Tíminn - 28.05.1986, Page 12
12 Tíminn
Auglýsing um almenna
skoðun ökutækja í
Reykjavík 1986
Skráð ökutæki skulu færð til almennrar skoðunar
1986 sem hér segir:
1. Eftirtalin ökutæki sem skráð eru 1985 eða fyrr:
a. Bifreiðir til annarra nota en fólksflutninga.
b. Bifreiðir, er flytja mega 8 farþega eða fleiri.
c. Leigubifreiðir til mannflutninga.
d. Bifreiðir, sem ætlaðar eru til leigu í atvinnu
skyni án ökumanns.
e. Kennslubifreiðir.
f. Lögreglu-, sjúkra- og björgunarbifreiðir.
g. Tengi- og festivagnar, sem eru meira en
1500 kg að leyfðri heildarþyngd.
2. Aðrar bifreiðir en greinir í lið nr. 1 sem skráðar
eru nýjar og í fyrsta sinn 1983 eða fyrr. Sama
gildir um bifhjól. Auglýsing um skoðun léttra
bifhjóla verður birt síðar.
Skoðun fer fram virka daga aðra en laugardaga
frá kl. 08.00 til 16.00 hjá bifreiðaeftirliti ríkisins,
Bíldshöfða 8, Reykjavík, á tímabilinu frá 2. júní til
10. október.
2. júní-30. júní R-50001 -R-60000
25. ágúst-29. ágúst R-60001-R-62000
1. sept.-30. sept. R-62001 -R-70000
1. okt.-10. okt. R-70001 -R-74000
Við skoðun skulu ökumenn leggja fram gild
ökuskírteini, kvittun fyrir greiðslu bifreiðarskatts og
vottorð um að vátrygging ökutækis sé í gildi.
Skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Á leigu-
bifreiðum skal var sérstakt merki með bókstafnum
L, einnig gjaldmælir sem sýnir rétt ökugjald á
hverjum tíma.
I skráningarskírteini skal vera áritun um það að
aðalljós bifreiðar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1985.
Lögreglustjórinn í Reykjavík.
26. maí 1986.
Böðvar Bragason.
Auglýsing
um skoðun léttra bifhjóla í lögsagnarumdæmi
Reykjavíkur.
Mánudagur 26. maí R-1 til R-500
Þriðjudagur 27. maí R-501 til R-800
Miðvikudagur 28. maí R-801 til R-1100
Fimmtudagur 29. maí R-1101 til R-1300
Föstudagur 30. maí R-1301 og yfir.
Skoðunin verður framkvæmd fyrrnefnda daga við
bifreiðaeftirlitið að Bíldshöfða8, kl. 08.00 til 16.00.
Sýna ber við skoðun að lögboðin vátrygging sé í
gildi. Tryggingargjald ökumanns og skoðunargjald
ber að greiða við skoðun.
Skoðun hjóla sem eru í notkun í borginni er
skrásett eru í öðrum umdæmum fer fram fyrr-
nefnda daga.
Vanræki einhver að koma hjóli sínu til skoðunar
umrædda daga, verður hann látinn sæta sektum
samkvæmt umferðarlögum og hjólið tekið úr
umferð hvar sem til þess næst.
Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli.
22. maí 1986.
Lögreglustjórinn í Reykjavík.
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd gatnamálastjórans í
Reykjavík óskar eftir tilboöum í lagningu holræsa í fyllingu norðan
Sætúns milli Höföatúns og Kringlumýrarbrautar.
Verk þetta nefnist Sætúnsræsi, 2 áfangi.
Útboösgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík
gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðin veröa opnuö á sama staö
þriðjudaginn 3. júní kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frfltirkjuvcgi 3 — Sími 35800
lllllllllllllllllllllllllll
Miðvikudagur 28. maí 1986
Umræður um launakjör og af-
komu íslenskra launþega í saman-
burði við launþega annarra þjóða
má oft sjá og heyra bæði í fjölmiðium
og ekki síður manna á milli og
virðast margir þeirrar skoðunar að
almennt stöndum við illa í slíkum
samanburði.
