Tíminn - 23.08.1986, Blaðsíða 13
Laugardagur 23. ágúst 1986
Tíminn 13
..III! MINNING
...
sjálfur heilu fjölskyldunum, sem
komnar voru í algjört bjargarleysi
og hungurvofan vofði yfir.
Gunna elskaði þennan fróðleik og
hélt því fast að okkur systrabörnun-
um að ástunda vel þau fræði og alla
sögu þjóðarinnar. Sérstaklega hafði
hún gaman af ættfræði og þekkti vel
til ótal manna. Foreldrar hennar
voru bæði úr Landsveitinni og móð-
urafi hennar sjálfur Landshöfðing-
inn í Hvammi, afi Eyjólfs Ágústs-
sonar, sýslunefndarmanns, sem býr
þar nú. Amma hennar í móðurlegg
og kona Eyjólfs var sem áður segir
Guðbjörg Jónsdóttir frá Skarði á
Landi, Arnasonar bónda á Galta-
læk, Finnbogasonar ríkaá Reynifelli
á Rangárvöllum Þorgilssonar. Voru
þetta allt annálaðir góðbændur og
sveitahöfðingjar í sinni tíð eins og
fleiri af hinni kunnu Bolholtsætt.
Bróðir Guðbjargar í Hvammi var
Guðni í Skarði, afi Guðna hrepp-
stjóra og stórbónda Kristinssonar í
Skarði.
Kona Árna Finnbogasonar á
Galtalæk var Margrét dóttir Jóns
bónda og smiðs á Ægissíðu í
Holtum, Jónssonar. Móðir hans var
Guðrún á Ægissíðu Brandsdóttir á
Felli í Mýrdal, Bjarnasonar Hall-
dórssonar ættföður Víkingslækj-
arættarinnar.
Jón á Ægissíðu var kvæntur Val-
gerði Guðbrandsdóttur bónda á
Geirlandi á Síðu, Eiríkssonar hrepp-
stjóra þar Bjarnasonar á Geirlandi
Eiríkssonar, ættföður hinnar geysi-
fjölmennu Geirlandsættar í Skaftár-
þingi. Af henni má nefna Helga
Bergs, forstjóra Sláturfélags Suður-
lands og Jón Helgason í Seglbúðum,
landbúnaðarráðherra.
Bróðir Guðbrands á Geirlandi var
hins vegar Sverrir bóndi á Seglbúð-
um, faðir Þorsteins bónda á Uppsöl-
um, sem var afi Jóhannesar Kjarval,
listmálara.
Annar sonur Sverris í Seglbúðum
var Eiríkur sýslumaður á Kollabæ í
Fljótshlíð. Af afkomendum hans má
nefna Pál Briem amtmann á Akur-
eyri, Eggert Claessen, bankastjóra,
Gunnar Thoroddsen, forsætisráð-
herra, Eirík Briem, forstjóra lands-
virkjunar og Þórð Björnsson, ríkis-
saksóknara.
Mamma Guðbjargar í Hvammi
og kona Jóns í Skarði var Guðrún
Kolbeinsdóttir á Hlemmiskeiði, Eir-
íkssonar hreppstjóra á Reykjum á
Skeiðum Vigfússonarættföður hinn-
arfjölmennu Reykjaættar. Afhenni
eru t.d. Pétur Sigurgeirsson, biskup
yfir íslandi og bændahöfðinginn Þor-
steinn á Vatnsleysu í Biskupstungum
Sigurðsson formaður Búnaðarfélags
íslands um langt árabil.
Kona Eiríks á Reykjum var Guð-
rún eldri Kolbeinsdóttir, prests og
skálds í Miðdal, þess er orti Gils-
bakkaþulu í orðastað dóttur sinnar,
eftir heimsókn hennar til afa síns og
ömmu að Gilsbakka í Borgarfirði.
Kona Kolbeins Eiríkssonar á
Hlemmiskeiði var Sólveig Vigfús-
dóttir bónda á Fjalli á Skeiðum
Ófeigssonar, ættföður hinnar kunnu
Fjallsættar. Af henni eru t.d. Tryggvi
Ófeigsson, útgerðarmaður og bræð-
ur hans.
