Tíminn - 28.05.1986, Qupperneq 10
Hestamenn
Hestamannafélagið Geysir heldur félagsmót á
Rangárbökkum 7. og 8. júní.
Dagskrá:
Gæðingakeppni í A og B flokk. Einnig er keppt í
unglingaflokkum 12 ára og yngri og 13 til 15 ára.
Efstu hestar í hverjum flokki munu öðlast rétttil að
keppa fyrir félagið á landsmóti á Hellu 3. til 6. júlí.
Kappreiðar verða í öllum helstu keppnisgreinum
og er þar kjörið tækifæri til að ná lágmarkstíma fyrir
landsmót. Skráning fer fram í símum 99-5525,
99-8269 og 99-8330. Skráningu lýkur að kvöldi
þriðjudagsins 3. júní.
Laugardagskvöldið 7. júní verður hestamanna-
dansleikur að Hvoli. Hljómsveitin Rocket leikur
fyrir dansi.
Stjórnin.
og
'VV/A
Sm x
VEGAGERÐIN UtDOÖ
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í nýbygg
ingu vega við Egilsstaði og Fellabæ.
(Lengd alls 3,23 km, sprengingar 5.800 m3
fyllingar og burðarlag 55.000 m3).
Verkum skal lokið fyrir 1. október 1986.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á
Reyðarfirði og í Reykjavíkfráog með29. maí n.k.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00
þann 16. júní 1986.
Vegamálastjóri.
Ég þakka hjartanlega öllum þeim, sem glöddu mig
vegna áttræðisafmælis míns 11. apríl s.l.
Sólveig Guðmundsdóttir,
frá Snartarstöðum.
Auglýsingadeild hannar
auglýsinguna fyrir þig
Ókeypis þjónusta
Tíminn 18300 Tíminn
LATTU
Timanri
EKKl FLJÚGA FRÁ PÉR
ÁSKRIFTARSÍMI 686300
BILALEIGA
Útibú í kringum landið
REYKJAVÍK:.91-31815/686915
AKUREYRI:...96-21715/23515
BORGARNES:.........93-7618
BLÖNDUÓS:.....95-4350/4568
SAUÐÁRKRÓKUR: .95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR:......96-71489
HÚSAVÍK:....96-41940/41594
EGILSSTAÐIR:...... 97-1550
VOPNAFJÖRÐUR:.97-3145/3121
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: ..97-8303
interRent
TIL SOLU
mjög fallegt nýtísku hjóna-
rúm, aðeins 5 mánaða
gamalt.
Uppl í síma 687599.
Betra er að fara
seinna yfir akbraut
en of snemma.
10 Tíminn
Miðvikudagur 28. maí 1986
Miðvikudagur 28. maí 1986
Tíminn 11
ÍÞRÓTTIR
lllllllllllllllllllllll
ÍÞRÓTTIR
lllllllllllllllllli
Þaö dugir lítið að spila áferðarfallegan
fótbolta úti á vellinum og sýna allskonar
kúnstir ef allt verður síðan að bráðnu
smjöri er nálgast markið. Þetta fengu þeir
sárafáu áhorfendur á Laugardalsvelli í
gærkvöldi að sjá er írar unnu Tékka með
marki - glæsilegu mjög - frá Frank
Stapleton. Tékkar spiluöu mjög áferðarfal-
legan fótbolta út á vellinum og fóru þar
grátt með þunga írana. En er nær dró
markinu þá rann nánast allt í eitt smjörlíki
hjá Tékkunum. Þeir náðu aldrei að ógna
markinu verulega og oftast vildu þeir spila
inní markið og út aftur. Það gekk ekki
gegn sterkum Irum sem komu öllum
„dúkkuspilsboltum“ í burtu.
írar fengu fyrsta færið í leiknum og líka
það síðasta. Það fyrsta var frábært.
Aldridge fékk boltann beint á hausinn
innundir markteig en skallaði beint á
markvörðinn. Síðasta færið í leiknum gaf
mark. Þá óð Frank Stapleton að marki
Tékka eftir að hafa unnið boltann á
miðjum vellinum. Þegar hann átti ófarna
um 20 metra þá lét hann skotið ríða af.
