrri daginn er vinkona Dudleys Moore höfðinu hærri en hann, en það þykir ekkert fréttnæmt. Hann er sjálfur með lágvaxnari mönnum, - en hefur alltaf helst hrifist af stórum stúlkum. Dudley vill stórar stelpur Einu sinni enn hefur leikarinn Dudley Moore fengið sér nýja vinkonu, Brogan Lane heitir hún og sópar að þessu glæsi- kvendi hvar sem hún fer. Hún þykir nokkuð „pönkaraleg", og fylgdi mynda- textanum í ensku blaði, að hún væri með alla vega Iitt hár, m.a. eplagrænt! Hvað um það, - Dudley segir að þetta sé stóra ástin í lífi sínu, og má það vel vera. Að minnsta kosti er hún stór.... Miðvikudagur 28. maí 1986 illlllllllllllllllli ÚTLÖND llllllllllllllllillll FRÉTTAYFIRLIT AUSTUR-BERLÍN - I gær bárust fréttir um að Bandaríkin, Bretland og Frakk- land hefðu í hyggju að slíta stjórnmálasambandi við A- Þýskaland vegna kröfu um að stjórnarerindrekar ríkjanna þriggja sýni vegabréf þar sem borginni er skipt. Samkvæmt heimildum í Bonn hafa, ríkis- stjórnir landanna þó ekki rætt saman um möguleikann á stjórnmálaslitum og varla þykir líklegtað slíkt skref verði tekið. JERÚSALEM - Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands hvatti til, \ lok heim- sóknar sinnar til ísraels, að Palestínuarabar á herteknu svæðunum við Vesturbakkann og Gaza fengu aö kjósa sér fulltrúa sem færu með mál þeirra í friðarviðræðum. DACCA — Björgunarsveitir notuðu fiskinet til að ná rúm- lega 200 líkum á land eftir verstaferjuslysið í Bangladesh þar sem um 600 manns voru taldir hafa farist. Ferjan Samia fórst síðastliðinn sunnudag á Maghnaánni með um þúsund manns innanborðs. Ofsaveður geisaði þá á þessum slóðum. HELSINKI — Deila sem leit út fyrir að valda falli sam- steypustjórnarinnar í Finnlandi er úti að sinni eftir að einn stjórnarflokkanna hætti við til- löguflutning sem hefði getað valdið afsögn Kalevi Sorsa forsætisráðherra. Hinirsautján þingmenn Dreifbýlisflokksins hafa hætt við að berja fram tillögu á þingi sem gerir ráð fyrir að kjarnorkunotkun í land- inu verði úr sögunni fyrir árið 2000. MOSKVA - Mikhail Gorbat- sjov leiðtogi Sovétríkjanna átti viðræður við Abdel Salam Jal- loud, næst æðsta valdamanninn í Líbýu á eftir Muammar Gadd- afi. Jalloud er fyrsti háttsetti líbýski embættismaðurinn sem kemur til Moskvu eftir árás Bandaríkjamanna . í Líbýu í síðasta mánuði. BANKOK - Forsætisráð- herra hinnar borgaralegu stjórnar í Thailandi rak yfir- mann hersins úr starfi sínu og í gærmorgun bárust fréttir um yfirvofandi valdatöku hersins. Arthit Kamlang-Ek hershöfð- ingi dró þó úr spennunni sjálfur þegar hann sagðist ætla að taka skipaninni og lýsti yfir hollustu sinni við Bhumibol Adulyadej konung. AMMAN — Að sögn vest- rænna stjórnarerindreka reynir Hussein Jórdaníukonungur nú að koma á sáttarviðræðum milli forseta Sýrlands og íraks í því skyni að hægt sé að halda ráðstefnu arabaríkjanna á næstunni. TOKYO — Japan tók við af Bretlandi á síðasta ári sem heimsins stærsti skuldareig- andi og útvegar nú Bandaríkja- stjórn mest af því fjármagni sem hún þarfnast.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.