Móðir Eyjólfs Landshöfðingja í
Hvammi var Guðríður Jónsdóttir
bónda að Gunnarsholti á Rangár-
völlum, Jónssonar en móðir hans
var Guðríður Árnadóttir prests í
Steinsholti Högnasonar, - Presta-
högna. Af þeim víðfræga presti að
Breiðabólstað í Fljótshlíð eru t.d.
Tómas Sæmundsson, Fjölnismaður,
skáldin Þorsteinn Eriingsson og
Tómas Guðmundsson, Helgi yfir-
læknir Tómasson á Kleppsspítala,
Jóhann Hafstein, forsætisráðherra,
Einar ríki Sigurðsson í Vestmanna-
eyjum, Vigdís Finnbogadóttir, for-
seti íslands og Erlendur Einarsson,
forstjóri Sambands íslenskra Sam-
vinnufélaga.
Þetta var um móðurlegg Gunnu
og leyfist okkur enn að ganga í
smiðju til Sigurgeirs Þorgrímssonar,
þess magnaða ættfræðings, sem oft
hefur glatt okkur Gunnu svo sem
marga aðra með þekkingu sinni.
Guðlaugur í Tryggvaskála, pabbi
Gunnu, var sonur Guðrúnar Sæ-
mundsdóttur frá Lækjarbotnum á
Landi og Þórðar í Fellsmúla á Landi,
Guðlaugssonar, skálds á Hellum á
Landi, Þórðarsonar á Hellum, Stef-
ánssonar á Bjalla á Landi, Filipus-
sonar prests í Kálfholti. Systir hans
var Rannveig Filipusdóttir, sú er
Bjarni Thorarensen amtmaður orti
hið undurfagra ljóð til. Bróðirþeirra
var Jón á Brekkum í Holtum, afi
Sólveigar Pálsdóttur ljósmóður í
Reykjavík, en hún var amma Ás-
geirs Ásgeirssonar, forseta fslands.
Kona Guðlaugs á Hellum var
Vilborg skáld Einarsdóttir útvegs-
bónda á Hólum í Stokkseyrarhreppi
Jónssonar. Hann var móðurbróðir
Brynjólfs Jónssonar fræðimanns og
skálds að Minna-Núpi og systurson-
ur Bjarna Sívertsen riddara. Einar á
Hólum var víðkunnur happaformað-
ur, hann eignaðist ellefu börn og ól
upp fjölda annarra. Frændi hans var
Bergur í Brattholti Sturlaugsson, sá
er Bergsætt er kennd við.
Meðal afkomenda Guðlaugs og
Vilborgar á Hellum er Árný Filipus-
dóttir skólastjóri í Hveragerði og
Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri í
Reykjavík.
Sæmundur faðir Guðrúnar í Fells-
múla var Guðbrandsson bónda á
Lækjarbotnum Sæmundssonar, ætt-
föður Lækjarbotnaættarinnar. Sæ-
mundur bjó að Lækjarbotnum og
var hreppstjóri Landmanna um ára-
tugaskeið. Hann sat margar jarðir
samtímis í Landsveit og notaði áveit-
ur fyrstur manna til þess að hefta
sandfok. Þá var Landsveitin því sem
næst að fjúka upp, t.d. hvarf allt
skógarflæmið fyrir ofan Galtalækjar-
skóg upp að Búrfelli í samfelldu
hálfsmánaðar norðan ofsa áhlaupi
um 1880. Bróðir Sæmundar var
Ampi sá er reyndi búsetu inní Veiði-
vötnum. Annar var Sigurður, sem
einn afkomandi hans, Guðmundur
Daníelsson, stórskáld og snillingur á
Selfossi hefur tileinkað heila bók og
gert ódauðlegan.
Kona Sæmundar á Lækjarbotnum
var Katrín Brynjólfsdóttir frá Þing-
skálum á Rangárvöllum Jónssonar.
Hún var ljósmóðir sveitarinnar í
áratugi og tók á móti 700 börnum,
það síðasta þegar hún var karlæg.
Móðurforeldrar hennar voru Bárður
á Heiði á Rangárvöllum Sigvaldason
í Hvammi í Skaftártungu og Katrín
Sigurðardóttir í Kálfafellskoti í
Meðallandi Brynjólfssonar að Klauf
í Fljótshverfi í Skaftárþingi Þor-
steinssonar.
