Tíminn - 05.07.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.07.1986, Blaðsíða 8
Sveitarstjóri Staða sveitarstjóra Stokkseyrarhrepps er laus til umsóknar. Nánari upplýsingar veita sveitarstjóri í síma 99-3267 og oddviti í síma 99-3244. Umsókn- arfrestur er til 15. júlí n.k. Hreppsnefnd Stokkseyrarhrepps Útboð Tilboð óskast í gerð sökkla fyrir 2. áfanga Hjalla- skóla í Kópavogi. Verkið er gröftur og uppsteypa sökkulveggja. Útboðsgögn verða afhent á tækni- deild Kópavogs, Fannborg 2, 3. h. gegn 3000 kr. skilatryggingu. Jilboðum skal skilað miðvikudag- inn 16. júlí 1986 kl. 11 á sama stað og verða þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þar mæta. Bæjarverkfræðingur Kópavogs VEGAGERÐIN Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í Snæfelis- nesveg í Helgafellssveit: (Lengd 10,5 km. fylling og burðarlag 150.000 m3). Verki skal lokið 1. júlí 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og í Reykjavík (Aðalgjaldkera) frá og með 8. júlí 1986. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 21. júlí 1986. Vegamálastjóri Ensku- og þýskukennarar Samvinnuskólinn á Bifröst auglýsir kennarastörf í ensku og þýsku. Störfin geta vel hentað hjónum saman. Fjölskylduíbúð fylgir og möguleikar á aukastörfum. Umsóknir með upplýsingum sendist skólastjóra Samvinnuskólans á Bifröst (póstfang: 311 Borg- arnes) og hann veitir upplýsingar (sími: 93-5001). Bókari Óskum eftir að ráða í bókhaldsstarf á P.C. tölvu prentsmIdjan é^dda HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000 filllAUSARSTÖÐURHJÁ m REYKJAVIKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Fóstra eða aðrir með uppeldisfræðilega menntun óskast frá og með 13. ágúst að skóla- dagheimili Breiðagerðisskóla. Starfsmaður óskast einnig á sama stað frá sama tíma. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 84558. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð fyrir kl. 16.00 mánudaginn 28. júlí. 'Laugardagur 5. júlí 1986 8 Tíminn Þrjú listaverk eftir Steinunni Marteinsdóttur voru alhjúpuð 27. júní í biðstofu lcitarstöðvar Krabbameinsfélags íslands að Skógarhlíð 8, en þá átti Krabbameinsfélag íslands 35 ára afmæli. Listaverkin voru gerð fyrir fé úr minningarsjóði um Guðmund Jóhannesson sem var yfirlæknir leitarstöðvarinnar frá 1971 til 1981, er hann lést af slysförum. Á myndinni er listamaðurinn, Steinunn Marteinsdóttir, fyrir miðju ásamt þremur af börnum Guðmundar, þeim Jóhannesi, Þorgerði og Guðmundi og Guðrúnu Þorkelsdóttur, ekkju Guðmundar Jóhannessonar, en hún afhjúpaði listaverkin. Krabbameinsfélagiö: Áhersla lögð á rannsóknir, sjúkdómaleit og aðstod við sjúklinga Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, hefur fallist á að gerast verndari Krabbameinsfélags Islands. Jafnframt hefur hún verið kjörin, fyrst allra, í heiðursráð Krabbameinsfélagsins. Gunnlaugur Snædal formaður Krabbam- einsfélagsins afhenti Vigdísi skjal, þessu til staðfestingar, á 35 ára afmæli félagsins, 27. júní sl. Fyrir miðri mynd er Almar Grímsson sem á sæti í stjórn Krabbameinsfélagsins. Á fundi framkvæmdastjórnar Krabbameinsfélags íslands á 35 ára afmæli félagsins, 27. júní, var sam- þykkt í meginatriðum ráðstöfun þeirra 27 milljóna króna sem söfnuð- ust í apríl á vegum „Þjóðarátaks gegn krabbameini.“ I ályktun stjórnarinnar segir að Krabbameinsfélag íslands vilji af alhug þakka íslensku þjóðinni stuðn- ing hennar frá upphafi. Sérstaklega vill félagið koma á framfæri þakklæti fyrir þá rausn sem þjóðin sýndi við söfnunina í vor og þakkað er fórnfúst starf félagasamtaka og einstaklinga sem framkvæmd átaksins hvíldi á. Nú hafa skapast möguleikar til eflingar á þremur megin þáttum, sem félagið mun vinna að næstu fimm árin, en það eru krabbameins- rannsóknir, krabbameinsleit, og að- stoð við krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra. Komið verður upp aðstöðu til grunnrannsókna til að afla nýrrar þekkinar á orsökum og eðli krabba- meina. Á jarðhæð í húsi Krabba- meinsfélagsins verður innréttuð rannsóknastofa og hún búin tækjum til söfnunar og geymslu á lífrænum efnivið og til rannsókna í frumulíf- fræði. Á 35 ára starfsferli sínum hefur Krabbameinsfélagið safnað mikilvægum upplýsingum sem leggja munu grunninn að skipulagningu þessarar vísindavinnu. Krabbameinsfélagið hefur í rúma tvo áratugi haft forgöngu um leit að krabbameini og forstigum þess í grindarholslíffærum kvenna, og í brjóstum kvenna síðastliðinn ára- tug. Árangur þessa starfs er mark- verður og hefur skipað fslendingum meðal fremstu þjóða heims á þessu sviði. Með aukinni þekkingu og framförum við sjúkdómsgreiningu skapast forsendur til leitar að krabbameinum í fleiri líffærum hjá konum jafnt sem körlum. Þessar forsendur mun Krabbameinsfélagið nú nýta með því að stuðla að enn víðtækari krabbameinsleit. Á síð- ustu árum hafa orðið miklar framfar- ir á sviði krabbameinslækninga. Nú læknast fjórir af hverjum tíu sem sjúkdóminn fá. Með auknum for- vörnum og bættri leit er unnt að hækka þetta hlutfall. Fjöldi krabbameina sem greind eru ár hvert hér á landi hefur tvöfaldast síðastliðin 30 ár. Haldi sama þróun áfram er búist við að um 1200 manns muni greinast með krabbamein árið 2000. Nú eru á fjórða þúsund manns á lífi, sem greinst hafa með krabbamein og fengið meðferð. Talið er að um næstu aldamót verði að minnsta kosti helmingi fleiri krabbameins- sjúklingar á lífi. Jafnframt því sem takmarkið er að fækka dauðsföllum af völdum krabbameins mun Krabbameinsfélagið vinna að því að bæta hag þeirra sem ekki verða læknaðir og veita þeim stuðning. Félagið undirbýr nú upplýsingaþjón- ustu um krabbamein fyrir almenn- ing, aukna aðstoð við fyrrverandi krabbameinssjúklinga og aðstoð við sjúklinga í heimahúsum, í samvinnu við sveitarfélög og heilbrigðisyfir- völd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.