Tíminn - 05.07.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.07.1986, Blaðsíða 5
Laugardagur 5. júlí 1986' Tíminn 5 UTLÖND Pakistan: Mótmæli sýna styrk Samkundur skipulagöar víöa um land - Styrkur Benazir og flokks hennar kemur væntanlega í Ijós Islamabad-Reuter Stjórnmálaslagurinn milli Benazir Bhutto og Mohammad Zia-Ul-Haq forseta Pakistan mun enn færast í aukana í dag er fram fara mótmæla- aðgerðir víðs vegar um landið sem helsti stjórnarandstöðuflokkurinn hefur skipulagt. Samkundurnar eru skipulagðar af Þjóðarflokki Pakistan (PPP) sem er flokkur Benazir en í dag eru einmitt níu ár liðin sfðan Zia leiddi byltingu gegn föður hennar, Zulifikar Ali Bhutto. Dagur þessi hefur verið kallaður „Svarti dagurinn“ af stjórnarand- stæðingum sem krefjast munu af- sagnar Zia. Það var einmitt hann sem leyfði að Ali Bhutto yrði hengd- ur árið 1979 eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa hvatt til morðs á pólitískum andstæðingi. Benazir hefur krafist þess að Zia láti kosningar fara fram í haust en hann og forsætisráðherra hans, Mo- hammed Khan Junejo, hafa neitað að verða við þessari kröfu. ' Þjóðþing var kjörið á síðasta ári og á það að stjórna landsmálum í fimm ár. Stjórnmálaflokkum var ekki leyfð þátttaka í kosningunum til þingsins. Leiðrétting: Leutwilerer ekki hættur Zurich-Reutc Frétt Reuters fréttastofunnar um að Fritz Leutwiler, sérstakur samningafulltrúi í viðræðum S- Afríkustjórnar við fulltrúa al- 1 þjóðabanka sem lána fé til landsins, hafi sagt upp starti sinu í mótmælaskyni við stefnu stjórn- valda í S-Afríku reyndist ekki rétt. Þessi frétt birtist í Tímanum í gær. Það var fyrrum talsmaður Leutwilers sem gaf út yfirlýsingu um uppsögn hans en hún reyndist vera á misskilningi byggð. Sri Lanka: Benazir Bhutto fékk góðar viðtökur er hún snéri til síns heima í apríl síðastliðnum. Svarar fólk kalli hennar í dag? Að sögn vestrænna stjórnarerind- reka segir fjöldi sá sem mætir á mótmælasamkundurnar í dag mikið til um raunverulegan styrk Benazir Bhutto. Mikill fjöldi kom að vísu til funda hennar í apríl síðastliðnum er hún kom til landsins en það gæti eins hafa stafað af Ijóma þeim sem lék um nafn hennar og létti vegna af- náms átta ára gamla herlaga. Benazir og aðrir leiðtogar PPP hafa hvatt til þess að fólk hagi sér friðsamlega á mótmælasamkundun- um. Benazir mun ekki tala á neinni af hinum áætluðu samkundum held- ur lætur öðrum forystumönnum PPP hljóðnemann eftir. Brasilískir hvalfangarar: Vilja veiða í vísindaskyni Bettino Craxi sagði af sér forsætisráðherraembættinu í síðustu viku og í kjölfarið er komin enn ein stjórnarkreppan á Ítalíu. Ítalía: Enn reynt að miðla málum Fanfani fenginn til að reyna að leysa stjórnarkreppuna Róm-Reuter Francesco Cossiga forseti Ítalíu hefur skipað hinn reynda stjórn- málaleiðtoga Amintore Fanfani sem sérlegan samningamann sinn í vænt- anlegum viðræðuni þar sem haldið verður áfram að reyna að leysa úr stjórnarkreppunni á Ítalíu. Fanfani er forseti öldungadeildar- innar og hefur verið forsætisráðherra í alls fimm skipti. Hann er næst háttsettasti stjórnmálamaðurinn á Ítalíu á eftir Cossiga forseta. Ákvörðun Cossiga um að fá Fan- fani til að reyna að miðla málum sýnir hversu alvarlegt vandamál hef- ur skapast í ítölskum stjórnmálum eftir afsögn Bettino Craxis í sfðustu viku. Þrátt fyrir viðræður sem stóðu í nærri viku tókst ekki að miðla mál- um milli Sósíalistaflokks Craxis og Kristilegra demókrata en þessir tveir flokkar voru þeir öflugustu í fimm flokka samsteypustjórn Craxis. Valdatogstreita er á milli leiðtoga flokkanna tveggja, Kristilegir demó- kratar vildu ekki að Craxi héldi forsætisráðherraembættinu fram að kosningunum árið 1988 og höfðu upphaflega krafist þess að skipt yrði um í embættinu í lok þessa árs. Þeir virðast þó hafa fallið frá þessari kröfu en hafa í staðinn sett sem skilyrði að flokkarnir fimm bjóði