Fleiri virðast forvitnir um þetta
efni en við íslendingar. „Hvernig
eru almenn lífskjör Breta í saman-
burði við hinar Efnahagsbandalags-
þjóðirnar, nú eftir 13 ára veru f
EBE? Þessari spurningu þótti blaða-
konu við vikublaðið Woman for-
vitnilegt að leita svara við. Og svörin
sem hún fékk virðast einnig geta
verið fróðleg fyrir okkur. í saman-
burðarhóp sinn leitaði blaðakonan
uppi fjölskyldur í 6 EBE landanna:
Bretlandi, V-Þýskalandi, Spáni, ít-
alíu, Belgíu og Frakklandi. Þær áttu
það sameiginlegt að eiginmennirnir
unnu allir í bílaverksmiðjum í við-
komandi löndum og voru á svipuð-
um aldri, eða 33-43ja ára.
í tekjusamanburðinum er þó mið-
að við heildarfjölskyldutekjur, þ.e.
að tekjum eiginkvennanna meðtöld-
um, sem allar utan ein unnu utan
heimilis í 40% til 100% starfi.
Reiknað samkvæmt gengi nú í
maí er meira en tvöfaldur tekjumun-
ur milli fjölskyldnanna. Aftur á móti
kemur í ljós að mat þeirra á eigin
afkomu var síður en svo í réttu
hlutfalli í sumum tilfellum. Þannig
virtist þýska fjölskyldan bera sig
einna verst, þrátt fyrir hæstu tekj-
urnar.
Athyglisvert er að sjá hve hús-
næðiskostnaður var gífurlega mis-
munandi hjá þessum 6 fjölskyldum,
eða allt að tífaldur munur í krónum
talið. Þótt bresku og frönsku fjöl-
skyldurnar virðist t.d. búa í svipuð-
um húsum, keyptum á álíka heildar-
verði, þarf sú franska að borga yfir
fjórum sinnum meira í afborgun og
vexti. Fyrir okkur er það líka sér-
staklega athyglisvert að fjölskyldur í
þessum löndum skuli geta keypt sér
nýleg hús fyrir upphæð sem tæpast
dugir fyrir 2ja herbergja blokkar-
íbúð á „láglauna“ íslandi.
Þá eru matarútgjöldin ekki síður
mismunandi, hvort sem litið er á
upphæð eða sem hlutfall af fjöl-
skyldutekjum. Lægst er það 18%
hjá belgísku fjölskyldunni en hæst
um 45% af tekjum hjá þeirri ítölsku.
Til smá samanburðar má geta þess
að miðað við framfærsluvísitöluna
okkar er matvöruliður „vísitölufjöl-
skyldunnar" nú um 19.300 kr. á
mánuði, eða um 23% af fjölskyldu-
tekjum.
Fyrir þann stóra hóp íslendinga
sem láta ekki kostnaðarsamar flug-
ferðir aftra sér frá sumarleyfisferð-
um til annarra Ianda, sem tæpast
kostar undir 150-200 þús. krónur
með öllu fyrir 4ra manna fjölskyldu,
er það kannski athyglisvert að sjá að
fæstar þessara evrópsku fjölskyldna
virðast hafa komið út fyrir landa-
mæri síns heimalands - sem þær
gætu þó farið á eigin bíl. Telja sig
fæstar hafa efni á slíku.
Hvað annan munað snertir kemur
í ljós að fæstar þeirra láta eftir sér að
fara út að borða á veitingahúsum,
fara í leikhús eða slíkt - telja það of
dýrt. I þriðja lagi - þrátt fyrir vinnu
í bílaverksmiðjum þar sem karlarnir
njóta afsláttar af verði nýrra bíla -
má segja að engin þessara fjöl-
skyldna eigi nema einn bíl, jafnvel
gamlar druslur. En lítum nú á hvað
þessar 6 evrópsku fjölskyldur höfðu
að segja um afkomu sína og lífsstíl:
-HEI
Þýska fjölskyldan: Eduard Kuerten
(33), Anne-Marie (34) og Nadine (4
ára).
Tekjur: 67.000 þýsk mörk á ári
(102.200 kr. á mán.) fyrir fullt starf
og yfirvinnu Eduards, sem er renni-
smiður í Ford-verksmiðju þar sem
unnið er á vöktum allan sólarhring-
inn og fyrir 60% vinnu Anne-Marie
sem er ritari í tryggingafyrirtæki.
Heimili: Þriggja herbergja leiguíbúð
í fjölbýlishúsi fyrir 650 mörk (11.900
kr.) á mánuði. Ódýrasta húsið sem
þau gætu keypt kostar um 300.000
mörk (5,5 millj.) sem þýddi um 31.
