Tíminn - 29.08.1986, Síða 1

Tíminn - 29.08.1986, Síða 1
SKYNDILOKUN dragnóta svæöa út af Patreksfirði, Arnarfiröi og Dýrafiröi hefur tekið gildi. Einnig hefur svæðum fyrir noröan og austan veriö lokað fyrir togveiðum. Alls eru þetta 7 svæöi sem lokuð eru nú og ástæða lokana þessara er að mikill smáfiskur hefur fundist í afla báta af þessum svæðum. Ef meira en 20% aflans er undir 55 cm er viðkomandi veiðisvæði lokað þar til breyting verður á. Skyndilokanir gilda í viku en eru framlengdar ef þörf krefur. SKREIÐARSENDING sú sem nú er á leiðinni til Nigeríu með leiguskipi virðist ætla að sleppa þar inn því greiðsla fyrir flutningskostnaðinn hef- ur nú borist fslensku umboðssölunni hf. sem sér um skreiðarsendinguna. Engin greiðsla hefur enn borist fyrir skreiðina sjálfa. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf. hefur keypt 51% hlutabréfa í Reyk- vískri endurtryggingu um leið og hlutafé R.T. hefur verið aukið. Reykvísk endur- trygging verður þó rekið sem sjálfstætt fyrirtæki, en rekstur þess hefur gengið vel á undanförnum árum að því er segir í frétt frá tryggingafélögunum. PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum fyrir næstu alþingiskosn- ingar verður 11.-12. október nk. og verður kosið í fjögur efstu sæti listans. Allir flokksbundnir sjálfstæðismenn hafa rétt til þátttöku svo og þeir sem undirritað hafa stuðningsyfirlýsingu við flokkinn. BISKUPjNN fær fullan stuðning þátttakenda á kristilegu móti sem haldið var á Ástjörn um síoustu helgi við þá afstöðu gegn fóstureyðimgum sem fram kom í hirðisbréfi biskuþs. I mótinu tók þátt fólk úr öllum kristilegum söfnuðum á Akureyri og víðar. SKÁKMEISTARAR úr óiym þíuliði íslands munu bjóða sýningargest- um á sýningunni Heimilið '86 að etja kaþpi við sig. Á sýningunni, sem opnaði í gær, verður sérstakur skákbás þar sem skákmennirnir munu skiptast á að tefla við gesti daglega mili 16 og 19. BÍTLAMINJAGRIPIR seldust á uppboði í London í gær fyrir um 13 milljónir íslenskra króna. Þarna var um að ræða óhrjálegan gítargarm sem George Harrison mun hafa keypt af vinkonu þegar hann var 13 ára, myndir, gullplötur, bréf, plaköt og ýmislegt annað sem var í eigu hljómsveitarinnar. Gítarinn keypti amerískur milljóneri fyrir um 250 þúsund íslenskar krónur; að því að talið er sá hinn sami og keypti Rolls Royce úr eigu John Lennon í fyrra fyrir 120 milljónir króna keypti nú fólksvagninn sem sást á umslagi Abbey Road fyrir gjafverð, 120 þúsund krónur. EKKJUSTAND hefur ekki alltaf verið talið eftirsóknarvert en þegar verka- maðurinn Eddie Cooks var jarðaður í Fort Worth í Texas í gærfylltist kirkjugarðurinn af ekkjum hans. Ao minnsta kosti sjö konur héldu því fram að þær væru ekkja Eddies og fjölskyldu hans hefur ekki tekist að skera úr hver eða hverjir hafa rétt fyrir sér. KRUMMI í hvoru liðinu ætli Guðmund- ur Kjærnested verði...? Er þorskastríð yfirvofandi í Vestmannaeyjum? Vilja eignast eigin fiskveiðilandhelgi Mikill áhugi cr fyrir því í Vest mannaeyjum, að eyjan eignist eig- in landhelgi og ráðstafi henni að eigin vild. Hins vegar eru hags- munaaðilar í Vestmannaeyjuni ekki sammála um það hvernig landhelgin eigi að vera, hvort hún eigi að vera þrjár mílur út af Heimaey eða þrjár mílur kringum allar eyjarnar eða hvort hún á að vera færri