Tíminn - 24.01.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.01.1987, Blaðsíða 15
Laugardagur 24. janúar 1987 Tíminn 15 MINNING Bjarni Halldórsson bóndi Upþsölum í Blönduhlíð Fæddur 25. janúar 1898 Dáinn 15. janúar 1987. Hinn 15. þ.m. barst sú frétt að bændahöfðinginn Bjarni Halldórs- son á Uppsölum í Blönduhlíð hefði látist á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki tæplega 89 ára að aldri. Bjarni fæddist að Auðnum í Sæm- undarhlíð 25. janúar 1898. Þar var móðir hans þá vinnukona. Að hon- um stóðu góðar ættir. Foreldrar hans voru Halldór Ein- arsson frá Krossnesi, bóndi og járn- smiður, lengst af á íbishóli í Seylu- hreppi og Helga Sölvadóttir frá Hvammskoti á Skaga. Föðurbræður Bjarna voru þeir Indriði Einarsson, leikritaskáld og sr. Gísli prestur að Hvammi í Norðurárdal. Halldór var orðinn aldraður maður, er Bjarni fæddist. Foreldrar Bjarna bjuggu aldrei saman. Bjarni ólst upp með móður sinni á hálfgerðum hrakningi á milli bæja, þar sem hún var vinnukona á ýmsum bæjum. M.a. dvaldi hann á Brautarholti í Seyluhreppi, Sjávar- borg í Skarðshreppi og Völlum í Vallhólmi. Tæplega tvítugur braust hann í því af litlum efnum að fara til náms á alþýðuskólann á Hvítárbakka haustið 1917. Þar stundaði hann nám í tvo vetur undir handleiðslu hugsjónamannsins, Sigurðar Þór •• ólfssonar. Margir nemendui Sigurð- ar hrifust af þeim mannbóta og mannræktarhugsjónum, sem hann barðist fyrir og komnar voru frá dönsku lýðskólahreyfingunni. Þær , hugsjónir féllu vel að umbótavilja aldamótakynslóðarinnar á íslandi. Ungmennafélögin voru að rísa á legg um Iand allt. Búnaðarfélögin efldust og tóku sterka forystu um að rækta landið og klæða það skógi. Æskufólkið fylltist bjartsýni og trú á land sitt og framtíð þess og beitti sér ákaft í baráttu fyrir fullu sjálfstæði þjóðarinnar. Bjarni varð hugfanginn af þessum hugsjónum og tók ffjót- lega eftir að hann kom frá námi, virkan þátt í þeim samtökum í heimahéraði sínu sem átakamest voru í þessum efnum. Bjarni varð einn þeirra manna, sem urðu í forystusveit Skagfirðinga í mörgum félagsmálum. Hann var áhugamaður í ungmennafélagi Akrahrepps og í stjórn þess um skeið. Hann var lengi í stjórn B.f. Akrahrepps og var fulltrúi þess á búnaðarsambandsfundum um fjölda ára og var lengi í stjórn búnaðar- sambandsins. Hann var í stjórn lestr- arfélags sveitarinnar og áhugamaður um varðveislu sögulegra minja í héraðinu og lengi í stjórn Sögufélags Skagfirðinga. Einnig var hann í sóknarnefnd og skólanefnd lengi. í hreppsnefnd Akrahrepps var hann í 13 ár og í sýslunefnd um skeið. Hann var lengi varamaður Jóns á Reynistað á Búnaðarþingi og sat nokkur Búnaðarþing.- Hann stýrði fasteignamatsnefnd Skagfirðinga á árunum 1962-1967, Hann var kosinn annar aðalfull- trúi Skagfirðinga á stofnfund Stétt- arssambands bænda að Laugarvatni sumarið 1945 og átti sæti á aðalfund- um þess samfellt í 30 ár. Hann var kosinn í stjórn Stéttarsambandsins í stað Jóns Sigurðssonar á Reynistað árið 1961 og sat í stjórninni samfellt í 14 ár til haustsins 1975. Öll sömu ár var hann fulltrúi í Framleiðsluráði landbúnaðaiii- . Afar oft á þessum árum var I.uiin fundarstjóri á aðal- fundum sambandsins. Honum fórst það vel úr hendi og var þó oft vandasamt að stjórna umræðum og afgreiðslu mála þannig að niðurstaða fengist úr fundarstörfum á