Þau Bárður og Katrín á Heiði
höfðu flúið úr Skaftártungunni und-
an eldhrauni Skaftáreldanna með
allt sitt uppá einu hrossi urn örbjarga
sveitir, aílt þar til þau fengu jarðnæði
á Rangárvöllum.
Meðal afkomenda þeirra Katrínar
ljósmóður og Sæmundar hreppstjóra
á Lækjarbotnum, af hinni sam-
heldnu Lækjarbotnaætt, má nefna
Katrínu Pálsdóttur, borgarfulltrúa í
Reykjavík, Sigríði Theódóru Sæ-
mundsdóttur, húsfreyju í Skarði,
Magnús Kjartansson, bónda á
Hjallanesi á Landi, Guðrún-Erlends-
dóttur, hæstaréttardómara, Kára
Þórðarson, rafveitustjóra í Keflavík,
Sverri Haraldsson, bónda í Selsundi
á Rangárvöllum, Sæmund Jónsson í
Búnaðarbankanum, Runólf Sæ-
mundsson í Blossa, Hauk Morthens
söngvara og Guðlaug Bergmann í
Karnabæ.
Nokkru áður en Gunna fæddist
sviptist nýbyggður bær afa hennar,
Landshöfðingjans í Hvammi, af
undirstöðum stnum í landskjálftun-
um miklu 1896 og sér þess merki
enn. Fjallið fyrir ofan bæinn,
Skarðsfjall. hristi sig eins og hundur
og um allt héraðið hrundu niður
bæir eins og hráviði. Þegar Gunna
var átta ára bar eldinn og Þórsdrun-
urnar úr Kötlu um allt land. Aldar-
fjórðungi síðar sendi Hekla gamla,
höfuðtign Landsveitarinnar, gos-
mökkinn upp um tug kílómetra eins
og hún hefur reyndar gert nokkrum
sinnum síðan. Þetta er ísland, landið
okkar, sent býr yfir svo miklum
töfrum, fegurð og unaði að hinar
ægilegustu hamfarir hafa ekki náð
að rýra trú þjóðarinnar á landið.
„Landið sem aldrei skemmdi sín
börn“.
Fyrst og síðast elskaði Gunna
landið sitt, þjóðina, tunguna og
menninguna og hún boðaði þessa
trú heils hugar. Sálarþrekið sem hún
sýndi til hinstu stundar, í veikindum,
ástvinamissi og sorg var borið uppi
af þessari ást og umhyggju fyrir þeim
sem henni voru kærir. Náttúruöflin
máttu hafa sinn gang, landið og bros
barnsins var helgidómurinn. Eigin
hagur skipti engu máli.
Nú drúpum við höfði og þökkum
fyrir þessa yndislegu frænku, systur
og vinkonu. Hún verður lögð til
hinstu hvílu í kirkjugarðinum á
bökkum elfunnar miklu, þangað sem
hún átti svo margar ferðir að huga
að látnum ástvinum. Algóður misk-
unnsamur Guð geymi þig Gunna
mín.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
■J
LANDSVIRKJUN
Blönduvirkjun
Útboð á fólkslyftu
Landsvirkjun auglýsir eftir tilboðum í fólkslyftu í
strengja- og lyftugöng Blönduvirkjunar í samræmi
við útboðsgögn 9542.
Um er að ræða 7 manna rafknúna víralyftu, ásamt
fylgibúnaði og er lyftihæð 238 m. Lyftan og
fylgibúnaður skal fylla ströngustu öryggiskröfur
skv. viðurkenndum stöðlum. Jafnframt er óskað
eftir viðhaldsþjónustu á lyftubúnaðinum í 5 ár eftir
afhendingu.
Lyftan afhendist uppsett og fullfrágengin í
Blönduvirkjun og skal verkinu lokið 1. ágúst 1989.
Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Landsvirkjun-
ar, Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík, frá og með
mánudegi 25. ágúst 1986 gegn 3.000,- kr. óaftur-
kræfri greiðslu fyrir fyrsta eintak og 1.500,- kr.
greiðslu fyrir hvert viðbótareintak.
