Tíminn - 25.07.1986, Page 11

Tíminn - 25.07.1986, Page 11
Föstudagur 25. júlí 1986 Tíminn 15 Ásbjörn Jónsson Fæddur 15. júní 1906. Dáinn 12. júlí 1986. Tengdafaðir minn, Ásbjörn Jónsson, lézt í Borgarspítalanum aðfaranótt laugardagsins 12. júlí eft- ir stutta en stranga banalegu. Tæp- um mánuði áður hélt hann upp á áttræðisafmæli sitt í hópi fjölskyldu og vina og var hrókur alls fagnaðar. Mun engan, sem þar var, hafa grunað, að hann bæri svo bráðafeigð í brjósti. Og þó kom andlát hans okkur, sem áttum mest saman við hann að sælda, ekki með öllu á óvart. Við vissum, að hann var með alvarlegan hjartasjúkdóm og oft mjög þjáður, þó að hann léti lítið á því bera, væri allajafna glaður og reifur og gengi dag h vern að störfum, eins og ekkert hefði ískorizt. Virtist lífsþróttur hans nær óskertur til síðustu stunda. í>á hjúkraði eigin- kona hans honum með dæmafárri umhyggju eftir að heilsa hans fór að bila. Átti það mestan þátt í, að honum auðnaðist að eiga svo langa og auðnuríka ævi. Ásbjörn Jónsson var fæddur á Deildará í Múlasveit í Austur- Barðastrandarsýslu. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, bóndi þar, og kona hans, Ástríður Ásbjörnsdóttir frá Kollsvík. Á Deildará - eins og víða við Breiðafjörð - var stundaður hefðbundinn landbúnaður með hlunnindum af æðarvarpi, selveiði, lundatekju og sjávarfangi. Verzlun var sótt til Flateyjar, enda var Múla- sveit eitt afskekktasta byggðarlag á landinu um þessar mundir. Þeir Ásbjörn og Jón, yngri bróðir hans, sem seinna varð bóndi á Deildará, höfðu því margt að sýsla á upp- vaxtarárunum bæði á sjó og landi, enda urðu þeir báðir harðskeyttir veiðimenn. Á kreppuárunum var Ásbjörn fengsæl grenjaskytta. Auk þess keypti hann yrðlinga, ól þá upp á Deildará og seldi refaskinn. Kom hann þannig undir sig fótum fjár- hagslega. Er þetta dæmi um hagsýni hans og hugkvæmni. Þótt Ásbjörn flyttist til Reykjavík- ur, kvæntist þar, stofnaði heimili og eignaðist börn, sagði hann ekki skil- ið við æskustöðvarnar. Um langt árabil fór fjölskyldan vestur að Deildará á hverju sumri og dvaldist þar lengri eða skemmri tíma. Það var gaman að heimsækja þau hjónin, þegar þau komu úr þessum ferðum. Vestfirzk aðalbláber með rjóma voru þá á borðum. Hafði húsbónd- inn tínt þau, en berjatínsla var íþrótt hans og yndi, enda engum fært að etja þar við hann kappi. Kom honum til góða að þekkja nánast hverja þúfu og hvern stein í heimahögun- um. Hann hefði vel getað tekið undir með Jóni Helgasyni, þegar hann segir: Löngum í æsku ég undi við angandi hvamminn og gilsins nið, ómur af fossum og flugastraum fléttaðist síðan við hvern minn draum. Ásbjörn kvæntist 1938 Kristrúnu Valgerði Jónsdóttur, dóttur Jóns bónda Jónssonar á Þóroddsstöðum í Ölfusi, síðar í Reykjavík, og Vigdís- ar konu hans Eyjólfsdóttur. Festu þau ungu hjónin kaup á húseigninni Nýlendugötu 29 í Reykjavík og hafa búið þar æ síðan. Af Nýlendugötu 29 sér vestur og norður yfir víðfeðm- an Faxaflóa og siglingarleið til Reykjavíkurhafnar. Var það útsýni Ásbirni einkar kært, enda tengdur sjó frá bernsku. Ásbjörn og Kristrún eignuðust tvö börn: Jón, heildsala og fiskúttlytjanda í Reykjavík. Kona hans er Halla Dan- íelsdóttir og börn þeirra tvö, Ás- björn og Ásdís; Fríðu Valgerði, húsmæðrakennara, sem