Tíminn - 23.08.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.08.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 23. ágúst 1986 „Af þessum ástæðum fagna ís- lenska friðarnefndin og Sovéska friðarnefndin því frumkvæði ríkis- stjórnar Sovétríkjanna, sem felst í einhliða banni við tilraunum með kjarnorkuvopn." Þetta kemur m.a. fram í sameigin- legri yfirlýsingu fulltrúa Sovésku friðarnefndarinnar og íslensku frið- arnefndarinnar, en hér á landi eru nú staddir tveir fulltrúar sovésku nefndarinnar í boði þeirrar íslensku. í yfirlýsingu nefndanna segir enn- fremur, að þær muni fagna því ef leiðtogafundur stórveldanna yrði haldinn á þessu ári og að þær vonist til að á slíkum fundi verði samið um róttækar ráðstafanir í afvopnunar- málum. Jafnframt er það gagnrýnt, að af hálfu Bandaríkjanna og bandamanna þeirra hafa ekki komið fram neinar „raunhæfar tillögur" á þessu sviði og að þessir aðilar hafi viljað „gera sem minnst úr mikilvægi friðartillagna Sovétríkjanna", eins og það er orðað. íslenska friðarnefndin var stofn- uð 1951 af einstaklingum sem liugð- ust vinna að því að koma í veg fyrir 3. heimsstyrjöldina, en Sovéska friðarncfndin er regnhlífasamtök, þar sem allar viðurkcnndar hrcyt'ing- ar og samtök innan Sovétríkjanna sem hafa frið á stefnuskrá sinni eiga aöild að. Sovésku gestirnir heita Pavel Naúmov og Alexander Kant- zarin. Sá síðarnefndi er starfsmaður Sovésku friðarncfndarinnar, en sá fyrrnefndi er varaformaður hennar og er jafnframt þingmaður Æðsta ráðsins og var á síðasta áratug yfir- maður Upplýsingadeildar APN. Á fréttamannafundi scm nefnd- irnar héldu í gær til að kynna yfirlýsingu sína var hr. Naúmov spurður að því hvort Sovéska friðar- nefndin endurspeglaði friðarhreyf- ingar í Sovétríkjunum almennt. Sagði hann það vera og benti á að ekkert væri óeðlilegt við það að slík hreyfing styddi stefnu stjórnvalda í sínu hcimaiandi þcgar sú stefna væri í raun friðarstefna, eins og stefna Sovétmanna væri í dag. Hann var einnig spurður hvort stefna Sovét- ríkjanna í Afganistan væri friðar- stefna, og svaraði hann því til að stríðið í Afganistan væri ekki hvað síst styrjöld Bandaríkjamanna. Sagði hann í því sambandi, að auðvelt væri að benda á allan þann fjármagnsstuðning sem frá Banda- ríkjunum rynni til þess að viðhalda stríðinu í gegnum stuðning við skæruliða staðsetta í Pakistan. Sov- étmenn væru hinsvegar að styðja við bakið á almennu afgönsku fólki. Báðir sovésku fulltrúarnir undir- strikuðu sjálfstæði Sovésku friðar- nefndarinnar gagnvart stjórnvöldum og bentu á að hún nyti engra fjár- framlaga frá ríkinu heldur væri fjár- mögnuð með frjáisum framlögum. - BG Ólafsvík: Slys um borð í Má Skipverji af togaranum Má frá Ólafsvík slasaðist á hcndi er togarinn var að hífa inn hlerana. Maðurinn varð fyrir flottrollshleranum sem var utan á síðu togarans og slóst í skipverjann. Togarinn var staddur út á Látragrunni þegar slysið átti sér stað, um kl. 9 á fimmtudagsmorgun- inn en sigldi þegar af stað í land og var skipverjinn sendur með flugi til Reykjavíkur um kl. 16.00 en togar- inn kom til hafnar um kl.15.00. ABS Nýr forstöðumaður hjá Skipadeildinni Frá blaðamannafundinum þar sem yfirlýsing friðarnefnda Sovétríkjanna og Islands var kynnt. F.v. Bergþóra Einarsdóttir túlkur, Pavel Naúmov þingmaður Æðsta ráðsins og varaforseti Sovésku friðarnefndarinnar, Haukur Már Haraldsson formaður íslcnsku friðarnefndarinnar, og Alexander Kantzarin starfsmaður Sovésku friðarnefndar- innar. Tímamynd - Sverrir Friðarnefndir fagna frumkvæði