Tíminn - 26.08.1986, Qupperneq 10
10 Tíminn
Blaðberar
óskast STRAX
/ eftirtalin hverfi.
Skerjafjörð
Garðabæ
H
Tínilnn
SIÐUMULA 15
í^k
686300
LÖGREGLUSTJÓRINN
A KEFLAVÍKURFLUGVELLI
Sfmí 92-1795
Lausar stöður
Nokkrar stöður lögreglumanna eru lausar til um-
sóknar.
Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlögregluþjónum og
lögreglustjórum um land allt.
Umsóknir ásamt tilskildum fylgiskjölum skulu hafa
borist skrifstofu minni eigi síðar en 15. september
nk.
Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREYRI
Staða sérfræðings við Rannsóknadeild í meina-
fræði við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, er laus
til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 22. september nk. Upplýs-
ingar um stöðuna veitir Margrét Snorradóttir,
sérfræðingur deildarinnar í síma 96-22100.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri
störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins,
Halldóri Jónssyni.
Stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Díselvél til sölu
Upptekin Bedford díselvél til sölu. Vélin er 6 cyl
107 hö „end to end“.
Upplýsingar í síma 98-2517.
Hjartanlega þakka ég sonum mínum og tengdadætr-
um og öðrum vinum og vandamönnum höfðinglegar
gjafir, blóm og skeyti á 95 ára afmæli mínu þann 15.
ágúst. Einnig þakka ég forstjóra Seljahlíðar ásamt
öllu starfsfólki fyrir ómetanlega aðstoð.
Lifið heil.
Óskar Bjartmarz
Innilegt þakklæti til allra sem glöddu mig á níræðisaf-
mæli mínu 17. ágúst s.l. Guð blessi ykkur öll.
Guðni Bjarnason,
Austurvegi 1, Vík í Mýrdal
llllllllllllllillllllll MINNING
Þriðjudagur 26. ágúst 1986
Gísli Snæbjörnsson
skipstjóri, Patreksfiröi
Gísli Snæbjörnsson, útgerðar-
stjóri, Aðalstræti 117, Patreksfirði
andaðist á Landakotsspítala 16.
þ.m.
Síðast heyrði ég rödd þessa ágæta
vinar míns fyrir rúmunt mánuði
síðan. Ég átti þá við hann símtal til
þess að leita frétta úr heimabyggð,
ræða sameiginleg áhugamál og til
þess að kveðja áður en við hjónin
færum ' þriggja vikna ferð til út-
L: Ja. Pá. datt mér síst í hug að
þ„ na yrðu okkar síðustu kveðjur.
Gisli var þá glaður og reifur ný
kominn úr vel heppnaðri laxveiði-
ferð og gat þess að hann væri óvenju
frískur. - En enginn má sköpum
renna. - Petta varð okkar síðasta
kveðja áður en hann hélt í sína
hinstu ferð, sem okkur er öllum búin
fyrr eða síðar.
Þó að þetta gerðist nokkuð óvænt
held ég að Gísli hafi ekki verið
vanbúinn til þessarar ferðar. Löngu
og gifturíku ævistarfi var í raun
lokið. Hann naut þess, eins og svo
margir á hans aldri, að horfa um öxl
og virða fyrir sér langt og að mörgu
leyti viðburðaríkt ævistarf
Gísli var vel þekkturogvel metinn
í sinni heimabyggð og raunar víðar.
Hann naut trausts og virðingar allra
sem við hann áttu viðskipti. Hvar
sem hann tók til hendi, en það var
æði víða á langri ævi, vann hann að
með atorku, dugnaði og sérstakri
samviskusemi. Hann varð sinnar
gæfu smiður með verkum sínum og
lífsferli og eignaðist lífshamingju á
vel búnu og stóru heimili.
Gísli fæddist 4. maí 1914 að
Tannanesi í Tálknafirði, sem var
kotbýli við sjóinn utarlega í firðin-
um, sem nú er löngu komið í eyði.
