Tíminn - 03.08.1986, Qupperneq 16

Tíminn - 03.08.1986, Qupperneq 16
r,nOf Kýrhaus einkafyrirtækjanna Þessar vikurnar leggja íbúar suövesturhornsins leið sína tugþúsundum saman út um hinar dreifðu byggðir landsins. Núna stendur sumarleyfatíminn sem hæst og þar með ferðamannastraumurinn. í svo til hverjum bæ og hverju þorpi, sem leiðin liggur um, ber fyrir augu samvinnuverslun. Þær eru að vísu mjög mismunandi stórar, sumar glæsilegar og nýtískulegar, en aðrar minni. En þær eiga það sameiginlegt að vera merktar samvinnumerkinu og orðinu „kaupfélagið“. Þessar búðir eru í eigu um 40 kaupfélaga sem fólk hvarvetna á landinu hefur byggt upp til þess að veita sér hvers konar viðskiptaþjónustu. Þessi félög reka verslun með almennar nauðsynjavörur, en þau gera fleira, svo sem að útvega byggingarefni, brennsluolíur, rekstrarvörur fyrir bændur, annast vinnslu og sölu á afurðum bænda, auk þess sem mörg félögin eru virkir þátttakendur í útgerð og fiskvinnslu á heimaslóðum sínum. Með þessu er þó raunar aðeins hið helsta talið af því sem kaupfélögin fást við. Meginreglan er sú að fólk beitir þeim fyrir sig á öllum sviðum þar sem þörf er átaka til að bæta þjónustu eða veita nýja. Og meginkostur kaupfélaganna er sá að þau eru kyrr heima fyrir með fjármagn sitt en hlaupa ekki á milli landshluta með það eftir því hvar gróðavonin er mest. Kaupfélögin keppa við einkafyrirtækin, og um það eiga allir að geta verið sammála að þannig eigi hlutirnir að vera. Við búum í lýðræðisríki, og fólk á sjálft að velja hvort það verslar í eigin samvinnufélagi eða hjá kaupmanni. Hins vegar ber alltaf töluvert á þvf að blaðakostur, einkafyrirtækjanna fari að minnsta kosti býsna nærri því að slá undir belti í umfjöllun sinni um samvinnuhreyfing- una og verslanir kaupfélaganna. Þess eru mörg dæmi að þar sé ýmist snúið út úr staðreyndum eða um málin fjallað aðeins frá einni hlið, og þá valin sú sem er einkafyrirtækj- unum hagstæðust. Slík dæmi eru mörg og sum býsna ný af nálinni. Þannig er það ekki óalgeng „baráttuaðferð“ hjá málpíp- um einkafyrirtækjanna að ganga fram hjá því að það kostar peninga að flytja vörur á milli staða hér á landi. Þannig verða til dæmis kaupfélög fjarri innflutningshöfn, sem í flestum tilvikum er í Reykjavík, að borga flutningskostnað- inn heim í hlað. Þá reikninga borga þau ekki úr neinum duldum sjóðum, heldur leggst þessi kostnaður óhjákvæmi- lega ofan á vöruverðið. Þetta skapar svo aftur erfiðleika í rekstrinum núna þegar fólk er farið að sækja verslun mun meira til þéttbýlisins, fyrst og fremst til Reykjavíkur, heldur en áður var. Eins og rækilega hefur verið skýrt frá hér í blaðinu er samvinnuhreyfingin nú að bregðast við þessum vanda með því að reyna með öllum ráðum að beita samtakamætti sínum til að lækka bæði innkaupsverð og dreifingarkostn- að, og ná þannig niður vöruverðinu. Aftur á móti fer litlum sögum af aðgerðum einkafyrirtækja í sama skyni. En þá bregður svo við að málgögn einkafyrirtækjanna ráðast á kaupfélögin fyrir það að selja ekki vörur sínar á sama verði og stórmarkaðirnir í Reykjavík. Það er stundum ýmislegt skrýtið í kýrhausnum á bænum þeim. Þórarinn Þórarinsson skrifar: mm ERLEND MALEFNI mm Jaruzelski að styrkjast í sessi? Örlög Gomulka og Giereks geta verið honum til viðvörunar Gorbachov og Jaruzelski. BISMARCK er eignað margt, sem hann hefur sennilega ekki sagt, en þykir minna á skörp tilsvör hans. Eitt er það, að hann hafi sagt um Pólverja, að það væri til auðveld leið til að halda þeim ósjálfstæðum. Hún