Gorbachevs Stefán Eiríksson hefur verið ráð- inn forstöðumaður Sölu- og mark- aðsdeildar Skipadeildar Sambands- ins. Hann er menntaður í sölu- og markaðsmálum og hóf störf hjá Skipadeildinni 1978. Þar vann hann fyrst við almenn skrifstofustörf, síð- an við afgreiðslu erlendra skipa og loks í sölu- og markaðsdeild. Stefán er 35 ára og er kvæntur Ragnheiði Torfadóttur. Stefán Eiríksson. Þekkingar- getraun á Tæknisýningu Einn liður í Tæknisýningu Reykjavíkurborgar í Borgarleikhús- inu hefur verið þekkingargetraun sem dregið er í daglega. Keppninni er þannig háttað að á bakhlið hvers aðgöngumiða eru krossaspurningar sem hægt er að finna svör við með því að skoða sýninguna vandlega. Þorbjörg Guðmundsdóttir er ein hinna heppnu. Hún vann tuttugu tommu sjónvarpstæki og kom það í góðar þarfir því á heimili hennar var einungis ellefu tommu svart-hvítt tæki fyrir. „Nú þarf ekki lengur að keppa um sæti í stofunni heima,“ sagði hún. Verðlaunin í þekkingargetraun Tæknisýningar eru annars samtals 300 og eru sjónvarpstæki, útvarps- tæki, hljómflutningstæki, ljós- myndatæki, og ljósmyndabækur Hjálmars R. Bárðarsonar, auk frí- miða í strætó og sund út afmælisárið. Haft verður samband við vinn- ingshafa jafnóðum og dregið er. Framsókn með próf- kjör á Suð- urlandi Framsóknarmenn á Suðurlandi hafa ákveðið að efna til skoðana- könnunar um val á frambjóðendum vegna næstu alþingiskosninga þann 25. október n.k. Skoðanakönnunin á að vera opin öllum stuðningsmönn- um flokksins í kjördæminu sem ekki eru skráðir í annan stjórnmálaflokk og fæddir eru 1969 eða fyrr. Ætlast er til að menn bjóði sig fram í skoðanakönnunina, en einnig er fulltrúum flokksfélaga heimilt að nefna menn til framboðs að fengnu samþykki þeirra. Framboð eiga að hafa borist framboðsnefnd 5 vikum áður en skoðanakönnun hefst og framboð skal birt a.m.k. 4 vikum áður en skoðanakönnunin fer fram. Gert er ráð fyrir að kjörstaðir verði í öllum sveitarfélögum, þóþau minni geti sameinast um staði. Númera skal við minnst 6 nöfn til þess að kjörseðill verði gildur, en heimilt að númera við allt að 12 nöfn. Niðurstöður verða bindandi hjá þeim er hljóta yfir 50% greiddra atkvæða. Talning verður með þeim hætti að 1. sætið hlýtur sá er flest atkvæði fær í það sæti, 2. sætið sá er flest atkvæði fær í 1. og 2. sæti og svo framvegis. TIL SOLU NOTAÐAR VÉLAR IH 574hydro Deutz Intrac Ford county Ford Ford MF 78 2004 ’83 7704 ’82 7000 75 3000 74 690x4 ’84 JCB traktorsgrafa D-3 ’74 BOÐIIhf KAPLAHRAUNI 18 220 HAFNARFIRÐI: S-91.651800 Hér sést árangur torfhleðslu, hvolfbyggingar og grímugerðar, en allt þetta verður kennt á námskeiðinu. Ekki fylgir sögunni hvort kennt sé á gamla Deutzinn í leiðinni. (Timamynd Sverrir) Námskeið: Andlit og hús gerð úr torfi Næstu tvær helgar verður haldið námskeið í torfhleðslu, hvolfbygg- ingarlagi og grímugerð úr torfi í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Kennt verður hvernig raða á saman hvolf- laga burðarvirki af einfaldri gerð sem byggt er upp af þríhyrningum. Einar Þorsteinn Ásgeirsson hönnuð- ur leiðbeinir við það. Kennslu í torfhleðslu annast Tryggvi Hansen og verða þar kynntar þær hleðsluað- ferðir sem tíðkast hafa á Islandi í gegnum tíðina. Hnaustegundir eru klambra, kvíahnaus, þríhyrna, hornhnaus og strengur. Grímugerð sér Sigríður Eyþórs- dóttir um og kennir hún þátttakend- um að búa til andlitsgrímur úr torfi. Námskeiðið verður laugardag og sunnudag, 23. og 24. ágúst og 30. og 31. ágúst n.k. ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.