eða fleiri mílur. Enn- frcmur er rætt um það hversu langan tíma á ári eigi að friða viðkomandi landhelgi fyrir öllum veiðum og hverjir eigi að fá að veiða innan hennar á öðrum tímum. Tíminn hafði samhand við Hilm- ar Ásgeirsson útvegsbónda í Vest- mannaeyjum og sagði hann að það væri flestir sammála um að núver- andi ástand væri ómögulegt og ennfremur að hann ætti von á því að ekki liði á löngu þar til atvinnu- málancfnd færi þess á leit við bæjaryfirvöld að þau sendu ráðu- neytinu beiðni um breytingar á reglum um veiðar við eyjarnar hverjar sem þær yrðu. Atvinnumálanefnd Vestmanna- eyjabæjar hélt fund um málið á miðvikudaginn s.l. og sýndist Hilmari þá að menn myndu cinna helst verða sammála um að biðja um þriggja mílna landhelgi í kring- um Heimaey og að hún yrði lokuð fyrir öllum veiðum í fimm mánuði á ári, frá september til febrúar og aðra mánuði ársins yrðu einungis trillur sem fengju að veiða innan landhelginnar. „Það eru stór skip, allt að tvö- þrjúhundruð tonna skip sem eru að toga hér alveg inn í höfn og þar sem mikið er af litlum bátum, trillum og dekkbátum, þá finnst mörgum eðlilegt að þeir fái að vera í friði með svæðið næst landi, því þcssir bátar geta ckki sótt cins langt á miðin og togararnir," sagði Hilmar. Hann sagði að þessi hug- mynd hcfði af og til verið rædd síðustu 20 árin en það væri einna helst nú sem menn væru að verða sammála um hvernig landhelgin eigi að vera. Skriðjöklar sjá um hestinn Skriðjöklarnir akureysku komu til Reykjavíkur í „opinbera heimsúkn" í gær og á Reykjavíkurflugvelli biðu þeirra að sjálfsögðu hestar með fullum reiðtygjum.Áþessum fararskjótum ferðuðust Skriðjöklarnir um borgina, heimsóttu m.a. nýju útvarpsstöðina og hringdu í Rás 2. Tímamynd: Pétur Sauðfjárveikivarnir: Loðnan: Rafmagnsgirðing á milli fjarða - til varnar riðuveiki á Barðaströnd Sauðfjárveikivarnir eru að reisa sauðfjárveikivarnagirðingu frá Ósafirði sem er innfjörður Patreks- fjarðar og yfir í Trostansfjörð sem er innfjörður Arnarfjarðar. Girðingin er 43 kílómetra löng rafmagnsgirðing með 5 strengjum. Þetta er önnur rafmagnsgirðingin sem sauðfjárveikivarnir girða, en áður hafði í vor verið girtir 8 kílómetrar í eldhrauninu í Skafta- fellssýslu og einn rafmagnsstrengur var settur til styrkingar gaddavírs- girðingu frá Miðfirði og inn á Arnarvatnsheiði. Ákvörðun var tekin um þessa girðingu þegar Ijóst var að bændur í hreppum á Barðaströnd þurftu að slátra öllu fé sínu vegna riðuveiki árið 1984. Nú að tveimur árum liðnum er þeim heimilt að kaupa líflömb gegn því að setja þau beint á hús þar til girðingin verður tilbúin næsta vor. Áætlað er að girðingin kosti um 5 milljónir. Rafmagns- girðingar eru miklu ódýrari heldur en gaddavírsgirðingar og raf- magnsnotkun vegna þeirra er ekki umtalsverð. -ABS FLOTINN Á LEIÐ TIL JAN MAYEN Aðeins tveir loðnubátar höfðu tilkynnt um afla síðdegis í gær, en loðnuflotinn hefur nú gefist upp á veiðum á miðunum út af Vestfjörðum. Framanaf hömluðu straumar nokkuð veiði á því svæði, en þegar straumarnir minnkuðu hvarf loðnan. Flotinn var í gær aftur á leiðinni á miðin við Jan Mayen, og bjóst Andrés Finn- bogason hjá Loðnunefnd við að fyrstu bátarnir yrðu komnir þangað í nótt eða snemma í morgun. B

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.