Tíminn - 23.08.1986, Blaðsíða 20
Ferðist
með VISA
VALSMENN héldu efsta sæti 1.
deildar meö sigri i Garðinum í
gærkvöldi, 1-0. Paö var Sigurjón
Kristjánsson sem skoraöi sigurmark
þeirra um miðjan síöari hálfleik.
Þá unnu Fylkismenn sigur á ÍR-
ingum í 3. deild og dofnuðu þar meö
vonir ÍR-inga um 2. deildar sæti. ÍK
úr Kópavogi stendur heldur betur að
vígi.
»Í—»aawM
Laugardagur 23. ágúst 1986
Það fór vel á með börnunum á Eskifírði og Vigdísi Finnbogadóttur.
(Tímamynd-Svanfríður)
Forsetinn heim-
sækir Eskifjörð
Frá Svanfríði Hagwaag, fréttaritara Tímans
á Austfjurðum
Fimmtudaginn 21. ágúst kom
Vigdís Finnbogadóttir, forscti
íslands, í heimsókn til Eskifjarðar.
Dagskráin hófst klukkan 14.00 við
Grunnskólann ogskoðaði Vigdís þar
myndlistarsýningar á verkurn Stein-
þórs Eiríkssonar frá Egilsstöðum og
Einars Helgasonar, Austfirðings sem
nú býr á Akureyri. Þá skoðaði
forsetinn málverkasýningu á vcgum
verkamannafélagsins Árvakurs og
Listasafns ASÍ. Einnig skoðaði for-
setinn muni úr postulíni eftir um 40
konur á Eskifirði sem hafa sótt
námskeið í postulínsmálun hjá
Kolfinnu Kctilsdóttur.
Heimsókn á barnahcimili var næst
á dagskrá og þar tóku börnin á móti
Vigdísi og spjölluöu við hana eins og
börnum einum er lagið. Að síðustu
var gamla rafstööin skoðuð, hún var
stofnuð 1911.
Um kvöldið var kvöldverður í
hátíðarsal skólans fyrir gesti bæjar-
ins. Scinna um kvöldið var kvöld-
vaka í Valhöll með fjölbreyttu efni,
m.a. Ick lúðrasveit Eskifjarðar undir
stjórn Jóns Lundbergs, bæjarstjóri
llutti ávarp, Rögnvaldur Sigurjóns-
son lék á píanó, Róbert Arnfinnsson
og Ásdís Skúladóttir lásu upp'. Þá
flutti forsetinn ávarp, Gísli Magnús-
son lék á píanó, Einar Bragi las upp
og að endingu söng Eskjukórinn
undir stjórn Ágústar Ármanns.
Hluti steinasafnsins sem nú er til sýnis á Lambeyrarbraut 5.
(Tímamynd-Svanfríöur)
Eskifjöröur:
Einstakt steina-
safn til sýnis
Á 200 ára afmæli Eskifjarðar hef-
ur verið til sýnis einstakt steinasafn
á Lambeyrarbraut 5, á heimili hjón-
anna Sörens Sörensen og Sigurborg-
ar Einarsdóttur. Þó þau hafi aðeins
safnað steinum síðan 1976 er ótrú-
legt hvað safnið er stórt.
Hjónin hafa kostað alla uppsctn-
ingu safnsins sjálf en þetta er þeirra
tómstundagaman. Sagði Sigurborg
að þau hefðu kynnst mörgu fólki
sem hefði þetta sama áhugamál, sem
betur fer, segir hún því þá taka
útlendingarnir ekki bestu steinana
og flytja þá úr landi.
Veistu ailt sem
þú þarft að vita um
bankamál?
Þarftu að kynna þér lánamöguleika?
Innlánsreikninga? Vaxtakjör? Eða aðra
þætti bankaþjónustu?
í Spjaidhaga Samvinnubankans finnur
þú gagnlegar upplýsingar um þjónustu
bankans:
H-vaxtareiknÍngur Samvinnubankans er
óbundinn sparireikningur, verðtryggður með
vöxtum. Hann ber í upphafi almenna spari-
sjóðsvexti sem stighækka. Kjör H-vaxtareikn-
ings eru reglulega borin saman við kjör 3 og
6 mánaða verðtryggðra reikninga bankans.
Reynist kjör verðtryggðu reikninganna betri
leggst Hávaxtaauki við áunna vexti H-vaxta-
reiknings.
Verðtryggðir reikningar Samvinnubankans
eru bundnir í 3, 6,18 og 24 mánuði. Vextir
leggjast við höfuðstól um áramót og eru lausir
til útborgunar næstu 12 mánuði þar á eftir.
Reikningarnir eru verðtryggðir miðað við láns-
kjaravísitölu.
Sparivelta, Húsnæðisvelta, Ferðavelta
og Launavelta veita allar rétt til láns eftir
ákveðnum reglum sem háðar eru tímalengd
viðskipta og innlánum reikningseigenda.
í Spjaldhaga Samvinnubankans finnurþú
nánari upplýsingar um þessa þætti og aðra í
þjónustu bankans, t.d. erlendan gjaldeyri, VISA-
greiðslukort, vaxtakjör, gengisskráningu og
margt fleira.
Bankinn gefur út ný spjöld eftir þörfum - þú
skiptir um í þínum Spjaldhaga. Þannig hefur þú
alltaf við höndina réttar upplýsingar um þjón-
ustu Samvinnubankans.
Þjonusla
íþína
Þágu
1slTndsBanki
HF.
Til fróðleiks
má geta þess að orðið Spjaldhagi
er ekki nýyrði heldur er Spjaldhagi forn
þingstaður Eyfirðinga. Árið 1492 var haldið þar
þriggja hreppa þing og frá sama ári er til
skiptabréf gert í Spjaldhaga. í sóknarlýsingu
Grundar- og Möðruvallasóknar frá 1840 nefnir
síra Jón Jónsson (1787-1869) Spjaldhagahól
„hvar til forna var og enn skal sjást leifar af
einum dómhring.“
Okkur fannst orðið hins vegar vel við hæfi og
ákváðum að glæða það nýrri merkingu.
Líttu inn í næsta Samvinnubanka og
fáðu Spjaldhaga - eða hringdu og við
sendum þér hann.
SPJALDHAGI - ALLAR UPPLÝSINGAR Á EINUM STAÐ
SAMVINNUBANKI ISLANDS HF.