þeim skamma tíma sem fundunum voru skammtaðir á tveimur dögum. Fund- armenn voru viðkvæmir fyrir tak- mörkun á ræðutíma og vildu fá tækifæri til að setja fram sjónarmið sín um úrlausn mála. Þá komu skýrt fram sterkustu skapgerðareiginleik- ar Bjarna. Hann var skarpgreindur og setti skoðanir sínar fram mjög ljóst í stuttu máli. Hann gerði þær kröfur til annarra að þeir gerðu það einnig. Hann var skoðanafastur maður og setti sér föst markmið. Hinsvegar tók hann fullt tillit til skoðana annarra manna og átti auðvelt með að hliðra til þannig að ekki yrðu harðir árekstrar. Þessi lipurð hans og tillitssemi við aðra menn, gerðu honum auðveldara að stjórna fund- unum og að sætta menn við takmörk- un umræðna. Fyrstu tvö árin sem Bjarni var í stjórn Stéttarsambandsins var frændi hans, Sverrir í Hvammi formaður þess. En 1963 tók sá sem hér heldur á penna, við formennskunni. Við Bjarni áttum því 12 ára samstarf í stjórn sambandsins og í Framleiðslu- ráði og vorum áður góðkunningjar af samstarfi á aðalfundunum um mörg ár. Bjarni var kosinn á Stéttarsam- bandsfundi af sjálfstæðismönnum í Skagafirði, því hann var þess flokks maður alla tíð. Ég var aftur á móti framsóknarflokksmaður og hafði staðið nærri póliíískum eldi áður en ég var kosinn formaður í stjórn Stéttarsambandsins. Þetta kom ekk- ert að sök. Báðir höfðum við það meginmarkmið að vinna að alhliða framför landbúnaðarins og að efla samtök bændastéttarinnar og vinna að bættri menningaraðstöðu í sveit- unum. Bjarni ar mikill félagshyggjumað- ur og samvinnumaður í þess orðs bestu merkingu. Honum voru mark- miðin ljós í öllu félagsstarfi og þeim fylgdi hann í öllu. Ég hefi stundum orðið þess var að ýmsir menn telja að pólitísk markmið séu öllum öðr- um markmiðum æðri og að forystu- menn í stéttarfélagsmálum hljóti alltaf að stjórnast meira af slíkum markmiðum séu þeir flokksbundnir. fremur en eftir stéttarlegum sjónar- miðum. Þetta tel ég rangt. Þau kynni sem ég hef haft af mönnum í stéttar- félögum, úr ólíkum stjórnmála- flokkum, sanna mér að langflestir þeirra taka stéttarsjónarmiðin fram yfir þröng flokkssjónarmið. Stund- um ætlast stjórnmálamenn til þess að forystumenn stéttarfélaga taki meira mið af pólitískri dægurbaráttu en stéttarlegum sjónarmiðum. Slíkt hefði verið víðs fjarri Bjarna. Hann hefði aldrei brugðist trúnaði við þau málefni sem honum var trúað fyrir af stéttarbræðrum sínum. Bjarni var afar góður samstarfs- maður. Hann var hreinskiptinn, glöggur á aðalatriði mála, tillitssam- ur við skoðanir annarra manna og drenglundaður í öllum samskiptum. Hann ávann sér því mikið traust samstarfs- og samferðamanna sinna. Vorið 1921 kvæntist Bjarni Sigur- laugu Jónasdóttur frá Völlum í Vall- hólmi. Fyrstu fjögur hjúskaparárin voru þau í sambýli við tengdaforeldra hans á Völlum. En árið 1925 keyptu þau Uppsali og fluttu þangað og bjuggu þar alla tíð eftir það á meðan bæði höfðu heilsu. Síðustu árin voru þau í sambýli við börn sín. Halldór bjó þar í sambýli með þeim í nokkur ár og Árni hefur búið þar frá árinu 1953. Uppsalir eru fallegt býli, sem stendur hátt, innarlega í Blönduhlíð- inni. A þeirri jörð var mikil breyting f búskapartíð Bjarna og fjölskyldu hans. ÖH hús hafa verið byggð úr steini, en voru áður úr torfi, einsog víða í Skagafirði. Vegna legu túnsins í hlíðinni var fremur erfitt