Tíminn - 23.08.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.08.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Tíminrt MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Aðstoðarfréttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Guðmundur Hermannsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450,- Þingflokksfundur á Sauðárkróki Á morgun hefst á Sauðárkróki fundur þingflokks Framsóknarflokksins. Þar munu verða rædd þau mál sem efst eru á baugi nú, fjárlagagerð, bankamál og stjórnmálaviðhorfið nú þegar sumri tekur að halla og tíminn styttist þar til þing kemur saman á ný. Það hefur færst í vöxt að þingflokkar á Alþingi leiti út á land til fundarhalda. Er það vel, því starf þeirra er hluti af starfi Alþingis sem fært er út á landsbyggðina með þessum hætti. Þingmönnum gefst tækifæri til þess að hitta heimamenn á viðkomandi stöðum og heyra sjón- armið þeirra og nota tækifærið til þess að kynnast atvinnulífi þessara byggðarlaga á vettvangi. Sauðárkrókur hefur orðið fyrir valinu að þessu sinni sem fundarstaður. Hann er einn af þeim myndarlegu þéttbýlisstöðum sem byggst hafa vegna þjónustu við sveitirnar í kring, þótt nú sé þar öflugur iðnaður og sjávarútvegur. Sauðárkrókur hefur verið í örum vexti, þar hefur m.a. Kaupfélag Skagfirðinga komið við sögu með stórmyndarlegri uppbyggingu sinna fyrirtækja sem eru ein mesta kjölfestan í byggðarlaginu. Skaga- fjöí'ður er söguríkt hérað og fagurt. Þar var forðum vettvangur mikilla átaka þegar valdabaráttan hér innanlands var til lykta leidd með vopnavaldi. Nú er gróið yfir blóði drifin spor, á Örlygsstöðum og Haugsnesi, en sagan lifir. Stjórmálaátök hafa verið hörð í Skagafirði á síðustu áratugum. Áhrif Framsóknarflokksins hafa verið þar mikil og farsæl og hafa margir af forustumönnum flokksins þar hildi háð. Fjórir forsætisráðherrar flokksins hafa átt rætur í þessu héraði. Það ætti því ekki að væsa um þingflokk Fram- sóknarflokksins á Sauðárkróki næstu daga. Víst er að andi foringja eins og Ólafs Jóhannessonar, Hermanns Jónassonar og Steingríms Steinþórsson- ar verður þar nálægur eins og annars staðar þar sem framsóknarmenn funda. Byggðin í Skagafirði er blanda dreifbýlis og þéttbýlis, dæmi um byggð þar sem fólk hefur búið í sátt í gegn um tíðina og hvað styður annað. Það hvílir sú þunga skylda á Framsóknarflokknum að varðveita þetta jafnvægi í breyttri tíð, þannig að sveitirnar verði áfram sú kjölfesta í þjóðlífinu og sá öflugi bakhjarl þéttbýlis sem þær hafa hingað til verið. Laugardagur 23. ágúst 1986 lliiillllllilillllllllllllll MENN OG MÁLEFNI ■ ■: !'IiiiiEÍ'llilÍiflÍliilíllll Kristján Benediktsson, fyrrv. borgarfulltrúi: í tilefni afmælis Þá eru mestu hátíðahöldin í tilefni af 200 ára afmælis Reykja- víkurborgar urn garð gengin. Full- yrða má að flest hafi vel til tekist. Frábærar myndir prýða veggi Kjar- valsstaðá og hins nýja Borgarleik- húss í Kringlubæ. Báðar eru þessar sýningar vandaðar og vel undir- búnar og á allan hátt höfundum sínum til sóma. Sýningin á Kjar- valsstöðum mun án efa eiga stóran þátt í að bjargað verður frá glötun og varðveittur fjöldi merkra heim- ildarmynda sem verulegur fengur er í að varðveitist. Tæknisýningin í Borgarleikhús- inu er einstæð í sinni röð. Gefur þar að líta það tækniundur sem gerst hefur hér á Iandi síðustu áratugina. Þarmáeinnigskyggnast inn í framtíðina á þeim vettvangi. Framþróun í tækni virðist engin takmörk sett ef marka má spár þeirra sem um þau mál fjalla. Báðar þessar sýningar eru mennt- andi, þær auka skilning okkar á mikilvægi hins tæknivædda samfé- lags sem við búum í og veita okkur innsýn til aukins skilnings á þeim kynslóðum sem á undan eru gengn- ar og þeim lífskjörum sem þær bjuggu við. Undirbúningur beggja þessara sýninga hefur staðið lengi og fanga verið aflað víða. Vissulega kosta svona sýningar mikið. Hjá því verður ekki komist. Margt eru þó varanleg verðmæti sem nýtast