Tíminn - 23.08.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.08.1986, Blaðsíða 12
Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Innritun nýnema í öldungadeild veröur mánudag- inn 25. og þriðjudaginn 26. ágúst kl. 16-19. Skólagjald er 3.400 kr. auk 500 kr. staðfestingar- gjalds. Athugið að enginn getur hafið nám í öldungadeild nema þessi gjöid séu greidd. Aðrir nemendur öldungadeildar fá afhentar stundatöflur á sama tíma gegn greiðslu skóla- gjalds. Stöðupróf verða sem hér segir: franska, þýska og spænska þriðjudaginn 26. ágúst kl. 18.00, enska miðvikudaginn 27. ágúst kl. 18.00, danska fimmtudaginn 28. ágúst kl. 18.00. Kennarafundur verður föstudaginn 29. ágúst kl. 10.00. Skólinn verður settur laugardaginn 30. ágúst kl. 14.30. Nýnemar í dagskóla eru boðaðir til fundar með umsjónarkennara sama dag kl. 13. Stundartöflur í dagskóla verða afhentar gegn greiðslu 1400 króna skráningargjalds mánudaginn 1. september kl. 10.00. Kennsla hefst skv. stundarskrá mánudaginn 1. september í öldungadeild, en þriðjudaginn 2. september í dagskóla. SKYLDUSPARNAÐUR ORÐSENDING TIL LAUNÞEGA Á ALDRINUM 16 TIL 25 ÁRA Launþegar á skyldusparnaöaraldri eru hér meö hvattir til aö fylgjast gaumgæfilega meö því, að launagreiðendur dragi lögboðinn skyldusparnað af launum og geri skil til Veðdeildar Landsbanka íslands. Hafi það brugðist, er þeim bent á að snúa sér til lögfræðings, sem fer með málefni skyldusparnaðar hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, Laugavegi 77, Reykjavík. ^Húsnæðisstofnun ríkisins Frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla Nemendur komi í skólann þriðjudaginn 2. septem- ber milli kl. 12 og 14. Þá fá þeir afhentar stundaskrár og bókalista gegn greiðslu nemenda- gjalds kr. 1.400. Deildarstjórafundur verður í skólanum fimmtudaginn 28. ágúst kl. 10.00 og kennarafundur mánudaginn 1. september kl. 10.00. Skólameistari. MF= Massey Ferguson VARAHUITIR • STERKARI • ÖRUGGARI • ÓDÝRARI , BÚNADARDEILD ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 t2 Tíminn. lillllllllllllllllllilllllll MINNING Laugardagur 23. ágúst 1986 llllllllllllllllll Guðrún Guðlaugsdóttir, Ingólfi á Selfossi Fædd 1. apríl 1911 Dáin 11. ágúst 1986 Ástkær móðursystir er látin. Gunna í Ingólfi eins og hún var alltaf kölluð er persónugervingur alls þess besta, sem ég þekki. Góðvildin, umhyggjan og yndislegt viðmót, ásamt uppörvandi afstöðu til alls og allra var hennar líf. Enginn kom hnugginn af hennar fundi. Gunna bjó einnig yfir frábærri kímnigáfu, geislandi hlátur hennar bar vott um engiltæra lífsgleði, sem ekkert fékk haggað. Mjög uppgefin sál fékk kraft á hennar fundi. Fyrir mér var hún sem Ijós gæskunnar inní tvísýna veröld, eðallunduð, hugrökk, næm og traust. Þau börn, sem auðnan hefur fært ástríka foreldra, ömmu og afa eru á gæfunnar vegi. Móðuramma mín og mamma Gunnu var einasta foreldra- foreldri mitt, sem ég fékk nokkru sinni að kynnast. Við slíkar aðstæður auk föðurmissis verður móðurhlut- verkið ennþá mikilvægara og skyld- fólk og vinir koma í auknum mæli inní myndina. Amma var yndisleg og einstök og dætur hennar fengu það besta frá hcnni. Gunna var elsta systirin og við lát ömmu kom hún þegar