Tíminn - 29.01.1987, Side 1
ISTUTTU MALL.
ESPERANTO — alþjóðlega
tungumálið er 100 ára um þessar
mundir. Esperanto er eina tungumálið
sem búið hefur verið til án þess að þjóð
eða þjóðflokkur hafi haft það sem
þjóðtungu. Málinu er ætlað að auð-
velda samskipti og skilning þjóða á
milli sem tala ólíka tungu.
MANILA — Um eitt þúsund vopn-
aðir hermenn stjórnarinnar á Filipps-
eyjum höfðu í gærumkringtsjónvarps-
stöð þar sem 150 uppreisnarhermenn
héldu til. Stjórnarsinnarnir spiluðu úr
stórum hátölurum þunglyndisleg Paul
Anka lög í þeirri von að slæva baráttu-
gleði uppreisnarmanna og flýta fyrir
uppgjöf þeirra.
ÍSLENSKA krónan hækkaði í
gær gagnvart dollar um sem næst
1,1% samkvæmt skráningu Seðla-
bankans. Miðað við kaupgengi var
dollarinn skráður á 39,11 kr. en var í
fyrradag skráður á 39,55 kr. Krónan
var í fyrsta skipti í aær skráð sam-
kvæmt myntvog í stað viðskiptavogar.
Eftir að gengisviðmiðuninni hefur verið
breytt með þessum hætti er vægi
dollara í útreikningi á meðalgengi
meira en áður og því þarf að lækka
dollarann minna til þess að halda
meðalgengi frá áramótum stöðugu.
Dollarinn lækkaði enn frekar á alþjóða
gjaldeyrismörkuðum í gær.
I BEIRUT hafa kennarar og
nemendur við háskólann i Vestur Beir-
út aukiö mótmæli sin gegn ráni á
fjórum kennurum skólans sem hafa
bandarísk vegabréf. Þeir Vesturlanda-
búar sem enn eru eftir í borginni hafa
nú verið hvattirtil þess af ríkisstjórnum
sínum að fara þaðan.
NÝ GJALDSKRÁ fyrir póst-
þjónustu tekur gildi 1. febrúar. Helstu
hækkanir eru þessar: Burðargjald fyrir
bréf í fyrsta þyngdarflokki verður 12
krónur til Norðurlanda, til annarra
landa 15 krónur og flugburðargjald til
landa utan Evrópu 24 kr. Gjald fyrir
almennar póstávísanir verður 28 kr.,
símapóstávísanir 121 kr. og póstkröf-
ur 50 kr., nema 33 kr. ef um innborgun
á póstgíróreikning er að ræða. Ábyrgð-
argjald verður 35 krónur og hraðbooa-
gjald verður 80 kr. Leyfileg hámarks-
upphæð póstávísana hækkar úr 100
þúsund í 200 þúsund krónur.
RÁÐGJAFAHÓPUR um
nauðgunarmál, sem starfað hefur á
vegum Samtaka um kvennaathvarf
hefur látið gera bækling og dreift
honum víða um land þar sem al-
menningur er fræddur um afbrotið
nauðgun. I frétt frá hópnum segir m.a.
að fræðsla sé fyrirbyggjandi aðgerð og
þess vegna var valin yfirskrift á bækl-
inginn, „Það kemur ekkert fyrir mig“. f
bæklingum eru nokkur holl ráð og
upplýsingar um hvernig á að bregðast
við ofbeldi.
SVERRIR Thorsteinsen skóla-
stjóri á Stóru-Tjörnum hefur ákveðið
að verða við beiðni menntamálaráð-
herra að taka að sér rekstur fræðslu-
skrifstofu Norðurlandsumdæmis eystra
fram á vor. Fræðsluráð umdæmisins
lagði til við Sverri að hann falaðist eftir
kröftum Sverris Thorsteinsen.
FARMANNADEILAN var
enn í hnút í gærkvöldi þegar Tíminn
fór í prentun. Matarhlé var gert í
gærkvöldi en samningafundur hófst
aftur 20:30 og stóð fram eftir kvöldi.
KRUMMI
„ Þá þarf ekki lengur
vetrardekkin á
vélarnar sem fara
austur".
Egilsstaðaflugvöllur:
Sextíu milljónir
I nýja flugbraut
Þingsályktunartillaga frá ríkisstjórninni
Ríkisstjórnin hyggst leggja fram
þingsályktunartillögu, sem veiti
henni heimild til að hefja undir-
búning og forvinnu vegna nýrrar
flugbrautar á Egilsstaðaflugvelli.
Ætlun ríkisstjórnarinnar er að fá
„Andstætt því, sem haldið er
fram af sumum, eru ríkisbankarnir
hinir ópólitísku bankar á íslandi,
þar sem hlutafélagsbankarnir til-
heyra í reynd ákveðnum pólitísk-
um öflum.“ Sá sem þessu heldur
fram er Stefán Hilmarsson, banka-
stjóri Búnaðarbankans og gamal-
reyndur bankamaður sem þekkir
innviði bankakerfisins betur en
flestir aðrir.
Þessi ummæli, sem fram koma í
ítarlegu og opinskáu viðtali við
Stefán í Tímanum í dag, vekja
ekki síst athygli vegna þess, að það
hefur verið yfirlýst markmið
margra þeirra frammámanna sem
að uppstokkun bankakerfisins
standa, að færa sem flesta banka
undan ríkisforsjá, þar sem þeim
lánsheimild upp á 60 milljónir til að
hefja þessar framkvæmdir, sem
áætlað er að hefjist á þessu ári.