fram í einu lagi í næstu kosningum og Kristilegir demókratar fái forsæt- isráðherraembættið að þeim lokn- um. Það hafa sósíalistar ekki viljað fallast á. Rió de Janeiró-Reuter. Eina hvalveiðifyrirtækið sem fyrirfinnst í Brasilíu hefur lagt fram beiðni til ríkisstjórnarinnar um að fá að veiða hvali í vísindaskyni. Þetta var haft eftir talsmanni fyrirtækisins og er beiðnin lögð fram þrátt fyrir að fimm ára bann hafi verið lagt við hvalveiðum á síðasta ári. Guilherme Rabay, framkvæmda- stjóri hvalveiðifyrirtækisins Copes- bra, sagði hann ogfjölda stjórnmála- manna frá héraðinu Paraiba í Norð- austur Brasilíu hafa farið fram á við stjórnvöld að fá að veiða hvali á tímabilinu september til nóvember á þessu ári. Búist er við að ákvörðun um leyfið verði tekin í þessum mánuði. Hrefnur koma á ári hverju frá Suðurskautinu norður til heitari sjávar út af Paraiba til að para sig. Tímabil þetta stendur yfir frá júlí til desember og í fyrra veiddi eina hvalveiðiskip Copesbra fyrirtækis- ins heila 598 hvali eða allan sinn kvóta. Rabay sagði bannið hafa þýtt að segja varð upp 160 starfsmönnum fyrirtækisins og hætta væri á að um þúsund aðrir misstu störf sín í hérað- inu vegna þessa. Tebardagi tamila og sinhalesa Colombo-Reuter Kveikt var í einum fjörutíu húsum og verslunum í helsta teræktunar- héraði Sri Lanka í fyrrinótt en þar hafa skærur rnilli andstæðra fylkinga tamila og sinhalesa staðið yfir undanfarna daga. Háttsettur lögreglumaður í hérað- inu sagði í samtali við fréttamann Rcuters að spenna væri enn mikjl og líklega myndi útgöngubann verða sett á yfir nóttina. Vandræðin hófust fyrir tveimur dögurn í bænum Pundaluoya þegar sumir íbúanna, flestir úr hópi sinha- lesa, réðust á tcverkamenn úr hópi tamila vegna einkaviðskipta. Skærurnar leiddu til þess að um tíu þúsund verkamenn fóru í verkfall og kröfðust þess að árásarmennirnir sættu refsingu. Refsing kom hinsvegar ekki til hcldur breiddust átökin út með ýmis- konar spellvirkjum á báða bóga. Verkamenn á teræktarsvæðum cyjunnar eru yfirleitt tamilarog hafa þeir oft átt í útistöðum við meirihlutahóp sinhalesa á svæðinu. Astralía: Nýtt eldsneyti fullt af vatni Melbournc-Reuter. Arangursríkar tilraunir með nýtt eldsneyti gerðu úr blöndu af kolum, olíu og vatni hafa verið gerðar af áströlsku fyrirtæki og gæti nýja eldsneytið átt eftir að draga verulega úr olíunotkun í orkuverum. Sir Peter Derham, formaður fyrirtækisins Coaltech, sagði í yfir- lýsingu að tilraunir með nýja elds- neytið í bandarískum brennsluofni hefðu komið mjög vel út. Eldsneyt- ið samanstendur af 59% kolum, 21% vatni og 20% olíu. „í fyrsta skipti geta nú ríkis- stjórnir, stór samsteypufyrirtæki og stórfyrirtæki dregið úr þeirri olíu sem notuð er til að knýja áfram orkuver og notað þess í stað vatn og kol,“ sagði Derham. Derham sagði fyrirtæki sitt von- ast til að næla sér í rúmlega 20 milljónir dollara vegna útflutnings á nýja eldsneytinu á næsta fjárhags- ári. Aðeins óverulegra breytinga er þörf á olíubrennsluofnum til að geta brennt nýja eldsneytið. Hjúskaparbrot í Índónesíu: Borgað með múrsteinum Djakarta-Reuter. Maður einn sem býr á austurhluta Jövu hefur verið sektaður um 4000 múrsteina vegna hjúskaparbrots. Maðurinn átti við konu nágranna síns. Frétt þessi birtist í dagblaðinu Djakarta Post sem kemur út á ensku. Það var höfðingi þorpsins Selok- ajang, Marwoto að nafni, sem ákvað sekt þessa. Marwoto hefur hótað svipuðum sektum fyrir hvern þann mann sem daðrar við aðrar konur en sína eigin og gerir hann þetta til að bæta efnahag þorpsins. Þorpsbúinn sem sektaður var átti að vísu einungis þúsund múrsteina en Marwoto sagði í samtali við Djakarta Post að sá seki fengi að greiða afganginn með afborg- unarskilmálum. Reiðhjól hins seka var einnig tekið af honum svo hann gæti ekki átt við konur í nágrannabyggðunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.