að rækta, bæði vegna brattlendis og þess að vatnsagi var mikill undan hallanum. Skurðgröfurnar komu þar einsog víðar í góðar þarfir og björguðu því að túnræktin gat heppnast að fuílu. Þar er nú bæði stórt og grasgefið tún. Framfarir urðu einnig miklar í bú- fjárræktinni og fénaðurinn varð afurðamikill. Þau Bjarni og Sigurlaug eignuðust átta börn. Sjö þeirra eru á lífi. Þau eru Helga, kennari í Varmahlíð, gift Konráði Gíslasyni frá Frostastöðum, Egill, ráðunautur á Sauðárkróki, kvæntur Öldu Vilhjálmsdóttur, Halldór, kjötmatsmaður, búsettur í Hveragerði, giftur Antoníu Bjarna- dóttur, Jónas iðnaðarmaður á Akur- eyri, kvæntur Rakel Grímsdóttur, Kristín búsett á Sauðárkróki, gift Maron Péturssyni, skrifstofumanni, Gísli kennari í Laugargerðisskóla, sambýliskona, Guðný Georgsdóttir og Árni bóndi á Uppsölum, kvæntur Sólveigu Arnadóttur. Bjarni var góður heimilisfaðir og hafði áhuga á að börn hans og barnabörn nytu náms og gætu þjálf- að hæfileika sína til starfa. Með Bjarna er fallinn fjölhæfur gáfu- og dugnaðarmaður. Maður, sem lagði alla krafta sína í að leysa þau störf, sem hann tók að sér til heilla fyrir land sitt og þjóð. Ég þakka þessum ljúfa samferða- manni drengilegt samstarf og margar ánægjulegar stundir. Börnum hans og öllum aðstand- endum votta ég samúð mína. Gunnar Guðbjartsson. f dag verður til moldar borinn, að Silfrastöðum, Bjarni Halldórsson bóndi á Uppsölum í Blönduhlíð. Með honum er genginn einn þeirra manna er samferðamenn muna öðr- um frekar. Bjarni var fæddur 25. janúar að Auðnum í Sæmundarhlíð, og vant- aði aðeins 10 daga í 89 ára afmælið er hann andaðist 15. janúar. Foreldrar hans voru Halldór Ein- arsson og Helga Sölvadóttir, Sölva- sonar bónda á Kleif og konu hans Maríu Jónsdóttur. Halldór Einars- son bjó á Syðstu Grund og víðar í Skagafirði. Bræður hans voru Indr- iði skáld og sr. Gísli í Stafholti, faðir Sverris í Hvammi. Einar faðir þeirra bjó í Krossanesi, Magnússon prests í Glaumbæ og konu hans Efemíu Gísladóttur, sagnfræðings Konráðs- sonar. Að Bjarna stóðu því hinar merkustu ættir. Halldór á Syðstu Grund hafði verið ekkjumaður all mörg ár og kominn um sextugt er hann átti Bjarna og varð ekki af frekari sam- búð hans og Helgu. Bjarni ólst upp með móður sinni á ýmsum bæjum vestan vatna og varð snemma að standa á eigin fótum. Kjarkur og þróttur drengsins kom snemma í ljós. Hugur Bjarna mun snemma hafa staðið til náms, en fé skorti og um aðstoð frá foreldrum var ekki að ræða. Haustið 1917 er hagur orðinn það rúmur að Bjarni sér sér fært að halda til náms að Hvítárbakka og dvelur þar við nám í tvo vetur, hjá þeim gagnmerka manni Sigurði Þórólfs- syni, sem rak þar skóla með líku sniði og lýðháskólar Norðurlanda. í Hvítárbakkaskóla veittist fjöl- hæf og góð menntun á skömmum tíma, ef nemendur höfðu vilja og gáfur til að taka á móti, og þá eiginleika átti Bjarni í rfkum mæli. Að loknu námi á Hvítárbakka, hvarf Bjarni heim til átthaganna. Árið 1921, verða mikil þáttaskil í lífi hans. Hann festir ráð sitt og gengur að eiga Sigurlaugu Jónas- dóttur, heimasætu á Völium í Vall- hólmi, og hefj a þau búskap á Völlum í tvíbýli við Harald bróður Sigurlaug- ar. Árið 1925 verða aftur þáttaskil, þá kaupa þau Uppsali í Blönduhlíð. Þar með hefst saga þess manns, sem Skagfirðingar hafa nefnt Bjarna á Uppsölum. Bjarni á Uppsölum