síðar. Þessar sýningar báðar eru verð- ugt innlegg í afmælishátíð og til verulegs menningarauka. Einstök útihátíð Öll þjóðin fylgdist með hátíða- höldunum á sjálfan afmælisdaginn. Þar gekk allt samkvæmt áætlun enda vel vandað til alls undirbún- ings og veður eins gott og hugsast gat. Góð samstaða ríkti meðal borg- arfulltrúa um undirbúning hátíðar- haldanna og áttu aliir flokkar borg- arstjórnar fulltrúa í afmælisnefnd- inni. Að vísu sagði fulltrúi kvenna- framboðsins sig úr nefndinni á sl. vetri. Þótti þeim stöllum þar á bæ of miklu til kostað. Vissulega orkar tvímælis hversu miku fé skuli verja til afmælishalds sem þessa. Frá upphafi var sá sem þetta skrifar talsmaður þess að hafa afmælishátíðina veglega. Sem bet- ur fer höfum við efni á því núna. Því var ekki að heilsa fyrir eitt hundrað árum. Þá var eymdin slík að bæjarstjórnin treysti sér ekki að verja nema sem svaraði 100 krón- um til afmælishaldsins. Ekki má gleymast að afmæli Reykjavíkur er jafnframt afmæli höfuðstaðar landsins. Allir landsmenn eiga hlutdeild í höfuðborginni. í þeim skilningi voru hátíðahöldin hér í borginni á afmælisdaginn ekki ein- ungis hátíðahöld Reykvíkinga heldur landsmanna allra. Við sem hér búum og í næsta nágrenni nutum þeirra að vísu betur en aðrir. Óhætt er hins vegar að segja að útvarp og sjónvarp hafi gert sitt til að aðrir landsmenn misstu ekki með öllu af því sem fram fór. Vel heppnað afmælishald sem þetta eykur samhug og samkennd fólksins. Það finnur betur en á öðrum tímum að það er hluti af stærri heild, á samleið með öðrum. Á slíkum degi er enginn cinn í heiminum ef svo má að orði komast. Tvö hundruð ára afmæli höfuðborgar er ekkert venjulegt afmæli. Skyldur höfuðborgar Vissulega nýtur borgin þess að vera höfuðborg með stjórnsýsluna og flestar menntastofnanirnar og meginhluta verslunarinnar innan sinna vébanda. Margir líta hana öfundaraugum vegna alls þess. Á hinn bóginn hefur höfuðborgin skyldur við þegnana alla sem henni ber að rækja. Þannig á hún að styrkja og efla ýmsa menningar- starfsemi sem allir landsmenn geta notið. Höfuðborgin á ómældan fjársjóð í hæfileikamiklu fólki á sviði menningar og Iista. Henni ber að stuðla að því að allir þegnarnir fái notið þess sem þetta fólk hefur að bjóða. Kvikmynd Hrafns Fyrrverandi meirihluti borgar- stjórnar ákvað árið 1981 að láta gera heimildarmynd um Reykjavík í tilefni tvö hundruð ára afmælis borgarinnar. Jafnframt var Hrafn Gunnlaugs- son ráðinn til þess verks. Um þetta hvort tveggja var samstaða í borg- arstjórn. Hrafn hófst fljótlega handa um gerð myndarinnar og er óhætt að segja að ekkert hafi verið til sparað til að gera þessa mynd vel úr garði, hvorki fyrirhöfn né fé. Frumsýning fór fram fyrir fullu húsi boðsgesta í Háskólabíói sl. þriðjudag. í stuttum inngangi sagði höf- undurinn að myndin ætti ekki að veita upplýsingar um fjölda strætis- vagnafarþega né lengd malbikaðra gatna. Hún ætti að fjalla um fólkið í borginni. Að minni hyggju er mynd þessi tæknilega vel gerð, tónlistin skemmtileg og margt fallegt ber fyrir augu á ferð myndavélarinnar bæði á landi og í lofti. Hún er hins vgar alltof löng. Meginhluti myndarinnar er tek- inn að sumarlagi þegar hús og garðar borgarinnar skarta sínu feg- ursta. Sýna loftmyndirnar vel hversu gróðurríkið í borginni er orðið þroskamikið og víðfeðmt. Ber það glöggt vitni um þann ntikla áhuga sem borgarbúar hafa á trjá- rækt og eflingu gróðurs. Um hvað átti myndin að fjalla? f tillögu þeirri sem borgarráð samþykkti 1981 segir m.a.: „að láta gera kvikmynd í tengslum við 200 ára afmælið sem hafi í senn fróðleiks- og skemmtanagildi og verði jafnframt heimild um svip- mót og borgarlíf í Reykjavík á okkar tíma.