Foreldrar hans voru hjónin Snæ-
björn Gíslason og Margrét Guð-
bjartsdóttir, sem þar bjuggu. Þau
eignuðust 9 börn og var Gísli 5. í
röðinni.
Á Tannanesi voru litlar landnytj-
ar. Sjórinn varaðal bjargræðisvegur-
inn. Hafaldan brotnaði þar við grýtta
og klettótta strönd. Brimhljóðið var
undirtónn lífsbaráttunnar hjá fólk-
inu í bænum við sjóinn. - Unga
fólkið í dag getur á engan hátt sett
sig inn í allt það erfiði og strit, sem
háð var af íslenskri þjóð á stöðum
sem þcssum.
Oft var þröngt í búi hjá hjónunum
á Tannanesi. En þau voru ung og
hraust og tókst að koma upp stóra
barnahópnum sínum.
Gísli fór að heiman 10 ára gamall.
Hann var þá tekinn í fóstur að
Dufansdal í Arnarfirði af hjónum
Guðmundi Bjarna Tómassyni og
Sólborgu Jóhannesdóttur, sem þar
bjuggu. Hann minntist oft veru
sinnar þar. - Þeirrar hlýju og góðu
umönnunar, sem hann naut hjá
þessum ágætu hjónum. Yngri sonur
hans er heitinn eftir bóndanum í
Dufansdal. í Dufansdal kynntist
Gísli íslensku bændalífi eins og það
var í Vestfjörðum þá.
Skólamenntunar naut Gísli engrar
nema þeirrar takmörkuðu fræðslu,
sem börn fengu á þessum árum í
sveitum landsins.
Gísli flutti frá Dufansdal strax eftir
að hann hafði verið fermdur í kirkj-
unni á Bíldudal. Hann fór þá til
Patreksfjarðar var ráðinn til róðra á
opnum vélbát. Frá þeim tíma sá
Gísli fyrir sér sjálfur, en átti að
sjálfsögðu alltaf athvarf hjá foreldr-
um sínum, sem þá voru flutt að
Lambeyri í Tálknafirði. Einnig var
Lilja systir hans gift og búsett á
Patreksfirði. Hann stundaði sjóinn
af kappi, fyrstu árin á opnum bátum
og síðar á togurum frá Patreksfirði
og vertíðabátum þegar útgerð þeirra
hófst frá Patreksfirði. Hann var
alltaf eftirsóttur í skiprúm sökum
dugnaðar og verklagni.
Gísli undi því illa að vera alltaf
annarra þjónn á sjónum. Fljótlega
stefndi metnaður hans og framtaks-
söm hugsun að því, að koma sér upp
eigin útgerð og var svo komið í lok
fjórða áratugarins að hann var orð-
inn skipstjóri á þilfarsbáti, sem hann
rak og átti í félagi með öðrum. Hann
hafði þá aflað sér réttinda til þess að
stýra 30 lesta fiskibát. Síðar öðlaðist
hann réttindi til þess að vera skips-
stjóri á 120 lesta fiskiskipi. Skips-
stjórnin fór Gísla einkar vel úr hendi
og lánaðist útgerðin vel.
Gísli var félagshyggjumaður í
hugsun og athöfnum. Hann gekk
Sigurrós Jóhannsdóttir
Sigurrós Jóhannsdóttir fæddist 23.
ágúst, aðSkíðsholtum Hraunhreppi,
Mýrasýslu. Dáin 18. ágúst 1986.
Jarðvistin orðin löng og oft ströng, á
90 ára æviferli, fimm daga vantaði,
að 91. æviárið væri útrunnið. Þá
kom kallið.
Sigurrós Jóhannsdóttir, kvaddi
þennan heim eftir langan ævidag.
Hvert var hennar ævistarf? Hvers
konar málefnum hafði hún unnið
að? Látum hana sjálfa svara.
I inngangsorðum bókarinnar
„Huglæknirinn og sjáandinn, Sigur-
rós Jóhannsdóttir," segir meðal
annars.
