Tíminn - 24.01.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.01.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 24. janúar 1987 Tíminn 3 Hinrik Greipsson, formaöur SÍB: Leggjum áherslu á að engum verði sagt upp - grípum til aögerða verði það gert „Stjórn SÍB hcfur ekki tekið neina afstöðu til neinna þeirra leiða sem stjórn Seðlabanka mótaði á sínum tíma. Það sem við höfum samþykkt er að fylgjast með framvindu mála og reyna eftir því sem við getum að gæta hagsmuna allra starfsmanna," sagði Hinrik Greipsson, formaður Sambands íslenskra bankamanna í samtali við Tímann í gær. „Við munum leggja á það ríka áherslu að það verði engum starfs- manni sagt upp, sama hvaða leið verður valin. Að það njóti allir áfram þeirra réttinda sem þeir hafa í dag og að sem minnst röskun verði fyrir okkar félagsmenn," sagði Hinrik. Sagði Hinrik að SÍB reiknaði ekki með að neinu starfsfólki verði sagt upp, en hins vegar væri mikil hreyf- ing á starfsfólki innan bankanna og því yrði væntanlega farin sú leið, að ekki yrði ráðið nýtt starfsfólk í stað Hinrik Greiðpsson, form. SÍB. þess sem hættir. Kæmi hins vegar til beinna upp- sagna, sagði Hinrik að hann reiknaði með að SÍB gripi til aðgerða. „Við höfum fyrirmyndir frá Norður- löndunum þar sem bankar hafa vcrið sameinaðir og þar hefur ekki verið gripið til uppsagna starfsfólks. Þann- ig að við hljótum að mótmæla því harðlega, verði til slíkra aðgerða gripið." Sagði Hinrik að stjórn SÍB hefði rætt við alla þingflokka, nema þing- flokk Framsóknarflokksins, scm yrði þó gert við fyrsta tækifæri. Hefði stjórn SIB lagt á það sérstaka áherslu í þessum viðræðum að þess yrði gætt sérstaklega að starfsfólk nyti sömu lífeyrisréttinda og það hefur í dag, eftir hugsanlegar brcyt- ingar. Sagði Hinrik að viðtökur við þessum málaleitunum hefðu verið mjög góðar. -pph Sex íslensk tryggingafélög: Samsteypa stof nuð um f iskeldistrygg i ngar Endurtryggt verður að hluta innánlands ; Sex íslensk tryggingafélög hafa -sameinast um stofnun Samsteypu íslenskra fiskeldistrygginga. Stofn- aðilar *eru: Almennar tryggingar hf., Brunabótafélag fslands, Reyk- vísk endurtrygging hf. Sjóvátrygg- ingafélag íslands hf., Tryggingar- " miöstöðín hf. og fslensk endur- trygging. Tilgangurinn með stófnun sam- steypunnar er þríþættur. f fyrsta lagi til þess að vinna að því að samræma skilmála ogað ákvarðan- ir um þá, svo og iðgjöld, verði teknar hér á landi. í öðru lagi verður hlutverk samsteypunnar að sjá til þcss að aðildarfélogin hafi sem fj'Iistu tölulegu upplýsingar . yfir þessar tryggingar. í þriðja lag'i verður miðað að því að fullnýta þá möguleika sem fyrir hendi cru innanlands. Aðildarfélögin munu endurtryggja hjá hvcrt öðru hluta- af tryggingunum, en það fer eftir samþykktum sámsteypunnar. Formaður stjórnar samsteyp- unnar er Einar Sveinsson forstjóri Sjóvá. Hann sagði að undirbúning- ur að þessari samsteypu hefði stað- ið frá hví snemma í fyrra. Sagði hann að iðgjöld væru mjög há vegna fiskeldistryggirtga og stæði það í eðlilcgu hlutfallt við