er gift undirrituðum. Synir okkar eru Baldur, Héðinn og Gunnar. í Reykjavík fékkst Ásbjörn við margt. Var sjómaður um skeið, rak refa- og minkabú og seinna svínabú, þar sem nú er Garðabær, keypti og verkaði grásleppuhrogn til út - flutnings o.fl.Síðustu árin keypti hann fisk af bátum, gerði að honum og seldi siðan í mötuneyti og til fisksala. Hann líktist Bjarti í Sumar- húsum að því leyti, að það var honum afar mikils virði að starfa sjálfstætt og vera frjáls og öðrum óháður. Ég held, að honum hafi látið betur að vinna verkin sjálfur en að hafa fólk í vinnu. Hann var hamhleypa við öll störf, en þó vand- virkur. Hann reis jafnan árla úr rekkju og var oft búinn að skila dagsverki, þegar þorri borgarbúa var að skreiðast á fætur. Hann var mjög orðheldinn og áreiðanlegur í öllum viðskiptum. Ásbjörn efnaðist vel og hafði oft á lífsleiðinni talsvert fé handa á milli. Var það honum mikils virði. Hann hafði þó enga löngun til að safna auði. Hins vegar þótti honum gaman að geta veitt ættingj- um og vinum, sem þurftu á hjálp að halda, fjárhagslega aðstoð. Framan af ævi spilaði Ásbjörn mikið bridge í tómstundum sínum. Tók hann oft þátt í keppni, og var sveit hans sigursæl. Ber fjöldi verð- launabikara á heimili hans því glöggt vitni. Á síðari árum las hann mikið, einkum bækur um mannlíf, atvinnu- hætti og sjómennsku við Breiða- fjörð. Atti hann gott safn slíkra bóka og auk þess mörg öndvegisrit íslenzkra bókmennta. Ásbjörn og Kristrún tóku alla tíð mikinn þátt í starfsemi Breiðfirðingafélagsins í Reykjavík og báru hag þess mjög fyrir brjósti. Ég kynntist Ásbirni nokkru eftir Á timabilinu 1. mai til 30. sept. að ég fór að vera með dóttur hans. Hafði ég þó séð hann álengdar, en fannst maðurinn ekki árennilegur og forðaðist í lengstu lög að hitta hann. Þegar fundum okkar bar loks saman, varð mér ljóst, að ótti minn var algerlega ástæðulaus. Hann tók mér með mikilli vinsemd, og skynjaði ég strax hjartahlýjuna, sem mér fannst þá og æ síðan ríkasti þátturinn í eðli hans. Hann bjó yfir ótrúlega miklum persónutöfrum, og öllum leið vel í návist hans. Ég held, að það hafi stafað af því, að hann var alltaf fyrst og fremst sveitapiltur að vestan, þó að hann byggi í áratugi í Reýkjavík. Hann kom ævinlega til dyra eins og hann var klæddur, og öll sýndar- mennska var honum víðs fjarri. Þegar synir ntínir uxu úr grasi, varð það eitt helzta tilhlökkunarefni þeirra að fá að gista hjá afa og ömmu á Nýlendugötu. Þar voru þeir um- vafðir hlýju og kærleika. Að leiðarlokum þakka ég tengda- föður mínum innilega fyrir sam- fylgdina. Þar var hann nær alltaf gefandi, en ég þiggjandi. Ég kveð hann svo með tveimur síðustu erind- unum úr kvæði Tómasar Guðmunds- sonar f VESTURBÆNUM, en þar hafa tengdaforeldrar mínir búið í hartnær hálfa öld: En þó að þagni hver kliður og þó að draumró og friður leggist um allt og alla, ber hjarta manns svip af sænum, sem sefur framundan bænum með öldur, sem óralangt falla. Pví særinn er veraIdarsærinn, og sjálfur er vesturbærinn heimur, sem kynslóðir hlóðu, með sálir, sem syrgja og gleðjast, og sálir, sem hittast og kvedjast á strönd hinnar miklu móðu. Steingrímur Baldursson vantar / eftirtalin hverfi. Blaðberar óskast frá 1. ágúst. Melabraut, Skólabraut Ármúla, Síðumúla Bólstaðarhlíð, Skafta- hlíð, Leitin Afleysingar: Háaleitisbraut, Blönduhlíð, Drápuhlíð Borgarholtsbraut, Skólagerði og víðs- vegar um borgina. Hefur það bjargað þér /T _____ Utibú í kringum landið REYKJAVÍK:... 