í hennar stað. Leiddi öll systrabörnin til gæfu og hamingju. Ekkert minna. Mörgum okkar tók hún strax á móti við fæðingu, sum okkar fól hún al- góðum Guði með tárin í augunum. Alltaf var Gunna þar í fjölskyld- unni, sem mest á reið. Hún blundaði aldrei á verðinunt. Síminn hringdi. Gunnu hafði dreymt eitthvað um nóttina. Var vitað hvernig þessum eða hinum leið. Afmælisdagur. Pakki frá Gunnu. Systurogmágar, systrabörn og makar, barnabörn og barna- barnabörn, kunningjarog vinir. All- ir nutu þessarar stórkostlegu verndar. Sjálfsagt þekkja þetta allir, fjölskyldur eiga svona verndardýr- linga. En fyrir þá sem njóta þess er þetta einstakt, persónulegt og elsku- legt, - gefur lífinu gildi. Gunna eignaðist aldrei börn sjálf og hún var ákaflega fínleg kona. í rauninni var hún veikburða að sjá, enda hafði hún marga hildina háð við sjúkdóma. Á yngri árum þótti hún með fegurstu konum og bar það alltaf með sér. Hún hafði gaman af því að skemmta sér og gat vafið ólíkegasta fólki um fingur sér á hinn undursamlegasta hátt. Ofsamenn urðu sent lömb í hennar viðurvist, enda heyrði ég hana bókstaflega aldrei segja styggðaryrði um nokk- urn mann. Fyrir mér var hún Auður djúpúðga, Bergþóra og Snæfríður fslandssól í einni persónu. Gunna eða Jóna Guðrún Guð- laugsdóttir var fædd í Hvammi á Landi 1. apríl 1911, elsta dóttir hjónanna Guðríðar Eyjólfsdóttur og Guðlaugs Þórðarsonar frá Króktúni á Landi. Sama ár fluttist hún með foreldrum sínum að Götu í Holtum, þar sem Guðlaugur stundaði kennslu með búskapnum. í Landsveitinni var hann annálaður fjall- og vatna- maður. 1 Götu fæddust systur hennar tvær næsta ár, Guðný og Guðríður, tvíburar. Foreldrar bændahöfðingj- ans Sigurjóns Sigurðssonar í Raft- holti tóku Guöríði í fóstur fyrsta árið og hefur Sigurjón oft ntinnst þeirrar heimsóknar með gleði við mig. Ári seinna fluttist Gunna með fjölskyldu sinni að Vatnsnesi í Grímsnesi, þar sem þau bjuggu til ársins 1925, þegar þau kcyptu Tryggvaskála á Selfossi. í Vatnsnesi fæddust tvær dætur í viðbót árið 1918, Guðbjörg og Bryndís, einnig tvíburar. Guðlaugur var þekktur forsöngv- ari í kirkjum í Landsveitinni og Holtunum og nú gerðist hann einnig organisti í Mosfells- og Klaustur- hólakirkjum í Grímsnesinu. Sat í hreppsnefnd, var umboðsmaður Brunabótafélagsins og fyrsti formað- ur Ungmcnnasambandsins Skarp- héðins, sem hann stofnaði m.a. með vini sínum Skúla Gunnlaugssyni frá Kiðabergi, stórbónda í Bræðratungu í Biskupstungum. Tryggvaskáli var keyptur árið 1925, sem áður segir, og skömmu síðar byggir Guðlaugur húsið Ingólf, sem nú er Eyrarvegur 1 á Selfossi. Einnig reisir hann stóra salinn við Skálann. Nokkrum árum síðar skall heims- kreppan yfir með öllum sínum voða- þunga. Allur rekstur var í járnum og margir misstu allt sitt, þóttust reynd- ar hólpnir að hafa ofaní sig og sína. Þetta voru erfið ár í Tryggvaskála, þótt Guðlaugur stundaði alltaf bú- skap með hótelrekstrinum. Greiða- sala datt niður, kostgangararnir gátu ekki borgað, og aðeins útsjónarsem- in og nýtnin til bjargar. „Þið eigið að leysa hnútana, ekki skera á þá,“ sagði Guðlaugur við unga sveitunga sína á Landinu í heimsókn í Tryggvaskála, sem lá á að leysa einhver snæri utanaf