Tíminn - 23.08.1986, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. ágúst 1986
Tíminn 7
VETTVANGUR
lllllllllllllli
Gunnar Guöbjartsson:
Orðsending til Magnúsar
Finnssonar
Þú sendir mér tóninn í Tímanum
14. þ.m. út af orðum, sem ég lét falla
við blaðamann Tímanns og birt voru
í blaðinu 13. ágúst um verslun með
kartöflur og verðlag þeirra.
Mér finnst þú ekki skilja málið
ellegar að þú ert vísvitandi að reyna
að blekkja almenning. Því hripa ég
þér þessar línur.
Lítum nú á nokkrar staðreyndir.
1. 1 síðasta sinn sem sexmanna-
nefnd verðiagði kartöflur í smásölu
9. maí 1984 var verðið sem hérsegir:
1. fl. verð til bænda . 14,32 kr/kg.
Óniðurgreitt heildsöluverð í 2,5 kg.
pokum,............... 18.58 kr/kg.
Smásöluálagning 12,38% á óniður-
greitt verð,......... 2.30
Niðurgreiðsla var þá kr. 5.98 á kg.
Óniðurgreitt heildsöluverð að við-
bættri smásöluálagningu var þá kr.
20.38 kg.
Gjald til Stofnlánadeildar var þá 36
aurar á kg. og var innifalið í heild-
söluverðinu. Krónur 3.90 á kg. var
pökkunar-, rýrnunar- og heildsölu-
kostnaður eða um 21% af heildsölu-
verðinu óniðurgreiddu.
Meðalhækkun búvöruverðs til
bænda frá maí 1984 til ágúst 1986 er
72.7%. Gera verður ráð fyrir að
verslunarkostaður hafi ekki almennt
hækkað meira en verð til bænda.
Ekki býr verslun við framleiðslutak-
markanir.
Með þeirri hlutfallshækkun á verði
til bænda og á kostnaði við söluna
væri smásöluverð kartaflna nú kr.
36.06 en þá væri ekki tekið tillit til
að verið er að selja nýsprottnar
sumarkartöflur en þær hafa ævinlega
verið á 20-40% hærra verði en eldri
kartöflur.
Sá munur er að sjálfsögðu meiri fyrst
á sölutíma nýrrar uppskeru.
2. Verð á nýjum kartöflum nú gæti
skv. þessu litið út í þessa veru:
A: Verð til bænda í I. flokki (prent-
ier)..................... kr. 33.38
B: Pökkun, rýrnun ogheildsala
........................ kr. 6.75
C: Sjóðagjald 2,25% af ofangr. töl-
um...................... kr. 0.87
Heildsöluverð . kr. 41.00
D: Smásöluálagning ... kr. 4.00
Smásöluverð . . kr. 45.00
á kg. í 2,5 kg. umbúðum eins og
Grænmetisverslun landbúnaðarins
notaði. Minni umbúðir voru sjálfsagt
eitthvað dýrari, ef þær voru jafn
vandaðar. Úrvalskartöflur (gullauga
og rauðar íslenskar) væru c.a. 10
krónum dýrari hvert kg.
Nú er farið að selja í heildsölu allar
kartöflur þvegnar.
Sjálfsagt er að gera ráð fyrir
auknum kostnaði í heildsölunni frá
því sem áður var vegna þessa. Ekki
er mér kunnugt um hver hár sá
kostnaður muni vera né hver rýrn-
um fylgir þvottinum. Sjálfsagt má
telja að þeim kostnaði sé bætt við
verðið í heildsölu til verslana.
3. Þú segir álagningu kaupmanna
„Neytendur sjá nú ár-
angurinn af sam-
keppninni og til hvers
frjálsræðiö á álagning-
unni hefur leitt. Frjáls
samkeppni getur verið
góð sé hún heiðarleg
en óheiðarleg sam-
keppni leiðirtil glötunar
- glötunar frelsis"
vera þá sömu nú og þegar sexmanna-
nefnd verðlagði kartöflur eða 15-
20% á heildsöluverðið.
Já prósentan getur verið svipuð eins
og hún var á niðurgreiddunt kartöfl-
um fyrr. En álagningin er miklum
mun hærri en hún var áður reiknuð
á óniðurgreitt verð eins og að framan
er skýrt frá.