mikil tjón og háar fjárhæðir. Einar benti á að það sem væri mest áríðandi nú væri að njörva niður skilmála sem tækju til íslenskra aðstæðha. Fiskeldi á íslímdi býr á margan há-tt við sérstakar aðstæður þa,r sem stæmt veður og náttúruharri- farir geta gert aivarleg strik í reikninginn hjá fiskeldisstöðvum og mikil hætta er á altjdni og að íyrirtæki hreinlega verði að lcg'gja" upp laupana. Sérstök tækninefnd verður skip- uð og hefur hún störf innan. skamms. f henni munu sérfræðing- ar a£ öilum "sviðum fiskeldis eiga sæti og veita upplýsingar til stjtSrnar. Með endurtryggingu innanlands munu markmið samsteypunnar vcrða að ná betri skilmálum og hagstæðarí iðgjöldum. -ES t Jóhannes Geir og Sigurður Þórir Sigurðsson vinnaað uppsetningu sýningar- innar í Gamla bíói. Óperunni gefin verk listamanna - 50 myndlistarmenn gefa myndverk sín „Örlæti, skilning og samstöðu ís- lenskra listamanna virðast lítil tak- mörk sett. Um árabil hefur fjöldi söngvara og tónlistarmanna lagt fram krafta sína og tíma til að halda starfsemi íslensku óperunnar gang- andi, oft gegn mjög vægri þóknun. Og nú hafa 50 íslenskir listamenn tekið sig saman um að gefa íslensku óperunni myndverk til fjáröflúnar fyrir starfsemina," segir í frétt sem fslenska óperan hefur sent frá sér. Frumkvæðið að þessari höfðing- legu gjöf myndlistarmannanna átti Jóhannes Gcir Jónsson listmálari, en eftir að sjónvarpið sýndi í beinni útsendingu í vetur óperuna II Tro- vatore eftir Verdi, ákvað Jóhannes að gefa óperunni verk eftir sig og fékk síðan í lið með sér fleiri lista- menn. Óperan mun í dag opna sýningu á þessum myndum í húsakynnum sýn- um í Gamla bíói í Reykjavík. Við opnun sýningarinnar í dag verður tónlistarflutningur á dagskrá og mun Sigrún Hjálmtýsdóttir m.a. syngja við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Evrópumarkaður: Góð sala á f rystum sjávarafurðum - birgðir engar um áramót Þrátt fyrir mjög harða samkeppni við ísfisk og gámafisk á síðastliðnu ári jókst sala á frystum sjávarafurð- um hjá Iceland Seafood Limited meir en nokkru sinni á einu ári. Á árinu 1986 seldi fyrirtækið fryst- ar sjávarafurðir fyrir 31 millj. sterl- ingspunda sem er aukning uppá 62,8% frá árinu áður. í magni var salan 16.800 lestir sem jafngildir 30,8% aukningu frá 1985. Árið 1981, sem var fyrsta starfsár fyrirtækisins, var salan rúmar 3 millj. sterlingspunda og lætur því nærri að Afkoman í öfugu hlutfalli við veltuaukninguna Mestu uppgangsf yrirtækin 1985 Haf skip og A rnarf lug Skipti skins og skúra hafa verið með eindæmum ör hjá fyrirtækinu Hafskip hf. Árið 1985 hoppaði Hafskip upp í sæti 19. stærsta fyrir- tækis á íslandi úr 62. sæti árið áður. Mælt í veltuaukningu var Hafskip í hópi tíu mestu uppgangsfyrir- tækja landsins með um 103% veltuaukningu milli ára, sem var 53% umfram veðrlagsbreytingar. Veltuaukning hjá helstu keppi- nautunum, Eimskipafélagi íslands varð hins vegar aðeins 30%, sem þýddi um 2% samdrátt miðað við verðlagsbreytingar á vöru og þjón- ustu. Hafskip fjölgaði einnig starfsmönnum