böggum. Þetta er ennþá fleygt fyrir austan, en dæturnar ungu námu lífssannindin. í Tryggvaskála voru mörg vináttu- böndin hnýtt. örþreytt fólk kom af Hellisheiði og þáði viðurgjörning, og bændur á leið í kaupstaðaferð gistu. Vegagerðarmenn höfðu aðset- ur þar og Póstur og sími voru með aðstöðu í húsinu. Efnt var til dans- leikja unt helgar, sem fólk sótti víða að, og sumir áttu næstum sitt annað hcimili í Skálanum. Höfðingja bar að garði, tignir, frægir en misjafnir eins og gengur. Þeirra vinsælustu var lengi minnst. Geir Zóega vgamála- stjóri og Eiríkur Einarsson, alþingis- maður frá Hæli meðal annarra. Árið 1939 dó Guðlaugur og Guð- ríður tók alfarið við rekstri Skálans með dætrum sínum. Gunna og syst- urnar stóðu sig eins og hetjur og nú máttu hendur aldeilis standa fram úr ermum, því heimsstyrjöldin síðari brast á og landið fylltist allt af hermönnum. Systurnar giftust nú hver af ann- arri og stofnuðu sín heimili. Gunna kynntist sínum lífsförunaut, Ólafi Kristmundssyni laganema frá Kol- beinsá í Hrútafirði. Foreldrar hans voru Kristmundur Jónsson, kaupfé- lagsstjóri á Borðeyri og síðar stjórn- arráðsfulltrúi í Reykjavík og kona hans Sigríður Ólafsdóttir frá Kol- beinsá. Ólafur hafði hrakist frá námi vegna hinnar ægilegu veiki, berkl- anna. Eftir að hafa verið hogginn, eins og það var kallað, þrisvar, náði hann þeirri heilsu að geta starfað hjá skólabróður sínum, öðlingnum Páli Hallgrímssyni sýslumanni Árnes- inga sem fulltrúi á sýsluskrifstofunni á Selfossi. Heimilin taka nú allan tíma systr- anna, Skálinn er seldur 1942 og 1948 deyr Guðríður. Gunna og Ölafur setja nú upp heimili sitt í Ingólfi. Systrabörnunum fjölgar og allir eignast annað heimili hjá Gunnu. Eftir að Skálinn var seldur vann Gunna alltaf úti. í Kaupfélagi Ár- nesinga, Selfossbíói, mötuneytinu við Búrfell, á Þingvöllum og í mötu- neyti Gagnfræðaskóla Selfoss. í rauninni féll henni aldrei verk úr hendi. Árið 1968 dó Ólafur eftir langvinn veikindi, þar sem Gunna stóð við hlið hans til hinstu stundar. Heimilis- haldið breyttist hjá Gunnu. Systir hennar Guðbjörg hafði búið lengi hjá henni með syni sína tvo, Magnús og Guðlaug Ægi Magnússyni. Þeir höfðu verið við nám í Reykjavík en fluttust nú aftur austur með fjöl- skyldur sínar. Síðustu árin bjó Gunna svo á öldrunarheimili Selfoss að Grænumörk. Gunna og Ólafur höfðu mikil áhrif á öll þau ungmenni, sem þeim tengdust. Þótt þeim yrði ekki sjálf- um barna auðið, áttu öll systrabörn- in sitt annað heimili hjá þeim. Sér- staklega var þeim annt unt menntun þeirra og allan andlegan þroska. Ósjaldan var hringt og spurt hvernig hefði gengið á þessu eða hinu próf- inu eða hvort fjárhagurinn væri ekki í það tæpasta. Ólafur hafði verið frábær námsmaður, dux og semidux í sínum bekk og Inspector Scholae var hann eitt árið í Menntaskólanum á Akureyri. Hann unni æðri mennt- un, fagurfræði, skáldskap, sagnfræði og þó sérstaklega íslandssögunni. Sjálfur var hann óþreytandi fræðari og hafði alltaf tíma fyrir unga vini, sem langaði að ræða málin. Sjálfsagt hefur hann oft fundið fyrir undirrit- uðum, sem varsíspyrjandi, en aldrei var lát á þolinmæðinni. Sérstaklega var kært á milli föður míns og hans enda stutt úr