í byrjun síðustu viku var heild-
söluverð á „premier" kartöflum kr.
63.00 á kg. og 20% álagning á það
verð gerir kr. 12.30 á kg. í sölulaun.
Það er rúmlega þreföld álagning á
við það sem væri eftir vinnureglunt
Sexmannanefndar. Hliðstæð tala
fyrir gullauga er 15 króunur á kg. Ég
læt neytendum eftir að meta hvort
þeir telji þeta sömu álagningu og
áður var og sanngjarna álagningu
fyrir sölu þessarar vöru.
4. Þú segir að bóndinn „þarf að
borga 5% af heildsöluverðinu fyrir
Gunnar Guðbjartsson“.
Nú held ég að hafi slegið út í fyrir
þér Magnús minn. Þú vcist að bónd-
inn greiðir ekkert fyrir Gunnar Guð-
bjartsson. Hitt er rétt að fram komi
að skv. búvörulögunum sem Alþingi
setti á sl. ári ber að greiða 0.25%
gjald til Framleiðsluráðs landbúnað-
arins af heildsöluverði allra búvara.
En vegna „frjálsrar" verslunar með
kartöflur hefur gengið ósköp bág-
lega að ná því af kartöfluversluninni
ennþá a.m.k. Til viðbótar þessu
gjaldi hefur Alþingi falið Fram-
leiðsluráði að innheimta 2% gjald
fyrir Stofnlánadeild landbúnaðarins
af heilsöluverði kartaflna. Samtals
eru gjöldin 2,25%. Gamalt máltæki
segir „fáir Ijúga meir en um
helming". Þarna hefur geðsveilla
hlaupið með þig í gönur Magnús.
5. Fyrir hatramman áróður verslun-
arráðs, ýmissa kaupmanna, stjórn-
málamanna, fjölmiðla og neytenda-
samtakanna ákvað Alþingi með bú-
vörulögunum á sl. ári að leggja niður
Grænmetisverslun landbúnaðarins
og gefa þessa verslun frjálsa sem
kallað er. Þetta var mikið ógæfu-
spor.
Eftir þá breytingu hefur hcildsala
kartaflana dreifst á hendur margra
aðila og enginn þeirra getur veitt
góða þjónustu og haft viðunandi
rekstrarafkomu með hóflegri heild-
söluálagningu. Heildsalarnir hækka
því sína álagningu til að reyna að
bjargast en hafa ekki árangur sem
erfiði. Hærra heildsöluverð færir
kaupmönnum hærri sölulaun í smá-
sölu, þegar þau eru reiknuð í hundr-
aðshluta af heildsöluverðinu.
Þetta er ölludjóst. Þeir græða því á
þessu háa heildsöluverði ef sölu-
magn helst. Samkeppnin í smásöl-
unni snýst fyrst og fremst um það að
knýja heildsöluaðila og bændur til
að lána vöruverðið í margar vikur og
mánuði en ekki um það sem ætlað
var að lækka vcrðið til neytenda.
6. í nýju búvörulögin voru líka sett
ákvæði um að gefa mætti álagningu
bæði í heildsölu ogsmásölu frjálsa ef
samkeppni væri næg að mati fimm-
mannanefndar.
Þetta var gcrt sl. haust hvað
varðar kartöflur (og hrossakjöt)
gegn mótmælum Framleiðsluráðs
landbúnaðarins.
Neytendur sjá nú árangurinn af
samkeppninni og til hvers frjálsræð-
ið í álagningunni hefur leitt. Frjáls
„Fyrir hatramman á-
róöur verslunarráös,
ýmissa kaupmanna,
stjórnmálamanna, fjöl-
miöla og neytenda-
samtakanna ákvað Al-
þingi með búvöru-
lögunum á s.l. ári að
leggja niöur Grænmet-
isverslun landbúnað-
arins og gefa þessa
verslun frjálsa sem
kallaö er. Þetta var
mikið ógæfuspor“
sumkeppni getur vcrið góð sé hún
heiðarieg, en óheiðarleg samkeppni
leiðir til glötunar - glötunar frelsis.
Þetta er illur „örlagadómur", sem
almenningur hefur kallað yfir sig
fyrir áróður misvitra manna.