þús króna greiðslu á mnauði. Þau
hafa sjónvarp, video, hljómflutn-
ingstæki, þvottavél og frysti-
kistu. Eru ekki með afborgunar-
greiðslur.
Bfll: Ford Fiesta sem kostaði um 189
þús. fyrir rúmu ári.
Matur: Matarkostnaðurinn er um
1.750 mörk (32 þús. kr.) á mánuði
(kjöt nærri daglega, en oft hakkað
þar sem annað er dýrt). Eduard
borðar oft á vinnustað. Mánaðarlega
kaupa þau tilbúinn mat til að borða
heima og bjóða vinum heim í mat
annan hvern mánuð.
Frístundir: Hjónin reykja bæði.
Hann drekkur bjór heima, en hún
vín. Hann er steingervingasafnari,
hún prjónar og bæði eru tónlistarunn-
endur. Dótturinni eru gefin mörg
ieikföng.
Sumarfrí: Fjölskyldan .hefur ekki
haft efni á að fara að heiman í
sumarfrí síðustu tvö árin. Eii áðúr
voru þau vön að keyra til Ungverja-
lands eða Júgóslavíu.
Ýinislegt: Hjónin nota um 100 mörk
til kaupaá jólagjöf handadótturinni.
Eduard sagði: „Við mundum ekki
komast þetta vel af án þess að vinna
bæði úti. Lífskjör í Þýskalandi eru
ekki betri en meðal nágrannaþjóða,
bara öðruvísi." Anne-Marie bætti
við: „Við höfum ekki efni á neinu
utan daglegra þarfa. Komi eitthvað
óvænt upp á verðum við blönk. Ég
held að sumir Suður-Evrópubúar
komist jafnvel betur af en við.“.
Belgíska fjölskyldan: Julia (40) og
Andre Hesse (43) og Michel (11
ára).
Tekjur: 1.170.000 belgískir frankar
á ári (87.400 kr. á mán.) fyrir fulla
vinnu og yfirvinnu Andre, sem er
verkamaður á færibandi í Volkswag-
en bílaverksmiðju í Brussel og fullt
starf Julíu í fjölskyldufyrirtæki. Þau
sögu reyna að safna um 5.000 kr. á
mánuði.
Heimili: Þriggja herbergja leiguíbúð
í úthverfi Brussel. Leigan er um
7.400 á mánuði. Þau eru ekki með
neina drauma um kaup á eigin íbúð.
Þau hafa sjónvarp, hljómflutnings-
tæki og þvottavél og eru að hugleiða
kaup á heimilistölvu fyrir soninn.
Bfll: Audi 100, keyptur með afslætti
frá verksmiðjunrii' fyrir 243. þús. ‘kr..
Þau eru einnig að kaupa húsvagn
með afborgunum.
Matur: Um 17.200 b. frankar
(15.500 kr.) á mánuði. Þau segjast
hafa góðan mat og fá sér vínflösku
með um helgar. Þau borða aldrei úti
á veitingastöðum - „of dýrt“ sögðu
hjónin.
Frístundir: Mesta ánægju hafa þau
af að fara í styttri ferðir með hús-
vagninn - helst um hverja helgi.
Leikhúsferðir sögðu þau of dýrar,
en þau færu stöku sinnum í bíó.
Andre reykir sígarettupakka á dag.
Sumarfrí: Þau fara á hverju sumri
með húsvagninn til Suður-
Frakklands. Heildarkostnaðurinn af
ferðinni áætla þau um 58 þús.
krónur. Draumurinn er að komast
einhverntíma í langa ferð, t.d. til
Ástralíu.
Ýmislegt: Hjónin sögðust alltaf
kaupa góð og vönduð föt þótt þau á
hinn bóginn eltu ekki beinlínis tísk-
una. Sonurinn væri ekki frekur á
vasapeninga. Andre sagði: „Starfs-
menn bílaverskmiðju í öðrum lönd-
um hafa kannski hærri laun, en þeir
hafa líka hærri útgjöld. Við njótum
mun betri lífsafkomu heldur en
starfsbræður mínir í Frakklandi og
Englandi. Flesta langar í eitthvað
meira en þeir hafa, en við höfum svo
sem ekki yfir neinu að kvarta.“
Franska fjölskyldan: Odile (33) og
Alain Tomassi (35), Deline (13) og
Jiipírrýt'(li ‘álrá)' , ‘