Tíminn - 03.08.1986, Síða 13

Tíminn - 03.08.1986, Síða 13
Sunnudagur 3. ágúst 1986 Tíminn 13 Það lék enginn vafi á því að hljómburðurinn var mjög góður. Heyra mátti spilað á fiðlustreng, lítið þykkri en mannshár, í ysta horni hins víð- feðmahringleikahúss. Zenatello ákvað að fyrsta óperan sem flutt yrði skyldi vera Aida eftir meist- ara Verdi. Það var ekki að ástæðulausu því að verið var að fagna 100 ára fæðingarafmæli tónskáldsins. Sögusvið óperunnar er Egypta- land og má því notast við hluta leikhússins óbreytt. Óperan er jafnan flutt með stórum kór sem telur hátt í tvöhundruð manns og hundrað manna hljómsveit ásamt bestu einsöngvurum sem kostur eráhverjusinni. Fullyrða má því að þegar Aida er sýnd séu um 450 manns á sviðinu og um 150 sem vinna á bak við tjöldin. Stjórnun óperunnar var falin Tullio Serafin og innfæddur ball- etmeistari að nafni Ettore Fag- iuli sá um „kóreógrafíu“. Her- inn útvegaði ljósavél til að lýsa upp sviðið en sæti voru fengin að láni úr nálægum kirkjum. Gróðinn af þessu fyrirtæki tenórsins var gífurlegur og skipti tugum þúsunda líra, sem í dag dugar nú ekki fyrir nema einum miða. En þetta hafði einnig annað í för með sér. Borgin fylltist af ferðamönnum sem sköpuðu vinnu fyrir gistihús og matsölustaði. Hafði þetta í för með sér að upp risu háværar raddir sem kröfðust þess að þetta yrði að árvissum atburði. Hjólintakaað snúast Næsta ár héldu Verónabúar ótrauðir áfram og sýndu óper- una Carmen eftir Bizet. Óperu- sýningum var svo haldið uppi óslitið allt til upphafs fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þegar ó- friðarbálið lægði svo árið 1918 var haldið áfram og fyrsta óperu- sýning eftir stríð var árið 1919 og hafa þær haldið áfram alla tíð síðan. Með því að ráða alltaf bestu söngvara og stjórnendur í heimi ásamt sviðsmyndar- hönnuðum hefur hátíðin náð geysilegri lýðhylli meðal óperu- aðdáenda og ber þá víða að. Mest er þó um Austurríkismenn og Þjóðverja ásamt Svisslend- ingum. Á sumrin er auðveldara að ná saman öllum mestu stórstirnum óperuheimsins, því að óperu- húsin loka flest yfir sumarmán- uðina. Með hinum mikla áhorf- endafjölda", sem getur farið upp í rúm tuttugu þúsund manns er líka mögulegt að borga stór- söngvurunum. Ekki fyrir veifiskata Arenan hefur oft verið van- þakklát fyrir söngvara og er talin eitt alerfiðasta tónleikahús sem söngvarar geta valið sér. í samtali við einn af eldri gestum hringleikahússins kom upp úr kafinu að í dag væru aðeins 15-20 raddir sem nytu sín í Arenunni. Er þar fyrstan að telja Luciano Pavarotti, en rödd hans má heyra auðveldlega hvar sem er í hringleikahúsinu. Þá er og að nefna Placido Domingo. Þessi ákveðni aldni maður hafði fylgst með söngvurum frá árinu 1929, þá barn að aldri. Sópran- söngkonurnar og mezzósópran- söngkonurnar eiga fleiri verðuga fulltrúa. Nægir þar að nefna söngkonur á borð við Maria Chiara eða Fiorenza Cossotto. Ég var viðstaddur eina æfingu á Aida og undraði mjög að Fior- enza söng alltaf fullri raustu á æfingunni, jafnvel þótt sumar senurnar væru endurteknar. ít- ölsku gárungarnir höfðu á orði að hún hitaði sig upp fyrir sýn- ingar með því að syngja hlut- verkið sitt tvisvar sinnum í gegn. Eitthvað hafði lekið út hvað hún fengi borgað fyrir sýninguna og voru það litlar LIT.25.000.000 eða urn 700.000 íslenskar krónur. Ekki var gefið upp hvað tenórum á borð við Jose Carrer- as eða Nicola Martinucci var borgað en búast má við að það nálgist milljónina. Dágóður skildingur það. Mæðir mest á tenórum Þeir sem mesta athygli hljóta og bera hita og þunga leiksins eru þó að sjálfsögðu tenórarnir og af þeim sökum fá þeir allra manna best borgað. A kvöldin þegar sýningar voru heyrði mað- ur í hléunum að tenórarnir í dag voru bornir saman við meistara fortíðarinnar. Var þá óbrigðult að smekkur manna fór eftir því hvenær þeir komu fyrst á óperu í Verona. Þeir sem heyrt höfðu Pertile um 1940 töldu hann fremstan allra og eins var um þá sem heyrt höfðu Corelli og Mon- aco nokkrum áratugum síðar. Eitt voru þeir þó sammála um, sem var að í dag kynni enginn að syngja og styður það aðra kenn- ingu um að heimur versnandi fer. Ég minnist sérstaklega við- tals við gömul hjón frá Pa’dova sem sögðust hafa heyrt háu tón- ana Beniamino Giglis þegar þau sátu og drukku kaffi í kaffihúsi í nágrenni Arenunnar. Verður