Ég veit að margir kaupmenn eru
óánægðir með þessa þróun og vilja
þjóna fólki vel og selja ódýra og
góða vöru. Það er þeirra hagur ckki
síður en bænda að sclja mikið og
sölulaunin í krónum talin er það sem
gildir fyrir afkomu verslunarinnar
en ekki einhver prósenta, sem virðist
vera trúaratriði hjá ýmsum.
En þeir sem hófsamir eru geta
ekki ráðið við þróunina. Hún kentur
frá áróðursmeisturum frjálshyggj-
unnar, scm ncita oftast staðreynd-
um. Magnús minn! Þú ættir að gæta
tungu þinnar betur, þegar þú reiðist
næst. Hætta af Itugsa í prósentum,
líttu á málin frá fleiri hliðum og
þjónaðu húsbændum þínum af hóf-
scmd og gætni. Svo mætti hreinsa til
og fækka kaupmönnum scm cru
reiðubúnir að ná fé með vafasömum
hætti eins og mjólkurviðskiptin við
nokkra starfsmenn mjólkursamsöl-
unnar á sl. ári bera vott um. Hugsaðu
um að rækta garðinn þinn, þá líður
þér betur.
Reykjavík 15. ágúst 1986.
Gunnar Guðbjartsson.
SAMVINNUSKOLINN HEFUR
SÉRSTÖÐU í SKÓLAKERFINU
Viötal við Jón Sigurösson, skólastjóra á Bifröst
Svo sem kunnugt er af fréttum mun Samvinnuskólinn á Bifröst starfa
með ólíkum hætti en verið hefur frá og með vetrinum í vetur.
Samvinnuskólinn hefur ætíð haft mikla sérstöðu í skólakerfinu og farið
sínar eigin Ieiðir í kennsluháttum og námsefnisvali.
I tilefni af þeim breytingum sem nú fara í hönd á starfsemi skólans,
sneri Tíminn sér til Jóns Sigurðssonar, skólastjóra á Bifröst og fékk hann
til að segja nokkuð frá fyrirhugaðri starfsemi og öðru varðandi skólann.
„Undirbúningurinn er í fullum „Ekki minni. Við munum leggja
gangi fyrir skólastarfið í vetur. verulega áherslu á það m.a. með
Einmitt núna í dag eru smiðir að
afhenda tvo nýja kennarabústaði
og sá þriðji verður tilbúinn 1.
nóvember. í þessa tvo fyrstu bú-
staði verður flutt núna um helgina.
Á þriðjudaginn höldum við helj-
armikinn kennarafund sem er byrj-
unin á beinum skólastörfum en
skólinn verður settur 9. september
og lengist um eina viku frá því sem
verið hefur. Ástæðan fyrir þessari
lengingu er sú að við viljum ekki
stytta jólaleyfi nemenda því við
leggjum áherslu á að þeir fái þá
vinnu helst við verslunar og skrif-
stofustörf."
Munu hinir nýju kennarabústað-
ir ekki breyta verulega aðstöðu
kennara við skólann?
„Þetta er gjörbreyting á allri
aðstöðu við skólann, því við höfum
líka fengið nýtt mötuneyti, nýja
matvælageymslu og aukna félags-
aðstöðu fyrir skólafélagið á bak við
hátíðarsalinn."
Verður lögð jafn mikil rækt við
félagsstarf skólans og verið hefur
til þessa?
því að nú höfum við opinn skóla
þriðja hvern laugardag sem þýðir
það að þá verða allir að vinna
saman í hóp, eða í smá hópum að
einhverjum félagslegum verkefn-
um, og beinlínis tekinn tími út úr
skólanum til þess arna.
Þá endurskipuleggjum við sjón-
varpsfræðsluna þannig að nú verða
báðir bekkir í henni og allur skól-
inn undirlagður til þess í þrjá
daga.“
Hvernig er tækjabúnaðurinn til
þess?
„Hann er mjög góður. Við verð-
um komin með tvöfalda ásetningu
á upptökutækjum, sjónvörpum og
myndsegulbandstækjum. Þessi
sjónvarpsnámskeið hafa skilað
mjög góðum árangri og ætlum við
að sinna þessum þætti vel.