væri fólgin í því að veita þeim frelsi. Þetta átti að byggjast á því, að þeir kynnu ekki með það að fara. Þegar Bismarck átti að láta þessi ummæli falla, var Pólland ekki. til sem sjálfstætt ríki. Ná- búaríkin höfðu í áföngum verið að leggja það undir sig og gerðu það endanlega með hinni svo- nefndu þriðju skiptingu Pól- lands 1795, þegarPrússar, Rúss- ar og Austurríkismenn skiptu endanlega á milli sín því, sem þá var eftir af Póllandi. Talsvert á aðra öld, eða frá 1795 til 1918, var ekkert Pólland til á landa- kortinu. Þetta stafaði að vissu leyti af því, að Pólverjar áttu herskáa nábúa, en þó mest af því, að þeir voru sundurlyndir og áttu í meiri og minni deiíum innbyrðis. Hitt máttu Pólverjar eiga, að þeir sættu sig illa við ófrelsið. Þeir gerðu margar misheppnaðar uppreisnartilraunir. Eftir fyrri heimsstyrjöldina fengu Pólverjar sjálfstæði viður- kennt að nýju og umráð yfir miklu stærra landsvæði en því, sem var skipt 1795. Þeir komu á lýðræðisstjórn, sem hafði mik- ,inn fjölda flokka og stjórnar- kreppur í för með sér. Þetta leiddi til þess, að Pilsudski hers- höfðingi tók sér einræðisvald og bjó Pólland síðan við einræðis- stjórn hægri manna þangað til 1939, er Þjóðverjar og Rússar lögðu það undir sig og skiptu því í fjórða sinn. Eftir síðari heimsstyrjöldina veittu sigurvegararnir Póllandi sjálfstæði að nýju. Rússar lögðu undir sig stóran hluta þess Póllands, sem varð til í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, en bættu það upp með því að leggja stóran hluta af Þýskalandi undir hið nýja pólska ríki, og fengu til þess samþykki Breta og Banda- ríkjamanna. Jafnframt komu Rússar því svo fyrir, að í mála- myndakosningum, sem voru látnar fara fram, fengu komm- únistar tögl og hagldir og var Pólland í reynd stjórnað frá Moskvu næstu árin. Rússar töldu þó Pólverja sér ekki trygga og þekktu frá fornu fari upp- reisnarhneigð þeirra. Til þess að vera öruggir um yfirráð sín, sendu þeir árið 1949 einn af þekktustu hershöfðingjum sínum, Rokossovsky, til Pól- lands og gerðu hann að hermála- ráðherra, en í reynd varð hann mesti valdamaðurlandsins. Rétt er að geta þess að, Rokossovsky var pólskur að uppruna. PÓLVERJAR reyndust þola illa ófrelsi eins og fyrri daginn, og magnaðist það 1956, þegar Krustjoff afhjúpaði ógnarstjórn Stalíns. Rússar töldu þá þann kost vænstan að fela Gomulka stjórnina, en hann hafði áður verið formaður. Kommúnista- flokksins, en fallið í ónáð og verið sviptur öllum völdum. Gomulka naut því talsverðra vinsælda og stjórnarhættir urðu á ýmsan hátt frjálslegri en áður. Lífskjörin bötnuðu hins vegar ljtið og fór óánægja því vaxandi. Árið 1970 kom til blóðugra átaka milli hers og verkamanna í Gdansk. Þetta leiddi til falls Gomulka og var fyrrverandi námuverka- maður, Edward Gierek, látinn taka við forustu flokksins af honum. Gierek varð vinsæll fyrstu árin. Hann beitti sér fyrir mikilli iðnvæðingu og tók mikil lán erlendis í því skyni. Lítil breyting varð samt á lífskjörum og kom enn á ný til átaka milli hersins og verkamanna sumarið 1980. Átökum þessum lauk á þann hátt, að Gierek var sviptur völd- um og leyfð var starfsemi óháðrar verkalýðshreyfingar, Samstöðu. Forusta Kommúnistaflokksins var falin Kania, sem þótti ólxk- legur til harðræðis. Stjórnin varð á ýmsan hátt mildari en áður og nýja verkalýðshreyfingin safn- aði milljónum manna undir merki sitt. Rússar litu hana tor- tryggum augum, og þó einkum eftir að ýmsir forystumenn stefndu ótvírætt að því að gera hana að pólitískri hreyfingu, sem