var maður mikillar gerðar. Eftir honum var tekið hvar sem hann kom fram. Hann var fluggáfaður, skapríkur, tilfinninganæmur, drengskaparmað- ur. Hann var trygglundaður og vin- fastur, en mundi lengi ef frá dreng- skap var vikið. Bjarni var glæsilega vel máli farinn, rökfastur og mikill málafylgjumaður. íslenskan lék honum á tungu orða- auðug og blæbrigðarík. Ljóðrænn hrynjandi var oft í málflutningi hans, enda var hann prýðilega skáldmælt- ur. Hjá þvf gat ekki farið að maður með hæfileika eins og Bjarni á Uppsöluin yrði að taka að sér marg- háttuð trúnaðarstörf fyrir sveit sína og hérað. Sú varð og raunin með Bjarna. Um fimmtíu ára skeið má segja að félagsmálastörfin hafi hlað- ist að honum og ef hann losnaði frá einu tók annað við. Hann sat í hreppsnefnd, var fjall- skila- og gangnastjóri um langt ára- bil, starfaði í skólanefnd, í skatta- nefnd og yfirskattanefnd, í stjórn Búnaðarfélags Akrahrepps, í stjórn Búnaðarsambands Skagfirðinga, í fasteignamatsnefnd, sat í sýslu- nefnd, fulltrúi Skagfirðinga á Stétt- arsambandsfundum um 30 ára skeið, sat lengi í stjórn Stéttarsambands bænda og í Framleiðsluráði. Þá er ótalið geysimikið starf sem hann vann fyrir Sögufélag Skagfirð- inga, var stjórnarnefndarmaður og forseti félagsins um ára bil. Þessu fylgdu margháttuð ritstörf, við þá miklu gagnasöfnun og útgáfustarf- semi, er Sögufélagið hafði með höndum. Þessi upptalning, sem mörgu mætti enn við bæta sýnir glöggt, það mikla traust, sem sveitungar, sam- héraðsmenn og bændastéttin í heild bar til Bjarna á Uppsölum, svo lengi sem honum entist aldur og heilsa. Þetta leiðir einnig hugann að því, að það voru ófáar stundir, sem bóndinn var fjarri búi sínu. Samt komst allt vel af hjá Uppsalaheimil- inu. Þar var Sigurlaug hin styrka stoð, sem ætíð átti þrek og dug til að bæta á sig störfum í fjarveru bóndans. Kjarkur, æðruleysi og glaðværð í viðmóti brást henni aldr- ei, þótt útlitið væri stundum ófagurt, því að Bjarni átti við mikla vanheilsu að stríða framan af búskaparárum þeirra á Uppsölum, svo að tvísýnt var jafnvel um hríð, hvort saga hans yrði öllu lengri. Eftir mikla hol- skurðaðgerð fékk Bjarni loks fullan bata og úr því skein hamingjusól í heiði yfir Uppsalaheimilinu. Uppsalabörnin voru öll vel gerð og dugmikil og unnu heimilinu af dugnaði, strax og þau höfðu aldur til. Framkvæmdir í byggingum og ræktun voru miklar á jörðinni og áhöfn stækkaði. Synir þeirra bjuggu si'ðan með þeim, fyrst Halldór og síðan Árni, sem nú situr Uppsali af miklum myndarskap. Hjá Árna og Sólveigu Árnadóttur konu hans áttu Sigurlaug og Bjarni sitt trausta og góða athvarf til hinstu stunda. Börn þeirra Bjarna og Sigurlaugar eru þessi í aldursröð: Halldór, Kristín, Jónas, Egill, Gísli, Árni og Helga. Öll eru þau gift og eiga uppkomin börn. Tvær fyrstu minningar um Bjarna á Uppsölum vöktu mér hughrif sem munast enn. Það var fyrst að allnokkrir sveit- ungar og vinir voru saman komnir við ákveðið tækifæri og sungu. Þar söng maður bassarödd, sem átti ein- hvern seið og veldi, sem snart lítinn snáða, sem var að byrja að leggja eyra að söng og tónum. Sá er bassann sögn var Bjarni á Uppsöl- um, Seinna vissi ég að Bjarni átti fágæta söngrödd, bæði að dýpt og fegurð. Öðru sinni var það, að ég fékk að fara með, þótt ekki væri til gagns, þegar sveitarfé var rekið í veg fyrir