Boltinn þeyttist einfaldlega rétt undir
slána og í netið - óverjandi fyrir góðan
markvörð Tékka. Færi Tékka voru telj-
andi á fingrum annarrar handar. Besta færið
kom eftir miðjan seinni hálfleik en Knofl-
icek komst aleinn í gegn en renndi
boltanum framhjá markinu. Þetta var
skömmu eftir að írar höfðu fengið gullið
tækifæri til að komast yfir er einn Tékk-
anna handlék boltann inní vítateig og Óli
Ólsen dæmdi víti. Aldridge lét markvörð-
inn hinsvegar verja frá sér. Þarna sluppu
Tékkar með skrekkinn. Þeir sluppu hins-
vegar ekki frá skoti Stapletons á 83.
mínútu.
Ef litið er á leikinn sem heild þá voru
Tékkarnir mun meira með boltann og létu
hann ganga mjög vel á milli sín út á
vellinum. írarnir bökkuðu hinsvegar vel
og vörðust af krafti við vítateig sinn.
Sóknir Tékka urðu þannig máttlausar og
hefðu þeir gjarnan mátt skjóta á markið í
eitt til tvö skipti eða gefa boltann fyrir til
tilbreytingar frá stutta spilinu inn undir
teig.
Irar eru þar með sigurvegarar á Reykja-
víkurleikunum og íslendingar og Tékkar
berjast um annað sætið á morgun, fimmtu-
dag, kl. 19:00 á Laugardalsvellinum.
NM fatlaðra í boccia:
ísland í fjórða sæti
Um síðustu helgi fór fram í Kaup-
mannahöfn Norðurlandamót fatlaðra í
boccia. Alls tóku sex íslenskir þátttakend-
ur þátt í mótinu og kepptu þeir allir í
einstaklmgs- og sveitakeppnL
í sveitakeppninni tóku alls þátt 14
sveitir þar af 2 íslenskar. Var þeim skipt í
tvo sjö sveitariðla. Önnur íslenska sveitin
sigraði í sínum riðli og komst þannig í
úrslit ásamt 6 öðrum sveitum. I úrslita-
keppninni lenti íslenska svcitin í fjórða
sæti á eftir þremur dönskum sveitum. Alls
spilaði þessi sveit 11 leiki á mótinu. Hún
sigraði í 6 leikjum, gerði 1 jafntefli og
tapaði 4 Ieikjum. Hin íslenska sveitin
hafnaði í fimmta sæti í sínum riðli og
komst ekki í úrslit.
f einstaklingskeppninni voru keppend-
ur 27 talsins og var þeim skipt í 7 fjögurra
manna riðla. Tveir keppendur úr hverjum
riðli komust í milliriðla og tókst þremur
íslendingum þeim Sigurði Björnssyni,
Tryggva Haraldssyni og Hauki Gunnars-
syni að tryggja sér sæti í milliriðlum.
Aðeins Sigurði tókst að komast alla leið í
úrslit og að lokum hafnaði hann í 6. sæti.
Júlíus Hafstein afhendir hér Jóni Hjaltalín Magnússyni nýjan bikar til keppni á
fslandsmótinu í handknattleik. Bikarinn gefur Reykjavíkurborg í tilefni af 200 ára
afmæli sínu. Jón Hjaltalín var endurkjörinn formaður HSÍ á þingi sambandsins um
helgina. Tímamynd Pélur
Paul McGrath á hér þrumuskot að tékkneska markinu sem Miklosko markvörður varði mjög vel. Hann varði einnig vítaspymu frá Aldridge í leiknum. Tímamynd Pétur
Reykjavíkurleikarnir í knattspyrnu, Írland-Tékkóslóvakía:
Glæsimark Stap
færði írum sigurinn
- Tékkar spiluöu vel úti á vellinum en ógnuðu lítiö og írar sáu um eina mark leiksins - þar meö er
Reykjavíkurbikarinn þeirra
Úrslitakeppni bandaríska körfuknattleiksins:
Boston byrjar vel
Reynslan færöi liðinu góöan sigur á Rockets í fyrsta leik liöanna
Boston Celtics sigruðu Houston
Rockets í fyrstu viðureign liðanna um
bandaríska meistaratitilinn í körfu-
knattleik. Leikurinn fór fram í Bost-
on Gardens í Boston og endaði
112-110. Boston hafa unnið 45 leiki
í The Gardens á þessu tímabili en
aðeins tapað einu sinni.