Síðan höldum við áfram með
skoðunarferðir og vettvangs-
kannanir nema við steypum þeim
saman í eina heila viku. Síðan
verðum við með samþættingarviku
sem við höfum verið með tvö
síðast liðin ár þarsem nemendurnir
vinna sjálfstætt við að leysa einhver
sjálfvalin viðskiptaleg eða félagsleg
verkefni."
Verða aðrar breytingar á skóla-
tíma nemenda?
„Já. í staðinn fyrir að við höfum
kennt á föstudögum og laugardög-
um og gefið síðan frí þriðju hverja
helgi, munum við nú hafa annapróf
og leyfi ekki um sömu helgi. Anna-
prófin verða á laugardögum þannig
að engin kennsla fellur niður af
þeirra sökum.
Nú í þessum opna skóla sem
verður annan hvern laugardag
erum við að hugsa um hluti eins og
að ganga á Baulu, björgunaræfing-
ar, brunaæfingar, eða annað í þeim
dúr. Skólafélagið fær skólann frá
miðjum föstudegi fram á laugar-
dagskvöld."
Hvað verða margir nemendur í
vetur?
„f vetur verða heldur færri en
verið hefur. Þeir verða 34 í öðrum
bekk og 32 í fyrsta bekk. Ástæðan
fyrir þessu er fyrst og fremst sú að
við höfum enn ekki nógu stóran
tölvuflota. Við fengum mun fleiri
umsóknir en gátum ekki sinnt þeim
öllum. Það var í sjálfu sér ánægju-
legt hve margar umsóknir bárust
ekki síst þegar tekið er tillit til þess
að það voru aðeins þrír mánuðir
sem við höfðum til að kynna breyt-
inguna á skólanum, en nú tökum við
inn í þriðja bekk á framhaldsskóla-
stigi.
Ein breytingin enn sem verður í
vetur er sú að við hættum að kenna
í bekkjum en fórum að kenna með
háskólasniði. Annars vegar kenn-
um við á sal heilum árgangi saman
og hins vegar í 7-8 manna hópum.
Þar verðum við með þessa verklegu
hluti og æfingar, samtöl og hóp-
vinnu. Á sal verður aftur á móti
fyrirlestrar, sýnikennsla og annað
þess háttar. Þá leggjum við mikla
áherslu á sjálfstæð verkefni nem-
endanna sem þeir leysa í lestímum
með aðstoð kennara.
Árangur nemenda er síðan
mældur á þann hátt að framvinda
námsins, vinna nemenda dag frá
degi og annaprófin gilda 60% en
lokapróf sem tekin eru fyrir jól og
á vorin gilda 40%. í þeim prófum
mega nemendur hafa allar heim-
ildir hjá sér.
Ætlunin er síðan að útskrifa hér
á Bifröst nemendur með sam-
vinnuskólapróf sem er stúdents-
próf eða hliðstætt því. Næstu tvö
árin meðan breytingin er að ganga
í gegn höldum við áfram með
framhaldsdeildina fyrir sunnan til
þess að gefa nemendum sem voru
í 2. bekk í fyrra og þeim sem eru í
2. bekk í ár tækifæri á að Ijúka
stúdentsprófi þaðan svo sem verið
hefur.
Síðan ætlum við að endurskipu-
leggja framhaldsdeildina sem
starfsnám að loknu stúdentsprófi
eða sainvinnuskólaprófi. Það verð-
ur gert á svipaðan hátt eins og
ýmiss stjórnendanámskeið erlend-
is, þannig að nemandinn vinnur f
kannski tvo mánuði úti í atvinnulíf-
inu og safnar sér reynslu og síðan
er hann mánuð á skólabekk m.a.
til að gera grein fyrir reynslu sinni á
fræðilegan hátt.“
Verður skólinn ekki eini sinnar
tegundar hér á landi?
„Jú hann verður það og er það
nú þegar en kemur til með að auka
enn frekar sérstöðu sína við þetta.
Leggst veturinn ekki vel í skóla-
stjórann?
„Þetta leggst býsna vel í mig skal
ég segja þér. Það verða náttúrlega
miklar breytingar á námsefni.
Okkur gekk mjög vel að ráða
kennara og öll starfsaðstaða þeirra
breytist til batnaðar til muna þar
sem við tökum eina af þeim íbúð-
um sem kennarar hafa haft til
þessa undir kennarastofu og vinnu-
stofu þeirra.“