afréttarsafn á leið til Silfrastaðarétt- ar. Með safninu reið maður á brún- um hesti. Yfir ferð manns og hests hvíldi einhver þokki og eindrægni, þar sem snúist var við rekstur á Norðuráreyrum, að ekki hefur gleymst barni, sem á horfði. Þar var á ferð Bjarni á Uppsölum á brúnum gæðingi sem hann átti. Oft síðar sá ég Bjarna á hesti. Hann átti löngum gæðinga og var bráðlaginn hestamaður, svo sem ver- ið hafði Halldór faðir hans. Ég rek ekki fleiri persónulegar minningar um Bjarna á Uppsölum, en um tvennt vil ég geta, sem gerðist nokkuð fyrir mína daga og lýsir vel framfaraþrá og félagshyggju Bjarna. Hann beitti sér fyrir stofnun lestrar- félags í sókninni strax eftir að hann kom í Uppsali og gaf út handskrifað blað, sem kom út nokkrum sinnum og er varðveitt sem sérstök menning- arheimild. Lestrarfélagið starfarenn og á mikið bókasafn. Hitt var svo- kallað rekstrarlánafélag, sem hann hafði forgöngu um að stofna og starfrækt var eitthvert árabil kring- um 1930. Þá áttu sér stað allmiklar ræktunarframkvæmdir með hesta- verkfærum. Til þess að standa straum af þessum framkvæmdum voru tekin lán í Landsbankanum á Akureyri og jafnvel hjá einstakling- um. Félagið var ábyrgt fyrir þessum lánum. Þetta varð til þess að fram- kvæmdir sneiddu síður hjá garði þeirra sem minni höfðu efnin. Þessi tvö dæmi sýna ljóslega að áhugi og framfaraþrá Bjana á Upp- sölum beindist jafnt að menningar- málum, sem að umbótum á verklega sviðinu. Sem fullorðinn maður átti ég margháttað samstarf við Bjarna um málefni sveitar og héraðs. Við vor- um t.d. alllengi samstarfsmenn í stjórn Búnaðarfélagsins. Þar kynnt- ist ég gjörla hve einlægur félags- hyggjumaður hann var. Garpur til verka um afgreiðslu og úrlausn mála og eldheitur framfarasinni. Bjarni studdi ætfð Sjálfstæðis- flokkinn en ég studdi Framsóknar- flokkinn. Aldrei varð sá skoðana- munur okkur að ágreiningi við af- greiðslu mála. Hagur og heild hér- aðsins og bændastéttarinnar var hon- um ætíð efst í huga er hann myndaði sér skoðanir og afstöðu. Ég færí Bjarna einlægar þakkir fyrir allt okkar samstarf, það var mér lær- dómsríkt og um það á ég góðar minningar. Bjarni á Uppsölum var mikill hamingjumaður. Hann var reglu- maður í lífi og starfi. Hann átti fagurt heimili og góða fjölskyldu. Hann fékk langan aldur til að vinna þau störf, sem honum voru hugleikin og hann hafði yndi af. Hann unni jörð sinni og moldin var honum heilög uppspretta lífs og gróanda, sem honum var leyft að hlúa að og rækta. Hann sá framfaradraumana rætast á svo mörgum sviðum, þar sem hann uppskar árangur síns erfið- is. Ég verð nú ekki lengi útfrá, voru einhver hans síðustu orð heima á Uppsölum, þegar hann var fluttur á sjúkrahúsið. Hann stóð við það. Á fjórða degi hvarf hann bak við tjaldið sem byrgir okkur sýn til þeirra leyndardóma, sem við stefn- um öll að. Bjarni á Uppsölum var vanur að standa við orð sín. Ég kveð Bjarna á Uppsölum með virðingu og þökk. Börnum hans og fólki öllu sendi ég einlægar kveðjur. Gunnar Oddsson. Loðdýrabændur - Graskögglanotendur Til sölu nokkur lítiö gölluö fiskikör, meðal annars útlitsgölluö. Henta fyrir loðdýrafóöur, grasköggla, matvæli o.fl. Stærðir 660 og 1000 lítra. Seljast með góöum afslætti. Borgarplast hf. Vesturvör 27, Kópavogi Sími: (91)46966

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.