Tíminn - 02.12.1986, Qupperneq 19

Tíminn - 02.12.1986, Qupperneq 19
Þriðjudagur 2. desember 1986 Tíminn 19 MINNING III lllllllílllllllllllllllllllAIIII! i'lll'i Valgeir Hólm Axelsson Fæddur 14. júní 1931 - I dag fer fram frá Akureyrarkirkj u útför Valgeirs Axelssonar aðst.lög- regluvarðstjóra á Akureyri. Hann lést 23, nóvember sl. á Landspítalanum í Reykjavík eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Valgeir var fæddur þann 14anda júní 1931, sonur hjónanna Axels Jóhannssonar og konu hans Þor- gerðar Ólafsdóttur sem bjuggu á Torfum í Hrafnagilshreppi, Eyja- firði. Axel lést fyrir nokkrum árum en Þorgerður dvelur nú á Akureyri. Valgeir ólst upp hjá foreldrum sín- um ásamt systkinum sínum en á sautjánda aldursári fer hann að heiman og fer til náms að bænda- skólanum á Hólum í Hjaltadal, enda þótti skólanám þar góður kostur fyrir unga bændasyni sem vildu afla sér staðgóðrar þekkingar fyrir vænt- anlegan atvinnurekstur við landbún- að. Hann dvaldi tvo vetur við nám í Hólaskóla og nýtti sér vel þá kennslu sem þar bauðst. En hann sótti fleira til Hóla en fróðleik úr námsbókum og starfi, því þar kynntist hann þeirri konu sem varð hans lífsförunautur alla tíð síðan. Sú kona er Ragnheiður A. Sigurðardóttir, dóttir hjónanna Sig- urðar Ingimars Arnljótssonar og konu hans Jóhönnu Lilju Jóhannes- dóttir sem síðast bjuggu í Saurbæ í Kolbeinsdal, Skagafirði. Eftir að hafa útskrifast úr Hóla- skóla fór Valgeir ásamt unnustu sinni heim að Torfum og hófu þau bráðlega búskap þar á móti foreldr- um hans. Á Torfum bjuggu þau um fimmtán ára skeið en þá taka þau sig upp og flytj a búferlum til Akureyrar. Valgeir hafði stundað löggæslu- störf samhliða búskapnum um árabil en þegar þau flytja til Akureyrar gerðist hann fastur starfsmaður í lögregluliði bæjarins og starfaði þar síðan til dauðadags. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið og er það yngsta enn á bernskuskeiði. Elst er Jóhanna Lilja, var gift Fétri Pálmasyni og eiga þau tvö börn, Ragnheiði Örnu og Tómas Pálma, Vífill blikksmíða- meistari á Akureyri, Birkir og Hjördís. Þau Valgeir og Ragnheiður bjuggu sér og börnum sínum fagurt heimili, fjölskylduböndin voru sterk og allir í fjölskyldunni virtust vera meðvitaðir um þann sannleik að ást og kærleikur er með því mikilsverð- asta í lífinu. Það var ánægjulegt að koma í heimsókn á heimili þeirra, ég er þetta rita naut þess að heimsækja þau Valgeir og Ragnheiði systur mína, þar á heimili ríkti friður og hlýleiki, þeim var í blóð borin gest- risni og sýndu öðrum alúð og um- hyggju svo öllum leið vel í návist þeirra. Það voru ómetanlegar stundir að dvelja með þeim í húsi þeirra í Kringlumýri efst á höfðanum, þar var víðsýnt út Eyjafjörð og til fjall- anna austan fjarðarins, sú fegurð sem þar mætti sjónum á sólríkum sumarkvöldum er ógleymanleg. Það er erfitt að sætta sig við að heimilisfaðirinn í þessari samhentu fjölskyldu sé nú svo skyndilega kall- aður burtu, en um lögmál lífs og dauða tjáir ekki að deila, harmur fjölskyldunnar er þungur að bera en minningin er eftir, minning um ljúf- menni sem öllum vildi gott gera og virkaði mannbætandi á hvern sem honum kynntist, við samferðamenn hans eigum margt að þakka. Ég votta eftirlifandi eiginkonu, börnum þeirra og öðrum aðstand- endum innilega samúð, ég trúi að minningin um góðan dreng verði þeim huggun því minning um Val- geir Axelsson er fögur minning. Blessuð sé minning hans. Ari Sigurðsson Mig langar með örfáum orðum að kveðja mág minn, eftir áratuga langa og góða vináttu. Mín fyrstu kynni af Valgeiri hófust þegar við Freyja systir mín fórum í