Það er gert ráð fyrir að við fram-
kvæmdina verði farið að tillögum
flugmálanefndar. En eitt af for-
fylgi óheilbrigð pólitísk afskipti og
að andstæða þess séu ópólitísk-
ir,“heilbrigðir“ hlutafélagsbankar.
Stefán staðhæfir einnig að yfir-
taka Búnaðarbanka á Útvegs-
banka sé fljótvirkari, einfaldari og
margfalt ódýrari leið, en ef bank-
arnir tveir verða sameinaðir.
Telur Stefán að engin skynsam-
leg rök hnígi að því að sameining
leysi nokkurn vanda. Þvert á móti
geti hún valdið tímabundinni
óvissu og hugsanlegum deilumál-
um sem gætu orðið örlagarík fyrir
viðskiptavild og hagsmuni
bankans, sem og viðskiptamanna
hans.
Þá telur Stefán að það skipti
höfuðmáli hvort um hlutafélags-
gangsverkefnum flugmálanefndar,
sem skilaði skýrslu í lok síðasta árs,
var að kanna framtíðarskipan
Egilsstaðaflugvallar.
Flugmálanefnd gerir þar þá til-
lögu að stefnt verði að byggingu
banka eða ríkisbanka verði að
ræða og lýsir hann andstöðu sinni
við hugmyndinni um nýjan hluta-
félagsbanka, sem hann segir að
geti aldrei orðið jafnsterkur og
traustur og ríkisbanki, og breyti
pólitískur átrúnaður í engu þeim
sannindum.
f viðtalinu lýsir Stefán óánægju
með hvernig staðið hefur verið að
uppstokkunartilraunum í banka-
kerfinu og „að lítið sem ekkert
samráð er haft við starfsfólk og
forráðamenn þess banka, sem oft-
ast er nefndur sem þrautalendingin
í Útvegsbankamálinu“Margt ann-
að markvert kemur fram í þessu
viðtali sem birtist á blaðsíðu 4. .
-phh
nýrrar 2000 metra flugbrautar vest-
an við núverandi braut og nær Lag-
arfljóti. Þá verði í útboði tveir
kostir, 1500 og 2000 metra brautir.
Niðurstöður úr samanburði verði
síðan látnar ráða hvort verkinu
verði skipt í tvo áfanga.
Samkvæmt niðurstöðum kostnað-
aráætlunar nefndarinnar er áætlað
að 1500 metra braut kosti um 95
milljónir kr. en 2000 metra braut
um 126 milljónir kr. Þá telur ncfnd-
in æskilegast að framkvæmd Ijúki á
þremur árum.
Hugmyndin hafði verið að láta
framkvæmdir við Egilsstaðaflug-
völl bíða þar til samþykkt hefðu
i verið lög um flugmálaáætlun og
fjáröflun til framkvæmda í flugmál-
um. En þar sem ástand Egilsstaða-
flugvallar hefur farið hraðversn-
andi upp á síðkastið eins og kunn-
ugt er þá var talið bráðnauðsynlegt
að grípa til sérstakra ráðstafana til
að koma nýrri flugbraut í gagnið
hið fyrsta.
Gert er ráð fyrir að þetta mál fai
skjóta afgreiðslu'í þinginu, því á-
stand Egilsstaðaflugvallar er ákaf-
lega slæmt, sérstaklega eftir vot-
viðrin undanfarið. _
Morfís:
MH-liðið
bert að
prettum
úndanúrslitum í ræðukeppni
framhaldsskólanna hefur ver-
ið frestað því að fram-
kvæmdastjórn Morfís hefur
kveðið upp dóm um það að
keppni Menntaskólans við
Hamrahlíö og Vcrzlunarskól-
ans skuli endurtekin vcgna þess
að liðsstjóri MH-inga, Helgi
Hjörvarr, villti um fyrir dóm-
endum. Breytti hann umræðu-
efninu í heyranda hljóði svo
dómurunum þótti fullvíst að
svo skyldi ræðuefnið hljóða
sem iiðsstjórinn las upp. Dóm-
arar dæmdu því keppnina cftir
röngum forscndum og lyktaði
henni með sigri MH.
Aftur verður dregið um
ræðuefni á mánudaginn nk. og,
skal keppnin fara fram á hlut-
lausum keppnisstað með hlut-
lausum fundarstjóra. Nýir
dómarar verða fengnir til að
dæma þá keppni.
Sigurvcgari úr þeirri viður-
eign heldur áfram í undanúrslit
þar sem keppt vcrður um rétt-
inn til að keppa í Háskólabíói
í öndverðum mars. Önnur lið
sem komi hafa áfram eru lið
Fjölbrautaskólans á Suður-
nesjum, lið Fjölbrautaskólans
í Garðabæ, og Menntaskólans
í Reykjavík -W
Undanfarið hafa skattskýrslueyðublöð veríð að læðast inn um bréfalúguna hjá fólki. Hugsanlega verður
þetta í síðasta sinn sem talið verður fram á þann veg sem verið hefur og skattar greiddir eftirá. Menn tala um
að tekjur ársins 1987 verði skattfrjálsar og staðgreiðslukerfi verði tekið upp frá og með áramótum 1988. En
hvað sem því líður þá þurfa menn nú að telja fram tekjur sínar og eignir á árinu 1986 og greiða af þeim sann-
gjarnan hlut til reksturs þjóðarbúsins. Fólk ætti að huga að framtaiinu sínu sem fyrst svo það dragist ekki
fram yfir síðasta skiladag, með þeim óþægindum sem því fylgir. Tímamynd Sverrir
Stefán Hilmarsson, bankastjóri Búnaöarbankans í viðtali við Tímann:
Hlutafélagsbankarnir
undir pólitískum öflum