um nær 4% upp í 287 á heldur. meðan Eimskip fækkaði Samkvæmt skrá Frjálsrar versl- unar yfir stærstu fyrirtæki á íslandi var velta Hafskips um 1.918 mill- jónir árið 1985 og hafði aukist um 973 milljónir frá árinu áður. Velta Eimskips var 2.714 milljónir en hafði aðeins aukist um 626 milljón- ir á sama tíma. Hjá Eimskip varð um 47 millj. króna tap á árinu, eða 5,2% af 904 milljóna króna eigin fé. Heildar- skuldir fyrirtækisins voru 2.880 milljónir. Aftur á móti eru eyður í skránni hvað varðar allar upplýs- ingar um Hafskip aðrar en sjálfa veltuna og veltuaukninguna milli ára. Athyglivert er að annað flutn- ingafyrirtæki sem mikið hefur verið í fréttum vegna fjárhagsörðugleika - Arnarflug hf. - sýndi þó mestu veltuaukningu allra fyrirtækja árið 1985, eða 192%, sem færði fyrir- tækið í 30. úr 60. sæti stærstu fyrirtækja. Eru þetta glögg dæmi um að ekki fara alltaf saman mikil umsvif og góð afkoma. Velta Arnarflugs er sögð 1.161 millj. króna 1985. Tapið var hins vegar rúmar 69 millj., eða um 6% af veltu og eigið fé neikvætt um 191 milljón króna. Heildarskuldir eru taldar 554 millj. kr. að lang mestu leyti til skamms tíma. Flugleiðir, sem lækkað hafði úr 3. niður í 4. sæti (vegna uppgangs Landsbankans) hafði 38% veltu- aukningu milli ára og skilaði 197 millj. kr. hagnaði sem var um 3,4% af 5.783 millj. króna veltu. Heildarskuldir námu 2.806 millj. en eigið fé 287 millj. Hagnaður sem hlutfall af eiginfé nam því um 69%, sem er lang hæsta finnanlegt hlutfall í skránni ef ÁTVR er undanskilin. -HEI salan hafi tífaldast á þessum sex árum. Sölusvæði Iceland Seafood Ltd. er, auk Bretlandseyja, Frakkland, Holland, Belgía og Vestur-Þýska- land. Pess ber þó að geta að sala Hamborgarskrifstofunnar er ekki innifalin í tölunum hér að framan. Á skrifstofum fyrirtækisins í Hull og Hamborg starfa samtals sex manns. í byrjun árs 1986 var sala sjávar- afurða, sem skrifstofa Sambandsins í Hamborg hafði annast, færð undir Iceland Seafood Ltd., sem nú rekur söluskrifstofu þar. Á árinu 1986 seldi skrifstofan fyrir 10,2millj. marka.enþaðsamsvaraði 103% aukningu frá árinu áður. Að magni til jókst salan um 57,6% frá 1985 ogvar 2.265 iestir. Eins og fram kemur í tölum um sölu hér að framan virðist fiskneysla fara vaxandi í þessum löndum. Þá hefur verðið einnig hækkað talsvert. Ekki tókst að fullnægja eftirspurn og voru birgðir engar um áramót ef frá er talið nokkurt magn af frystri síld. í sölutölum Iceland Seafood Ltd. kemur fram að söluaukningin hefur orðið mest í þorski og rækju, en sala á rækju meira en tvöfaldaðist á síðasta ári. Um nýliðin áramót urðu fram- kvæmdastjóraskipti hjá Iceland Sea- food Ltd. Benedikt Sveinsson, sem verið hafði framkvæmdastjóri fyrir- tækisins síðastliðin sex ár, lét af því starfi og gerðist aðstoðarfram- kvæmdastjóri í Sjávarafurðadeild Sambandsins í Reykjavík. Við starfi Benedikts hjá Iceland Seafood Ltd. tók Sigurður Á. Sigurðsson, en veitti áður forstöðu skrifstofu Sambands- ins í London. RR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.