„Ég hef gegnt köllun minni í 55 ár,
einstæð ekkja. Maðurinn minn dá-
inn og börnin uppkomin." Annað
segir Sigurrós ekki um sín einkamál.
Hver var sú köllun, er Sigurrós
minnist á? Þar vísa ég til bókarinnar,
sem nefnd var, sú bók kom út 1984
og geymir örfáar frásagnir um hið
merka ævistarf Sigurrósar Jóhanns-
dóttur, er segja meira en fáorðuð
minningargrein.
Ég sem rita þessi orð, kynntist
Sigurrósu Jóhannsdóttur, árið 1980.
Okkar kynning er stutt, en þó á þann
veg að ég hlýt að minnast hinnar
látnu heiðurskonu.
Hvers er þá helst að minnast? Ég
hef vísað til fyrrnefndar bókar, en
þó skal þetta sagt.
Sigurrós Jóhannsdóttir var trúuð
kona, einlæg í trú sinni og bænalífi.
Hún starfaði og bað í nafni frelsara
vors og drottins, Jesú Krists. Hún
svaraði jafnan er spurt var um lækn-
ingaferil hennar og það lífsstreymi,
er bænum hennar fylgdi: „Ég get
engan læknað af eigin mætti. Bænin
er mín aðferð, hvað þeim lækningum
viðvíkur, sem gerast oft hjá þeim, er
til mín leita, og biðja um hjálp. Það
er máttur Jesú Krists, sem læknar.“
Þannig var það líka, Sigurrós bað,
verkin töluðu. Trúin er dauð án
verkanna,“ segir Jesús Kristur.
Hann segir einnig. „Biðjið, og yður
mun gefast.“
Sigurrós Jóhannsdóttir er horfin
af voru lífssviði. Ég minnist hennar
með þökk og virðingu. Ég bið um
blessun guðs, öllum ættmönnum
hennar til handa. Ég veit að hún
þakkar heils hugar, alla þá aðhlynn-
ingu, sem henni var veitt af vinum
hennar. Sérstaklega mæli ég fyrir
hennar hönd, þakkir til stofnana,
lækna og þeirra, sem hjúkruðu henni
síðustu árin sem hún lifði.
Kveðjuorð mín til Sigurrósar, eru
þakkarorð, fyrir bænasamstarfið í
þessu lífi. Látinn lifir.
Þórarinn Elís Jónssnn.
Horfin yfir haf
heim á ókunn lönd.
Lífið gud oss gaf
Gleðsl vor sál og önd.
Heill þérfæri ogfrið
fyrir unnin störf.
Sjúkum lagðir lið,
liðsemdin var þörf.
Margur þakkar þér
þína bœnagjörð.
Verk, er vannstu hér,
þó vœru kjörin hörð.
Fátœk, byrði barst.
Byrðin ei var létt.
Ætið örugg varst.
Eitt var markið sett.
Það, að gera gott,
gleðja þjáða sál.
Öll bar um það vott
þín iðja og bœnamál.
Likn, er leiddi til
að lœkning margur hlaut.
Guðs við ástaryl
elfdist dáð, í þraut.
t
Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma
Helga Hjördís Hjartardóttir
Hamraborg 30, Kópavogi
lést í Borgarspítalanum 24. ágúst s.l. Jarðarförin auglýst siðar.
Sigurður Siggeirsson
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir
Gísli Snæbjörnsson
verður jarðsunginn þriðjudaginn 26. ágúst kl. 14.00 frá Patreksfjarðar-
kirkju
Guðrún Samsonardóttir
Stella Gísladóttir Richard Kristjánsson
Bjarney Gísladóttir Eyjólfur Þorkelsson
SigríðurGísladóttir Magni Steingrímsson
Snæbjörn Gíslason Kristín Finnbogadóttir
Guðmundur B. Gíslason Hildur Valsdóttir
Margrét Gísladóttir Hálfdán Þórhallsson
Þ.E.J.