þetta að teljast mesta hól sem ítali getur veitt nokkrum söng- vara. Baul og blístur Jose Carreras sem fór með hlutverk Andrea Chenier fékk þó mjög góðar móttökur, sem er annað en hinn heimsfrægi barit- ón Renato Bruson. Hann átti í vandræðum allt kvöldið og þó sérstaklega í aríunni „Nemico della Patria“. En baritónsöng- varanum til mikils hugarléttis var hann ekki sá eini sem varð fyrir barðinu á lýðnum þetta kvöld. Leikmyndin sem hafði fengið mikið klapp eftir fyrsta þátt varð fyrir miklu aðkasti eftir fjórða þátt. í lok fjórða Fréttaritari Tímans á Ítalíu þáttar ganga Andra Chenier og Maddalena óhrædd á vit dauð- ans. Leikmyndahönnuðurinn hafði fengið þá snilldarhugmynd að í tilefni þessa myndi hann setja í gang „ljósashow“ eitt mikið og nokkur „sett“ af gos- brunnum og gera sviðið á þann hátt svolítið líflegra. ítölunum þótti þetta ekki einkennandi fyr- ir sálarástand fólks sem á að fara að taka af lífi, hversu miklir föðurlandsvinir sem þeir annars eru. Eftir óperuna voru þeir Renato Bruson og Attilio Col- onnello fljótir að láta sig hverfa enda mætti þeim einungis blístur og baul frá áhorfendum. Mont- serrat Caballe fékk líka sinn skammt af skömmunum í blöð- unum og var henni ýmist líkt við hval eða fíl, eftir því hvað gagn- rýnendur voru vingjarnlegir. Sama sagan endurtók sig svo á óperunni „La fanciulla del West“ sem útleggst á íslensku „Stúlka villta vestursins." Bandaríska söngkonan Sofia Larson varð að þessu sinni aðal- skotspónn þessara stórasann- leiksdómara. Töldu þeir að ítölskuframburður Sofiu væri einungis við hæfi í þessari óperu Puccinis sem á sér stað í villta vestrinu en ítölskum óperum ekki. Vladimir Popov varð líka illa úti í samanburði við Franco Corelli. Höfðu þeir að orði sem heyrt höfðu Corelli syngja hlut- verk Dick Johnson að þegar hann hefði opnað muninn hefði hvorki heyrst í kór, hljómsveit né öðrum einsöngvurum. Kona um fimmtugt sagðist hafa séð Corelli syngja þetta hlutverk. Hún bætti við að hún og kynsystur sínar hefðu gjör- RÚSTIR ytri hringsins sjást vel á þessari næturmynd frá Verona. samlega ætlað að ganga ai göflunumjþvílík voru áhrif söng- varans. Eins og ítalarnir geta verið óvægir í dómum sínum geta þeir verið jafn hrifnir líki þeim eitthvað. Þannig var með barit- ónsöngvarann Silvano Carroli, sem fór með hlutverk lögreglu- stjórans. Hann var hylltur í tíina og ótíma alla óperuna út. Ekki vildi betur til í lok óper- unnar þegar hinn rússneski ten- ór söng aðaltenóraríuna „Ch'ella mi creda,“ en eftir henni bíða allir sannir ítalskir tenóraðdá- endur og frammistaða tenórsins dæmd eftir söng hans í aríunni, að þetta kvöld heyrði tenórinn eitthvað illa í hljómsveitinni og hóf að syngja í annarri tónteg- und en hljómsveitin lék. Sá ég að Italirnir litu sposkir hver á annan. Fljótlega lagaði tenórinn þetta og söng eins og engill það sem eftir var kvöldsins eins og reyndar hann hafði gert fram að skyssunni. Áheyrendur voru ,ekki á eitt sáttir um frammi- stöðuna. Klappliðið sem ráðið var til að bjarga svona uppákom- um mátti sín lítils og drukknaði í flauti og háreysti, en innan um mátti heyra bravó-hróp! Meðal annars mátti heyra eitt bravó- hróp frá íslenskum tenór, sem dró ekki af sér þegar honurn fannst brotið á „kollega" sínum, - jafnvel þótt rússneskur væri. Ég ætla ekki að lýsa augnaráðinu sem sá hinn sami fékk frá nær- stöddum áheyrendum. Uppgjörið Fyrir mig, íslendinginn, var að þessu sinni gengið of langt í að baula og blístra. Ég mun halda mínum sið og klappa ein- , ungis fyrir því sem vel er gert en klappa ekki neitt þegar mér mislíkar eitthvað. Það er þó erfitt að skella þessu fram sem villimannslegu hátterni þegar það hefur viðgengist í aldaraðir í óperuhúsum á Ítalíu og víðar. Reyndar hefur lýðurinn alltaf krafist spennings og það var ekki laust við, að þegar inaður sat í rökkrinu og sá tenórinn berjast hetjulega við háu tónana að maður fengi það á tilfinning- una að maður væri kominn 2000 ár aftur í tímann og spenntur lýðurinn biði einungis þess að keisarinn gæfi handamerki um lífgjöf eða dauða. HRINGLEIKAHÚSIÐ tekur rúm 30.000 manns í sæti og óperusýningar þar eru með þeim allra glæsilegustu í heimi. Hér sést greinilega áhorfendafjöldi og fjær stórkostleg sviðsmynd AIDA eftir meistara Verdi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.