Vendipunkturinn í leiknum að-
faranótt mánudagsins var í lok
þriðju lotu er Akeem „The Dream'"
Olajuwon fékk sína fimmtu villu og
var rekinn útaf. Þá skildu aðeins
fimm stig liðin en eftir það var
eftirleikurinn auðveldur hjá Boston.
Robert Parish varð stigahæstur
hjá Celtics með 23 stig en Bird og
McHale skoruðu 21 stig. Þá gerði
varasenterinn Bill Walton 10 stig en
hann hefur aukið mjög á breiddina í
liði Celtics á þessu tímabili. Hjá
Rockets var Olajuwon langstigahæst-
ur með 33 stig en hann er talinn sá
efnilegasti í NBA-deildinni um þess-
ar mundir, aðens 23 ára gamall.
Reynsla Celtics-leikmanna vóg
þungt á metunum í leiknum en allir,
fyrir utan Walton, tóku þátt í úrslita-
keppninni í fyrra þegar Celtics töp-
uðu fyrir L.A. Lakers. Sú skemmti-
lega tilviljun kom upp í þessari
keppni Celtics og Houston að þálfari
Houston er Bill Fitch sem þjálfaði
Celtics er þeir unnu meistaratitilinn
árið 1981 enþávoruandstæðingarnir
einmitt Houston Rockets.
Næsti leikur liðanna er annað
kvöld.
Hópfimleikar:
Pardusarnir unnu
Laugardaginn 24. maí fór fram í
fyrsta sinn á íslandi keppni hópa í
fimleikum. Keppni í þessari grein
fimleika hefur verið stunduð oft hjá
nágrannaþjóðum okkar og verið
haldið Norðuriandamót 3 sinnum.
10 hópar tóku þátt í keppninni að
þessu sinni og var mikil ánægja hjá
þátttakendum sem komu frá Glímu-
félaginu Ármanni, Iþróttafélaginu
Fylki, íþróttafélaginu Gerplu, Fim-
leikafélaginu Björk, Stjörnunni í
Garðabæ, og hópur frá íþrótta-
bandalagi Vestmannaeyja. Dómarar
gáfu stig eftir reglum sem dæmt er
eftir á Norðurlöndum.
Hópur Stjörnunnar í Garðabæ
sem kallar sig Pardusana fékk flest
stigin, þær fengu til eignar bikar sem
Puma umboðið gaf til keppninnar.
Pardusarnir eru 19 stúlkur undir
stjórn þjálfara Önnu Borg, þær voru
án vafa best æfði hópurinn og sýndu
M0LAR
■ Þjálfari Sovétmanna í knatt-
spyrnu, Valery Lobanovsky, hef-
ur látið í Ijós þá skoðun sína að
rétt væri fyrir Sovétmenn að taka
upp atvinnumennsku í knatt-
spymu. Hann sagði að það myndi
efla íþróttina og væri hvort eð er
ekki mikil breyting vegna þess að
allir leikmenn sem eitthvað geta
væru atvinnumcnn hvort eð er þó
þeir væru stimplaðir áhugamenn.
Hann vill að liðin fái að stjórna
sínum gerðum meira en nú er og
sjá um sín fjármál einnig en þau
eru nú rekin með styrkjum frá
ríkisíþróttamaskínunni í Sovét.
■ Franska liðið Marseilles hef-
ur gert samning við frönsku lands-
liðsmennina Bemard Genghini og
Albert Rust um að leika með
félaginu næsta keppnistímabil.