91-31815/686915 AKUREYRI:......96-21715/23515 BORGARNES:............93-7618 BLÖNDUÓS:........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:...... 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:........96-71489 HÚSAVÍK:.......96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ........ 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:... 97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: .... 97-8303 interRent Á timabilinu 1. júni til 31. ágúst Mánudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Þriðjudaga Frá Stykkisholmi kl. 14.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 eftir komu rútu Til Stykkishólms kl. 18.00 Fra Brjánslæk kl 18 00 fyrir brottför rútútil Rvk .Til Stykkishólms kl. 21.30 Fimmtudaga Samatimatafla og Laugardaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 mánudaga Sigling um suðureyjar Föstudaga: Frá Stykkishólmi kl. 14.00. eftirkomu rútu Frá Brjánslæk kl. 15.00 Til Stykkishólms kl. 19.00 Viðkoma í inneyjum Á tímabilinu 1. júli til 31. áqúst Frá Brjánslæk kl. 19.30 Miðvikudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Til Stykkishólms kl. 23.00 Frá Brjánslæk kl. 14 00 Til Stykkishólms kl. 18 00. fyrir brottför rútu Viðkoma er ávallt i Flatey á baðum leiðum. Bilaflutninga er nauðsynlegt að panta með tyrirvara. Tímlnn SIÐUMÚLA 15 686300 IED TVÍMÆLALAUST HAGSTÆÐUSTU KAUPIN Besta verðið - Bestu kjörin Lang ódýrasta dráttarvélin á markaðnum Velaborg Bútækni hf. Simi 686655/686680 Ertu kennari? Viltu breyta til? Hvernig væri þá að athuga alla möguleika á því að gerast kennari í Grundarfiröi? Grunnskólinn í Grundarfirði er að stærstum hluta í nýlegu húsnæði. Hann er ágætlega búinn tækjum, með góðri vinnuaðstöðu kennara ásamt góðu skólasafni. Bekkjadeildir eru að viðráðanlegri stærð (12-14 nem.) en heildarfjöldi nemenda er 150. Sértu að hugsa um að slá til þá vantar kennara í almenna bekkjarkennslu og til kennslu I raungreinum, tungumálum og handmennt. Ennfremur til kennslu á skólasafni (hálft starf á móti hálfu starfi á almenningssafni). Grundarfjörður er í fögru umhverfi í um það bil 250 km fjarlægð frá Reykjavík. Þangað eru daglegar ferðir með áætlunarbílum og flug þrisvar í viku. Viljir þú kynna þér málið þá sláðu á þráðinn. Skólastjórinn Gunnar Kristjánsson sími 93-8802, og varaformaður skólanefndar, Sólrún Kristinsdóttir sími 93-8716, gefa allar nánari upplýsingar. Skólanefnd. Frá Stykkishólmi: Hjá afgreiðslu Baldurs Stykkishólmi, s.: 93-8120 Frá Brjánslæk: Hjá Ragnari Guðmundssyni Brjánslæk, s.: 94-2020. Frá Menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti eru lausartil umsóknarkennara- stöður í handavinnu tré- og málmgreina, tölvufræðum, viðskiptafræð- um og 1/2 staða tónmenntakennara. Umsóknir skulu sendar til Menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 10. ágúst. Umsóknarfrestur um áður auglýstar kennarastöður I stærðfræði og þýsku við Menntaskólann á Akureyri framlengist til 10. ágúst. Menntamálaráðuneytið

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.