beitti sér fyrir því að koma á lýðræðislegu stjórnarfari að vestrænni fyrirmynd. ÞEGAR árið 1981 gekk í garð, þótti ljóst að vænta mætti nýrra tíðinda frá Póllandi. í janúar var skipt um forsætisráðherra og tók þá við því embætti Jaruzelski hershöfðingi, yfirmaður pólska hersins. Hann fékk brátt meiri völd en forsætisráðherra hafði haft áður. í októbermánuði tók hann svo við formennsku í Kommúnistaflokknum af Kan- ia. Jaruzelski reyndi í fyrstu að ná samkomulagi við Samstöðu, en forustan þar færðist samt í hendur róttækari afla. í desemb- er 1981 lét Jaruzelski því til skarar skríða, fyrirskipaði her- lög og bannaði starfsemi Sam- stöðu. Ýmsar heimildir telja, að Jaruzelski hafi ekki átt annars kost, því ella kynnu Sovétríkin að hafa gripið í taumana. Jaruzelski hefur verið leiðtogi kommúnista í Póllandi í fimm ár í október næstkomandi. Fáir valdhafar hafa átt við margvís- legri vandamál að glíma, pólit- ísk og efnahagleg. Hann hefur þurft að reyna að halda frið við Rússa og kaþólsku kirkjuna, sem er öflug í Póllandi, og halda í skefjum þeirri uppreisnaröldu, sem Samstaða vakti um skeið. Við efnahagserfiðleikana og hinar miklu erlendu skuldasöfn- un í stjórnartíð Giereks hafa bæst róttækar viðskiptalegar refsiaðgerðir af hálfu Bandaríkj - anna og fleiri ríkja. Jaruzelski hefur því orðið að þræða vandasama leið. Á ýmsan hátt hefur honum tekist betur en vænta mátti. Hann felldi herlög- in úr gildi innan tveggja ára. Pólitískum föngum hefur smám saman fækkað, enda hefur kaþ- ólska kirkjan beitt sér fyrir því. Nýlega hefur verið ákveðið að Jóhannes Páll páfi heimsæki Pól- land á næsta ári og verður það í annað sinn sem hann heimsækir Pólland í valdatíð Jaruzelskis. Á nýloknu þingi Kommúnista- flokksins hlaut Jaruzelski mikið lof Gorbachovs. Þannig hefur Jaruzelski tekist að sigla á milli skers og báru, eða kirkjunnar og Sovétríkjanna. Þing Kommúnistaflokksins bar þess óræk merki, að Jaruzel- ski hefur styrkt stöðu sína. Um það vitna mikil mannaskipti, sem urðu í helstu stjórnarstofn- unum flokksins í kosningunum á flokksþinginu. Aðeins sex menn af 13 í framkvæmdastjórn flokksins náðu endurkosningu. Upphaflega reyndi Jaruzelski að velja sér samstarfsmenn jafnt úr hægri og vinstri armi flokksins, en þeir eru nú flestir farnir og nýir menn, fylgismenn Jaruz- elskis, komnir í staðinn. Yfirráð hans er því mun traustara en áður. Með þessu er ekki sagt, að Jaruzelski, sem er 63 ára, verði fastari í sessi en þeir Gomulka og Gierek. Þótt efnahagslífið hafi heldur rétt við í stjórnartíð Jaruzelskis, hafa lífskjörin lítið batnað. Óánægja er því áfram fyrir hendi. Oháða verkalýðs- hreyfingin virðist að mestu úr sögunni, en víða um landið eru starfandi ýmiskonar mótmæla- samtök. Meðan á flokksþinginu stóð, var t.d. haldinn fjölmenn- ur fundur í Poznan til að minnast óeirðanna þar 1956, sem leiddu til valdatöku Gomulka. Talið er að um 400 neðanjarðarblöð séu gefin út í Póllandi og hafi eitt þeirra um 30 þúsund áskrifend- ur. Þau eru meira og minna gagnrýnin á stjórnina. Vafalítið hefur það reynst Jar- uzelski pólitískur styrkur, að Bandaríkin hafa beitt Pólverja viðskiptalegum refsiaðgerðum síðan herlögin voru sett 1981. Jaruzelski getur kennt þeim um að verulegu leyti að erfiðlega hefur gengið að reisa við efna- haginn. I Bandaríkjunum eykst líka gagnrýni á þessar refsiaðgerðir, sem aðeins þrýsti Pólverjum enn meira í fang Rússa en ella. Þetta virðist hafa lítil áhrif á Reagan.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.