Þetta eru ekki fyrstu kaup Mar-
seilles á leikmönnum því áður
hafði Jean-Pierra Papin verið
keyptur svo og þjálfarinn Ban-
ide og framkvæmdastjórinn Mic-
hel Hidalgo, sá er sá um franska
landsliðið áður.
■ Liðið Hapoel frá Tel Aviv
tryggði sér deildarmcistaratitil í
ísrael með sigri á Haifa Maccabi
1-0 í lokaumferð deildarkeppn-
innar um helgina. Það var Gil
Landau sem skoraði eina mark
leiksins rétt fyrir leikslok.
■ PSV tókst aðeins að ná jafn-
tefli í holiensku deildarkeppninni
um helgina en skoraði þó eitt
mark í leiknum gegn Utrecht og
var það 100. mark liðsins á
keppnistímabilinu. PSV er þegar
búið að vinna meistaratitilinn þar
í landi. Þrátt fyrir að liðið sé búið
að skora 100 mörk þá hefur Ajax
gert betur í deildinni með því að
skora 120 mörk í 34 leikjum.
■ Knattspyrnuliðið Nígería
Bank sem er styrkt af samnefnd-
um banka hefur fengið skipun frá
yfirvöldum bankans um að vinna
næsta leik eða missa helming af
launum ella. Liðið, sem varð
meistari í Nígeríu í fyrra, hefur
aðeins unnið einn leik af 13 á
nýbyrjuðu keppnistímabili í Níg-
mikla leikgleði, og sannast á að
áhorfendur sem voru fjölmargir
völdu Pardusana vinsælasta hópinn,
og fengu þær bangsa í verðlaun.
Það er von okkar að þessi keppni
verði árviss viðburður og að ekki líði
á löngu að við getum tekið þátt í
Norðurlandakeppni í hópfimleik-
Mjólkurbikarinn
Nokkrir leikir voru í Mjólkur-
bikarkeppni KSI í knattspyrnu í
gærkvöldi. Tíminn hafði upp á
tvennum úrslitum en tveimur leikj-
um seinkaði mjög og ekki náðist
í aðra. Nú Austrí vann Hött a
Egilsstöðum með marki Kristjáns
Svavarssonar og Þróttur vann
Huginn í Neskaupstað með 3
mörkum Sigurðar Fríðjónssonar
gegn tveimur frá Seyðfirðingum.
Hattarmenn kváðu hafa verið
betri í leiknum við Austra en
Þróttarar komust í 3-1 áður en
Seyðfirðingar skoruðu úr víti á
lokamínútunni.
Theódór endurráðinn
Þeir eru kátir í kampinn Ainge, Bird
og Johnson hjá Celtics eftir sigurinn
á Rockets.
Theódór Sigurðsson fyrrverandi
leikmaður úr FH hefur verið endur-
ráðinn sem þjálfari handknattleiks-
liðs ÍBK sem vann sig upp í 2. deild
undir hans stjórn sl. tímabil. Eins og
kunnugt er var þetta fyrsta tímabil
hans með ÍBK og gekk það vonum
framar, því liðið tapaði aðeins þrem
leikjum af 24 yfir tímabilið í íslands-
mótinu og er það mjög góður árang-
ur. Reikna má með að ÍBK komi
sterkir til leiks næstk. tímabil því
þeir missa engan leikmann og fá
einhverja í viðbót eftir áreiðanlegum
heimildum.
Leikir í kvöld
í kvöld hefst keppni í 1. deild
kvenna á Íslandsmótinu í knatt-
spyrnu með leik UBK og Vals í
Kópavogi kl. 20.00. Þá verður
spilað í 2. deild kvenna og í
Mjólkurbikarkeppni KSÍ.
Þæreru meiriháttargóðarnýju Goðapylsumar á grillið eð’í pottinn og svo
og bragðið þaðhrífur já minnamánúsjá.
á
WU Pl<&
WtUiRNM