Strandasýslu í Norður- árdalinn. Selfossbær umbreyttist algjörlega í lífi Gunnu. Nýfermd fluttist hún í pláss, sem taldi 5 hús. Selfossbæina tvo, Landsbankann, Sigtún og Tryggvaskála. Nú er Selfossbær glæsilegur kaupstaður, höfuðborg Suðurlands með fjögur þúsund íbúa. Þessari þróun tengdist Gunna enn frekar því hún þekkti alla í hinu vaxandi þorpi og sérstaklega var náin vinátta á milli allra gömlu fjölskyldnanna á Selfossi. Mörg mál bar á góma og flest stóru málin á Selfossi voru nánast fjölskyldumál Gunnu. Bryndís systir hennar giftist Grími E. Thorarensen elsta syni Egils Thorarensen, kaup- félagsstjóra Kaupfélags Árnesinga. Mjólkurbú Flóamanna, Kaupfélag Árnesinga ásamt uppbyggingunni í Þorlákshöfn voru allt mál, sem Egill barðist fyrir, og brann ekki síst á þeim, sem næst honum stóðu. Grím- ur var t.d. innkaupastjóri Kaupfé- lagsins og síðar kaupfélagsstjóri. Einnig var Egill í stjórn Mjólkur- samsölunnar í Reykjavík og Osta- og smjörsölunnar en ótrúlega stutt er í það, að afurðir þessara fyrir- tækja voru engin hversdagsvara í Reykjavík. Þessi holla fæða á vissu- lega sinn þátt í vexti og viðgangi höfuðborgarinnar. Menn geta líka rétt ímyndað sér Selfoss án þessara öflugu fyrirtækja eða byggðaþróun á Suðurlandi yfirleitt án þeirra. Gunna var ákaflega opin fyrir allri umræðu, hvort sem það voru þjóð- mál almennt eða hrein fagurfræði, listir og vísindi. Pabbi hennar var mikill sjálfstæðismaður í pólitík og setti sig aldrei úr færi að ræða stjórnmál við gesti sína í Tryggva- skála. Sérstakt yndi hafði hann að ræða við frændur sína og vini úr Rangárþingi og heyrðist þá oft vel til manna, því bændur og bændasynir eru fylgnir sér, en hart var gengið eftir að þeir játuðust sjálfstæðis- stefnunni. Mamma Gunnu, Guðríður, var elst barna Eyjólfs Guðmundssonar í Hvammi og konu hans Guðbjargar Jónsdóttur frá Skarði. Alls voru systkinin tíu og tveir uppeldisbræð- ur. Eyjólfur var hreppsnefndar- oddviti sveitar sinnar f áratugi og frumkvöðull í ræktunar og sand- græðslumálum. Hann var mikið hraustmenni og lýsir Ingólfur heitinn ráðherra á Hellu því í upphafi ævi- minninga sinna. Eyjólfur var einka- vinur sumra helstu höfðingja lands- ins um sinn dag. Björn í Isafold gaf honum nafnbótina Landshöfðingi og Tryggvi Þórhallsson forsætisráð- herra var heimilisvinur í Hvammi. Tryggvi studdi einnig drengilega við stofnun Mjólkurbús Flóamanna. Einar Benediktsson, skáld og sýslu- maður var einkavinur Eyjólfs, en hann aðstoðaði Einar mjög í virkj- unarmálunum og hjálpaði honum við vatnsréttindakaup. Þau réttindi runnu síðan öll til íslenska ríkisins og eru grundvöllurinn að hinum miklu virkjunum á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Bæði Landsvirkj- un og Landgræðsla ríkisins eiga því spor í bænum þar sem Gunna fæddist, auk hverskonar önnur fram- faramál héraðs og þjóðar. Hversu stoltur hefði gamli maðurinn í Hvammi ekki orðið, hefði hann nú mátt sjá undursamlegan árangur landgræðslunnar á eyðisöndum sunnlensku afréttanna og það af völdum stofnanna, sem hann dreymdi unt í æsku. Hann sem horfði á býlin í Landsveitinni fjúka upp hvert á eftir öðru, og bjargaði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.