heimsókn norður í Eyjafjörð að heimsækja Ragnheiði systur okkar, sem þá var trúlofuð Valgeiri og höfðu þau hafið búskap að Torfum. Við vorum hálf feimnar og uppburð- arlitlar, en sú feimni hvarf er við höfðum dvalið stuttan tíma á því ágæta heimili sem þar var, en þau bjuggu þar í sambýli með foreldrum Valgeirs. Það er skemmst frá því að segja að kynni okkar Valgeirs urðu með þeim ágætum að ekki hefur liðið það sumar að ekki hafi verið farið í heimsókn á heimili þeirra, fyrst í sveitina með börnin meðan þau voru ung og síðan til Akureyrar eftir að 1 þau Ragna og Valgeir fluttu þangað. Þær eru margar ánægjustundirnar sem ég og fjölskylda mín höfum átt á þeirra góða heimili bæði fyrr og síðar. Ég kveð Valgeir mág minn með kæru þakklæti frá okkur Sigga og börnunum. Rögnu systurogbörnun- um bið ég guðs blessunar. Hulda Sigurðardóttir. LESENDUR SKRIFA 11111! 1111 Hugleiðingar um eiturlyf í flestum dagblöðum er ég les og líka í útvarpi er oft skýrt frá þeim vandamálum er varða innflutning á eiturlyfjum, sem flutt eru inn til íslands. - Ég hef aldrei séð birt nöfn þeirra manna sem gera það. Það er bara skrifað um þetta vandamál og menn sumir hverjir settir í fangelsi, svo sem réttlætanlegt er. Einnig fá menn sektir fyrir þennan innflutn- ing. Flestir eru þetta ungir ævintýra- menn. Þetta getur verið stórgróði, ef þeim tekst það. Það munu flestir þessara unglinga vera eignalausir, og því er það lilgangslaust að sekta þá. Það eina sem gildir er að nefna nöfn þessara manna og birta myndir af þeim. Þjóðin mundi líta niður á þá. Það er oft skrifað um það, að sjómenn séu með smyglað vín og tóbak. Vínið og tóbakið er gert upptækt, og Ríksisjóður íslands hef- ur tekjur af þeim innflutningi, þegar í hann næst. Ég lít á þennan vín- innflutning sjómanna allt öðrum augum. Það eru sjómennirnir sem skapa gjaldeyrinn. Þó svo þeir komi með eitthvað meira vín til landsins en er leyfilegt, er betra að þeir geri það en eyði gjaldeyri sínum í hóru- krám utanlands og flytji inn kynsjúk- dóma. Hvað geta sjómenn gert við sinn gjaldeyri? Flestir vilja eyða honum í eitthvað sem þeir geta þénað á. - Þá má geta þess, að margt fullorðið fólk fer utan í innkaupaferðir til að kaupa föt á sig og meira cn lcyfilegt er. Það mun leyfilegt að flytja inn fatnað og ýmislegt glingur fyrir kr. 7.000,-. Flestir gera það og sumir langtum meira, svo sem skiljanlegt er, því að nú fær fólk gjaldeyri eins og það óskar eftir. Einnig fæst gjaldeyrir utan banka í stórum stíl á réttu verði. Ég lít svo á, að íslenskt ferðafólk fái allt of mikla ferðapen- inga. Það er óeðlilegt, að skemmti- ferðafólk fái svona mikla ferðapen- inga, þegar gjaldeyrisstaða íslands er neikvæð. - Fjármálaráðherra og ríkisstjórn ættu að skammta gjald- eyri meira en gert er í dag. Um víninnflutning er það að segja, að allur fjöldinn gefur sitt vín vinum sínum, en af því leiðir, að það er drukkið meira og jafnvel selt meira vín í Áfengisverslun ríkisins. Grímur Ögmundsson. BUNADARDEILD ÁRMÚLA3 REYKJAVIK SIMI 38900 REIME flórsköfur létta störfin Ertu leiour ^ á mokstrinum? ARMULA3 REYKJAVlK SlMI 38000 Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1987 Nú stendur yfir gerö fjárhagsáætlunar Reykjavík- urborgar fyrir árið 1987. Athygli borgarbúa, svo og hagsmunasamtaka (t.d. íbúasamtaka), er vakin á að óskir, tillögur og ábendingar varðandi gerð fjárhagsáætlunarinnar þurfa að hafa borist borg- arráði fyrir 12. desember nk. Borgarstjórinn í Reykjavík 28. nóvember 1986. Á mölinni mætum; með bros á vör — efbensíngjöfin er tempruð,-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.