Tilboðsfrestur ertil 30. október 1986.
Umboðsmenn Tímans:
Nafn umboðsmanns Helmili Simi
Hafnarfjörður Anna Jóna Ármannsdóttir Suðurbraut8 651141
Garðabær Anna Jóna Ármannsdóttir Suðurbraut8 651141
Keflavík GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-2883
Keflavik Ingibjörg Eyjólfsdóttir Suðurgötu 37 92-4390
Sandgerði Guðbjörg Haraldsdóttir Holtsgötu 35 92-7795
Garður BenediktViggósson Eyjaholti 16 92-7217
Njarðvik Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-3826
Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-1261
Borgarnes Rebekka Benjamínsdóttir Borgarvik 18 93-7463
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 24 93-8410
Grundarfjörður Þórunn Kristinsdóttir Grundargötu 43
Ólafsvik Guðný H. Árnadóttir Gunnarsbraut 93-6131
Rif Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-6629
Buðardalur Sólveig Ingvadóttir Gunnarsbraut7 93-4142
ísafjörður EsterHallgrimsdóttir Seljalandsvegi69 94-3510
Bolungarvík Kristrun Benediktstdóttir Hafnargötu 115 94-7366
Suðavik Heiðar Guðbrandsson Neðri-Grund 94-4954
Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir Brimnesvegi2 94-7673
Patreksfjörður NannaSörladóttir Aðalstræti 37 94-1234
Bíldudalur HrafnhildurÞór Dalbraut24 94-2164
Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131
Hólmavík Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut5 95-3132
Hvammstangi Baldur Jessen Kirkjuvegi 95-1368
Blönduos Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-4581
Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut27 95-4772
Sauðárkrókur Guttormur Óskarsson Skagfirðingabr. 25 95-5200
Siglufjörður Friðfinna Símonardóttir Aðalgötu21 96-71208
Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði 4 96-22940
Svalbarðseyri ÞrösturKolbeinsson 96-25016
Dalvík Brynjar Friðleifsson Ásvegi 9 96-61214
Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308
Húsavik ÆvarÁkason Garðarsbraut 45 96-41853
Reykjahlið Þuríður Snæbjarnardóttir Skútahrauni 13 96-44173
Kópasker ÞóraHjördís Pétursdóttir Duggugerði9 96-52156
Raufarhöfn Ófeigurl.Gylfason Sólvöllum 96-51258
Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157
Vopnafjörður VeigurSveinsson Lónabraut21 97-3122
Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógum 13 97-1350
Seyðisfjörður Sigriður K. Júliusdóttir Botnahlíð28 97-2365
Reyðarfjörður Marinó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-4119
Eskifjörður Harpa Rún Gunnarsdóttir Steinholtsveg 1 97-6316
Neskaupstaður Hlif Kjartansdóttir Miðstræti 25 97-7229
Fáskrúðsfjörður Jóhanna Eiríksdóttir Hlíðargötu8 97-5239
Stöðvarfjörður Stefán Magnússon Undralandi 97-5839
Djúpivogur RúnarSigurðsson Garði 97-8820
Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut13 97-8255
Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 99-2317
Hveragerði Erna Valdimarsdóttir Heiðarbrún32 99-4194
Þorlákshöfn Guðrún Eggertsdóttir Básahrauni7 99-3961
Eyrarbakki Ragnheiöur Marteinsdóttir Hvammi 99-3402
Stokkseyri HlynurGylfason Sæbakka 99-3320
Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir Sólheimum 99-8172
Vik Ólafur Ögmundsson Mýrarbraut 8 99-7226
Vestmannaeyjar Ásdís Gísladóttir Bústaðabraut 7 98-2419
Blaðberar
óskast STRAX
eftirtalin hverfi.
Skerjafjörð
Garðabæ
Tíminn
SIÐUMULA 15
S686300
Hey - Hey - Hey
Óska eftir að kaupa gott vélbundið hey komið að
hlöðu í Reykjavík, allt að 30 tonn.
Upplýsingar í síma 46308 eða 614628.
f STAÐAR NEM!
Öll hjól eiga að stöðvast
algerlega áðuren
að stöðvunarlínu
er komið.
yUMFHROAR
RAO