“ Ég tel að svipmóti borgarinnar séu gerð góð skil í myndinni. Öðru máli gegnir þegar kemur að því að lýsa lífi fólksins. í reynd ber harla lítið á fólkinu í borginni í þessari mynd. Hún snýst að verulegu leyti um borgarstjórann, Davíð Oddsson, og nýja hverfið hans í Grafarvoginum ásamt með Gullin- brú. Þá mætti ætla að Reykvíking- ar hefðu aldrei fengið ætar kartöfl- ur erlendis frá og eru skemmdar kartöflur mjög til umræðu í mynd- inni. Jafnvel borgarstjóra kemur ekki annað í hug en þessar skemmdu kartöflur þegar hann stendur frantmi fyrir ungfrú Reykjavík ný- krýndri og fallegri. Hrafn kallar mynd sína - Reykjavík - að mínum dómi hefði hún eins vel mátt heita: „Dagur í lífi borgarstjóra" eða bara „Graf- arvogshverfið hans Davíös". Allir að byggja Beri að líta á þessa mynd sem heimildarmynd eins og til var ætlast hlýtur það að vekja athygli og undrun seinni tíma manna sem skoða hana sem slíka, að á þvf herrans ári 1986 hafi flestir Reyk- víkingar ekki haft annað fyrir stafni en að byggja En af hverju er verið að leggja svona mikið kapp á að sýna þetta byggingarstúss og sífellt þetta eina hverfi - Grafarvoginn. Gullfalleg hverfi eru í uppbyggingu bæði á Ártúnsholti og í Selási. Þeirra er að engu getið í myndinni. Eins og ég sagði hér að framan snýst þessi mynd fyrst og fremst um borgar- stjórann - athafnir hans og skoðan- ir sem hann kemur á framfæri við ótal tækifæri á myndinni. Nú er ég ekki að segja að í heimildarmynd um Reykjavík eigi borgarstjóri ekki sjást. Annað væri óeðlilegt. En öllu má ofgera og það er vissulega gert. Mætti ætla að skýringin á því að allt snýst um Grafarvoginn og byggingar þar sé sú að sýna að á undanförnum áratugum hafi slíkir amlóðar farið með stjórn borgar- innar að engir hafi getað byggt vegna skorts á lóðum. Þetta á við um Geir og Birgi ísleif og svo að sjálfsögðu vinstri meirihlutann.-Á góðri stund birtist svo borgarstjóri, Davíð Oddsson, á skerminum og tilkynnir að búið sé að skipuleggja Grafarvoginn og nú geti allir fengið lóð og farið að byggja. Það séu mannréttindi að allir Reykvíkingarsem vilji fái lóð. Þess er hins vegar ekki getið að lóðir í Grafarvoginum gengu treg- lega út. Sá markaður var mettaður fyrir þegar allt kom til alls. Slett úr klaufunum Jafnvel þótt þeim Davíð og Hrafni sé meinilla við Samband íslenskra samvinnufélaga finnst mér í senn ósmekklegt og rotið að lauma því inn í textann að SÍS hafi hirt einhvern milliliðagróða af inn- flutningi skemmdu kartaflanna sem fyrr er frá sagt. Nú flutti SÍS alls ekki inn þessar skemmdu kart- öflur sem böglast svo mjög fyrir brjósti höfundar, annars fæ ég ekki séð að þessi umræða eigi erindi í mynd sem þessa. En ekki hafa allir sama hátt á að þakka veglegar afmælisgjafir. Það sannast hér. Ekki góð heimild Vissulega saknar maður margs sem átt hefði að vera í mynd sem þessari. Hinar raunverulegu at- hafnir fólksins í borginni í dagsins önn koma þar lítt við sögu. Það þykir hins vegar vert til frásagnar að borgarstjórinn skuli lúta svo lágt að ræða við fólk á skrifstofu sinni rétt eins og slíkt sé einsdæmi. Menningarmálum er lítið sinnt, skólar sjást varla og kirkja fyrir- finnst engin utan að ytra sköpulag Hallgrímskirkju tekur sig vel út á myndfletinum þar sem hún gnæfir við loft á Skólavörðuhæðinni. Hins vegar er brugðið upp mynd- um frá vaxtarræktarkeppni kvenna og fegurðarsamkeppni eru gerð allgóð skil enda kemur borgarstjóri þar við sögu, kyssir fegurðar- drottninguna og lætur nokkrar tví- ræðar setningar fylgja með. Þessi mynd sem á að vera heim- ild fyrir seinni tíma um Reykjavík og Reykvíkinga á 9. áratug þessar- ar aldar fjallar að litlu leyti um fólkið í borginni og athafnir þess. Hún segir hins vegar mikið frá borgarstjóranum, skoðunum hans og boðskap og svo Gullinbrúnni og Grafarvogss væðinu. Skipulagið í Grafarvoginum var umdeilt á sínum tíma. Myndin á að sýna að í hverfinu hans Davíðs sé best að búa og gott að byggja. Þess vegna eru hjónin í myndinni alsæl þótt þau verði að vinna baki brotnu og nánast allan sólarhinginn vegna þess að þau eru að byggja í óska- hverfinu hans Davíðs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.